Morgunblaðið - 22.11.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2019
Aron Sigurðarson, sóknarmaður
Start frá Kristiansand, er einn af
þremur leikmönnum sem tilnefndir
eru í kjörinu á besta leikmanni norsku
B-deildarinnar í knattspyrnu 2019. Ar-
on skoraði 13 mörk fyrir Start sem
hafnaði í þriðja sæti deildarinnar og er
á leið í umspil um sæti í úrvalsdeild-
inni. Hann var jafnframt valinn á dög-
unum í úrvalslið deildarinnar ásamt
tveimur Íslendingum hjá meistaraliði
deildarinnar, Aalesund, en það eru þeir
Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó
Grétarsson.
Litháinn Dominykas Milka, sem er
bæði stiga- og frákastahæsti leik-
maður úrvalsdeildar karla í körfu-
knattleik það sem af er þessu tímabili,
verður í leikbanni í kvöld þegar Kefl-
víkingar sækja Hauka heim. Hann var
úrskurðaður í eins leiks bann fyrir
háttsemi sína að loknum leik Keflavík-
ur og KR í síðustu viku en Keflvíkingar
töpuðu þar fyrstu stigum á tímabilinu.
PJ Alawoya hefur skrifað undir
samning við körfuknattleiksdeild Vals
um að leika með liðinu út þetta tímabil
í Dominos-deildinni. Alawoya lék sinn
fyrsta leik með Val gegn Grindavík í
bikarkeppninni í gærkvöld. Alawoya er
íslenskum körfuknattleiksmönnum að
góðu kunnur. Hann varð Íslands- og
bikarmeistari með KR árið 2017 og var
með 15,8 stig, 8,3 fráköst, 1,7 stoð-
sendingar og 20,5 framlagspunkta í
leik. Alawoya spilaði með Tindastóli
eftir áramótin og var þá með 16 stig,
8,4 fráköst, 1,4 stoðsendingar og 20,2
framlagspunkta að meðaltali í leik.
Katrín Ásbjörnsdóttir gekk í gær til
liðs við knattspyrnulið KR og skrifaði
undir tveggja ára samning. Katrín er
uppalin KR-ingur en fór frá félaginu
árið 2012 til Þórs/KA og varð Íslands-
meistari með liðinu. Árið 2015 lék hún
með Klepp í Noregi og fór þaðan til
Stjörnunnar sem hún lék með frá 2016
til ’18. Hún var í barneignafríi og lék
ekkert á nýliðnu keppnistímabili. Katr-
ín, sem er 27 ára gömul, hefur spilað
166 leiki í efstu deild og hefur í þeim
skorað 70 mörk. Þá hefur hún spilað
19 leiki með A-landsliðinu.
Í grein í blaðinu um met KR-inga
þegar þeir skoruðu ekki stig í heilum
leikhluta í úrvalsdeild karla í körfu-
bolta árið 2002 varð ruglingur á nöfn-
um. Þar var sagt að Arnar Kárason,
sem lék með KR í umræddum leik væri
leikmaður Tindastóls í dag. Honum var
ruglað saman við Axel Kárason, bróð-
ur sinn, sem leikur með Tindastóli en
Arnar hefur hins vegar lagt körfubolta-
skóna á hilluna fyrir nokkru.
Slóveninn ungi Luka Doncic skoraði
33 stig í fyrri hálfleiknum í fyrrinótt
þegar lið hans, Dallas Mavericks, vann
risasigur á Golden State Warriors,
142:94, í NBA-deildinni í körfuknatt-
leik. Í fyrsta leikhluta skoraði hann
meira en allt lið Golden State en að
honum loknum var staðan 44:16. Don-
cic er tvítugur bakvörð-
ur sem sló í gegn
haustið 2017 þegar
Slóvenar urðu óvænt
Evrópumeistarar.
Hann vann Evr-
ópudeildina með
Real Madrid vet-
urinn eftir og var
þá kjörinn besti
leikmaður deild-
arinnar, og síðasta
vetur var hann valinn
nýliði ársins í NBA-
deildinni.
Eitt
ogannað
DANMÖRK
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Ég er sáttur við stöðu okkar núna.
Við byrjuðum ekkert voðalega vel
en hrukkum svo í gang. Við höfum
unnið sjö heimaleiki í röð og ekki
tapað í langan tíma, það er auðvitað
jákvætt,“ sagði knattspyrnumað-
urinn Kjartan Henry Finnbogason í
samtali við Morgunblaðið.
