Morgunblaðið - 28.11.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019
HELENA RUBINSTEIN
KYNNING
FIMMTUDAG TIL FÖSTUDAGS
30% AFSLÁTTUR
AF HELENA RUBINSTEIN VÖRUM
GLÆSILEGUR KAUPAUKI
AÐ HÆTTI HELENA RUBINSTEIN
ÞEGAR KEYPT ER ANDLITSKREM
FRÁ HELENA RUBINSTEIN
ÁRALANGAR RANNSÓKNIR GEFA HÚÐINNI
BJARTARI FRAMTÍÐ:
Prodigy CELLGLOW línan með jurtastofnfrumum úr hinu ofursterka
EDELWEISS blómi úr Svissnesku Ölpunum, gefur ljóma, þéttari og
stinnari húð og dregur sjáanlega úr flestum merkjum öldrunar.
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
NÝ
STJARNA
DJÚPENDURNÝJANDI SERUM
GEFUR LJÓMA OG OG VINNUR
GEGN ÖLDRUNAREINKENNUM
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
20% afsláttur
fimmtudag og föstudag
AF ÖLLUM
Kjólum
Túnikum
Skyrtum
Peysum
Bolum
Toppum
Jökkum
Str. 36-56
Svartur
föstudagur
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Nokkur spenningur var í mönnum
þegar starfsmenn Navis og Green-
volt prufukeyrðu frumgerð af
fyrsta íslenska rafmagnsbátnum
sem búinn hefur verið til hérlendis.
Báturinn er hannaður þannig að
rafhleðslan er inni í byggingarefn-
inu sjálfu og hluti af báts-
skrokknum. Reynslusiglingin gekk
framar vonum á þessu rúmlega
metra langa líkani, að sögn Bjarna
Hjartarsonar, hönnuðar hjá Navis.
Báturinn er kallaður Magnea og
var skrokkurinn smíðaður hér á
landi, en síðan sendur til Króatíu
þar sem plötur úr koltrefjum voru
festar á hann. Á sama tíma var
yfirbyggingin byggð hérlendis og
fyrri hluti vikunnar var síðan not-
aður til að ganga frá bátnum þann-
ig að hann yrði sjófær.
Tvíþætt verkefni
Magnea-verkefnið er tvíþætt.
Annars vegar er verið að leggja
lokahönd á hönnun á rafmagnsbát,
sem gengur fyrir hefðbundnum
Lithium-rafhlöðum. Bjarni segir að
stefnt sé á að byrja að smíða tæp-
lega 15 metra 30 brúttótonna línu-
bát í byrjun næsta árs. Mikill áhugi
hefur verið frá útgerðum á verk-
efninu sem getur haft gífurlega já-
kvæð áhrif á kolefnisspor íslenska
skipaflotans, að sögn Bjarna.
Báturinn var kynntur á
Sjávarútvegssýningunni í haust og
í grein í Morgunblaðinu kom fram
að þessi orkugjafi yrði til muna
umhverfisvænni heldur en þeir
sem áður hafa verið notaðir. Einn-
ig yrði báturinn hljóðlátari heldur
en þeir eldri og rafhlaðan þjónaði
um leið sem ballest þannig að aukið
rými fengist um borð.
Ótrúleg tækni
Hins vegar er um nýja tækni að
ræða sem íslenska fyrirtækið
Greenvolt er að þróa með þennan
bát í huga. „Við vonum að þessi
nýja tegund af rafmagnsbátum
verði að veruleika á næstu miss-
erum,“ segir Bjarni. „Þessi nýja
tækni er ótrúleg en með nanó-
tækni og koltrefjum í lögum er
sama efnið bæði rafhlaða og báts-
skrokkur sem er byggður úr þess-
um koltrefjum þannig að báturinn
sjálfur verður ein stór fljótandi
rafhlaða. Þessi nálgun gjörbreytir
möguleikunum í hönnun rafmagns-
báta en lausnin er fullkomlega um-
hverfisvæn. Plássið sem vanalega
væri nýtt fyrir rafhlöður er þá
hægt að nýta í þarfari hluti.
Rafhlaða framtíðarinnar
Enn er unnið að þróun á rafhlöð-
um, fjármögnun verkefnisins og
svo þarf að skoða regluverkið sam-
hliða þessu. Við höfum sagt að við
séum sannfærðir um að lithium-
rafhlöður verði ekki ráðandi í
framtíðinni og sannarlega er gam-
an að fá að taka þátt í þróun á
framtíðinni. Við stefnum á að byrja
með hefðbundnar rafhlöður og eft-
ir því sem verkefnið þróast sjáum
við fyrir okkur að geta framleitt
Magneu í fullri stærð með skrokk-
inn sem risastóra rafhlöðu,“ segir
Bjarni.
