Morgunblaðið - 26.11.2019, Blaðsíða 14
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Mikilvægt er að hjú-skaparlög endurspeglitíðarandann. Því erspurning hvort skiln-
aður að borði og sæng eigi endilega
að vera meginreglan eða hvort snúa
ætti skilnaðarferlinu við – að meg-
inreglan verði lögskilnaður nema
hjón ákveði að óska eftir skilnaði að
borði og sæng með tilheyrandi
réttaráhrifum.
Þetta er meðal
þess sem kemur
fram í umsögn
Sýslumannsins á
Suðurlandi um
frumvarp um
breytingu á hjú-
skaparlögum sem
nú hefur verið
lagt fyrir Alþingi.
Umrætt
frumvarp er lagt
fram af þingmönnum fjögurra
flokka; Viðreisnar, VG, Pírata og
Samfylkingar.
Lagðar eru til ferns konar
breytingar á hjúskaparlögum. „Í
fyrsta lagi er lagt til að tímamörk
lögskilnaðar verði hin sömu hvort
sem hann er að kröfu annars hjóna
eða beggja. Í öðru lagi er lagt til að
lögskilnaður verði einfaldaður þegar
hjón eru ekki einhuga um að leita
hans og tryggja fólki jafnframt auk-
ið frelsi við ákvörðun hjúskapar-
skráningar sinnar. Í þriðja lagi er
lagt til að lögskilnaður á grundvelli
heimilisofbeldis verði gerður að
raunhæfu úrræði fyrir þolendur
slíkra brota. Í fjórða lagi er hér lagt
til að sáttaumleitan verði færð í form
samtals um forsjá barna. Markmið
framangreindra breytinga er að
styrkja stöðu þolenda ofbeldis og
tryggja rétt þeirra til að slíta hjú-
skap,“ segir í greinargerð.
Geti óskað beins lögskilnaðar
Í áðurnefndri umsögn Sýslu-
mannsins á Suðurlandi, sem Arndís
Soffía Sigurðardóttir fulltrúi skrifar
undir, segir að það geti verið þol-
endum ofbeldis í hjúskap afar þung-
bært að vera tengt hinu hjónanna
lagalegum böndum þar til lögskiln-
aður gengur í gegn þegar undan-
þáguheimildir til beins lögskilnaðar
duga ekki til. „Þá blasir við sú
grundvallarspurning hvaða tilgangi
skilnaður að borði og sæng þjóni í
nútíma samfélagi og hvort skilnaður
að borði og sæng endurspegli tíð-
aranda samtímans, óháð því hvort
um ofbeldissamband er að ræða eða
ekki. Verði hjónum heimilt að óska
beins lögskilnaðar án þess að telja
upp sérstakar ástæður fyrir því við
fulltrúa sýslumanns er um leið ekki
þörf á flóknum skilgreiningum í hjú-
skaparlögum eða skilyrðum fyrir
skilnaði,“ segir í umsögninni.
Geti einfaldað stjórnsýslu
Í frumvarpinu er lagt til brott-
fall ákvæðis hjúskaparlaga um að
réttaráhrif skilnaðar að borði og
sæng falli annars vegar niður ef
makar halda áfram sambúð umfram
stuttan tíma sem sanngjarnt er að
ætla þeim og hins vegar ef hjón taka
síðar upp sambúð nema um sé að
ræða skammvinna tilraun til að
endurvekja samvistir að nýju.
