Morgunblaðið - 22.11.2019, Side 32
Kjallarapoppsveitin Andy Svarthol
fagnar útgáfu fyrstu breiðskífu
sinnar, sem nefnist Mörur, með tón-
leikum í Hressingarskálanum í
kvöld kl. 21. Sveitina skipa bræð-
urnir Egill og Bjarki Viðarssynir.
Þeir segja lögin á plötunni skapa
heilsteyptan hljóðheim þar sem
áhrif úr mörgum áttum eru
hrist saman í tilraunakenndan
og bragðmikinn kokkteil. Mið-
ar fást á tix.is.
Andy Svarthol fagnar
nýrri plötu í kvöld
FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 326. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Knattspyrnumaðurinn Kjartan
Henry Finnbogason ætlar sér
markakóngstitil í Danmörku í vetur
og vill koma liði Vejle aftur upp í úr-
valsdeildina. Þá vonast hann til
þess að markheppnin færi honum
sæti í íslenska landsliðinu á nýjan
leik. Kjartan hefur ennfremur geng-
ið í gegnum erfiða tíma eftir að
bróðir hans lést fyrir skömmu. »26
Sá markahæsti gengur
í gegnum erfiða tíma
ÍÞRÓTTIR MENNING
Hljómsveitin Thoroddsen / Weiss /
van Endert Project kemur fram á
tónleikum Múlans í Kaldalóni Hörpu
í kvöld kl. 21. Sveitin, þar sem gítar-
leikarinn Björn Thoroddsen er í
fararbroddi, er samstarfsverkefni
djasstónlistarmanna frá Íslandi og
Þýskalandi. Hún hefur það að mark-
miði að ferðast milli Evrópulanda
og fá þekkta tónlistarmenn hvers
lands til liðs við sig til að flytja tón-
list sem sameinar ólíka menningar-
heima. Á tónleik-
unum koma fram
auk Björns þeir
Philipp van Endert á
gítar, Ólafur Jóns-
son á saxófón, Þor-
grímur Jónsson á
bassa og Peter
Weiss á trommur.
Björn Thoroddsen
og félagar í Kaldalóni
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fyrsta samsýning Vatnslitafélags
Íslands er í Gallerí Göngum við Há-
teigskirkju og hefur vakið athygli,
að sögn Dereks Karls Mundells,
formanns félagsins, en henni lýkur
30. nóvember. „Aðsóknin hefur ver-
ið mjög góð. Þetta er sölusýning og
margir hafa sýnt mikinn áhuga á
myndunum,“ segir hann.
Á sýningunni eru 50 myndir eftir
33 listamenn. Sýningarnefndin skip-
aði þriggja manna dómnefnd fag-
manna utan félagsins en með
reynslu af vatnslitamálun og
kennslu í faginu. Hver félagi mátti
senda inn allt að þrjár myndir og
bárust 177 myndir frá 63 mynd-
listarmönnum. „Úrvalið var mikið
og dómnefndin var aðeins sammála
um eina mynd,“ segir Derek.
Félagið var stofnað 19. febrúar á
þessu ári að frumkvæði Dereks,
sem kom fyrst til Íslands 1973 og
hefur búið hér frá 1976. Hann
kenndi vatnslitamálun í Myndlista-
skóla Kópavogs í 11 ár og hafði
ákveðið með góðum fyrirvara að
hætta að vinna, þegar hann yrði 67
ára. „Ég stóð við það í fyrra, en þá
hafði ég lofað sjálfum mér að stofna
félagið.“
Tilgangur félagsins er að efla
stöðu vatnslitamálunar í landinu og
stuðla að samvinnu félaga á því
sviði. Yfir 170 manns eru í félaginu,
atvinnu- eða áhugalistamenn á aldr-
inum 27 til 93 ára. Derek leggur
mikið upp úr því að félagið sé virkt
með fyrirlestrum, námskeiðum,
samvinnu og samsýningum. „Ég hef
fengið inni fyrir okkur í Gerðubergi
í Breiðholti og Gjábakka í Kópavogi
og þar höfum við komið saman,
skipst á hugmyndum og málað.“
Mikil gæði og viðurkenningar
Íslenskir vatnslitamálarar standa
mjög vel, að sögn Dereks. Til dæmis
eru um 50 manns í norræna vatns-
litafélaginu. Þeir sýna reglulega er-
lendis og íslenskir vatnslitamálarar
hafa fengið viðurkenningar á alþjóð-
legum sýningum. „Þegar ég kenndi
fann ég að áhuginn jókst stöðugt.
Oft var sagt að Íslendingar gætu
ekki verið vatnslitamálarar því þeir
hefðu ekki þolinmæðina sem þyrfti
en þessi sýning er ágætismerki um
gæðin sem eru til staðar.“
Ekki er algengt að eingöngu
vatnslitamyndir séu á sýningu hér-
lendis. Derek segir að samsýning
norrænna vatnslitamálara og mynd-
listarmálara í félagi frá Wales, sem
starfi undir vernd Karls Bretaprins,
fyrir tveimur árum hafi því vakið
talsverða athygli. Að auki hefur ver-
ið ákveðið að næsta samsýning
Vatnslitafélagsins verði í Mosfells-
bæ að ári.
Derek er frá Englandi, með há-
skólapróf í landbúnaðarefnafræði og
listasögu. Hann starfaði lengi hjá
Rannsóknarstofnun landbúnaðarins
en hefur sinnt myndlistinni í frí-
stundum, sótt námskeið í þá veru og
haldið sýningar. Honum bauðst
fyrrnefnt kennarastarf 2007 og seg-
ist hafa stokkið á það. „Ég greip
það og sé ekki eftir því enda var
þetta mjög skemmtilegur tími.“
Eiginkona Dereks er Alda
Möller. Þau kynntust í námi á Eng-
landi og segir hann að hún hafi
fengið hann með sér í sumarfrí til
Íslands 1973. „Ég er enn í sum-
arfríi,“ segir hann ánægður með líf-
ið og tilveruna, en sýningin er opin
klukkan 10-16 á virkum dögum og
14-17 um helgar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gallerí Göng Derek Karl Mundell, formaður Vatnslitafélags Íslands, við eigin mynd á sýningunni.
Veröld með vatnslitum
Fyrsta samsýning Vatnslitafélags Íslands í Gallerí Göngum
Margverðlaunaðar
þýskar innréttingar
Verið velkomin í
sýningarsalinn að
Suðurlandsbraut 26
Suðurlandsbraut 26 – S: 587 2700
Opið: 11-18 virka daga www.alno.is