Morgunblaðið - 22.11.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.11.2019, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019 ✝ Birgir ÖrnBjörnsson fæddist á Akureyri 4. maí 1962. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 12. nóvember 2019. Foreldrar Birgis eru Björn Jóhann- esson, f. 29. sept- ember 1937, og Lilja Guðmunds- dóttir, f. 20. desem- ber 1941. Systkini hans eru Jó- hannes, f. 23. september 1957, hann á fimm börn og ellefu barnabörn; Gyða, f. 5. júní 1959, maki Sigurður V. Gunnarsson, f. 8. júní 1959, þau eiga þrjár dætur og þrjú barnabörn; Bragi, f. 9. desember 1963, hann á þrjú börn og eitt barnabarn; Björn Þór, f. 16. nóvember 1972. Birgir kvæntist Ingibjörgu Sæ- mundsdóttur, f. 18. maí 1957, hinn 16. júní 1984. Útför Birgis fer fram frá Guð- ríðarkirkju í Grafarholti í dag, 22. nóvember 2019, klukkan 13. Elsku Biggi minn, ég sakna þín, þú varst góður maður, ég elska þig og ég veit að þú elskaðir mig. Ég er alltaf að hugsa til þín og tímans okkar saman, við vor- um búin að vera saman í næstum fjörutíu ár, það er langur tími og margt sem ég get hugsað um. Við töluðum saman oft á dag, það er skrítið að heyra ekki í þér lengur, ég gái ennþá á símann minn þó að ég viti að þú sért far- inn frá mér. Ég vona að þér líði vel hjá guði. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér skrítið stundum hvernig lífið er, eftir sitja margar minningar þakklæti og trú. Þegar eitthvað virðist þjaka mig þarf ég bara að sitja og hugsa um þig, þá er eins og losni úr læðingi lausnir öllu við. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig geyma mig og gæta hjá þér. Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Ingibjörg Gunnarsdóttir) Bless, ástin mín. Þín Ingibjörg (Ína). Elsku Biggi minn, það verður erfitt að vera án þín það sem eftir er af þessu lífi, þú varst einstakur maður, það vita allir sem kynnt- ust þér, ég var alltaf stoltur af að eiga þig sem bróður. Við gerðum svo margt saman sem guttar, seldum blöðin saman, fórum í marga hjólatúra sem sumir voru mjög langir. Barátta þín við veik- indin var búin að vara lengi þó að þú kvartaðir aldrei, Biggi minn. Það verður erfitt og skrítið að fá ekki símtölin frá þér lengur. Elska þig, besti maður í heimi, sakna þín mikið, er viss um að þér líður vel núna. Minning þín er ljós í lífi okkar. Þinn bróðir Bragi. Birgir Örn, mágur minn, yfir- leitt kallaður Biggi, var um margt alveg einstök persóna sem auðgaði líf okkar allra sem feng- um að vera honum samtíða. Í vöggugjöf fékk hann erfið og flókin spil á hendi sem leiddu til þess að líf hans var ekki neinn dans á rósum. Veikindi í frum- bernsku gerðu það að verkum að hann gekk aldrei alveg heill til skógar, hvorki andlega né líkam- lega. Það var hins vegar aðdáunar- vert að sjá hvernig Biggi spilaði úr sínum spilum og lengst af bjó hann við hamingjurík lífsskilyrði og var virkur þjóðfélagsþegn. Þegar ég kom inn í fjölskyld- una var hann ástfanginn upp yfir haus af henni Ínu sinni og þeirra æðsti draumur var að fá að gift- ast, eiga sitt heimili og líf saman. Stórfjölskyldan lagðist á eitt um að láta drauminn rætast. Þau giftu sig og hófu sinn búskap í kjölfarið í kjallaraíbúð hjá Gyðu systur hans og Sigurði mági sem þau gátu ávallt leitað til. Fyrir mig hefur verið dásam- legt að fylgjast með þeim Bigga og Ínu og þeirra einstaka sam- bandi og þó að þeim hafi ekki ver- ið ætlað að búa saman síðustu ár að þá slitnaði aldrei þessi einstaki strengur sem var á milli þeirra. Þau eyddu eins miklum tíma saman og þeirra aðstæður gáfu tilefni til eftir að heilsu Bigga hrakaði og hann hætti að geta keyrt. Biggi var alveg einstakur fjöl- skyldumaður sem vildi öllum vel og fylgdist vel með. Hann vildi engum illt og talaði ekki illa um nokkurn mann. Hann hafði ein- stakan og barnslegan hæfileika í að lesa í mannlegan breyskleika og lét sínar skoðanir í ljós á opinn og einlægan hátt. Hann var mikill húmoristi og gladdist ákaft ef honum tókst að hrekkja sína nán- ustu með allskonar fréttum af sjálfum sér sem yfirleitt reyndust platið eitt. Biggi var mikill barnakarl og fylgdist vel með systkinabörnum sínum og síðar þeirra börnum. Mér liður seint úr minni ástin og aðdáunin sem þau Biggi og Ína fengu á Snorra Guðlaugi, syni okkar Jóhannesar. Hann var litli sæti prinsinn þeirra og þau komu í ófáar heimsóknir til að knúsa hann Snóa sinn. Eftir að við fluttum norður í land fækkaði heimsóknum en Biggi hringdi reglulega og stund- um daglega til að fylgjast með líð- an okkar, einnig kom hann nokkrar ferðir norður til okkar með Ínu, yfirleitt vegna ein- hverra atburða í fjölskyldunni, en ein heimsókn stendur upp úr að mínu mati. Þá keyrði Biggi norð- ur eins og herforingi með Ínu sína með ofurlítilli tilsögn í gegn- um síma alla leið til Dalvíkur. Þau dvöldu í eina viku þar hjá mér þar sem við gerðum margt og mikið okkur til skemmtunar og sköpuð- um minningar sem eru mér og mínum afar dýrmætar. Hvíl í friði, elsku karlinn minn, og hafðu þökk fyrir allt, og nei, Biggi, ég er ekki hætt að reykja en það kemur að því. Helga Ester Snorradóttir. Í dag kveð ég mág minn og góðan vin. Fyrstu kynni mín af Birgi voru þegar við Gyða systir hans fórum að draga okkur saman fyrir 48 ár- um. Vissi ég ekki þá að vinátta okkar myndi vara í tæpa hálfa öld því Birgir var ekki heill heilsu og var vart hugað líf þegar hann fæddist. Veikindi Bigga komu niður á þroska hans. Á stundu sem þessari koma upp margar minningar tengdar Bigga til dæmis þegar hann og Bragi bróð- ir hans fóru niður í miðbæ að selja Vísi og síðar Dagblaðið. Þeir bræður voru alltaf saman, enda mjög samrýmdir. Oft var talað um Bigga og Braga í sama orð- inu. Ég minnist einnig tíðra ferða okkar á bílasölur bæjarins, en Biggi hafði mikinn áhuga á bílum. Hann var ávallt reiðubúinn að skutla fólki hvert sem var, eftir að hann fékk bílpróf og þótti Bjössa pabba hans nóg um, þegar kíló- metrastaðan á bílnum hans var skoðuð. Áhugi hans á bílum var mjög sýnilegur þegar litið var á bílinn hans, gljáfægðan og flott- an. Á þessum árum var ég einnig með mikla bíladellu og naut ég oft aðstoðar hans við þrif og bón í bíl- skúrnum í Lækjarásnum, þar sem hann og Ína æskuástin hans hófu sinn búskap hjá okkur Gyðu. Birgir var alltaf glaður, jákvæður og barngóður. Hann hafði áhyggjur ef eitthvað bjátaði á í fjölskyldunni, en sleppti að segja frá, ef honum leið ekki vel sjálf- um. Birgir hafði ýmis áhugamál og vil ég sérstaklega minnast á símasafnið sem hann hafði komið sér upp. Hann hafði þá vel púss- aða og flesta hlaðna, raðaða eftir tegundum í hillum uppi á vegg. Hann var einnig duglegur að hringja í fjölskylduna og fá fréttir og skipti engu þó að við værum stödd í útlöndum því hann vildi vita hvort okkur liði ekki örugg- lega vel. Ég hef sagt það áður að ef fleiri hefðu svipaðan mann að geyma og Biggi þá væri heimur- inn örugglega betri. Blessuð sé minning Bigga okkar. Margt þú hefur misjafnt reynt, mörg þín dulið sárin. Þú hefur alltaf getað greint, gleði bak við tárin. (J.