Morgunblaðið - 28.11.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 28.11.2019, Síða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019 Jólin koma með gæðasúkkulaðinu frá Lindt Undanfarin ár hefur dregið í sundur með eldra fólki og fólki á vinnumarkaði á lægstu launum. Hvers vegna? Er þetta svo dýrt eða hvað. Stundum þurfa prósentur ekki að ganga upp allan launa- stigann á vinnumark- aði? Er það lausnin? Yfir 30% eldra fólks sem hefur leitað til Tryggingastofnunarinnar er í miklum vandræðum og neðsti hlut- inn býr við sára fátækt. Er það hið íslenska velferðarkerfi? Hvar er vörnin hjá okkar stjórnmálm- önnum? Er þeim sama? Eru þeir sumir ef til vill með rangar hug- myndir um stöðu hópsins? Nokkrir tala um að allir hafi yfir 300 þús- und. Það er ekki rétt. Þetta á bara við um þá sem búa einir og fá fulla heimilisuppbót. Enn aðrir hafa tal- að opinberlega um fólkið með eina millu … Hverjir eru það? Hverjir hafa eina millu í lægstu launastig- unum? Aðeins lítill hópur sem oft- ar en ekki er opinberir starfsmenn í betur launuðu störfunum í þjóð- félaginu sem svo oft fá bónusa. Misskiptingin vex. Það er alveg óþolandi. Hvað vill þjóðin gera í málefnum þeirra verst settu? Við höfum lagt upp með nokkrar leiðir. Ein er að sinna því fólki sem er með skerta búsetu. Hvað er það? Ef við búum ekki á Íslandi eða öðrum Evr- ópulöndum í 40 ár þá fáum við skertar lífeyrisgreiðslur. Takmark okkar er að fólk geti lifað af því sem það fær. Það hafa ekki allir feita lífeyrissjóði og sumir enga. Svo hefur margt gerst. Nokkrir líf- eyrissjóðir fóru illa í hruni og áður. Svo eru líka lögbundnir lífeyr- issjóðir sem standa ekki undi nafni. Einnig þarf að huga að því að lög um að allir greiði í lífeyr- issjóð eru ekki gömul; bara frá 1997. Það þarf að bretta upp ermar og skoða kosningaloforðin. Við getum ekki horft upp á að leiðrétting vegna mistaka verði til þess að þeir efnameiri hafi fengið mest við dómsúrskurðinn. Er þetta vitglóra? Nei, og aftur nei. Þarna hefði peningunum verið betur varið til þessa hóps sem verst stendur en ekki til hálaunahópa. Því- líkur dómur um að 6 milljarðar séu teknir og settir í ranga vasa. Eldri borgarar eru líka samkvæmt rann- sóknum að sinna sín- um nánustu í veik- indum og á lokaspretti lífsins. Samkvæmt rannsóknum erum við þar efst í að þurfa að gefa tíma til umönnunar barna, fatlaðra og aldraðra. Hvað veldur? Sumir telja að upplýs- ingaflæði til fólks um rétt sinn sé ekki nægt og að sumum eldri borg- urum finnist þeir segja sig á sveit- ina með því að þiggja hjálp. Kannski er það líka íslenska fjöl- skyldugerðin? Nánar fjölskyldur standa saman. Nýlegt heilbrigðisþing var fjöl- skrúðugt og mikill fjöldi kom og tók þátt. Mikill fjöldi frummæl- anda reifaði hinar mörgu hliðar heilbrigðis, siðfræði og réttinda til læknismeðferðar. Vonandi mun þetta leiða eitthvað gott af sér. Mér finnst að enn og aftur verði að huga enn betur að endurhæfingu, heilsueflandi samfélögum og öllu sem getur stutt við að heilsan end- ist lengur án skakkafalla. Þarna er líka gap milli kvenna og karla sem þarf að rannsaka hvers vegna kon- ur fara fyrr og oftar til læknis og heltast fyrr út af vinnumarkaði. Ætla mætti að allt okkar tal um heilbrigðan lífsstíl mundi smám saman leiða til betri heilsu. Öll um- ræða ýtir málum áfram