Morgunblaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 6. N Ó V E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 278. tölublað 107. árgangur
YRKIR UM
MANNLEGA
TILVERU ELDGOSIN HÖFÐU ÁHRIF
SAMEINAR
TÓNLIST OG
KENNSLU
HAMFARAÚTDAUÐI DÝRA 6 MUSSILA VERÐLAUNAÐ 12NÝ LJÓÐABÓK 28
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fyrstu tíu mánuði ársins komu tæp-
lega 9.900 ökutæki til úrvinnslu, eða
um 200 fleiri en á sama tíma í fyrra.
Árið 2018 komu 11.400 ökutæki til
úrvinnslu, sem var metár í þessu
efni. Með sama áframhaldi verður
nýtt met sett í förguninni á þessu ári.
Ólafur Kjartansson, fram-
kvæmdastjóri Úrvinnslusjóðs, segir
meðalaldur ökutækja svipaðan og í
fyrra, eða um 17 ár. Metfjöldi öku-
tækja til úrvinnslu hefur því ekki
haft marktæk áhrif á meðalaldurinn.
Kemur fram í losuninni
Þetta gæti birst í losun koldíoxíðs
frá bílaflotanum. Almennt er losunin
meiri því eldri sem bílar eru.
Samkvæmt Samgöngustofu eru
225 þúsund fólksbílar í umferð. Það
er metfjöldi og 2.300 fleiri en í árs-
byrjun og 50 þúsund fleiri en 2013.
Samkvæmt Bílgreinasambandinu
var meðalaldur fólksbíla á Íslandi
12,3 hár í fyrra, eða hærri en árið
áður. Egill Jóhannsson, forstjóri
Brimborgar, telur í ljósi lítillar bíla-
sölu í ár að meðalaldurinn hækki í ár.
Metfjöldi ökutækja í förgun
Fyrstu tíu mánuðina í ár voru þau fleiri en sama tímabil 2018
Um 50 þúsund fleiri fólksbílar í umferð á Íslandi en árið 2013
MSvipuðum fjölda fargað … »6
Móttekin ökutæki
til úrvinnslu
2015 2016 2017 2018 2019
*
6.063 6.527
9.483
11.392
9.845
2015-2019
Heimild: Úrvinnslu-
sjóður. *Jan.-okt.
Á fögrum vetrarhimni gærdagsins blasti við
mastur sem helst minnti á sjóræningjaskip og
fugl sem gæti boðað voveiflegar fregnir.
Þrátt fyrir merki um eitthvað undarlegt var
líklega einungis um fiskiskip að ræða og fugl
sem hafði aðeins í huga að næla sér í æti.
Himinn og mastur vekja ímyndunarafl úr dvala
Morgunblaðið/Eggert
Ísland er á
toppi nýs lista
hagstofu Evr-
ópusambandsins,
Eurostat, yfir
starfsævi ein-
staklinga.
Þannig var
áætluð starfsævi
Íslendinga 46,3
ár árið 2018.
Meðalstarfsævi innan Evrópusam-
bandsins var árið 2018 áætluð 36,2
ár. Stysta starfsævin á listanum var
31,8 ár en það var í Ítalíu. Drífa
Snædal, forseti Alþýðusambands Ís-
lands, segir að mögulega sé þetta
að breytast með auknum kröfum
um styttingu vinnuviku. »4
Íslendingar vinni
lengst allra í Evrópu
Drífa Snædal
Framkvæmdastjóri hjá Play, lág-
gjaldaflugfélaginu sem nú er í burð-
arliðnum, telur að félagið muni
flytja 1,7 milljónir ferðamanna til
landsins á næstu þremur árum.
Segir hann að áhrif þeirra á íslenskt
hagkerfi muni verða gríðarleg og að
eyðsla þeirra kunni að nema rúmum
240 milljörðum innanlands. For-
svarsmenn Play héldu fræðslu- og
fjárfestakynningu fyrir lykilaðilum í
íslenskri ferðaþjónustu í gær og
mættu um 40 manns til fundarins.
Bogi Guðmundsson, einn af stofn-
endum félagsins og framkvæmda-
stjóri markaðs- og sölusviðs þess,
sagði fundinn hafa gengið mjög vel
og að þar hefði komið fram mik-
ilvægi þess að byggja nýja brú inn í
landið. Mikill samdráttur væri í
ferðaþjónustunni nú í október og
nóvember. Það kallaði á að ná í
þann viðskiptamannahóp sem hvarf
frá landinu við fall WOW air. Á
næsta ári stefnir Play að því að
flytja 900 þúsund farþega. Ári síðar
muni þeim fjölga um 600 þúsund og
að þremur árum liðnum verði árleg-
ur fjöldi flugfarþega þess 1,9 millj-
ónir. »12
Hundraða milljarða
hagsmunir undir
Carrie Lam, héraðsstjóri Hong
Kong, lofaði í gær að hún ætlaði að
„hlýða í auðmýkt“ á skilaboð kjós-
enda í Hong Kong eftir að lýðræð-
issinnar unnu stórsigur í kosn-
ingum til héraðsráða á
sunnudaginn, en þeir fengu alls 388
sæti af 452 í þeim átján ráðum sem
kosið var til.
Þrátt fyrir að úrslitin séu talin
áfall fyrir stjórnvöld eru litlar líkur
taldar á því að tilslakanir verði
gerðar gagnvart mótmælendum í
héraðinu. Geng Shuang, talsmaður
kínverska utanríkisráðuneytisins,
sagði í gær að kínversk stjórnvöld
styddu við bakið á Lam og lög-
regluyfirvöldum í Hong Kong. »13
AFP
Kosningar Langar raðir mynduðust á
kjörstöðum í Hong Kong á sunnudaginn.
Hyggst hlýða kjós-
endum „í auðmýkt“
Rannsókn Daníels Þórs Ólasonar,
prófessors í sálfræði við Háskóla Ís-
lands, sýnir að tæplega 6.000 Íslend-
ingar eiga við verulegan spilavanda
að stríða og að hátt í 700 séu hugs-
anlegir spilafíklar.
Í þeim hópi er Guðrún, 65 ára,
„ósköp venjuleg kona í Grafarvogi“,
eins og hún kemst sjálf að orði.
„Amma spilafíkill. Það er ég,“ segir
Guðrún sem áætlar að hafa eytt 30-50
milljónum í spilakassa á tíu ára tíma-
bili. Hún heitir reyndar ekki Guðrún,
en vill ekki koma fram undir nafni af
tillitssemi við fjölskyldu sína. Hún
segist nokkrum sinum hafa fengið
nokkur hundruð þúsund krónur í
vinninga. „Ég vann t.d. einu sinni
hálfa milljón. En hún var farin aftur í
spilakassann áður en ég náði að leysa
hana út.“
Guðrún sá um öll fjármál fjölskyld-
unnar og tókst að leyna spilafíkninni,
m.a. með því að láta senda allan póst í
pósthólf þangað sem hún sótti hann
og faldi ógreidda reikninga. Eftir
nokkur ár hafði hún lagt fjárhag fjöl-
skyldunnar í rúst, engir reikningar
höfðu verið greiddir um skeið, hún
hafði fengið lán hjá fjölda fólks og átti
ekki aðra kosti en að leggja spilin á
borðið í bókstaflegri merkingu. »11
Amma spilafíkill – það er ég
Tæplega 6.000 Íslendingar eru með verulegan spilavanda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Spilakassar Rannsókn sýnir að
6.000 Íslendingar eru í spilavanda.