Kjartan er markahæsti leikmaður
dönsku B-deildarinnar með ellefu
mörk í sextán leikjum fyrir Vejle,
sem er í þriðja sæti. Liðið á tvo leiki
til góða á Fredericia sem er í topp-
sætinu með 35 stig, þremur stigum
meira en Kjartan og félagar. Fre-
dericia hefur leikið átján leiki og
Vejle sextán.
Rúmeninn Constantin Galca er
þjálfari Vejle en hann spilaði á sín-
um tíma 68 landsleiki fyrir Rúmeníu
og tók þátt í þremur stórmótum.
Eitt af fjórum landsliðsmörkum
Galca kom gegn Íslandi í undan-
keppni HM 1998 í 4:0-sigri Rúmena.
Þá spilaði hann með spænska liðinu
Villarreal gegn FH í Inter-
toto-keppninni í júlí 2002 og skoraði
jöfnunarmark spænska liðsins í 2:2-
jafntefli á Kaplakrikavelli. Kjartan
segir það hafi tekið sinn tíma fyrir
liðið að ná áherslum Galca, þar sem
hann talar hvorki ensku né dönsku.
Síðasti tapleikur liðsins í deildinni
kom 14. ágúst í 4. umferðinni.
Talar hvorki ensku né dönsku
„Við erum farnir að skilja þjálf-
arann aðeins betur. Hann er rúm-
ensk goðsögn sem talar ekki stakt
orð í ensku né dönsku. Við erum
með túlk og það var svolítið erfitt í
byrjun, þar sem við erum líka með
fullt af nýjum leikmönnum frá hin-
um ýmsu löndum og að vera ekki
með tungumálið upp á tíu hjálpaði
ekki til að byrja með. Við eldri leik-
mennirnir eru búnir að taka það að
okkur að hjálpa hinum og það hefur
gengið þokkalega vel. Við skiljum
hver annan betur,“ sagði Kjartan,
en Vejle verður að enda í toppsæti
deildarinnar til að fara upp í efstu
deild. Vejle féll úr deild þeirra bestu
á síðustu leiktíð og eru markmiðin
skýr.
„Það er verið að fækka í úrvals-
deildinni í ár og það er bara eitt lið
sem fer upp og þrjú lið sem fara
niður. Það var ekkert skorið niður
hjá okkur þegar við féllum. Við gáf-
um það út strax að markmiðið væri
að fara aftur upp og það var fram-
lengt við 4-5 lykilleikmenn eftir að
við fórum niður. Það er skýrt mark-
mið að fara upp aftur.“
Það eina sem ég
kann er að skora mörk
Kjartan kann vel við sig í Dan-
mörku og skorar alltaf sinn skerf af
mörkum, hvort sem hann er að spila
í efstu deild eða næstefstu, en þar
lék hann áður með Horsens í fjögur
ár. Samtals hefur hann skorað 64
mörk í 150 leikjum í dönsku deild-
unum og á síðasta tímabili varð
hann markahæsti Íslendingurinn
frá upphafi í dönsku úrvalsdeildinni,
þar sem hann hefur gert 25 mörk í
82 leikjum. Fyrri hluta síðasta tíma-
bils lék hann með Ferencváros í
Ungverjalandi en sneri síðan aftur
til Danmerkur um áramót og samdi
þá við Vejle.
Framherjinn ætlar sér að verða
markakóngur á tímabilinu, en hann
er búinn að skora tveimur mörkum
meira en Martin Helsted hjá HB
Køge, sem er næstmarkahæstur.
„Ég hef spilað bæði í efstu deild-
inni hérna í Danmörku og í 1. deild-
inni og mér finnst ekki auðveldara
að spila í 1. deildinni. Líkamlegi
styrkurinn er meiri, deildin er takt-
ískari og vellirnir lélegri. Það er
ekki auðvelt að spila í þessari deild
en ég er í góðu liði og fæ góða þjón-
ustu. Ég hef alltaf skorað mín mörk,
alls staðar sem ég hef spilað, og ég
verð ekki ánægður nema ég verði
markakóngur í Danmörku. Allt ann-
að en toppsætið og markakóngstit-
illinn væri vonbrigði. Ég var í fjögur
ár í Horsens og ég var markahæst-
ur öll árin þar og markahæstur
seinni hlutann af síðasta tímabili
eftir að ég fór í Vejle. Það eina sem
ég kann er að skora mörk,“ sagði
framherjinn, en hann hefur ekki
verið í náðinni hjá Erik Hamrén
landsliðsþjálfara. Síðasti landsleikur
Kjartans var gegn Perú 28. mars á
síðasta ári í undirbúningi fyrir HM í
Rússlandi.
