Morgunblaðið - 28.11.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019
Stofnfundur
Félags sjálfstæðismanna um
fullveldismál verður haldinn í Valhöll
við Háaleitisbraut 1. desember 2019
Frjáls þjóð í frjálsu landi
Dagskrá:
1. Fundur settur kl. 14:00
2. Kynning á félaginu
3. Samþykktir bornar undir atkvæði
4. Hátíðarávörp
Að loknum stofnfundi verður aðventu-
kaffi með hugvekju og tónlist.
Húsið opnað kl. 13:30.
Allir velkomnir
á meðan húsrúm leyfir.
Undirbúningsnefnd
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Heildarfjárhæð arfs sem einstak-
lingar hafa fengið hefur farið hækk-
andi á umliðnum árum. Á síðasta ári
erfðu einstaklingar tæplega 47 millj-
arða króna samkvæmt skattframtöl-
um fyrir árið 2018.
Alls töldu 5.552 framteljendur
fram arf á skattframtölum fyrir síð-
asta ár samkvæmt nýjum tölum sem
fengust hjá embætti Ríkisskatt-
stjóra. Af þessari fjárhæð voru
greiddir tæplega 4,5 milljarðar til
ríkisins í erfðafjárskatt vegna síð-
asta árs.
Töldu fram 165 milljarða
í arf á seinustu fimm árum
Á síðustu fimm árum, þ.e.a.s. á ár-
unum 2014 til 2018 fengu landsmenn
samanlagt tæplega 165 milljarða
króna í arf samkvæmt skattframtöl-
um og voru erfingjar á þessu tímabili
um 24.350 talsins. Tekjur ríkisins af
erfðafjárskatti á þessu tímabili voru
rúmir 15,8 milljarðar króna.
Fram kemur á yfirlitinu sem
fékkst hjá Ríkisskattstjóra, sem sýn-
ir fenginn arf og fjölda þeirra sem
töldu fram arf á skattframtölum ár-
anna 2006 til 2019 vegna tekna ár-
anna 2005 til 2018, að alls létu 1.604
eftir sig arf á seinasta ári.
Skattleysismörkin eru ein og
hálf milljón á hvert dánarbú
Það eru sýslumenn sem sjá um að
leggja erfðafjárskatt á dánarbú.
Skattleysismörkin eru ein og hálf
milljón á dánarbúið samkvæmt upp-
lýsingum Ríkisskattstjóra.
Ekki kemur fram hversu stór hluti
fengins arfs í fyrra var fyrirfram-
greiddur arfur eða hvernig fjárhæð-
irnar skiptust á milli erfingja en
meðalfjárhæð arfs framteljenda í
fyrra var um 8,5 milljónir króna.
Um 8% fékk arf undir tíu millj-
ónum kr. árið 2017
Fram kom í svari Bjarna Bene-
diktssonar, fjármála- og efnahags-
ráðherra, við fyrirspurn Jóns Stein-
dórs Valdimarssonar, þingmanns
Viðreisnar, um arf og fjárhæðir
erfðafjárskatts á Alþingi í fyrra, að
miðgildi heildarverðmætis dánarbúa
á árinu 2017 var 14,5 milljónir kr. og
miðgildi arfsfjárhæðar erfingja var
3,5 milljónir króna.
Langstærsti hluti erfingja, eða
98,6%, hlaut arf undir 50 milljónum
kr. á því ári og 81,3% fengu arf undir
10 milljónum króna á árinu 2017 en
skv. yfirliti Ríkisskattstjóra fengu
5.367 einstaklingar arf á því ári og
var samanlagður arfur það ár rúmir
38,4 milljarðar kr.
Í drögum að frumvarpi sem fjár-
málaráðherra kynnti í haust á sam-
ráðsgátt stjórnvalda um breytingar
á lögum um erfðafjárskatt, er lagt til
að erfðafjárskatturinn verði þrepa-
skiptur. 5% erfðafjárskattur greiðist
af fjárhæð allt að 75 milljónir kr. en
10% af því sem er umfram þá fjár-
hæð.
Skatttekjur lækka verði
áform í frumvarpi lögfest
Þá er lagt til í frumvarpinu að
skattur af fyrirframgreiddum arfi
verði í efra skattþrepinu þ.e. 10%
skattur. Verði frumvarpið lögfest er
búist við að tekjur ríkissjóðs af
erfðafjárskatti lækki á næsta ári um
2 milljarða kr. og verði í kringum 3,2
milljarðar króna.
Landsmenn erfðu 47
milljarða kr. í fyrra
15,8 milljarðar fóru í erfðafjárskatt á fimm árum
Álagður erfðafjárskattur einstaklinga
Tekjuárin 2005-2018, milljónir kr.
Erfðafjárskattur
Fjöldi arfl áta
Heimild: RSK
'05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18
4.525
milljónir kr.
692
m.kr.
Tekjuár
Fjöldi
framtala
Fjöldi
arfl áta Arfur
Erfðafjár-
skattur
2005 3.931 1.320 15.265 692
2006 3.992 1.298 15.530 737
2007 4.462 1.436 24.948 1.196
2008 4.094 1.274 19.114 911
2009 4.941 1.532 27.705 1.336
2010 6.611 2.114 42.658 2.085
2011 3.550 1.006 11.487 994
2012 3.918 1.140 16.409 1.522
2013 3.900 1.219 20.746 1.947
2014 4.165 1.297 21.697 2.025
2015 4.397 1.339 26.316 2.484
2016 4.869 1.532 32.442 3.090
2017 5.367 1.631 38.433 3.688
2018 5.552 1.604 46.999 4.525
2.114
1.320
1.604
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
„Spilafíkn er alvarlegasta fíkn sem
ég hef kynnst.“ Þetta segir Björn,
rúmlega fertugur karlmaður, sem
hefur glímt við spilafíkn í yfir 20 ár.