Í samtali við viðskiptablað
Morgunblaðsins í byrjun þessa
mánaðar sagði Ármann Kojic,
stofnandi og framkvæmdastjóri
Greenvolt meðal annars: „Við höf-
um unnið að því að skapa rafhlöðu
framtíðarinnar sem notar svokall-
aða nanótækni og örefni (e. micro-
forms) til að ná fram auknu yfir-
borðssvæði innan rafhlöðunnar til
að geyma orku betur en áður hefur
verið hægt. Um leið hefur okkar
aðferð þann kost að nota má raf-
hlöðuna sem byggingarefni þeirra
tækja sem hún knýr áfram – sem
„strúktúr-rafhlöðu“ – og þannig
getur t.d. húddið á bílnum, grindin
á rafmagnshjólinu, eða jafnvel heill
flugvélarvængur verið rafhlaða.“
Í viðtalinu kom fram að það ylli
ekki hættu ef gat kæmi á Green-
volt-rafhlöðu eða hún dældaðist. Ef
einhver t.d. boraði gat á rafhlöðu-
þynnuna myndi hann ekki fá í sig
straum, og afkastageta rafhlöð-
unnar minnka aðeins sem næmi
stærð gatsins.
Rafhleðslan er hluti
af bátsskrokknum
„Gaman að fá að taka þátt í þróun á framtíðinni“ Green-
volt og Navis í samstarfi Rafhleðslan inni í byggingarefninu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tilraunabáturinn Magnea Sverrir Bjarnason, Kári Logason, Antonio Licit-
ar og Bjarni Hjartarson við sjósetningu rafbátsins Magneu í gær.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Atkvæðagreiðsla kúabænda um
endurskoðun búvörusamningsins
frá 2016 hófst á hádegi í gær og
stendur í rétta viku. Eftir að at-
kvæðagreiðslunni var frestað fyrir
viku náðu fulltrúar bænda og rík-
isins samkomulagi um bókun um
umgjörð væntanlegra kvótavið-
skipta á nýju ári.
Hópur bænda lýsti óánægju með
samkomulagið sem fulltrúar bænda
og ríkisins gerðu og greiða átti at-
kvæði um á dögunum. Skoruðu þeir
á forystu Bændasamtaka Íslands að
taka upp viðræður við ríkið að nýju.
Það var gert.
Hægt að setja hámarksverð
Gagnrýnin beindist meðal annars
að umgjörð kvótaviðskipta og að
samningum um verðlagsmálin var
ekki lokið. Gert er ráð fyrir því í
samkomulaginu frá því í haust að
greidd verði atkvæði að nýju um
niðurstöðu viðræðna um verðlags-
málin.
Í nýju bókuninni er vikið að
þremur atriðum: Hámarksverði
greiðslumarks, aðilaskiptum og til-
færslu greiðslumarks á milli lög-
býla. Kveðið er á um það að ef
ákveðið verður að setja hámarks-
verð á greiðslumark í upphafi nýs
árs skuli það ekki vera hærra en
þrefalt lágmarksverð mjólkur til
framleiðenda. Í samkomulaginu
sjálfu var talað um að hægt yrði að
setja hámarksverð ef verðið færi yf-
ir óskilgreind rauð strik.
Drög að reglugerð um kvóta-
markaðinn hafa verið kynnt í sam-
ráðsgátt stjórnvalda. Gert er ráð
fyrir að fyrsti markaðsdagurinn
verði 1. apríl á næsta ári.
Skref í rétta átt
Þröstur Aðalbjarnarson, bóndi á
Stakkhamri og einn af þeim bænd-
um sem stóðu fyrir söfnun undir-
skrifta gegn efni endurskoðunarinn-
ar, segir að bókunin sé skref í rétta
átt og kveðst ánægður með að hlust-
að hafi verið á grasrótina. „Þetta er
í þá veru sem við höfum verið að
hugsa. Við vildum að einnig yrði
tekið á verðlagsmálunum og von-
andi verður það gert sem fyrst. Við
gerum okkur grein fyrir því að þeg-
ar átt er við ríkið er það oftar en
ekki í sterkari stöðu,“ segir Þröstur
og tekur fram að hann efist ekki um
að Guðrún S. Tryggvadóttir, for-
maður Bændasamtakanna, og for-
ystusveitin hafi gert sitt besta.
Þak sett á kvótaverð
Bókun um umgjörð kvótaviðskipta Hafin er atkvæða-
greiðsla meðal kúabænda um endurskoðun búvörusamnings
Morgunblaðið/Eggert
Kýr Hægt verður að kaupa og selja
kvóta þrisvar sinnum á ári.