Morgunblaðið - 28.11.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.11.2019, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Gjafakort Einstökjólagjöf Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 25.-30. nóvember Af yfir 1000 vörum 90% Afslátt ur Allt að BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir undir- búningi lagasetningar vegna hlut- deildarlána munu verða hraðað. Það sama gildi um frumvörp um stofnun húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og breytingar á húsnæðislögum. „Við gerðum ráð fyrir að dreifa frumvörpunum á þingveturinn. Nú teljum við hins vegar að hver mán- uður sem við getum flýtt þessu væri jákvæður fyrir markaðinn og þá sem munu njóta góðs af þessum breyt- ingum,“ segir Ásmundur Einar um frumvörpin. Með hlutdeildarlánum, sem hafa einnig verið nefnd eiginfjárlán, mun ríkið veita fyrstu kaupendum vaxta- laus lán til íbúðakaupa. Skilyrðin eru í mótun Ásmundur Einar segir aðspurður ekki liggja fyrir hvort lánin verði ein- göngu veitt til nýbygginga sem upp- fylli skilyrði um hagkvæmt húsnæði. Þá hafi hvorki verið ákveðið hvert lánshlutfallið verður né hver há- marksfjárhæð lána verður. Hugsunin með hlutdeildarlánum er að ríkið endurheimti framlagið að tilteknum árafjölda liðnum. Ásmundur Einar var meðal ræðu- manna á húsnæðisþingi í gær. Kenneth Cameron, sérfræðingur í húsnæðismálum í bresku ríkisstjórn- inni, kynnti þar árangur Breta af slíkum hlutdeildarlánum. Þau hefðu aukið framboð húsnæðis og lækkað vaxtakostnað lántaka. Þá gætu verð- breytingar á húsnæði leitt til hagn- aðar eða taps ríkisins vegna hlut- deildarlána. Skortur á húsnæði varð tilefni slíkra lánveitinga í Bretlandi. Ásmundur Einar telur aðspurður að hlutdeildarlánin geti stuðlað að lægra vaxtastigi hér. Jákvæð áhrif á vaxtaþróun „Þetta mun hafa jákvæð áhrif til vaxtalækkunar. Þarna er um að ræða hóp sem á erfitt með að komast inn á markaðinn. Fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir ættu þá frekar að geta lánað þessum einstaklingum á hagstæðari vöxtum en í dag. Það er fyrir utan vaxtalækkanirnar undan- farið sem eru auðvitað jákvæðar en mættu skila sér betur hjá fjár- málafyrirtækjunum,“ sagði hann. Lilja Björk Einarsdóttir, banka- stjóri Landsbankans, var líka meðal ræðumanna á þinginu. Hún sagði aðspurð að á síðari hluta árs 2017 hefði verið umræða um að verðbólgan gæti farið af stað og lántakar því leitað í fasta óverð- tryggða vexti. Þeir hafi viljað tryggja sér lægri vexti áður en vextir yrðu mögulega hækkaðir. Síðan hafi verðtryggð íbúðalán staðið í stað hjá bankanum en vöxtur orðið í óverð- tryggðum lánum. Lántakar hafi undanfarið sótt í breytilega, óverð- tryggða vexti. Þróunin bendi til að lántakar vilji hraða eignamyndun. Taka bílinn með í reikninginn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði við Morgunblaðið á dögunum að bankar ættu að endurmeta greiðslumat m.t.t. fjölda ökutækja á heimili. Það geti vegið á móti hærra verði vel staðsettra íbúða að heimilin þurfi síður bíla. Spurð um þetta sjónarmið Dags segir Lilja að Landsbankinn hafi fyrir um einu og hálfu ári farið að taka meira tillit til lægri eldsneytis- kostnaðar bifreiða, m.a. vegna þess að þeir væru orðnir sparneytnari. Það geti hins vegar reynst vara- samt að endurmeta greiðslumatið vegna tímabundinna áhrifaþátta, á borð við rekstrarkostnað bifreiða, sterkt inn í greiðslumatið. Horfa þurfi til langs tíma við mat á greiðslugetu lántaka á lánstíma. Hraða undirbúningi lána til íbúðakaupa  Ríkið mun veita fyrstu kaupendum vaxtalaus íbúðalán Morgunblaðið/Eggert Brynjureitur Mikið framboð er af nýjum íbúðum í miðborginni. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aðeins 29 sjómenn á aldrinum 60-67 ára nýta rétt sinn til töku lífeyris hjá Tryggingastofnun eins og þeir eiga rétt á samkvæmt lögum um almanna- tryggingar. Fram kom á Alþingi í vik- unni að fjöldi sjómanna sem ættu þessi réttindi væri án efa meiri en 29 og þörf væri á að kynna sjómönnum þennan rétt. Fyrir fimm árum nýttu 52 sjómenn þessi réttindi. Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- stjóri Sjómannasambands Íslands, segir að almennt virðist sjómenn ekki vita af þessum réttindum. Hann segir að talsvert sé spurt um þau og segir líklegt að félög sjómanna kynni rétt- indin betur heldur en gert hefur ver- ið. Hólmgeir tekur fram að gagnaöfl- un geti verið erfið þar sem meðal skilyrða fyrir töku sjómannalífeyris frá og með 60 ára aldri sé að menn geti sýnt fram á að hafa stundað sjó- mennsku í 25 ár eða lengur. Talsverð vinna geti farið í að finna hvenær og hvernig menn voru lögskráðir jafnvel nokkra áratugi aftur í tímann. Upplýsingar í skjalasöfnum Það var Sigurður Páll Jónsson, Miðflokknum, sem spurði Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra á Alþingi um fjölda sjómanna sem nýttu sér rétt til töku ellilífeyris á aldrinum 60-67 ára og hversu hátt hlutfallið væri meðal þeirra sem ættu slík réttindi. Hann lýsti áhyggjum af því að einhver hluti sjómanna nýtti sér ekki þennan rétt og sagði að erf- iðlega gæti gengið að fá upplýsingar um lögskráningu fyrir þann tíma er Samgöngustofa tók að halda utan um lögskráningar. Dæmi væru um að kalla þyrfti eftir upplýsingum í skjalasöfnum, en slíkt gæti verið tímafrekt og einhverjir gæfust upp við þá vinnu. Ásmundur Einar sagði að sam- kvæmt upplýsingum Tryggingastofn- unar ríkisins fengju nú einungis 29 einstaklingar greiddan sjómannalíf- eyri og hefði fækkað stöðugt, en þeir voru 52 árið 2014. Hann sagði að leiða mætti líkur að því að margir sjómenn væru ekki meðvitaðir um þennan rétt og ætla mætti að þeir væru mun fleiri. Hann sagði að heildarfjöldi þeirra sem ættu réttinn lægi ekki fyrir. Ráðherra sagði að full ástæða væri til að fara í kynningu á þessum rétt- indum sjómanna. Margir sjómenn vita ekki af lífeyrisrétti Morgunblaðið/Árni Sæberg Um borð í Vigra Sjómenn virðast almennt ekki meðvitaðir um réttindi sín.  29 sjómenn 60-67 ára fá lífeyri frá TR  Þörf á kynningu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Fæðingum á Landspítalanum fjölg- aði um 5,3% fyrstu tíu mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Alls fæddust 2.783 börn á Landspítal- anum frá ársbyrjun og til október- loka en í fyrra fæddust 2.625 börn á sama tíma. Nemur fjölgun fæddra barna 6% milli ára. Umtalsvert fleiri tvíburafæðingar hafa verið á Landspítalanum í ár en í fyrra, alls 58 nú en 40 í fyrra. Er það 45% fjölgun milli ára. Í nýliðnum október voru sex tvíburafæðingar á spítalanum. Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir fæðingarþjónustu, segir að töluvert álag hafi verið á fæðingardeild og starfsfólk finni fyrir því. Hún telur hins vegar ekki tímabært að fullyrða hvort þessi fjölgun fæðinga á Land- spítalanum endurspegli raunveru- lega aukningu í landinu eða hvort fleiri konur velji að fæða þar fremur en á sjúkrahúsum úti á landi. Það skýrist þegar allt árið verður gert upp. Spurð um fjölgun tvíburafæðinga segir Hulda: „Tvíburafæðingar hafa verið á bilinu 78-54 ár hvert. Þetta sveiflast svolítið til. Ég held að þær hafi verið óvenju fáar í fyrra svo það er kannski ekki tímabært að draga ályktanir af þessum tölum.“ Fæðingum fjölgar Fæðingar á Landspítalanum Fjöldi fæðinga 2014-2018 3.133 3.037 2.939 2.987 3.087 2014 2015 2016 2017 2018 Fæðingar í janúar-október Breyting milli ára Fæðingar í október 20192018 2019 Fjöldi fæðinga 2.585 2.723 5,3% 309 Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Fjöldi Hlutfall Keisaraskurðir 462 17,9% 480 17,6% 3,9% 64 20,7% Tvíburafæðingar 40 1,5% 58 2,1% 45,0% 6 1,9% Heimild: LSH  Mun fleiri tvíburafæðingar í ár en í fyrra  Töluvert álag á fæðingardeild

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.