Morgunblaðið - 28.11.2019, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019
✝ Elinborg Guð-ríður Magnús-
dóttir, Kópavog-
stúni 4, Kópavogi,
fæddist í Reykjavík
21. desember 1944.
Hún lést á Land-
spítalanum 15. nóv-
ember 2019. Hún
var dóttir
hjónanna Guðrún-
ar Lýðsdóttur hús-
móður, f. 13. febr-
úar 1904, d. 11. maí 1973 og
Magnúsar Eggertssonar rann-
sóknaryfirlögregluþjóns í
Reykjavík, f. 8. mars 1907, d. 9.
desember 2004. Elinborg gift-
ist, 29. ágúst 1964 Jóni M.
Magnússyni húsasmíðameist-
jánsson, f. 10. apríl 1974, börn
þeirra og stjúpbörn eru Viktor
Örn Svavarsson, f. 15. júlí 1994,
sambýliskona hans er Anna
María Sigurðardóttir, f. 6. maí
1993, og sonur þeirra er Hólm-
ar Örn f. 15. mars 2019. Jón
Orri Svavarsson, f. 10. október
2001, og Lilja Benediktsdóttir,
f. 6. nóvember 2005.
3) Unnur Arna, f. 3. júlí 1973,
maki Gunnar G. Halldórsson, f.
23. júní 1971, börn þeirra eru
Aþena Villa, f. 3. febrúar 2000,
Kamilla, f. 3. október 2003, og
Tumi Fannar, f. 22. mars 2005.
Elinborg lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík vorið 1964 og prófi frá
Kennaraskóli Íslands vorið
1965. Elinborg starfaði lengst
af í fyrirtæki þeirra hjóna auk
þess sem hún kenndi tvo vetur
við Flataskóla í Garðabæ.
Útför Elinborgar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, 28.
nóvember 2019, klukkan 15.
ara, f. 19. júlí 1942.
Foreldrar hans
voru Unnur H.
Lárusdóttir hús-
móðir, f. 26. sept-
ember 1916, d. 20.
desember 2004, og
Magnús K. Jónsson
byggingarmeistari,
f. 19. febrúar 1910,
d. 2.september
2002.
Dætur Elinborg-
ar og Jóns eru:
1) Guðrún Elín, f. 24. mars
1964, dóttir hennar er Arna
Björk Helgadóttir, f. 29. nóv-
ember 1997.
2) Edda Björk, f. 21. maí
1968, maki Benedikt Krist-
Hún mamma var engri lík.
Einstaklega vel gefin, gríðarlega
fylgin sér, ósérhlífin, mikill húm-
oristi sem tók sig ekki alvarlega
og einn mesti dýravinur sem ég
hef kynnst. Gutti, hundurinn
okkar, átti sérstakt samband við
mömmu, hann var með matarást
á henni því hún dekstraði við
hann og fannst alveg sjálfsagt
að hann fengið stól við eldhús-
borðið. Í hvert skipti sem hann
kom í heimsókn voru honum
fyrstum allra boðnar veitingar í
formi vatnssopa og parmask-
inku. Hún passaði vel og vand-
lega upp á að allir afgangar
væru settir í poka og geymdir
handa Gutta. Mamma var eð-
alkokkur og ég naut þeirra for-
réttinda að læra við eldhúsborð-
ið á meðan mamma eldaði,
þannig lærði ég að elda.
Hún var mjög hörð af sér,
það mátti stundum halda að
mamma væri búin til úr ein-
hverju öðru efni en við hin. Hún
fór í gegnum hverja lyfjameð-
ferðina á fætur annarri án þess
að blikna eða hægja á. Hélt
ótrauð áfram að stunda golf og
ferðast fram á síðasta dag. Al-
gjör nagli.
Mamma var besti vinur, henni
sagði ég allt. Hún gerði nú
stundum grín að því að það væri
ekki enn búin að klippa á nafla-
strenginn. Ég skreið mjög oft
upp í þegar ég var yngri, mikil
mömmustelpa. Síðustu dagana
okkar saman skreið ég líka upp í
og kúrði hjá henni. Ég var
hjartaljósið hennar og hún er
hjartaljósið mitt.
Mamma var einstaklega blíð
kona og kenndi mér mikilvægi
þess að eiga náið og gott sam-
band við börnin mín. Krakkarnir
mínir dýrkuðu hana og dáðu,
betri ömmu og mömmu var ekki
hægt að eiga. Ég á mömmu
margt að þakka en þakklátust er
ég fyrir að hafa fengið að vera
dóttir hennar.
Þitt hjarta geymdi gullið dýra og
sanna,
að gleðja og hjálpa stærst þín unun
var.
Því hlaust þú hylli Guðs og góðra
manna
og göfugt líf þitt fagran ávöxt bar.
Ég blessa nafn þitt blítt í sál mér
geymi,
og bæn til Guðs mín hjartans kveðja
er.
Hann leiði þig í ljóssins friðarheimi,
svo lífið eilíft brosi móti þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku mamma, ég kveð þig í
dag með brostnu hjarta.
Þangað til næst,
Þitt hjartaljós
Unnur.
Fallega mamma mín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku mamma, við göntuð-
umst oft með að þegar þinn tími
kæmi yrðirðu kokkur í hunda-
landi, því ferfætlingar fjölskyld-
unnar höfðu ávallt mikla mat-
arást á þér. En hvort sem þú ert
þar eða í sumarlandinu óska ég
þér góðrar ferðar og bið Guð að
geyma þig.
Þín
Edda.
Kveðja til móður.
Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna
og varst þér sjálfri hlífðarlaus og
hörð.
Þú vaktir yfir velferð barna þinna,
þú vildir rækta þeirra ættarjörð.
Frá æsku varstu gædd þeim góða
anda,
sem gefur þjóðum ást til sinna landa,
og eykur þeirra afl og trú,
en það er eðli mjúkra móðurhanda
að miðla gjöfum eins og þú.
Ég flyt þér, móðir, þakkir
þúsundfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt.
Er Íslands bestu mæður verða taldar,
þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna,
blessað sé hús þitt, garður feðra
minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna
þinna,
– og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stefánsson)
Hvíldu í friði, elsku mamma,
minning þín mun lifa í hjarta
okkar.
Guðrún Elín Jónsdóttir.
Elskuleg tengdamóðir mín
hefur kvatt þessa jarðvist, allt of
snemma, aðeins 74 ára. Elin-
borgu, eða Boggu eins og hún
var oftast kölluð, kynntist ég
fyrst fyrir rúmum þrjátíu árum
þegar ég og Unnur, dóttir henn-
ar og Nonna, urðum kærustu-
par.
Strax eftir að heimsóknum
mínum til Unnar í foreldrahús
fór að fjölga sá ég að hún var
búin til af miklum öndvegishjón-
um. Við frekari kynni fann ég
hversu ljúf og góð Bogga var.
Alltaf brosandi og innileg í að
bjóða mann velkominn í fjöl-
skylduna. Þau hafa átt stóran
þátt í lífi okkar síðustu þrjá ára-
tugina enda bjuggum við hjá
þeim í hálfan áratug á Huldu-
braut. Þar var gott að hafa
Boggu nálægt þegar eitthvað
vantaði í fyrstu eldamennsku
okkar á neðri hæðinni. Hvort
sem það var eitthvert hráefni
eða bara góð ráð lá Bogga ekki
á sínu. Ávallt með að lágmarki
tvennt eða þrennt til af öllu í ís-
skápnum eða búrinu.
Maður kom aldrei að tómum
kofunum hjá Boggu í elda-
mennskunni. Hún kynnti mér
meðal annars heimsins bestu
haframjölsköku, eðal kalkúna-
fyllingu og himneska sveppasósu
svo fátt eitt sé nefnt. Smurt
brauð með áleggi hjá Boggu var
ávallt eins og það hefði komið
beint frá danskri smurbrauðs-
stofu, alltaf smekklega fram
borið og bragðaðist því enn bet-
ur.
Bogga var bráðgreind og
hægt að fletta upp í henni eins
og orðabók, sérstaklega þegar
að tungumálum kom. Latínan
sem hún hafði lært í MR fjöru-
tíu árum áður var enn á sínum
stað og hún var mjög góð í ís-
lensku, sem sannaðist á þeim
mikla fjölda krossgátna sem hún
leysti um ævina. Hún var mjög
fyndin og mikill húmoristi. Alltaf
var stutt í glens og grín.
