Morgunblaðið - 28.11.2019, Blaðsíða 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019
Klarínettuleikarinn Dimitri Þór Ashkenazy leikur ein-
leik á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg
Hörpu í kvöld kl. 19.30 undir stjórn Evu Ollikainen,
verðandi aðalhljómsveitarstjóra sveitarinnar. Á efnis-
skránni eru Klarínettkonsert eftir Jean Françaix, Sin-
fónía í D-dúr eftir Joseph Bologne og Lemminkäinen-
svíta eftir Jean Sibelius. Að vanda verða tónleikarnir
sendir út í beinni útsendingu á Rás 1.
„Ég hef sjaldan heyrt eins vel spilað á klarínettu,“
sagði gagnrýnandi Morgunblaðins um tónleika Dimitr-
is á Íslandi fyrir rúmum áratug. Samkvæmt upplýs-
ingum frá hljómsveitinni ólst Dimitri upp á Íslandi til
níu ára aldurs og hefur leikið með sinfóníuhljóm-
sveitum og í heimsfrægum tónleikasölum víða um
heim, m.a. á Proms-tónlistarhátíðinni í Royal Albert
Hall. Klarínettkonsert kvöldsins er sjaldheyrður, en
Françaix var „kunnur fyrir leikandi létta og skemmti-
lega tónlist,“ eins og segir í tilkynningu. Þar kemur
fram að tónlist Bologne sé „leikandi létt, í ætt við
Haydn og Mozart“ og einnig að Lemminkäinen-svítan
sé „lykilverk á ferli Sibeliusar, glæsilegt hljómsveitar-
verk sem raunar átti upphaflega að verða ópera.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Dimitri Þór leikur Françaix í Eldborg
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir
sellóleikari hlaut í vikunni náms-
styrk úr Minningarsjóði Jean-Pierre
Jacquillat, fyrrverandi aðal-
stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands. Þetta var í 28. skipti sem efni-
legur tónlistarmaður hlýtur styrk úr
sjóðnum, en styrkupphæðin er ein
og hálf milljón króna.
Geirþrúður Anna er fædd árið
1994. Hún útskrifaðist frá Tónlistar-
skólanum í Reykjavík og hélt til
framhaldsnáms við Northwestern
University í Illinois, þar sem hún
lauk BA-prófi. Hún hefur unnið til
verðlauna í ýmsum keppnum, meðal
annars í Thaviu String Competition,
The Evanston Music Club Competi-
tion og samkeppni ungra einleikara
sem Sinfóníuhljómsveit Íslands efnir
til.
Árið 2013 kom Geirþrúður Anna í
fyrsta skipti fram sem einleikari
með Sinfóníuhljómsveitinni og kem-
ur hún reglulega fram sem einleik-
ari og í kammertónlist. Hún hefur
hafið meistaranám við Juilliard-
skólann í New York.
Geirþrúður hlaut Jacquillat-styrkinn
Efnileg Geirþrúður Anna hlaut styrkinn í
28. skipti er hann var veittur.
Ráðstefna verður haldin á Kjarvals-
stöðum á morgun, föstudag, um list
í almannarými, þýðingu hennar og
uppsprettu. Ráðstefnan hefst kl. 10
í fyrramálið og stendur til kl. 16.
Á ráðstefnunni verður rætt um
list í almannarými og þýðingu
hennar fyrir nærsamfélög og sam-
félög í heild. Sérstakur gaumur
verður gefinn að uppsprettu slíkra
verkefna, hvernig verða þau til,
hvernig eru þau fjármögnuð, skipu-
lag og utanumhald.
Aðalfyrirlesari er Tyra Dokke-
dahl, sjálfstætt starfandi sýning-
arstjóri og blaðamaður sem sérhæf-
ir sig í list í almannarými. Áður
vann hún hjá dönsku stofnuninni
Bygningsstyrelsen og stýrði þar
kaupum á listaverkum og fjár-
mögnun listrænna verkefna.
Aðrir fyrirlesarar eru arkitekt-
inn Steve Christer hjá Stúdíó
Granda, Ágústa Kristófersdóttir,
safnstjóri Hafnarborgar, lista-
mennirnir Anna Hallin, Olga Berg-
mann, Carl Boutard og Ólöf Nordal
ásamt Erni Baldurssyni frá Fram-
kvæmdasýslu ríkisins. Ólöf Kristín
Sigurðardóttir, safnstjóri Lista-
safns Reykjavíkur, heldur opn-
unarávarp og Sigurður Trausti
Traustason stýrir ráðstefnunni.
Ráðstefna um list í almannarými
Morgunblaðið/Kristinn
Almannarými Leikið á nýlegu verki eftir
Guðjón Ketilsson á Klambratúni.
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
Hornsófi Chicago
2 horn 3, hægt að panta sem tungusófa,
U sófa eða bara eins og hentar.
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambíó.is
Afmælisbíó
Í Sambíóunum um
land allt stendur
til boða að halda
afmælisveislur fyrir
alla aldurshópa.
Sjá nánar
sambio.is