Morgunblaðið - 22.11.2019, Qupperneq 25
Í VESTURBÆNUM
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Njarðvíkingar virðast vera með tak
á KR-ingum miðað við úrslitin í
leikjum liðanna síðustu misserin í
körfuknattleiknum. Njarðvík vann
alla þrjá leikina gegn KR í deild og
bikar á síðasta keppnistímabili og í
gær náði Njarðvík í útisigur gegn
KR í Dominos-deildinni 78:75.
Njarðvík er að rétta úr kútnum
eftir rólega byrjun en í síðustu um-
ferð valtaði liðið yfir Þór Akureyri
með sextíu og tveggja stiga mun. Nú
eru Njarðvíkingar ekki nema tveim-
ur stigum á eftir KR og fjórum á eft-
ir efstu liðunum.
„Ég hafði engar áhyggjur af stöð-
unni í deildinni vegna þess að við er-
um með það gott lið og svipaðan leik-
mannakjarna og í fyrra. Við höfum
verið á fullu í síðustu fjórum leikjum
og mér finnst við vera farnir að spila
eins og við eigum að gera. Við erum
ekkert hissa á því að hafa unnið
hérna í KR-heimilinu. Alls ekki.
Maður vinnur svona leiki vegna þess
að maður hefur trú á því og finnst
það ekkert svakalega merkilegt,“
sagði hinn þrautreyndi Njarðvík-
ingur, Logi Gunnarsson, þegar
Morgunblaðið spjallaði við hann.
Chaz Williams er athyglisverð við-
bót við lið Njarðvíkinga. Lágvaxinn
en leiftursnöggur og KR-ingar lentu
í vandræðum gegn honum. Williams
veit nokkurn veginn að hverju hann
gengur. Var áður hjá Einari Árna í
Þór Þorlákshöfn og lék þá einnig
með Maciej Baginski og Ólafi Helga
Jónssyni. Njarðvíkingar spila öfluga
vörn eins og stigatala þeirra í deild-
inni sýnir og leikur liðsins er að
miklu leyti agaður.
Greinarhöfundur bjóst við því að
sjá meiri neista í KR-liðinu en raun-
in varð eftir mjög góð úrslit í síðustu
umferð þegar KR vann toppliðið
Keflavík á útivelli. Liðið átti tvo
kafla í gær þar sem það hitnaði veru-
lega og skoraði þá níu og ellefu stig í
röð. En þess á milli gekk liðinu ekki
vel að opna vörn Njarðvíkur.
Mér finnst á köflum sóknin vera of
hæg hjá KR-ingum. Með allar þess-
ar skyttur hefði ég haldið að heppi-
legt væri að láta boltann ganga hratt
og bíða eftir góðum skotfærum. Of
oft finnst mér menn vilja klappa
boltanum. KR-liðið mun smám sam-
an verða betra. Það er öllum ljóst.
Kristófer er að komast í leikæfingu
eftir meiðsli og Björn Kristjánsson
sneri aftur á völlinn í gær.
Njarðvík með tak á KR
Fjórði sigur Njarðvíkinga í röð gegn KR Þriðja tap KR í deildinni í vetur
Logi var ekki undrandi á úrslitunum Sóknin of hæg hjá meisturunum?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Barátta Hart var barist um hvert frákast í viðureign KR og Njarðvíkur í gærkvöld. Njarðvíkurliðið vann leikinn.
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019
Það að skara fram úr á
heimsvísu krefst mikils meira en
þess að hafa framúrskarandi
hæfileika, í því umhverfi sem
íþróttafólki hefur verið skapað
hér á landi. Þeir sem ætla sér að
ná langt þurfa vissulega hæfi-
leika en svo þurfa þeir ann-
aðhvort að hafa óhemju öflugt
bakland (lesist: ríka foreldra)
eða vera afburðagóðir sölumenn.
Og hvað eiga þeir að selja? Jú,
sjálfa sig. Leiðin fyrir Jón og
Gunnu á verðlaunapall á Ólymp-
íuleikum krefst þess að þau séu
góð í að selja eigin ímynd til fyr-
irtækja og ná sér þannig í styrkt-
arsamninga.
Þetta skrifaði ég hér í blaðið
fyrir fimm árum þegar ég velti
vöngum yfir stöðu okkar fremsta
íþróttafólks í einstaklings-
greinum. Þessari staðreynd um
að það færi eftir geðþótta for-
kólfa fyrirtækja hvort og hvaða
íslensku íþróttamenn gætu lifað
í þannig umhverfi að þeir gætu
sinnt sinni íþrótt nægilega vel til
að standast alþjóðlegan sam-
anburð.
Miðað við skrif íþróttafólks
undanfarnar vikur hefur lítið
breyst í þessum málum, þrátt
fyrir að framlag ríkisins til Af-
rekssjóðs ÍSÍ hafi hækkað mikið
eða úr 70 milljónum króna árið
2015 í 400 milljónir króna á
þessu ári. Skíðamaðurinn Sturla
Snær Snorrason bendir á í at-
hyglisverðum pistli að án styrkja
í gegnum þann sjóð væri reyndar
engin von fyrir íslenskt íþrótta-
fólk. En vegna þess hve illa gangi
að fá frekari styrki frá fyr-
irtækjum yfirgefi sífellt fleiri af-
reksíþróttaheiminn.
Svokallaðar samfélags-
miðlastjörnur virðast framar í
goggunarröðinni en íþróttafólk
hjá fyrirtækjum. Okkar fremsta
fólk í einstaklingsgreinum þræl-
ar sér því út í námi og vinnu til
að eiga fyrir næstu æfingatörn
eða keppnisferð og að sjálfsögðu
kemur það niður á árangri.