Í umsögn Sýslumannsins á
Suðurlandi segir að breytingin geti
einfaldað stjórnsýslu og dregið úr
forræðishyggju. „Öðru hverju kem-
ur upp sú staða að hjón þurfi að
endurtaka skilnaðarmál þar sem þau
athuguðu ekki að færa lögheimili sitt
í kjölfar útgáfu leyfis til skilnaðar að
borði og sæng, þrátt fyrir viðvaranir
Þjóðskrár Íslands um að færi a.m.k.
ekki annað þeirra ekki lögheimili sitt
verði þau skráð í hjúskap að nýju. Á
hinn bóginn er með breytingunni
verið að taka valkost af fólki sem vill
halda áfram hjúskap eftir að leyfi
hefur verið gefið til skilnaðar að
borði og sæng og skv. tölulegum
upplýsingum úr greinargerð frum-
varpsins virðist vera tiltölulega hátt
hlutfall hjóna sem kýs það.“
Vill skoða „norsku leiðina“
Arndís segir í samtali við
Morgunblaðið að réttast væri að
ráðast í heildarendurskoðun á hjú-
skaparlögunum, í það minnsta á
skilnaðarkafla þeirra. Í umræddu
frumvarpi sé þó jákvætt að reynt sé
að bæta stöðu fólks í ofbeldis-
samböndum sem vilji losna strax úr
hjónabandi. Yfirleitt sé þar um að
ræða konur í félagslega og fjárhags-
lega bágri stöðu. Þær losni ekki úr
hjúskap vegna þess að ekki sé hægt
að ljúka fjárskiptum. Skynsamlegt
gæti verið að fara „norsku leiðina“
svokölluðu því þær breytingar sem
boðaðar séu með frumvarpinu taki
ekki á vanda þessa viðkvæma hóps.
Arndís segir að í Noregi sé gefið út
skilnaðarleyfi en ágreiningur um
fjárskipti geti haldið áfram þrátt
fyrir skilnað og geti verið leystur
með sama hætti og áður. Fjárskiptin
standi þannig ekki í vegi fyrir hjóna-
skilnaði. „Önnur leið til að koma til
móts við þennan hóp væri að heimila
gjafsókn í fleiri tilfellum eða lækka
þröskuldinn til að hljóta gjafsókn í
umræddum málum,“ segir í umsögn-
inni.
Hjúskaparlögin end-
urspegli tíðarandann
Getty Images/Thinkstock
Skilnaður Frumvarp um breytingar á hjúskaparlögum liggur nú fyrir.
Arndís Soffía
Sigurðardóttir
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Litríkur for-seti Neðrideildar
breska þingsins er
loks hættur og var
það ekki vonum
fyrr. Sá var radd-
sterkur og kraft-
mikill en ekki á lengdina. En
þrátt fyrir mikil tilþrif var það
of áberandi að þingforsetinn
taldi að hinn aldagamli þingsal-
ur og fundahaldið þar snerist
eingöngu um hann.
Vandi hans, auk yfirþyrm-
andi og þreytandi sjálfhverfu,
var að auki sá að hann var yfir
sig hlutdrægur sem er meg-
inatriði að forsetinn sé ekki.
Bercow þingforseti var ekki
bara grunaður um það heldur
hrópaði sú ásökun af allri hans
framgöngu, vafasömum úr-
skurðum og ósvífinni misneyt-
ingu valds. Er ekki hægt að
nefna hliðstæðu hjá neinum for-
vera hans á síðari tímum. Allt
liggur þetta fyrir og eins hitt að
þingforsetanum tókst að valda
illbætanlegum skaða í bresku
þjóðlífi, ýta undir sundurlyndi
þar og í þinginu og staðfesti þá
mynd í augum almennings að
valdamenn færu sínu fram í
trássi við þjóðarvilja.
En eins og fyrr sagði hafði
þessi misvitri þingforseti sumt
með sér. Hann lét þingmenn í
sínum sal, hátt á sjöunda
hundrað ef allir mæta, ekki
komast upp með rugl og fleipur.
Þannig hefði hann örugglega
ekki látið þinginu haldast uppi
að niðurlægja sjálft sig eins og
gert var síðast í gær á Alþingi.