„Ég fylgist alltaf með og vona það
besta. Eftir að Hamrén tók við hef
ég ekki fengið tækifærið og ekki
fengið að hitta hópinn eða hann.
Auðvitað vonast maður alltaf til
þess að kallið komi og ég verð alltaf
klár. Ég þarf bara að halda áfram
að standa mig vel og nýta tækifærið
ef ég fæ það.“
Reynsla sem ég óska engum
Hallgrímur Þormarsson, eldri
bróðir Kjartans, lést 27 .október,
aðeins 41 árs að aldri. Kjartan og
fjölskyldan hans hafa því gengið í
gegnum mjög erfiða tíma.
„Það hefur verið mjög erfitt og ég
hugsa að ég sé ekki alveg búinn að
gera mér grein fyrir þessu enn þá.
Það er frekar stutt síðan þetta gerð-
ist og þetta var auðvitað mikið áfall.
Það koma jól og afmælisdagar sem
verða erfiðir. Þetta er reynsla sem
ég óska engum. Ég og fjölskyldan
munum reyna að vera þéttari saman
og hugsa vel um hvert annað,“ sagði
Kjartan, sem spilaði og skoraði
gegn Fremad Amager í dönsku 1.
deildinni sex dögum eftir andlát
bróður síns. Kjartan fagnaði mark-
inu ekki, en liðsfélagar hans hóp-
uðust að honum og föðmuðu hann
vel og innilega, á meðan framherj-
inn virtist eiga erfitt með að halda
aftur af tárunum.
„Mamma hringdi í mig daginn
sem þetta gerðist og ég tók þá
ákvörðun að vera áfram úti og klára
einn leik áður en ég færi heim í
jarðarförina. Ég skoraði í þessum
leik og ég mun reyna að halda mínu
striki. Ég get hins vegar ekki verið
viss hvernig áhrif þetta mun hafa á
mig. Ég á góða að og maður verður
að líta fram á veginn. Maður fær
ekkert val þegar svona slys verða,“
sagði Kjartan Henry.
„Það koma jól og afmælis-
dagar sem verða erfiðir“
Kjartan er markahæstur í dönsku B-deildinni Ætlar sér markakóngstitilinn
Erfiðir tímar eftir að bróðir hans lést Vonast eftir landsliðssæti á ný
AFP
Landsliðið Kjartan Henry Finnbogason í síðasta landsleik sínum, sem var gegn Perú í New Jersey í Bandaríkjunum
í mars 2018. Hann hefur leikið ellefu A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim tvö mörk.
Landsliðsmaðurinn í handknattleik,
Sigvaldi Björn Guðjónsson, gengur
til liðs við fimmtánfalda Póllands-
meistara Vive Kielce á næsta
sumri. Hann er annar íslenski
landsliðsmaðurinn sem skrifar und-
ir samning við liðið á þremur dög-
um því í byrjun vikunnar var greint
frá að Haukur Þrastarson yrði liðs-
maður Kielce frá og með næsta
sumri.
Sigvaldi er 25 ára gamall og upp-
alinn í Kópavogi, er á sínu öðru ári
hjá norska meistaraliðinu Elverum
en þar áður lék hann með dönsku
liðunum Århus Håndbold, Vejle og
Bjerring-bro/Silkeborg. Hann á að
baki 20 leiki með íslenska A-
landsliðinu og hefur í þeim skorað
37 mörk. Sigvaldi Björn tók þátt í
sínu fyrsta stórmóti með íslenska
landsliðinu á HM í Þýskalandi og í
Danmörku í upphafi þessa árs.
Sigvaldi Björn hefur slegið í
gegn með Elverum og þótt standa
sig afar vel í leikjum liðsins í Meist-
aradeild Evrópu í vetur og í fyrra-
vetur og þannig vakið verðskuldaða
athygli í viðbót við framgöngu sína
með íslenska landsliðinu síðasta ár-
ið.
Sigvaldi fetar í fótspor Þóris
Ólafssonar en hann lék í hægra
horninu með liðinu frá 2011-2014.
Þórir var um leið fyrsti íslenski
handknattleiksmaðurinn til þess að
leika sem atvinnumaður með pólsku
handknattleiksliði. iben@mbl.is
Annar Íslendingur til
pólsku meistaranna
AFP
Flytur Sigvaldi Björn Guðjónsson flytur frá Noregi til Póllands.