Á.) Sigurður Gunnarsson. Elsku elsku Biggi minn. Lík- aminn dofnaði allur þegar lækn- irinn sagði að þú værir látinn. Sjokkið var mikið en ég vona að þú sért á góðum stað núna án veikinda. Það er skrítið að fara í gegnum daginn og engin hringing frá Bigga. Heyrðumst stundum oft á dag. Þú varst alltaf að tékka á fólkinu þínu. Við Siggi litli áttum smá spjall um daginn um þig. Sem mikill áhugamaður um síma eins og þú sjálfur velti Siggi því fyrir sér hvernig símar væru í himnaríki; hvort þeir væru eitthvað öðruvísi eða hvort þér hefði verið afhentur glænýr Iphone 11 við komuna þangað. Þú varst svo hrifinn af krökkunum mínum og þau af þér. Ég á eftir að sakna þess að koma í heimsókn til þín. Þú pass- aðir alltaf upp á að bjóða okkur til þín þegar Ína var líka svo að hún gæti líka séð krakkana sem hún er líka svo hrifin af. Þú hugsaðir alltaf svo vel um hana Ínu þína og nú tökum við við því. Ég lofa að passa vel upp á hana og kíkja í heimsókn til hennar. Ætla að enda þessi orð eins og við enduðum símtölin okkar: Við heyrumst seinna Biggi. Þín frænka, Bryndís. Elsku Biggi frændi hefur kvatt þetta jarðneska líf og ég trúi því að honum líði vel þar sem hann er núna. Margs er að minnast. Ég man þegar Biggi og Ína konan hans bjuggu í sama húsi og ég og fjölskylda mín, þá þáði maður oft Cheerios því Bigga var alveg sama hversu mikinn sykur ég setti út í. Ég man þegar litla syst- ir mín gat ekki sagt Biggi, sagði alltaf Bíbí, og alltaf fannst Bigga það jafn fyndið. Ég man alla rúnt- ana okkar þar sem iðulega var farið á Hlöllabáta, drukkið kók og hlustað á Megas en kók, Megas og gsm-símar voru það sem Biggi hafði mest dálæti á. Ég man þeg- ar við fórum í tívolí á hafnarbakk- anum og ég plataði Bigga með mér í svokallaða bolla, tæki sem snýst hratt í hringi. Við hlógum mikið eftir á yfir hversu ringluð við urðum. Ég man hversu falleg sál Biggi var, vildi öllum svo vel og lét sig varða hvernig mér og öðrum liði. Ég man hvað hann var alltaf góður við mig og alla aðra. Ég mun um ókomna tíð geyma í hjarta mínu hjartahlýjuna, gleðina, stríðnina, jákvæðnina og einlægnina sem einkenndi elsku Bigga frænda minn. Elsku Biggi, takk fyrir allt. Þín frænka, Lilja Rós. Birgir Örn Björnsson ✝ Ragna Hjart-ardóttir Hjartar var fædd 3. júlí 1927 á Flateyri við Ön- undarfjörð. Hún lést á íknardeild Land- spítalans 11. nóv- ember 2019. For- eldrar hennar voru hjónin Friðfinnur Hjörtur Hinriksson sjómaður á Flateyri og Guðríður Þor- steinsdóttir. Ragna átti eina syst- ur, Jónínu, gifta Kristjáni Hálf- dánarsyni. Ragna giftist 3. júlí 1947 Jóni Friðrikssyni Hjartar íþróttakenn- ara, f. 15. ágúst 1916, d. 31. maí 1996, og eignuðust þau þrjá syni. Þeir eru: 1) Hjörtur, f. 11. júní 1948, d. 17. nóvember 2019, rekstrarhagfræðingur. Kona hans er Jakobína Sigtryggsdóttir. Börn þeirra: a) Sigtryggur Klem- enz, kvæntur Ragnheiði Guð- fósturdótturina Erlu Gunnhild- ardóttur, gift Arnari Sigurjóns- syni. Börn þeirra: Auður Sólveig og Sigurjón. Áslaug átti Jón Kristinn Gunnarsson, d. 8. júlí 1995. Hans barn er Lísa Margrét. Ragna lauk gagnfræðaprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1944, var síðan á húsmæðraskóla í Svíþjóð 1946-1947. Hún aflaði sér frekari menntunar með margskonar námskeiðum. Ragna rak póstafgreiðsluna á Flateyri 1947-1961. Hún gegndi margháttuðum skrifstofustörfum og lauk starfsferli sínum hjá Landsbankanum, Laugavegi 77. Hún bjó í Borgarnesi 1962-1973 er hún flutti til Reykjavíkur. Hún var, ásamt Jóni, meðal þeirra fyrstu sem fluttu að Sléttuvegi 11 og lét til sín taka við hússtjórn og félagslíf íbúanna. Hún var virk í félagsmálum, söng í kór eldri borgara, spilaði golf og tók virk- an þátt í starfi Oddfellowregl- unnar. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 22. nóv- ember 2019, klukkan 15. mundsdóttur. Börn þeirra: Hjörtur Páll, Herdís Helga, Hall- dór Klemenz og Hel- ena Kristín. b) Ragna. Maður henn- ar er Simon Reher. Sonur þeirra er Hjörtur S. Hjartar. 2) Friðrik, f. 8. októ- ber 1951, prestur. Kona hans er Anna Nilsdóttir. Börn þeirra: a) Jón Fjölnir, kvæntur Rodicu Dinulescu Hjartar. Börn þeirra: Isabella María, Daníel Friðrik og Arnar Viorel. b) Krist- rún, gift Arvind Gupta. Börn þeirra Lukka Shakuntala og Freyja Mridula. c) Steinunn Ragna. Maður hennar er Sölvi Sigurðsson. Börn þeirra: Sólon Kári, Ragna Móey og Sóley Katla. 3) Rúnar, f. 27. september 1958, vélvirkjameistari. Kona hans er Áslaug Arndal. Hann á Í dag kveðjum við Rögnu Hjartar. Hún varð 92 ára göm- ul. Ragna átti góða ævi, var heilsuhraust og naut lífsins. Hún var dugleg, ákveðin, með sterkar skoðanir á mönnum og málefnum, jákvæð, hjálpleg, gjafmild, gestrisin, vandvirk, skipulögð og svo var hún ein- staklega glæsileg. Hún var dugleg að hreyfa sig, fór í göngutúra og spilaði golf þar til hún náði níræðisaldri. Á golfvellinum átti hún gæða- stundir. Hún var dugleg að sækja alls kyns menningarviðburði, tón- leika, leikhús, óperusýningar og myndlistarsýningar. Hún var ótrúlega dugleg að finna ný við- fangsefni. Hún sótti tungumála- námskeið og margháttuð nám- skeið í myndvefnaði, málaralist og postulínsmálningu svo eitt- hvað sé nefnt. Hún var einstak- lega vandvirk á allt sem hún gerði. Handavinnan hennar er ótrúlega falleg og vel gerð. Síð- ari ár prjónaði hún peysur, sokka, vettlinga, teppi og ým- islegt fleira á fjölskylduna. Þeg- ar ég kynntist Rögnu saumaði hún sér fatnað, oft eftir auganu. Öll fjölskyldan hefur notið góðs af myndarskap hennar og gjafmildi. Ragna vann alla tíð utan heimilis. Hún átti fallegt heimili, allt í röð og reglu enda skipu- lögð í öllu. Hún var gestrisin og oft mjög gestkvæmt á heimilinu. Hún var myndarleg húsmóðir, eldaði góðan mat og var hann alltaf fallega fram borinn. Við erum sammála um það tengdadæturnar að hún var snillingur að brjóta saman fatn- að. Hún hafði eitthvað í fingr- unum sem varð til þess að það sem hún snerti varð eins og ný- komið úr strauvél. Hún starfaði í Oddfellowregl- unni og var stolt af reglunni sinni. Hún var stolt af framlagi reglunnar til líknardeildar Landspítalans þar sem hún háði sitt dauðastríð og lést þar 11. nóv. sl. Hún sé Guði falin, en hennar er sárt saknað. Anna Nilsdóttir. Það er óraunveruleg tilfinn- ing að vera að skrifa minning- argrein um hana ástkæru ömmu Rögnu. Maður reiknaði ein- hvern veginn með því að hún yrði bara 110 ára og enn eins hress og við sjötugt. Það vantaði nefnilega aldrei kraftinn í hana ömmu. Það er ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir því sem hún hefur áorkað í gegnum ævina, í gegnum súrt og sætt. Margar af fyrstu minningum okkar af ömmu eru frá Klepps- veginum. Þegar við áttum erindi í bæinn var oftar en ekki gist hjá afa og ömmu undir góðri leiðsögn í ólsen ólsen og grjóna- grautur í matinn. Við systkinin vorum aðeins unglingar þegar hann afi fór frá okkur. Það var sérstaklega erf- iður tími fyrir fjölskylduna og sérstaklega hana ömmu en dugnaður hennar í kringum veikindin hans var aðdáunar- verður. En það var ekki síður aðdáunarvert hvernig amma tókst á við lífið eftir fráfall afa. Hún fann sér ný verkefni, áskoranir og var ákveðin í að njóta lífsins, sem hún gerði svo sannarlega: lærði að keyra bíl, eignaðist nýja vini, fór að ferðast og spila golf. Alltaf ákveðin að búa heima hjá sér og alltaf að læra eitthvað nýtt. Læra á tölvuna, Facebook og Facetime. Í