En það var ekki bara ég sem
naut góðs af Boggu í eldhúsinu
heldur voru það ýmsir ferfæt-
lingar, þeirra eigin og annarra,
sem nutu þess sömuleiðis að fá
eitthvert góðgæti frá Boggu því
hún var mikill dýravinur og var
óspör á að dekra við dýrin.
Steikti m.a. nautahakk handa
Gutta, hvuttanum okkar, þegar
hann var í pössun hjá þeim eitt
skiptið í nokkrar vikur. Hann
hafði verið óduglegur að borða
eftir að hann kom til þeirra og
fannst henni hann vera nokkuð
dapur og það væri því kjörið að
gleðja greyið með almennilegum
mat, ekki þurrfóðri.
Gutti fussaði því í dágóðan
tíma yfir þessu ógeði sem við
ætluðum svo að fóðra hann á
þegar heim var komið.
Barnabörnin voru í miklum
metum hjá Boggu, sem var blíð
og góð við þau og sá ávallt til
þess að enginn væri svangur eða
þyrstur í heimsókn hjá ömmu og
afa.
Ég vil þakka Boggu, kærri
tengdamóður minni, sem við
kveðjum nú í hinsta sinn, fyrir
góð kynni og skemmtilegar sam-
verustundir út um víðan völl síð-
ustu þrjá áratugina. Þær verða
vel geymdar í hjörtum okkar.
Gunnar G. Halldórsson.
Til elsku hjartans ömmu
minnar.
Hjarta mitt er brotið, ég vissi
ekki að það væri svona sárt að
sakna. Síðustu dagar hafa verið
erfiðir. Í hjarta mitt og fjöl-
skylduna alla er höggvið stórt
skarð. Skarð sem ekki er hægt
að fylla. Ég er svo þakklát fyrir
að hafa fengið að vera ömmu-
stelpan þín, ég hefði ekki getað
beðið um betri ömmu. Þú hafðir
alltaf svo mikla trú á mér og
sást mig fyrir þá sem ég er. Þú
gerðir mig að stórum hluta að
þeirri sem ég er og ég er þakk-
lát fyrir að þú hafir fengið að sjá
manneskjuna sem ég hef hægt
og rólega orðið.
Ég klæðist pallíettum í dag
fyrir þig, það var uppáhaldið
okkar, því meira bling því betra.
Ég sakna þín í dag og ég mun
sakna þín á morgun sem og alla
aðra daga. Hægt og rólega mun
ég þó læra að lifa með sökn-
uðinum og leyfa öllum góðu
minningunum okkar að ylja mér
í hjartanu. Ég veit líka að þú ert
alltaf hjá mér, verndarengillinn
minn sem fylgir mér á hverjum
degi, það er svo gott að vita af
þér þarna uppi. Ég bið svo að
heilsa Tvisti, ég veit að þið eruð
þarna saman í góðu yfirlæti. Ég
sakna ykkar og hlakka til að sjá
ykkur aftur þegar að því kemur.
Sit hér ein,
hugsa til þín,
langar að þú vitir hve vænt mér
þykir um þig,
er það of seint, ertu hér enn,
heyrirðu í mér amma, ertu hér
hjá mér?
Án þín við værum ekki við,
ég væri ekki ég,
hvert stefnum við nú, þegar þú
ert ekki hér?
En ég tek mér tak, eins og þú
hefðir gert,
held ótrauð áfram,
þú ljós í hjarta mér.
Ég veit þú fylgist með,
sendir mér styrk og frið.
Hvetur mig áfram,
heldur í höndina á mér.
Reisir mig við þegar illa fer
og minnir mig á hver ég er.
(Aþena Villa Gunnarsdóttir)
Amma, „alles gute“.
Þín skottólína,
Aþena.
Elsku amma.
Takk fyrir allar góðu minn-
ingarnar okkar.
Takk fyrir að hafa alltaf verið
blíð, hvetjandi og umhyggjusöm.
Það sem einkenndi stundirnar
okkar var hlátur og gleði því þú
varst algjör húmoristi.
Þú varst mikill dýravinur og
samband þitt við Gutta var ein-
stakt.
Takk fyrir allt elsku amma,
þú varst best.
Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi
og leiði þig hin kærleiksríka hönd
í nýjum heimi æ þér vörður vísi,
sem vitar inn í himnesk sólarlönd.
Þér sendum bænir upp í hærri heima
og hjartans þakkir öll við færum þér.
Við sálu þína biðjum guð að geyma,
þín göfga minning okkur heilög er
(Guðrún Elísabet Vormsdóttir)
Kamilla og Tumi Fannar.
Elskuleg mágkona mín Elín-
borg Magnúsdóttir er látin.
Mikið sem ég á eftir að sakna
hennar.
Nonni bróðir minn og Ella-
bogga kynntust mjög ung, hann
sextán og hún fjórtán, en ég að-
eins eins árs. Ellabogga var ein-
staklega fögur, glæsileg og
skemmtileg, með hnyttin svör
og ávallt mikil gleði í kringum
hana. Ég leit mjög mikið upp til
hennar, fannst hún sú fallegasta
kona sem ég hafði séð.
Þegar Ellabogga var á tutt-
ugasta ári eignuðust þau fyrstu
dóttur sína, Guðrúnu Elínu, eða
Gunnellu eins og hún er alltaf
kölluð, sem ég var svo heppin að
fá að passa. Mér fannst mitt
hlutverk yndislegt enda mikill
barnaknúsari. Síðan komu
englaljósin Edda Björk og Unn-
ur Arna.
Mikið sem ég var ánægð með
frænkuskottin mín og elskaði að
fá að passa litlu englana á mín-
um uppvaxtarárum. Þetta varð
eiginlega svolítið samvaxið því
þegar ég eignast Siggu mína
hjálpuðu þau okkur og vorum
við alltaf velkomin og tóku þau
virkan þátt í uppeldi hennar.
Ellabogga var einstaklega
myndarleg bæði í mat og með
heimilið og allt handverk sem
hún gerði var einstaklega fal-
legt.
Ellabogga var sem systir mín,
ég gat sagt henni allt og mikið
sem við skemmtum okkur alltaf
vel saman þegar við hittumst.
Það er erfitt að missa ástina í
lífi sínu elsku bróðir minn og
mikið sem ég, Pjetur og Sigga
samhryggjumst þér og þínum
elskulegu dætrum og fjölskyld-
um þeirra.
Ég bið góðan Guð og alla
heimsins engla að vaka yfir ykk-
ur og gefa ykkur styrk í sorg-
inni.
Á himnum er kominn yndis
fallegur engill, hún Bogga mín.
Guð blessi þig hjartagull.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn rósin mín.
Er kristallstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson)
Þín einlæg mágkona,
Elsa Magnúsdóttir
og fjölskylda.
Nú kveðjum við hinstu kveðju
Elínborgu mágkonu og vinkonu
okkar. Eftir langa og hetjulega
baráttu varð elsku Ellabogga
eins og hún var kölluð að lúta
valdi örlaga sinna og hverfa af
okkar sjónarsviði. Við finnum
fyrir þáttaskilum og auðu rúmi í
hjarta okkar. Hún hefur verið
okkur yndisleg mágkona og
tryggur vinur um langan veg.
Á slíkum stundum er margs
að minnast en Ellabogga kom
ung inn í fjölskylduna þegar
eldri bróðir minn Jón (Nonni)
kynnti hana fyrir fjölskyldunni á
unglingsaldri. Þá var ég lítil
stúlka og man hvað mér fannst
hún einstaklega falleg og glæsi-
leg. Hún var auk þess rík af
mannkostum, vel gefin, hlý,
trygg og heilsteypt í alla staði.
Nonni bróðir var einstaklega
heppinn að eignast slíkan lífs-
förunaut og vin í happdrætti
lífsins. Þau hafa verið mjög sam-
stiga og dugleg, ferðast mikið og
gert flestallt saman, því er miss-
irinn sár.
Árið 2010 byrjuðum við systk-
inin og Ellabogga saman í golfi.
Við ásamt Guðmundi maka mín-
um fórum í nokkrar golfferðir
saman til útlanda og áttum ynd-
islegar stundir. Þau voru frá-
bærir ferðafélagar og vinir.
Golfið gaf þeim mikið og það
fyllti mann aðdáun að fylgjast
með hvað Ellabogga var ósér-
hlífin og fylgdi Nonna eftir í
golfinu þó að hún væri orðin hel-
sjúk, hún kvartaði ekki. Æðru-
leysi hennar var engu líkt og
áföllunum tók hún af stakri ró.
