Morgunblaðið - 28.11.2019, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019
STUTT
● Fagurgrænt var um að litast í Kaup-
höll Íslands í gær, en öll félög nema eitt
hækkuðu í verði í viðskiptum gærdags-
ins. Eina félagið sem lækkaði í verði var
Iceland Seafood, en það lækkaði um
0,10% í 26 milljóna króna viðskiptum.
Mesta hækkunin varð á verði bréfa
fjarskiptafélagsins Símans, en þau
hækkuðu um 5,06% í 677 milljóna
króna viðskiptum. Næstmesta hækk-
unin varð á bréfum fjarskiptafélags-
ins Sýnar en bréf félagsins hækkuðu í
verði um 4,72% í 99 milljóna króna við-
skiptum. Stendur gengi félagsins nú í
29,95 krónum á hvern hlut.
Þá hækkaði verð bréfa
ferðaþjónustufyrirtækisins Icelandair
um 4,02% í 235 milljóna króna við-
skiptum. Er gengi félagsins nú 7,76
krónur á hvern hlut.
Síminn hækkaði um
5,06% í kauphöllinni
dæmi, hefði liðið „fundið leiðir til þess
að vinna“ án þess að spila vel.
Að mati Connolly er hægt að draga
mikinn lærdóm af atvinnuíþrótta-
mönnum í þessu samhengi. Einkum
téðum eiginleika þess að standa sig
vel þegar mest á reynir. „En það sem
er einnig mikilvægt er að skilja mun-
inn á gæðum og magni. Margir af
bestu íþróttamönnum og þjálfurum í
heimi hafa lært þá list að standa sig
þegar mest á reynir. Að gera ekki það
sama á hverjum degi og að þekkja það
sem þarf til þess að undirbúa sig fyrir
stórar áskoranir. Þegar vandamál
koma upp hjá fyrirtækjum er það oft
magnið sem ræður þegar leysa á
vandamál í stað þess að einblína á
gæði vinnunnar,“ segir Connolly.
Starfað fyrir stórlið
Að sögn Connolly verður í dag rætt
um hið síbreytilega landslag sem
fyrirtæki mæta í nútímanum og
hvaða lærdóm þau geta dregið úr
heimi íþróttanna. „Sumar áskoranir
felast í því að geta breyst og aðlagast
skjótum breytingum í umhverfinu. Þá
er lausnin oft að vera skapandi í hugs-
un. Vegna þess að ef allir hugsa eins
mun enginn finna leið til þess að leysa
þessar áskoranir.
Önnur áskorun er það að finna leið-
ir til þess að viðhalda árangri. Það er
auðveldara að byggja upp gott lið og
ná árangri hratt. En stóra áskorunin
snýst um að viðhalda þessum árangri,
nauðsynlegum drifkrafti og sköpun-
argleði,“ segir Connolly.
Þegar kemur að því að ná árangri
er að sögn Connolly afar mikilvægt að
fá fólk til þess að hafa skilning á
menningu síns fyrirtækis. „Öll kom-
um við úr ólíkum áttum. Því er mik-
ilvægt að fá fólk til þess að skilja sín
lykilgildi. Að skilja hvers vegna þau
eru mikilvæg og að skapa sterka
vinnumenningu þannig að fólk geti
stutt hvað annað og það skilji að það
hafi sameiginlega sýn og gildi og vinni
að sameiginlegum markmiðum. Þetta
á ekki aðeins að snúast um leiðtoga og
að þeir fái allt hrósið.“
Connolly hefur starfað fyrir
íþróttalið á borð við Liverpool, New
York Knicks og San Francisco 49ers
sem frammistöðuráðgjafi. Spurður
nánar út í hvað felst í því starfi segir
Connolly að starfið snúist um að sam-
ræma vinnu sérfræðinga.