Hann hefur reynt ýmis meðferðar-
úrræði, ýmist vegna hennar einnar
og sér, eða vegna áfengis- og fíkni-
efnaneyslu og segir spilafíknina vera
þá fíkn sem erfiðast sé að vinna með.
Hann heitir reyndar ekki Björn,
en vill ekki koma fram undir nafni af
tillitssemi við fjölskyldu sína, en
einnig vegna þess að hann er með
eigin atvinnustarfsemi og óttast að
það muni koma niður á viðskiptum
hans.
Björn segist fyrst hafa áttað sig á
því árið 1997 að það, sem hann taldi
vera saklausa skemmtun, hafi verið
alvarlegur vandi. Hann fór þá í með-
ferð hjá SÁÁ fyrir fólk með spilafíkn
og fannst að hann ætti að geta stjórn-
að spilahegðun sinni eftir það.
Það gekk ekki eftir og síðan þá
hefur hann verið virkur spilafíkill,
með hléum. Hann hefur spilað á net-
inu en aðallega í spilakössum, eins og
t.d. í Háspennu og í spilakössum í
söluturnum. „Það átta sig kannski
ekki allir á því, en það er hægt að
spila ansi djarft í þeim og ég hef
nokkrum sinnum unnið meira en
300.000 á kvöldi. En ég hef miklu oft-
ar tapað jafnmiklu eða meiru á einu
kvöldi.“
Spurður hvernig hægt sé að vinna
og tapa svona miklum peningum þar
sem eingöngu er hægt að spila fyrir í
mesta lagi 250 krónur í hvert skipti
segir hann það lítið mál. „Það er
hægt að ýta á takkann á um tveggja
sekúndna fresti. Ef það kemur eng-
inn vinningur sem tefur fyrir, þá fara
7.500 krónur á mínútu. Á klukkutíma
er það hátt í hálf milljón.“
Foreldrar skammta honum fé
Núna er hann kominn í þá stöðu í
lífinu að hann hefur afhent foreldrum
sínum umráð yfir öllum sínum fjár-
munum og eignum. „Ég er 43 ára og
foreldrar mínir skammta mér pen-
inga og ég þarf að gera þeim grein
fyrir í hvað þeir fara.
– Veistu hvað þú hefur spilað fyrir
mikla peninga á þessum tíma?
„Það gætu verið 50-100 milljónir,
kannski minna – kannski meira. Ég
gæti örugglega fundið út nákvæmari
upphæð, en ég hreinlega vil það
ekki.“ Hans skoðun er að takmarka
eigi aðgengi að spilakössunum.
„Ég er ekki á því að það eigi að
banna spilakassa, það er engin
ástæða til þess frekar en að banna
margt annað sem sumir verða háðir.
En þeir ættu að vera á afmörkuðum
stöðum og undir eftirliti.“
Morgunblaðið/Eggert
Spilasalur Björn segir spilafíkn vera alvarlegustu fíkn sem hann hafi
kynnst og er þeirrar skoðunar að takmarka eigi aðgengi að spilakössum.
Alvarlegasta fíkn
sem ég hef kynnst
Lengri útgáfa af viðtalinu við
Björn og umfjöllun um spilafíkn
frá ýmsum sjónarhornum er á
mbl.is.
Ísland er í fimmta sæti á nýbirtum
lista yfir lífsgæði þjóða heims og fell-
ur um tvö sæti frá því í fyrra. Um er
að ræða Quality of Nationality Index,
QNI, sem birtur hefur verið árlega
um nokkurt skeið.
QNI-listinn raðar þjóðernum í röð
eftir einkunnum sem þær fá fyrir
ýmsa þætti, svo sem efnahag, póli-
tískan stöðugleika, lífslíkur, almenn
lífsgæði, ferðafrelsi og möguleika á
atvinnu í öðrum löndum. QNI-listinn
er hugarfóstur háskólaprófessorsins
Dimitry Kochenov og Christian Käl-
in, stjórnarformanns ráðgjafarfyr-
irtækisins Henley & Partners.
Frakkland er í efsta sæti listans að
þessu sinni. Franska þjóðin fær
83,5% í einkunn af 100% mögulegum.
Skammt undan koma Þýskaland og
Holland með 82,8%. Danir sitja í
þriðja sætinu og Norðmenn og Svíar
deila fjórða sætinu með 81,5% í ein-
kunn. Íslenska þjóðin fær fimmtu
bestu einkunnina, 81,4%. Þar á eftir
koma Finnar, Ítalir, Bretar, Írar og
Spánverjar.
Í þremur neðstu sætunum í ár eru
Suður-Súdan, Afganistan og Sómalía.
Ísland hefur sveiflast nokkuð til á
þessum lista síðustu ár. Undanfarin
þrjú ár hefur Ísland setið í þriðja sæti
listans en fellur nú í fimmta sætið.
hdm@mbl.is
Ísland í fimmta
sæti yfir lífsgæði
Föllum um tvö sæti á listanum milli
ára Frakkar þykja hafa það best
Morgunblaðið/Eggert
Lífsgæði Þessi ærslabelgur í Kópavogi telst til lífsgæða hjá mörgum.