Nú þökkum við kærri mág-
konu og vini langa samfylgd,
megi birta alheimsins umvefja
hennar sál. Elsku Nonni, Gunn-
ella, Edda Björk og Unnur
Arna, við vottum ykkur og fjöl-
skyldum ykkar okkar dýpstu
samúð. Megi Guð gefa ykkur
styrk á þessum erfiðu tímum.
Jónína Ninný
Magnúsdóttir,
Guðmundur Ásgeirsson.
Nú kveð ég æskuvinkonu
mína Elínborgu Magnúsdóttur
sem ég kallaði reyndar aldrei
annað en Elluboggu. Okkar
fyrstu kynni voru í MR. Við vor-
um bekkjarsystur þar og einnig
í Stúdentadeild Kennaraskólans
alls í fimm viðburðarík og anna-
söm ár. Auk námsins eignuð-
umst við báðar okkar fyrstu
börn á þessum árum. Ellabogga
eignaðist Gunnellu sína í MR og
ég Valtý minn í Kennaraskól-
anum.
Mín fyrsta minning úr Kenn-
araskólanum var heldur vand-
ræðaleg. Við Ellabogga þurftum
að fara á skrifstofu doktors
Brodda Jóhannessonar áður en
skólaganga okkar hófst til að
biðja um nokkurra daga frí. Við
vorum nefnilega á leið saman í
brúðkaupsferð til Edinborgar,
ásamt verðandi eiginmönnum
okkar. Okkur fannst að það hlyti
að verða skemmtilegra þannig.
Brodda, þeim heiðursmanni,
stökk ekki bros á vör, en
áminnti okkur um að stunda
námið af kappi þegar heim væri
komið. Við Ellabogga giftum
okkur sama dag í sömu kirkj-
unni. Við vorum eins og tvær
óaðskiljanlegar samlokur. Þetta
var meira en venjuleg vinátta.
Við vorum fremur eins og tví-
burar, þótt óskyldar værum.
Þrátt fyrir að aðstæður okkar
hafi breyst og líf okkar tekið
ýmsar beygjur og farið í mis-
munandi farvegi var nálægð
okkar ætíð sú sama og vináttan
jafn traust, sama hvað á gekk.
Ég kveð vinkonu mína með
miklum söknuði en þó meira af
þakklæti fyrir þá gæfu að hafa
kynnst henni og bundist órjúf-
anlegum vináttuböndum. Ég
mun sakna hennar. Jóni og
dætrunum votta ég innilega
samúð mína.
Þórunn Klemenzdóttir.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins sál það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar
blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir)
Við þökkum Elínborgu fyrir
allar góðu stundirnar sem við
áttum saman og sendum Jóni og
fjölskyldu okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
F.h. leikfimisvinkvenna JSB,
Ingunn Ragnarsdóttir.
Leiðir okkar bekkjarsystra og
Elínborgar, sem aldrei var köll-
uð annað en Ellabogga, lágu
saman í Menntaskólanum í
Reykjavík fyrir tæpum 60 árum.
Við vorum í stelpubekk vegna
þess að á þessum árum voru
kynin aðskilin í MR, sem var
vegna sturtuskorts í leikfimis-
húsi skólans. Í bekknum okkar
mynduðust sterk vináttubönd og
var margt brallað. Ellabogga
var einstaklega glæsileg og
skemmtileg stúlka og átti afar
auðvelt með námið. Hún var
hinn mesti grallari og allra fús-
ust að taka þátt í alls konar
uppátækjum og sprelli. Við viss-
um snemma að Ellabogga átti
kærasta, sem meðal okkar
bekkjarsystra gekk undir nafn-
inu Elluboggu-Jón. Eftir stúd-
entspróf gengu Ellabogga og
Jón í hjónaband og stofnuðu
sína fjölskyldu. Við hittum Ellu-
boggu af og til í áranna rás og
var alltaf jafn gaman að hitta
hana. Við fréttum nýlega af
veikindum hennar en gerðum
okkur ekki grein fyrir því
hversu alvarleg þau væru. Okk-
ur varð því mikið um þegar við
fréttum af andláti hennar.
Elluboggu þökkum við allar
ljúfar stundir og er hennar sárt
saknað. Jóni, dætrum og fjöl-
skyldum þeirra sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
F.h. bekkjarsystra 6. E 1964,
Guðrún Elín Kaaber,
Kristín Waage.
Elinborg Guðríður
Magnúsdóttir