Þá héldu nokkrir þingmenn
uppi undarlegri tilraun til að-
farar að fjármálaráðherranum
með svigurmælum um lögbrot
án þess að nokkur leið væri að
botna í hvað óvitarnir voru að
fara. Það er auðvitað ekki hægt
að gera mál úr Ágústi Ágústs-
syni þingmanni. Hann er sér-
stök blaðsíða. Án þess að hans
ferill hafi verið kannaður sér-
staklega mætti auðveldlega
ætla að hann hefði átt erfiða
æsku. Það kæmi því ekki á
óvart ef upplýst væri að hann
hefði ungur þurft að fikra sig út
úr ljóslitlu braggahverfinu í átt
að skólanum og þegar hann
nálgaðist í götóttum sokkum í
gúmmískónum, gerðum úr
dekkjaafgöngum frá hernum,
hefðu olíugreiddir kvótadreng-
ir, puntaðir úr P. og Ó. veist að
honum með oflæti.
Það gæti hæglega verið
ástæðan fyrir því að komi mál
upp sem tengjast þorskum eða
þilförum, þótt fjarlægt sé, eins
og uppistand neðan úr Nami-
bíu, ýti það svo illa við beiskum
minningum sultaráranna að
ekki verði við ráðið.
Þeir sem fylgdust með
þinginu fyrir alllöngu muna
þegar að jafnaði stilltur maður,
sennilega með
áþekku nafni um-
turnaðist í ræðu-
stól yfir óréttlæti
kvótans og þeirri
ósvinnu að ekki
hefði verið ákveðið
að sporður yrði
sendur inn um hverja lúgu og
fyrr mætti enginn fá sporð
númer tvö. Skammaði riddari
réttlætisins þessa 62 kvóta-
eigendur í salnum eins og
hunda fyrir græðgi þeirra og
skilningsleysi sem hann væri
einn um að andæfa.
Það fór ekki á milli mála að
óréttlætið sveið þessa við-
kvæmu sál samfylking-
armannsins sárlega. Ef ekki
inn að beini þá örugglega lang-
leiðina inn að veskinu hans. Það
var aldrei fundið að óskiljan-
legum stóryrðum þáverandi
enda töldu menn að hann hefði
sjálfsagt ekki verið minna fórn-
arlamb misskiptingar og einelt-
is vegna ævilangrar fátæktar
en sá sem síðar fetaði á gat-
slitnum gúmmískónum í sporin
hans. Kannski væri hægt að ná
þessum tveimur þjökuðu sálum
saman til skilningsríkra sér-
fræðinga sem gætu þrætt sig í
gegnum þetta böl fátæktar og
óréttlætis sem þjakar þá alla
tíð.
En þrátt fyrir þessa ógnar-
fátækt tveggja kynslóða jafn-
aðarmanna, þá hefði þing-
forsetinn frekar átt að ná í
áfallahjálp handa Ágústi og
senda áfallahjálp 20 ár aftur í
tímann handa hinum, þar sem
hann hímir kannski undir
skektu á hvolfi úti í Örfirisey
eða öðru hreysi ekki fjarri.
En að þessum erfiðu örlögum
slepptum var uppþotið í
þinginu í gær ekki að tilefn-
islausu, eins og það er þó að
jafnaði. Því var spólað upp í
óskiljanlegt rugl eftir að fjár-
málaráðherra hafði bent á að
nokkurra daga gömul uppsetn-
ing á „RÚV“-fjölunum leiddi
ekki af sér sjálfkrafa fjár-
vöntun, frekar en önnur mál
sem spryttu upp. Eins og allir
ættu að vita væri töluvert svig-
rúm fyrir hendi í víðtækum rík-
isrekstri og að auki úrræði til
að bregðast við sérstaklega ef
þyrfti.
Þetta var almennur og réttur
fróðleikur hjá ráðherranum
sem hefur legið fyrir áratugum
saman. Þingmenn sem eitthvað
þekkja til hljóta að vita það.
Þingmönnum sem ekkert
þekkja til verður hins vegar
ekki bjargað nú fremur en áð-
ur. Það var að vísu skrítið að
einn þingmaður Samfylkingar,
þrútinn af reiði, sem hafði verið
fjármálaráðherra í einhverja
mánuði í ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttur og verðskuldar
því alla samúð, skyldi vera úti
að aka í þessum efnum.