„Að mörgu leyti snýst þetta um að
leysa vandamál. Að brúa bilið á milli
margra sérfræðinga. Hjá íþróttalið-
um ertu með sérfræðinga í taktík,
styrktarþjálfun, sjúkraþjálfun og svo
eru þjálfarar liða ávallt með sitt eigið
prógramm. Starf frammistöðuráð-
gjafa snýst í raun um að ganga úr
skugga um að allir þessir aðilar vinni
saman. Það hefur verið lenska í við-
skiptaheiminum að ráða frekar fleira
fólk en að einbeita sér að því að hjálpa
þeim starfsmönnum sem þegar starfa
fyrir þig að vinna betur saman.“
Fyrirtæki geta dregið mik-
inn lærdóm af íþróttafólki
Írinn Fergus Connolly segir mikilvægara að einblína á gæði en magn
Ráðgjafi Fergus Connolly, t.v., hefur starfað fyrir lið á borð við Liverpool og körfuboltaliðið New York Knicks.
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Orð knattspyrnumannsins Andy Ro-
bertson í vikunni, leikmanns enska
úrvalsdeildarliðsins Liverpool, fanga
kannski vel eina af megináherslum
írska frammistöðuráðgjafans Fergus
Connolly sem er hér á landi og heldur
í dag bæði fyrirlestur og vinnustofu í
Háskólanum í Reykjavík um góða
frammistöðu, lykilinnsæi, lærdóm og
mistök. Connolly mun einnig tala um
mikilvægi þess fyrir stjórnendur í við-
skiptalífinu að skila árangri þegar
mest er undir og pressan er hvað
mest. Á blaðamannafundi í vikunni
sagði Robertson að Liverpool-liðið,
sem er á toppi ensku úrvalsdeildar-
innar, hefði spilað frábærlega í nokkr-
um stórleikjum nýlega, m.a. í sigri
liðsins á Englandsmeisturum Man-
chester City, og að í öðrum leikjum
liðsins, gegn nýliðum Aston Villa sem
28. nóvember 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.6 123.18 122.89
Sterlingspund 157.59 158.35 157.97
Kanadadalur 92.04 92.58 92.31
Dönsk króna 18.068 18.174 18.121
Norsk króna 13.388 13.466 13.427
Sænsk króna 12.757 12.831 12.794
Svissn. franki 122.9 123.58 123.24
Japanskt jen 1.1245 1.1311 1.1278
SDR 168.2 169.2 168.7
Evra 135.02 135.78 135.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.0839
Hrávöruverð
Gull 1457.65 ($/únsa)
Ál 1752.0 ($/tonn) LME
Hráolía 63.7 ($/fatið) Brent
● Vísitala neysluverðs hækkaði um
0,13% í nóvember samkvæmt nýjum
tölum Hagstofunnar.
Þar kemur einnig fram að verðbólga
mælist nú 2,7% en hún var 2,8% í októ-
ber. Segir greiningardeild Íslandsbanka
að verðbólgan hafi ekki mælst minni í
rúmt ár, en mæling nóvembermánaðar
er í samræmi við spár bankans.
Vísitala neysluverðs án húsnæðis er
óbreytt frá október 2019.
Vísitalan hækkaði
Sími 555 3100 www.donna.is
„Veist þú að skilgreining
á sótthita breytist eftir aldri?
Thermoscan eyrnahita-
mælirinn minn veit það.“
ThermoScan® 7
Braun Thermoscan
eyrnahitamælar fást í öllum
lyfjaverslunum
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottum fatnaði.
Fatnaður fyrir fagfólk
Connolly sagði blaðamanni frá
athyglisverðri sögu af æf-
ingasvæði Liverpool þar sem
hann horfði ásamt Kenny Dalgl-
ish, þáverandi knattspyrnu-
stjóra liðsins, á nýjan og lítt
þekktan leikmann liðsins, Luiz
Suárez, skjóta hverjum bolt-
anum á fætur öðrum fram hjá á
aukaæfingu liðsins. Suárez hef-
ur verið einn albesti framherji
Evrópu sl. áratug en að mati
Connolly var Úrúgvæinn þá ekki
leikmaður upp á marga fiska.
„Þessi saga kennir manni það
að ef þú horfir bara á einn eig-
inleika fólks án þess að hafa
góðan skilning á því hvar hæfi-
leikar þess liggja, þá geturðu
aldrei fengið það besta frá því.
Stundum dæmum við fólk allt
of fljótt af þeim verkefnum sem
það getur ekki leyst án þess að
skilja hvar raunverulegir hæfi-
leikar þeirra eru. Þetta á ekki
bara við um íþróttamenn heldur
einnig um venjulegt starfsfólk.“
Saga af Luis
Suárez
HÆFILEIKAR