En jafnvel þó að „okkar fólk“
komist á Ólympíuleika og heims-
meistaramót er fjárhagslegt ör-
yggi afreksíþróttamannsins með
minnsta móti hér á landi. Alla
vega sá ég ólympíufara mættan í
vinnu á kvöldvakt á pítsustað og
að selja áfengi í skutlarahópnum
á Facebook, svona korteri eftir
lokaathöfn síðustu Ólympíuleika.
Dýrðarljóminn er ekki meiri en
það.
BAKVÖRÐUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Sinisa Bilic skoraði 27 stig og tók
átta fráköst fyrir Tindastól þegar
liðið vann Fjölni í Grafarvogi í gær
í Dominos-deildinni í körfuknatt-
leik með 12 stiga mun, 100:88.
Tindastóll hefur þar með 12 stig
eftir 8 leiki eins og Stjarnan. Viktor
Lee Moses átti stórleik fyrir Fjölni.
Hann skoraði 36 stig auk þess að
taka níu fráköst. Róbert Sigurðsson
var næstur með 14 stig.
Tindastóll var með tögl og hagld-
ir í leiknum frá upphafi til enda og
var m.a. 22 stigum yfir í hálfleik,
63:41. iben@mbl.is
Sannfærandi
sigur Tindastóls
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigur Helgi Rafn Viggósson og fé-
lagar í Tindastóli unnu Fjölni.
Grindavík færðist einu sæti upp
fyrir Val, í níunda sæti, með örugg-
um sigri á Hlíðarendaliðinu í Mus-
tad-höllinni í Grindavík í gærkvöld,
85:69, í Dominos-deildinni í körfu-
knattleik karla.
Grindavík var yfir að loknum
fyrri hálfleik, 44:29, og hafði 24
stiga forskot eftir þriðja leikhluta,
73:49.
Jamal K. Olasawere var stiga-
hæstur hjá Grindavíkurliðinu með
20 stig. Valdas Vasylius var næstur
með 19. Frank Aron Booker skor-
aði 21 stig fyrir Val. iben@mbl.is
Sætaskipti hjá
Grindavík og Val
Morgunblaðið/Hari
Sterkur Valdas Vasylius skoraði 19
stig fyrir Grindavík gegn Val.
DHL-höllin, Dominos-deild karla,
fimmtudag 21. nóvember 2019.
Gangur leiksins: 6:3, 9:8, 11:15,
14:19, 23:22, 24:28, 26:31, 31:37,
33:42, 41:54, 45:58, 49:61, 61:61,
61:63, 66:72, 75:78.
KR: Kristófer Acox 16/9 fráköst, Jak-
ob Örn Sigurðarson 15, Michael Cra-
ion 10/7 frák./6 stoðs., Brynjar Þór
Björnsson 9, Björn Kristjánsson 8/4
fráköst, Helgi Már Magnússon 7/7
fráköst, Jón Arnór Stefánsson 6,
Matthías Sigurðarson 4/5 fráköst.
Fráköst: 26 í vörn, 12 í sókn.
KR – NJARÐVÍK 75:78
Njarðvík: Chaz Calvaron Williams
19/4 fráköst/5 stoðsendingar/5
stolnir, Mario Matasovic 16/9 frá-
köst, Wayne Ernest Martin Jr. 12/6
fráköst, Logi Gunnarsson 9, Kristinn
Pálsson 8/7 fráköst, Jón Arnór
Sverrisson 5/6 fráköst, Ólafur Helgi
Jónsson 5/7 fráköst, Maciek Stan-
islav Baginski 4.
Fráköst: 25 í vörn, 16 í sókn.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Leifur
S. Garðarsson, Eggert Þór Að-
alsteinsson.
Áhorfendur: 400
Á ÁSVÖLLUM
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Haukar tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Coca
Cola-bikars karla í handbolta með 30:26-sigri á
Val í stórleik sigursælustu bikarliða Íslandssög-
unnar í gærkvöldi. Haukar eru enn ósigraðir á
toppi Olísdeildarinnar og komnir með farseðilinn
í 8-liða úrslit bikarsins þrátt fyrir gríðarlega erf-
iðan drátt. Ef lið ætla sér að vinna titla á þessu
tímabili, þarf að komast í gegnum Hauka fyrst.
Haukar geta helst þakkað markmanninum
unga, Andra Sigmarssyni Scheving, en hann fór á
kostum og varði 17 skot, þrátt fyrir að byrja á
varamannabekknum. Varði hann þrjú víti og er
hann orðinn helsti vítabani landsins. Samtals
vörðu þeir Daníel Freyr Andrésson og Hreiðar
Levý Guðmundsson aðeins sex skot í marki Vals
og náðu sér ekki á strik.
Það er í raun furðulegt að munurinn hafi ekki
verið meiri þegar upp var staðið, miðað við mark-
vörslu beggja liða. Haukar gerðu sig seka um
umtalsvert magn mistaka í sóknarleiknum og
hvað eftir annað köstuðu þeir boltanum frá sér í
leit að Vigni Svavarssyni á línunni. Skutu þeir oft
í slá og stöng og klikkuðu á góðum færum. Fyrir
vikið áttu Valsmenn enn möguleika á sigri þegar
skammt var eftir, en að lokum sigldu Haukar
sigrinum í hús. Haukar eru búnir að tapa einum
deildarleik á árinu 2019 og Gunnar Magnússon,
þjálfari Hauka, á meira hrós skilið en hann oft
fær.
Til að vinna titla þarf
að vinna Haukamenn
Haukar í átta liða úrslit bikarsins á kostnað Vals
Morgunblaðið/Eggert
Rautt Ýmir Örn Gíslason sá rautt spjald fyrir þetta brot á Adam Hauki Baumruk.