Það er afrek að álit-
ið á þinginu komist
ekki niður úr gólfinu
eins og það reynir
mikið til þess}
Ys og þys
og enginn nær
T
R greiddi út 6 milljarða og helm-
ingur fór til þeirra sem hæstu
hafa greiðslurnar.“ Þetta skrifaði
Sigurður Jónsson, formaður
kjaranefndar Landsambands
eldri borgara (LEB) og Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrennis í Morgunblaðsgrein
15. nóvember sl. Hann hélt áfram: „Nú má
skilja það á málflutningi Flokks fólksins að
þannig vilji þau hafa þetta. Allar skerðingar í
burtu hvað varðar greiðslur frá TR. Er þetta
virkilega það réttlæti sem Flokkur fólksins
vill?“
LEB deildi grein á vefsíðum sínum. For-
ystufólk LEB reyndi þannig að gera lítið úr
máli sem Flokkur fólksins stóð að fyrir hönd
eldri borgara. Dómur Landsréttar í því varð þess
valdandi að ríkið greiddi öldruðum sex þúsund milljónir
króna vegna ólögmætra skerðinga.
Með dómsmálinu vorum við að draga fram óvönduð
vinnubrögð þingsins á breytingum frumvarps þar sem
heimildir til skerðinga féllu niður og löggjafinn beitti
ótrúlegri valdníðslu með því að ætla íþyngjandi aft-
urvirkt að skerða aldraða án nokkurrar lagastoðar. Í
þessu máli skiptir engu hvort sá sem lögbrotið bitnar á
er efnaður eða ekki.
Það sætir furðu og veldur miklum vonbrigðum að for-
ystufólk í samtökum aldraðra sem eiga að verja hags-
muni þeirra, skuli ganga fram með þeim hætti sem gert
er. Þetta fólk ræðst beint á stjórnmálaflokk á þingi sem
er að reyna að gera sitt ýtrasta til að rétta hag aldraðra í
þessu landi. Hvað gengur fólki eins og Sig-
urði Jónssyni til með þessu? Hví velur hann
þá leið að ala á úlfúð þegar samstaðan er svo
mikilvæg meðal þeirra sem berjast fyrir hag
aldraðra? Er hann sem gamall varðhundur
Sjálfstæðisflokksins með þessu sleifarsparki
sínu í garð Flokks fólksins að taka hagsmuni
síns stjórnmálaflokks fram yfir hag umbjóð-
enda sinna í LEB? Það skyldi þó aldrei vera.
Loksins þegar aldraðir eiga málsvara á
þingi, þ.e. Flokk fólksins, sem berst með
kjafti og klóm fyrir bættum hag þeirra velur
LEB þá leið að ráðast á okkur með dylgjum
og ótrúlegri lágkúru. Aldrei hafa þessi sam-
tök samband við okkur að fyrra bragði.
Hér skulu nefnd þingmál sem Flokkur
fólksins hefur þegar lagt fram á Alþingi nú í haust:1. Bú-
setuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum. 2. Kostnaður
við framkvæmd greiðslna frá TR inn á erlenda banka-
reikninga. 3. 100.000 kr. frítekjumark vegna lífeyris-
tekna. 4. Hækkun bóta fylgi ávallt launaþróun eins og
hún kemur fram í launavísitölu. 5. Hjálpartæki und-
anþegin virðisaukaskatti. 6. 300 þús. kr. lágmarks-
framfærslu almannatrygginga. 7. Afnám vasapeninga. 8.
Aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum. 9. Hagsmuna-
fulltrúi aldraðra. 10. Skattleysi launatekna undir 350.000
kr. 11. Afnám skerðinga vegna launatekna aldraðra.
Okkur í Flokki fólksins er fúlasta alvara og við erum
bara rétt að byrja. Við frábiðjum okkur hælbíta.
Inga Sæland
Pistill
Um vindhögg trúnaðarmanns
Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen