Morgunblaðið - 28.11.2019, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019
Raðauglýsingar
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum
Álit Skipulagsstofnunar
Allt að 6 MW virkjun í Þverá,
Vopnafjarðarhreppi
Skipulagsstofnun hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum sam-
kvæmt lögum nr. 106/2000. Álitið liggur frammi hjá Skipulagsstofnun,
Borgartúni 7b, Reykjavík. Álitið og matsskýrslu Þverárdals ehf. er einnig
að finna á vef stofnunarinnar www.skipulag.is.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9-12.30, nóg pláss. Hreyfisalurinn
er opinn kl. 9.30-11.30, líkamsræktartæki, lóð og teygjur. Ukulele kl. 10,
ókeypis kennsla og hljóðfæri á staðnum. Myndlist kl.13. Söngfugl-
arnir kl. 13. Bókmenntaklúbbur kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30-15.20. Nánari
upplýsingar í síma 411 2702. Allir velkomnir.
Árskógar Smíðar, útskurður, pappamódel með leiðbeinanda kl. 9-16.
Gönguhópur með göngustjóra kl. 10. Samvera með presti kl. 10.30.
Opin vinnustofa kl. 9-15. Myndlist með Elsu kl. 13-17. Söngstund kl.
13.45-14.45. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala
kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 535 2700.
Boðinn Botsía og gönguhópur kl. 10.30. Brids og kanasta kl. 13.
Dalbraut 27 Prjónakaffi kl. 13.30 í vinnustofu. Stólajóga í bókastofu
kl. 11.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Postu-
línsmálun kl. 9. Föndurhornið kl. 9. Leikfimi kl. 10. Hádegismatur kl.
11.30. Salatbar kl. 11.30-12.15. Selmuhópur kl. 13. Söngur kl. 13.30-
14.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Minnum á Jólabingó Hollvina á föstu-
dag kl. 13. Einnig minnum við á Jólamarkaðinn á laugardag kl. 10-16.
Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790.
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9. Handavinnuhópar/opin
handverkstofa kl. 9-12. Vítamín í Valsheimilinu kl. 9.45. Frjáls spila-
mennska kl. 13-16.30. Prjónakaffi kl. 13. Ferð í Fly Over Iceland kl.
12.30. Verið öll hjartanlega velkomin. Nánari uppl. í síma 4119450.
Flatahrauni 3 Dansleikur verður haldinn í Hraunseli Flatahrauni 3
laugardaginn 30. nóv. Dansbandið leikur fyrir dansi frá kl. 20- 23.
Garðabær Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Frí Vatnsleikfimi kl.
7.30/15.15. Qi-gong Sjálandi kl. 9. Frí, Liðstyrkur Ásgarði kl. 11.15. Frí
karlaleikfimi Ásgarði kl. 12. Botsía Ásgarði kl. 12.45. Málun Smiðja
Kirkjuhvoli kl. 13. Saumanámskeið í Jónshúsi kl. 13. Aðventustund í
Jónshúsi. Nemendur úr Garðaskóla verða með jólaföndur frá kl. 9.30-
12. Allir velkomnir. Senjoríturnar syngja fyrir okkur í Jónshúsi kl. 13.
Gerðuberg 3-5 111 Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Línudans kl.
12.30-13.30, perlusaumur kl. 13-16. Bútasaumur kl.13-16. Myndlist kl.
13-16. Allir velkomnir.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 leikfimi, kl. 10.50 jóga, kl. 13 bók-
band, kl. 13 bingó, kl. 16 myndlist, kl. 19 Bridsfélag Kópavogs.
Grensáskirkja Á fimmtudögum kl. 18.15-18.45 er boðið upp á núvit-
undariðkun á kristnum grunni í kapellu Grensáskirkju. Stundin er
öllum opin og skráning óþörf.
Gullsmári Handavinna kl. 9 og 13, jóga kl. 9.30 og 17. Brids kl. 13.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30. Bænastund kl. 9.30-10.
Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl. 12.30-14. Brids kl. 13-15. Jóga
kl. 14.15-15.15. Samsöngur kl. 15.30-16.15, Matthías Ægisson leikur
undir á píanó og allir eru velkomnir að vera með.
Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl 8-12 alla daga. Dansleikfimi kl. 9.
Qi-gong kl. 10. Pílukast kl. 13. Opið hús auglýst sérstaklega. Vatns-
leikifimi í Ásvallalaug kl 14.40.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Jóga með
Carynu kl. 9. Opin vinnustofa kl. 9-16. Útvarpsleikfimi kl. 9.45. Botsía
með Elínu kl. 10. Jóga með Ragnheiði 11.10-12. Jóga með Ragnheiði
kl. 12.05-13. Félagsvist kl. 13.15. Síðasti dagur til að skrá sig í bíóferð!
Korpúlfar Pútt kl. 10 á Korpúlfsstöðum, styrktarleikfimi með sjúkra-
þjálfara kl. 10 í Borgum, leikfimi í Egilshöll kl. 11 og tréútskurður á
Korpúlfsstöðum kl. 13. Leshópur Korpúlfa kl. 13 í Borgum. Skákmót i
Borgum, ungir og aldnir keppa, hefst kl. 14 tefldar verða 7 umferðir,
10 mín. skákir, allir hjartanlega velkomnir. Botsía fellur niður vegna
skákmótsins.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, opin lista-
smiðja kl. 9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, göngu-
hópurinn kl. 14. Tölvu-og snjalltækjakennsla kl. 15. Uppl. í s. 411 2760.
Selfoss Kl. 9-14.30 dagskrá samkvæmt stundatöflu. Kl. 14.45-10 opið
hús, nemendur Tónlistarskólans koma og spila fyrir okkur. Bjartmar
sér um kaffi og meðlætið.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.10. Bókband Skóla-
braut kl. 9. Billjard, Selinu kl. 10. Jóga með Öldu í salnum á Skóla-
braut kl. 11. Kvennaleikfimi í Hreyfilandi kl. 11.30. Karlakaffi í safnaðar-
heimilinu kl. 14. Ath. þið sem skráð eru á ,,Gaman saman" í salnum á
Skólabraut að byrjað er kl. 17. Léttar veitingar, söngur, dans og gleði.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Kaffi
og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í
Selinu er: 568 2586.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík ZUMBA Gold byrjendur kl. 9.20.
ZUMBA Gold framhald kl.10.30. STERK OG LIÐUG leikfimi kl. 11.30.
Bókmenntahópur FEB síðasti tíminn fyrir jól verður fimmtudaginn 28.
nóv. kl. 13-15. Þá verður lokið við að lesa og ræða bók Bergsveins
Birgissonar, Lifandi lífslækur. Kl. 14. fáum við höfundinn í heimsókn.
Endilega notfærið ykkur tækifærið til að kynnast hugarheimi Berg-
sveins.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Bókhald
NP Þjónusta
Sé um liðveislu við
bókhaldslausnir o.þ.h.
Hafið samband í síma
831-8682.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
660 0230 og 561 1122.
Ýmislegt
Eco Fi - Stærðir M-XXL
Svart og hvítt.
Verð 1.790 kr.
Tahoo Maxi - Stærðir S-3XL
Svart, hvítt og beige.
Verð 1.790 kr.
Eco Si - Stærðir M-XXL
Svart og hvítt.
Verð 1.790 kr.
Laugavegi 178, 105 Reykjavík
sími 551 3366. Opið virka daga
kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Misty
Húsviðhald
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Vantar þig
dekk?
FINNA.is
Hjörtur Hjartar
er fallinn frá eftir
hetjulega baráttu
við erfiðan sjúk-
dóm.
Ég kynntist Hirti ungur að ár-
um þegar hann var að slá sér upp
með Jöggu móðursystur minni.
Þau voru oft fengin til að passa
mig sem eflaust hefur ekki verið
það rómantískasta sem þau
gerðu í tilhugalífinu. Ég var oftar
en ekki með eyrnabólgu og org-
aði út í eitt. Hjörtur sagði að eina
ráðið við þessu hefði verið bíltúr á
malarveginum í kringum Rauða-
vatn.
Þessi ósköp gerðu þau sem
betur fer ekki afhuga barneign-
um. Frumburðurinn, Klemmi
frændi, varð strax mikill vinur
minn og ég hef varið ófáum
stundum á heimili þeirra. Hjört-
ur og Jagga bjuggu um árabil í
Álaborg þar sem hann stundaði
nám. Á sama tíma bjó fjölskylda
mín í Stokkhólmi og var hist við
hvert tækifæri sem gafst. Það
rifjast upp margar skemmtilegar
sögur frá þessum tímum. Í einni
heimsókninni fóru Hjörtur og
pabbi ásamt okkur frændum að
sækja jólatré út í skóg á Þorláks-
messu. Eitthvað gekk erfiðlega
að finna rétta tréð og var farið að
rökkva verulega þegar það tókst.
Stórglæsilegt tré, að þeirra sögn.
