Morgunblaðið - 28.11.2019, Síða 32
MEISTARADEILDIN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Evrópumeistararnir í Liverpool
mega ekki við því að tapa í loka-
umferð riðlakeppni Meistaradeildar
Evrópu. Liverpool er í efsta sæti
E-riðilsins eftir leiki gærkvöldsins
en liðið á eftir að mæta Salzburg á
útivelli sem er þremur stigum á eft-
ir.
Liverpool er með 10 stig, Napolí
9, Salzburg 7 og Genk 1. Napolí fær
Genk í heimsókn og eru yfirgnæf-
andi líkur á því að Napolí fari upp í
12 stig. Með sigri myndi Salzburg
jafna Liverpool að stigum. Fyrri
leikur liðanna á Anfield fór 4:3 fyrir
Liverpool en innbyrðisviðureignir
gilda séu lið með jafn mörg stig.
Jafntefli í Austurríki dugir því Liv-
erpool til að komast áfram.
Dries Mertens kom Napoli yfir á
Anfield á 21. mínútu en króatíski
miðvörðurinn Dejan Lovren jafnaði
með skalla eftir hornspyrnu á 65.
mínútu. Norski framherjinn Erling
Braut Håland hélt uppteknum
hætti og skoraði fyrir Salzburg í 4:1
sigri á móti Genk á útvelli eftir að
hafa komið inn á sem varamaður.
Hann hefur þar með skorað í öllum
fimm leikjum Salzburg í keppninni.
Ajax efst í H-riðli
Ekki vantaði fjörið hjá Valencia
og Chelsea á hinum glæsilega
Mestalla-leikvangi á Spáni. Nið-
urstaðan varð 2:2 jafntefli eftir gal-
opinn lokakafla þar sem bæði lið
fengu fjölda tækifæra. Carlos Soler
kom Valencia yfir á 40. mínútu
en Mateo Kovacic og Christian Pul-
isic snéru taflinu við með mörkum
sitt hvorum megin við hlé. Kepa,
markvörður Chelsea, varði víta-
spyrnu frá Daniel Parejo á 65. mín-
útu en það dugði ekki til sigurs því
Daniel Wass jafnaði á 82. mínútu
þegar fyrirgjöf hans varð að glæsi-
legu marki. Chelsea og Valencia
eru bæði með 8 stig. Chelsea er í
býsna góðri stöðu því liðið á eftir að
mæta Lille á heimavelli í loka-
umferðinni en Frakkarnir eiga ekki
möguleika á að komast áfram.
Lille átti litla möguleika gegn
stórliði Ajax í norðurhluta Frakk-
lands í gær en Ajax vann 2:0 og
hafði forystu frá því á 3. mínútu.
Hakim Ziyech og Quincy Promes
skoruðu fyrir Ajax sem er efst í H-
riðlinum með 10 stig. Ajax tekur á
móti Valencia í lokaumferðinni og
þar þurfa Spánverjarnir vænt-
anlega á sigri að halda.
Lionel Messi lék sinn 700. leik
fyrir Barcelona þegar liðið komst
áfram úr F-riðli með 3:1 sigri gegn
Dortmund. Messi skoraði eitt og
lagði upp tvö fyrir þá Luis Suárez
og Antoine Griezmann. Dortmund
og Inter eru jöfn með 7 stig. Í loka-
umferðinni þarf Inter að mæta
Barcelona í Mílanó en Dortmund
fær Slavia Prag í heimsókn.
Barcelona
komst áfram
Enn óútkljáð mál í þremur riðlum
AFP
Skoruðu Antoine Griezmann og Lionel Messi fagna marki í gær.
32 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019
Meistaradeild Evrópu
E-RIÐILL:
Genk – Salzburg ....................................... 1:4
Liverpool – Napoli.................................... 1:1
Staðan:
Liverpool 5 3 1 1 11:8 10
Napoli 5 2 3 0 7:4 9
Salzburg 5 2 1 2 16:11 7
Genk 5 0 1 4 5:16 1
F-RIÐILL:
Barcelona – Dortmund ............................ 3:1
Slavia Prag – Inter Mílanó ...................... 1:3
Staðan:
Barcelona 5 3 2 0 7:3 11
Inter Mílanó 5 2 1 2 9:7 7
Dortmund 5 2 1 2 6:7 7
Slavia Prag 5 0 2 3 3:8 2
Barcelona komið áfram.
G-RIÐILL:
Zenit Pétursborg – Lyon......................... 2:0
RB Leipzig – Benfica ............................... 2:2
Staðan:
RB Leipzig 5 3 1 1 8:6 10
Lyon 5 2 1 2 7:6 7
Zenit 5 2 1 2 7:6 7
Benfica 5 1 1 3 7:11 4
H-RIÐILL:
Valencia – Chelsea ................................... 2:2
Lille – Ajax................................................ 0:2
Staðan:
Ajax 5 3 1 1 12:5 10
Chelsea 5 2 2 1 9:8 8
Valencia 5 2 2 1 8:7 8
Lille 5 0 1 4 3:12 1
England
B-deild:
Blackburn – Brentford ........................... 1:0
Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki í
leikmannahópi Brentford.
Hull – Preston........................................... 4:0
Middlesbrough – Barnsley...................... 1:0
QPR – Nottingham Forest...................... 0:4
Sheffield Wed. – Birmingham................. 1:1
WBA – Bristol City .................................. 4:1
Staða efstu liða:
WBA 18 11 6 1 35:19 39
Leeds 18 11 4 3 24:10 37
Fulham 18 9 5 4 29:18 32
Nottingham F. 17 9 5 3 24:13 32
Preston 18 9 4 5 31:22 31
Swansea 18 8 6 4 23:18 30
Bristol City 18 7 8 3 26:25 29
Brentford 18 8 3 7 22:14 27
Hull 18 7 5 6 29:23 26
Unglingadeild UEFA
2. umferð, seinni leikur:
Derby – ÍA ................................................ 4:1
Derby áfram, 6:2 samanlagt.
KNATTSPYRNA
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
Sauðárkrókur: Tindastóll – Þór Þ....... 19.15
Njarðtaksgr.: Njarðvík – Haukar....... 19.15
Origo-höllin: Valur – Þór Ak ............... 19.15
Hertz-hellirinn: ÍR – Grindavík .......... 19.15
1. deild karla:
Borgarnes: Skallagrímur – Álftanes .. 19.15
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Fylkishöll: Fylkir – ÍBV U ....................... 18
Í KVÖLD!
HANDBOLTI
Danmörk
Nordsjælland – Aalborg ..................... 25:32
Janus Daði Smárason skoraði 4 mörk
fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon er
frá vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoð-
arþjálfari liðsins.
Skjern – SönderjyskE......................... 30:25
Elvar Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir
Skjern og Björgvin Páll Gústavsson varði
16 skot í markinu. Patrekur Jóhannesson
þjálfar liðið.
Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 2
mörk fyrir SönderjyskE og Sveinn Jó-
hannsson 1.
Efstu lið: Aalborg 23, Holstebro 17,
Skjern 17, SönderjyskE 16, Skanderborg
15, Bjerringbro/Silkeborg 14.
GOG – Fredericia ................................ 39:36
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 6 mörk
fyrir GOG Arnar Freyr Arnarsson lék ekki
með. Viktor G. Hallgrímsson varði 9 skot.
Noregur
Arendal – Elverum.............................. 31:31
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 10
mörk fyrir Elverum.
Follo – Drammen................................. 22:22
Óskar Ólafsson skoraði ekki fyrir Dram-
men.
Frakkland
París SG – St. Raphaël........................ 39:26
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 2 mörk
fyrir PSG.
Meistaradeild karla
D-RIÐILL:
Kristianstad – Wisla Plock................. 24:20
Ólafur Guðmundsson skoraði 4 mörk
fyrir Kristianstad og Teitur Einarsson 2.
Aalborg er með sex stiga forskot á
toppi efstu deildar í danska hand-
boltanum. Liðið vann Nordsjælland
á útivelli í gær 32:25. Skoraði Janus
Daði Smárason 4. Björgvin Páll
Gústavsson var með 40% mark-
vörslu fyrir Skjern í sigri á Sönder-
jyskE 30:25 og varði 16 skot. Elvar
Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir
liðið. Arnar Birkir Hálfdánsson
skoraði 2 og Sveinn Jóhannsson 1
fyrir gestina. Þá skoraði Óðinn Þór
Ríkharðsson 6 mörk fyrir GOG sem
vann Fredericia 39:36. Viktor Gísli
Hallgrímsson varði 9 skot.
Sex stiga forskot
hjá Aalborg
Morgunblaðið/Hari
40% Björgvin Páll Gústavsson átti
góðan leik í marki Skjern í gær.
Guðjón Valur Sigurðsson og sam-
herjar hans í franska meistaralið-
inu Paris SG héldu sigurgöngu
sinni áfram í frönsku 1. deildinni í
handknattleik í gær. Paris SG vann
Saint-Raphaël örugglega 39:26.
Guðjón Valur skoraði tvö mörk
úr þremur skotum en danski lands-
liðsmaðurinn Mikkel Hansen var
markahæstur með 5 mörk. Hansen
er nýlega kominn á ferðina eftir
heilahristing.
Paris SG er með fullt hús í topp-
sæti deildarinnar en liðið hefur
unnið alla ellefu leiki sína.
Ellefti sigurinn
hjá Paris SG
Ljósmynd/PSG
Á toppnum Guðjón og samherjar
hafa unnið fyrstu ellefu leikina.
FÓTBOLTI
Kristján Jónsson
Víðir Sigurðsson
Verða tímabundnar skiptingar
leyfðar í knattspyrnunni á meðan
sjúkrateymi athugar afleiðingar
höfuðhöggs hjá leikmanni? Sky
Sports greindi frá því í gær að slík-
ar breytingar á reglunum væru til
skoðunar. Samkvæmt fréttinni gæti
farið svo að breytingin yrði komin í
gagnið áður en lokakeppni EM
karlalandsliða hefst næsta sumar.
Sérfræðingar á vegum Knatt-
spyrnusambands Evrópu, UEFA,
telja óheppilegt að gefa lækna-
teymi liðanna einungis þrjár mín-
útur til að skera úr um hvort leik-
maður sem fengið hefur höfuðhögg
geti haldið leik áfram eða ekki.
Slíkt setji of mikla pressu á þá sem í
hlut eiga og slík skoðun sé ófull-
nægjandi.
Í knattspyrnuheiminum hefur
orðið vakning um afleiðingar heila-
hristings og er því farið að taka
höfuðhögg alvarlega eins og í fleiri
íþróttagreinum. Í ýmsum hóp-
íþróttum eru hins vegar frjálsar
skiptingar en því er ekki að heilsa í
knattspyrnunni. Fyrir vikið er
áhyggjuefni fyrir liðin að vera leik-
manni færri á meðan athugað er
hvort leikmaður gæti hafa fengið
heilahristing eða ekki.
Fyrirmynd úr rugby
Hefur þetta þegar verið tekið
upp í rugby-íþróttinni á Bretlands-
eyjum. Ef leikmaður fær höf-
uðhögg í leik og læknir vill meta
betur stöðu hans, og hættuna á að
hann hafi fengið heilahristing, má
setja varamann inn á í hans stað og
taka hann síðan aftur af velli ef sá
sem fékk höfuðhöggið reynist í
lagi.
Sky Sports segir að Alþjóðlega
knattspyrnustjórnin, IFAB, sem
heldur utan um regluverkið í knatt-
spyrnunni, sé að velta fyrir sér
sams konar fyrirkomulagi og það
yrði notað í fyrsta skipti á EM 2020.
Samkvæmt heimildum Sky
Sports verður málið tekið fyrir á
árlegri ráðstefnu IFAB í Belfast
næsta þriðjudag og síðan greidd
um það atkvæði á þingi nefnd-
arinnar á sama stað í lok febrúar.
Verði breytingin samþykkt, tek-
ur hún gildi 1. júní 2020 og EM yrði
þá fyrsta alþjóðlega mótið sem háð
yrði samkvæmt þessum nýju
reglum. Þær yrðu síðan alls staðar í
gildi frá og með næsta keppn-
istímabili. Þá vaknar sú spurning
hvort tímabundnar skiptingar
verði leyfðar á Íslandsmótinu
næsta sumar. Íslensku félagsliðin
yrðu þá með þeim fyrstu sem
myndu geta nýtt þennan mögu-
leika. Of snemmt er að segja til um
hvort það sé líklegt.
Fari svo að þessi breyting verði
þá væri allt eins líklegt að hún yrði
komin í gagnið við upphafi Íslands-
mótsins frekar en að hér yrði mið-
að við 1. júní.
AFP
Hnjaskvagninn Knattspyrnumaður fær skutl út af vellinum.
Tímabundnar skiptingar?
Til skoðunar að gefa meira svigrúm til að kanna höfuðáverka í knattspyrnuleikjum