hvað þá góð samstaða, En athuga þarf að örlagavaldar á þessu sviði eru t.d. fátækt og ein- manaleiki. Tvö stórmál sem þarf að vinna hratt í að draga úr. Ein- manaleikinn er nú alls staðar til umræðu í hinum vestræna heimi og margt hefur verið gert til að finna lausnir. Sá nú síðast stórfína örþætti frá Danmörku þar sem börn heimsóttu aldraða til að vinna á þessu meini. Upp voru tekin skemmtileg viðtöl milli þessara að- ila sem voru bæði fyndin og falleg. Til þess að vinna af alúð gegn þessu meini þurfum við að fá miklu fleiri sjálfboðaliða. Hvatning til fólks sem er að leita að verkefni. Eru eldri borgarar skildir eftir? Eftir Þórunni Sveinbjörnsdóttur Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir » Það er erfitt að vera í hópnum sem hefur allra minnst milli hand- anna. Höfundur er formaður Landssambands eldri borgara. Að hlusta ekki á borgarbúa eða láta sér í léttu rúmi liggja skoð- anir þeirra er réttur þeirra sem fara með meirihluta í borgar- stjórn. Líki kjósendum ekki ákvarðanir þeirra er lítið við því að gera. Nema helst í næstu kosningum. Meirihlut- inn þarf ekkert að hlusta á kjósendur, það er þeirra pólitík. En borgarstjórn þarf hins vegar að hlusta á ábendingar, athugasemd- ir og ráðleggingar frá opinberum eft- irlitsstofnunum sem hafa það hlut- verk að fylgjast með að störf sveitarfélagsins séu í samræmi við lög og reglur sem um þau gilda. Slík- ar athugasemdir berast allt of oft á borð borgarstjórnar. Og allt of oft er ábendingum þessum svarað með hroka, skætingi og útúrsnúningi. Útúrsnúningar og skætingur Nýjustu dæmin eru þegar lög- reglan bendir á að skipulag á hring- torgi er ekki í samræmi við umferð- arlög þá er því svarað út í hött, að torgið sé ekki hringtorg þó að það liggi í hring. Svona svör eru engum til sóma. Þegar Vinnueftirlitið bendir á að merkingar á salernum í stjórnsýslu- húsnæði borgarinnar séu ekki sam- kvæmt reglum og lögum er því svar- að að eftirlit stofnunarinnar gangi í berhögg við samfélagslega þróun og til vitnis um viðhorf afturhalds og fortíðar. Vinnueftirlitið hefur með vinnuverndarmál að gera. Svona skætingur er óþarfur. Þegar bent er á að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sé enn í haust að gera athugasemdir við að margítrekuðum spurn- ingum hennar í tengslum við fram- kvæmdir við Braggann hafi ekki enn þá verið svarað né heldur út- skýrt hvort ráðist hafi verið í úrbætur á verk- ferlum hjá borginni, sem klárlega misfórust við framkvæmdina. Þá er gripið til útúrsnún- inga, talað um grund- vallarmisskilning og vindhögg. Athugasemdir frá eftirlits- nefnd með fjármálum sveitarfélaga ber að taka alvarlega, í stað þess að sýna þeim lítilsvirðingu. Enginn yfir lög hafinn Þetta eru aðeins örfá og nýjustu dæmin um hofmóð borgarstjórnar. Þó að Reykjavíkurborg sé stórt sveitarfélag þarf borgarstjórn ekki að vera stór upp á sig. Á landinu eru 72 sveitarfélög, sem taka hlutverk sitt alvarlega, rækja skyldur sínar af vandvirkni og vilja fara að lögum. Reykjavík á ekki að skera sig úr þessum hópi. Það að vera í pólitík setur engan yfir lög og reglur. Ég kann ekki við svona hofmóð. Mér leiðast útúrsnúningar, skætingur og hroki. Eftir Örn Þórðarson » Þetta eru örfá og nýjustu dæmin um hofmóð borgarstjórnar. Þó að Reykjavíkurborg sé stórt sveitarfélag þarf borgarstjórn ekki að vera stór upp á sig. Örn Þórðarson Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi sveitarstjóri. Hofmóður borgarstjórnar Á síðasta fundi borgarstjórnar lögðu minnihlutaflokkarnir fram sameiginlega tillögu um að farið yrði í íbúakosningu um fyrirhugaða stóruppbyggingu í Elliðaárdalnum við Stekkjarbakka. Upp- byggingin er gríðar- lega umdeild en fyrsti áfangi uppbyggingarinnar í dalnum hljóðar upp á 6.600 fer- metra byggingarmagn á um 22.000 fermetra svæði. Tillagan var felld með einu atkvæði Sam- fylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna. Markmið tillögunnar var að kanna hug borgarbúa til uppbygg- ingar í Elliðaárdalnum. Lagt var upp með að leggja svohljóðandi spurningu fyrir borgarbúa: Ert þú hlynnt/ur eða andvíg/ur tillögu að breytingu að deiliskipulagi Elliða- árdals vegna fyrirhugaðrar upp- byggingar við Stekkjarbakka. Eiturlyfjasala og innbrot? Umræðan í borgarstjórn var líf- leg, stundum málefnaleg en oft á tíðum úti á túni. Það vakti mikla athygli hvað meirihlutaflokkar borgarstjórnar lögðu sig fram um að afvegaleiða umræðuna. Enda er málið þeim afar erfitt og mörg- um spurningum enn ósvarað. Margir í grasrót þessara meiri- hlutaflokka sem kenna sig við um- hverfisvernd, almannahagsmuni og íbúalýðræði geta ekki sætt sig við slík vinnubrögð sinna kjörnu fulltrúa. Þvælan náði hámarki þegar oddviti Viðreisnar reyndi að rétt- læta þessa uppbyggingu með því að lýsa þessu svæði sem gróðrar- stíu eiturlyfjasölu og bílainnbrota. Þessi stimpill sem margir hafa reynt að klína á Breiðholtið er orðinn þreyttur. Tölur lögregl- unnar sýna að fíkniefnabrot eru ekki fleiri í Breiðholtinu en í öðr- um hverfum, þess þá heldur ekki ef fjöldi brota á íbúa er tekinn inn í jöfnuna. Því er klúðurslegt að réttlæta stórframkvæmdir í Elliðaárdalnum með þessum hræðslu- áróðri. Enn fremur var einkennilegt að hlusta á fulltrúa borg- arstjórnar halda því fram að byggingarnar sem þarna eigi að rísa verði „grænar“, en þetta svæði sé nú raskað. Einungis frasa-stjórnmálamenn reyna að halda slíkum þvættingi fram. Hve- nær eru byggingar grænni en gróin svæði? 19 þúsund fermetrar í viðbót Ofuráhersla á þéttingu byggðar má ekki vera gerð á kostnað grænna svæða í borginni. Eins og áður segir gera áformin sem um ræðir ráð fyrir 6.600 fermetra byggingarmagni á um 22.000 fer- metra svæði. Þessi uppbygging er hins vegar aðeins byrjunin á því sem koma skal. Vænta má tölu- vert meiri uppbyggingar á svæð- inu. Næsta skref er að úthluta tæplega 19 þúsund fermetra lóð neðar á svæðinu. Það eykur bygg- ingarmagn í dalnum enn frekar og eru þau áform enn meiri atlaga að grænasta útivistarsvæði Reykvík- inga. Óhjákvæmilega veltir maður því fyrir sér hvar eigi næst að sækja að dalnum og Elliðaánum sem slíkum. Kannski er skiljanleg ástæða fyrir afvegaleiðingu umræðunnar. Hún er meirihlutanum mjög erfið, auk þess er uppbyggingin í Elliða- árdalnum bara rétt að byrja mið- að við núverandi deiliskipulag svæðisins. Dópið í dalnum Eftir Egil Þór Jónsson Egill Þór Jónsson » Vænta má töluvert meiri uppbyggingar í Elliðaárdalnum. Næsta skref er að út- hluta tæplega 19 þús- und fermetra lóð neðar á svæðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. egill.thor.jonsson@reykjavik.is Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.