Þegar aðfangadagur rann upp og
skreyta átti tréð reyndist það
hinsvegar arfaljótt, bæði illa
gulnað og visið, skógarhöggs-
mönnum til mikillar undrunar.
Þá voru góð ráð dýr. Þeir svilar
enduðu með því að stöðva vöru-
bílstjóra á leið með afgangstré á
haugana og fengu að nappa einu
slíku. Það fer fáum sögum af
ánægju systranna með jólatréð
þetta árið.
Hjörtur J. Hjartar
✝ Hjörtur Jóns-son Hjartar
fæddist 11. júní
1948. Hann lést 17.
nóvember 2019.
Útför hans var
gerð 23. nóvember
2019.
Hjörtur starfaði
lengi vel hjá Eim-
skip og sinnti for-
stöðustarfi m.a. í
Rotterdam, Ham-
borg og Gautaborg.
Þegar ég ákvað að
fara í framhaldsnám
varð Erasmus í Rot-
terdam fyrir valinu
eftir ráðleggingar
Hjartar. Þar kynnt-
ist ég Ásthildi, til-
vonandi eiginkonu minni, sem svo
skemmtilega vildi til að hafði áð-
ur starfað sem ritari hjá Hirti.
Ég hef oft hugsað hvað þessi
góðu ráð réðu miklu um framtíð
mína.
Fyrir um níu árum fjárfesti
Klemmi ásamt félögum í Orf líf-
tækni. Hjörtur tók sæti í stjórn
félagsins og gerðist síðar stjórn-
arformaður þess. Í stjórnartíð
hans þróaðist félagið úr því að
vera lítið sprotafyrirtæki í arð-
bært alþjóðlegt líftæknifyrirtæki
sem selur húðvörur um allan
heim. Fyrir um þremur árum tók
ég sjálfur sæti í stjórn Orf og
varð þeirrar ánægju aðnjótandi
að fá að starfa með Hirti. Þegar
hann þurfti frá að hverfa sökum
veikinda tók ég við keflinu af hon-
um. Hjörtur var alla tíð mjög
áhugasamur um félagið. Hann
gladdist mjög yfir velgengni þess
og var ávallt spenntur að fá nýj-
ustu fréttir af starfseminni. Það
var alltaf gott að leita til hans og
ég á góðar minningar af sam-
starfi okkar.
Hjörtur tókst á við veikindi sín
af miklu æðruleysi og lífsvilja.
Hann setti sig vel inn í hlutina og
hafði mikla skoðun á meðhöndlun
sinni. Hann klæddist og fór fram
úr á hverjum einasta degi og leit-
aðist við að lifa sem eðlilegustu
lífi allt til loka. Það hefði ekki ver-
ið hægt án stuðnings Jöggu sem
stóð ávallt eins og klettur við hlið
hans. Þau hjónin voru vinmörg
sem reyndist mikið happ á þess-
um erfiðu tímum.
Ég mun sakna Hjartar. Bless-
uð sé minning hans.
Sigtryggur Hilmarsson.
Eins og gengur
halda menn áfram í
lífinu, sama hvað
brýtur á.
Stundum er lífið sanngjarnt og
stundum bara alls ekki.
Árið 1977 byrjaði ég í barna-
skóla ásamt góðum krökkum úr
sveitunum sunnan Skarðsheiðar.
Einn af þeim sem byrjuðu þá
með mér í bekk var Gunnar
Tryggvi frá Svarfhóli, næsta bæ
norðan við Saurbæ en þar ólst ég
upp. Gunnar var 14 dögum eldri
en ég, gengum við grunnskóla-
gönguna saman.
Eins og gengur fóru menn í
hver í sína áttina þegar grunn-
Gunnar Tryggvi
Reynisson
✝ GunnarTryggvi Reyn-
isson fæddist 1.
mars 1971. Hann
lést 6. nóvember
2019.
Útför Gunnars
Tryggva fór fram
25. nóvember 2019.
skóla sleppti. En við
fylgdumst alltaf
hvor með öðrum og
kannski enn meira
eftir að innlitsbókin
(Facebook) kom til.
En svo barst mér
sú frétt að Gunnar
hefði þurft að lúta í
lægra haldi fyrir
dauðanum.
Gunnar er sá
fyrsti af okkur
bekkjasystkinunum sem kveður
þessa jarðvist.
Þótt aldur færist yfir okkur öll
er þetta alltof fljótt farið héðan.
Ég vil votta eiginkonu hans,
börnum og fjölskyldu hans mína
dýpstu samúð.
Megi algóður guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár.
Þó kominn sért yfir aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur.)
Einar Kristján Jónsson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr.
Minningargreinar