rauninni allt nema blessaða fjarstýringuna. Amma var fyrirmynd okkar, alvöru kvenskörungur og ætt- arhöfðingi fjölskyldunnar, alveg einstaklega sjálfstæð og ákveð- in. Hún spilaði golf vel fram á níræðisaldur og hún fór í ferða- lag út á land í sumar þrátt fyrir að vera verkjuð í mjöðminni. Hún lét ekkert stoppa sig, það var svo aðdáunarvert. Amma var mjög vandvirk og með mikla sköpunargleði. Íbúð- in hennar var skreytt myndum eftir hana sjálfa og postulíni sem hún hafði málað sjálf, eins og flísarnar í eldhúsinu, lamp- arnir og stellið hennar. Hún prjónaði svo fallega og vandað alveg fram á síðasta árið, en þá prjónaði hún á Hjört frænda svo honum yrði ekki kalt. Amma fór að semja vísur í seinni tíð og fór oft með vísur eftir afa Jón. Hún var með stórt safn af steinum sem afi hafði safnað og fjölda fíla sem hún hafði safnað á ferðalögum sínum. Við bættum öll í safnið, sem stækkaði mikið síðustu ár. Hún var mjög smekkvís og hlúði vel að öllu og passaði að allt væri til fyrir- myndar. Amma var alltaf svo glæsileg. Hún hafði sig alltaf vel til og passaði að hún væri upp á sitt besta fram á síðasta dag, sem gat verið blekkjandi því hún leit miklu betur út en henni leið. Það er erfitt að hugsa til þess að við förum ekki aftur í pönnu- kökur, grjónagraut eða gallerí- ferðir með ömmu. Eða að fá ömmuknús sem var svo hlýlegt. Amma var svo stolt af sonum sínum og allri fjölskyldu sinni. Henni var mjög umhugað um Hjört, son sinn, í veikindum hans og nú kveðjum við elsku frænda okkar líka, sem mun fylgja ömmu til hvíldar. Elsku amma, hvíl í friði, nú með afa Jóni og Hirti. Fílar gleyma aldrei og við ekki heldur. Jón Fjölnir, Kristrún og Steinunn Ragna. Amma Ragna var einstök kona. Ég minnist hennar með opinn faðm, stórt, glaðlegt og fallegt bros og klædda í sitt fín- asta púss. Hún sýndi öllum og öllu mikinn áhuga og fannst gaman að fá sögur af fólki, sér- staklega af litla smáfólkinu. Sögur af barnabörnunum glöddu hennar hjarta og henni var umhugað um að þeim liði vel. Amma var alltaf svo glöð, jákvæð og góð við aðra að hún fyllti hvert herbergi af gleði og hlýju hvar sem hún var. Hún var einstaklega flink í höndun- um og var dugleg að gefa frá sér alls konar handverk, hvort sem það voru ullarpeysur, mál- verk eða málaðir bollar. Hennar fallega handverk fyllir heimili okkar hlýju og góðum minning- um. Ég sakna þín, elsku amma. Ég er þakklát fyrir alla þá hlýju sem þú gafst okkur. Þín lífssýn og gleði mun alltaf fylgja okkur. Erla Gunnhildardóttir og fjölskylda. Ragna var meðal fyrstu íbúa í húsi aldraðra á Sléttuvegi 11-13 sem Samtök aldraðra byggðu árið 1992. Hún lét snemma til sín taka í málefnum hússins og gegndi störfum í stjórn hús- félagsins um árabil, m.a. sem formaður þess árin 2000-2002. Þegar ég tók við því starfi vorið 2014 fann ég strax að til hennar var hollt að sækja ráð og stuðn- ing. Á þetta reyndi ekki aðeins í viðfangsefnum húsfélagsins og málefnum íbúa hússins, sem oft voru viðkvæm og erfið viðfangs, heldur einnig í baráttu okkar fyrir óskertum rekstri þjónustu- miðstöðvarinnar Selsins sem er mikilvægust þeim sem erfiðast eiga með að búa í eigin húsnæði, vegna veikinda eða hás aldurs. Ragna flutti mál okkar af slíkri einurð að eftir var tekið. Hún átti mikinn þátt í því að áfanga- sigur vannst fyrir tveimur árum og hún hefði viljað fylgja því máli eftir á þessu ári ef heilsa hefði leyft. Elli sækir alla heim en Ragna hélt skýrum kolli til hins síðasta. Við minnumst hennar með þakklæti og sökn- uði. Sveinbjörn Björnsson. Ragna H. Hjartar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.