Morgunblaðið - 28.11.2019, Side 33
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019
Dominos-deild kvenna
Grindavík – Skallagrímur.................... 63:73
Snæfell – Valur ..................................... 70:93
KR – Breiðablik.................................... 90:60
Keflavík – Haukar ................................ 78:70
Staðan:
Valur 9 9 0 792:568 18
KR 9 7 2 697:603 14
Skallagrímur 9 6 3 627:586 12
Keflavík 9 6 3 669:619 12
Haukar 9 4 5 593:610 8
Snæfell 9 2 7 588:686 4
Breiðablik 9 2 7 548:691 4
Grindavík 9 0 9 566:717 0
NBA-deildin
Dallas – LA Clippers.......................... 99:114
Denver – Washington ...................... 117:104
KÖRFUBOLTI
Það er mikill sjónarsviptir að
Margréti Láru Viðarsdóttur af
knattspyrnuvellinum. Við eigum
ekki svo margt íþróttafólk sem
bókstaflega allir landsmenn
þekkja, hversu lítið sem þeir
fylgjast með íþróttum, en Eyja-
mærin er ein þeirra. Hún hafði
sína einstöku hæfileika – allir
titlarnir og mörkin tala sínu máli
– og bætti enn við fyrir íþrótt
sína með því að gefa mikið af sér
utan vallar.
Ég gældi við að Margrét kæm-
ist með íslenska landsliðinu á EM
í Englandi 2021, í ljósi þess flugs
sem hún náði eftir krossbands-
slit og barneignir. Það er mjög
sárt að hugsa til þess hvernig
Margrét sleit krossband í hné
mánuði áður en hún hefði verið á
leiðinni á EM í Hollandi 2017,
með Elísu systur sinni sem einn-
ig sleit krossband sama ár.
„Systurnar saman á stórmóti“
gekk ekki upp en þær urðu Ís-
landsmeistarar saman í haust.
Þetta var reyndar síður en
svo í eina skiptið sem meiðsli
settu strik í reikninginn hjá Mar-
gréti og maður veltir því fyrir sér
hve langt hún hefði náð á heims-
vísu ef flókin meiðsli í lærum
hefðu ekki haldið aftur af henni.
Það fór vel á því að Margrét
skyldi skora úr síðustu snertingu
sinni í búningi íslenska landsliðs-
ins, frá hárréttum stað í víta-
teignum gegn Lettlandi í síðasta
mánuði, rétt eins og hún skoraði
úr fyrstu snertingu sinni fyrir
landsliðið sumarið 2003.
„Ég breytist samt ekkert og
verð ekkert betri þó að ég hafi
skorað mark og verð áfram að
leggja mig fram. Þetta er bara
eitt mark,“ sagði Margrét við
Moggann eftir fyrsta markið.
Mörkin urðu á endanum 79 og
það Íslandsmet verður sjálfsagt
aldrei slegið.
BAKVÖRÐUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Knattspyrnu-
þjálfarinn Hall-
dór Jón Sigurðs-
son, jafnan
kallaður Donni,
er fluttur til Sví-
þjóðar með fjöl-
skylduna og
þjálfar í Gauta-
borg á næsta
keppnistímabili.
Donni, sem
hætti störfum með kvennalið Þórs/
KA eftir nýliðið keppnistímabil hef-
ur verið ráðinn þjálfari U17 ára liðs
karla hjá Örgryte. Greindi hann frá
þessu í viðtali við netmiðilinn Fót-
bolta.net í gær.
Fékk starf í
Gautaborg
Halldór Jón
Sigurðsson
Í VESTURBÆNUM
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
KR átti ekki í miklum erfiðleikum
með að vinna Breiðablik er liðin
mættust í 9. umferð Dominos-
deildar kvenna í körfubolta í gær-
kvöldi í DHL-höllinni. KR var 30
stigum yfir hálfleik og gat liðið leyft
sér að slaka á í seinni hálfleik, án
þess að forskotinu yrði ógnað.
Lokatölur urðu 90:60 og sýndi leik-
urinn muninn á liðunum í efri hlut-
anum og þeim neðri. KR tapaði fyr-
ir Keflavík í síðustu umferð á meðan
Breiðablik hafði unnið tvo í röð.
Bjuggust því einhverjir við
spennandi leik, en sú varð ekki
raunin. KR spilaði mjög vel var un-
un að horfa á baráttuna innan liðs-
ins. KR-ingar, sem voru særðir eftir
leikinn gegn Keflavík, tóku 52 frá-
köst gegn 36 hjá Breiðabliki. KR-
ingar voru því mikið betri og mikið
grimmari.
Danielle Rodriguez, Hildur Björg
Kjartansdóttir og Sanja Orazovic
spiluðu allar mjög vel að vanda og
leikmenn eins og Margrét Kara
Sturludóttir og Alexandra Eva
Sverrisdóttir komu sterkar af
bekknum. Hvergi var veikan blett
að finna hjá KR. Þórdís Jóna Krist-
jánsdóttir hefur spilað vel með
Breiðabliki í vetur og hún átti enn
og aftur góðan leik.
Örlög Breiðabliks ráðast ekki á
leikjum við lið eins og KR, heldur
þarf liðið að vinna liðin í kringum
sig. Að sama skapi er um algjöran
skyldusigur hjá KR að ræða í leikj-
um sem þessum. Það þarf hins veg-
ar að spila leikinn og KR-ingar
gerðu það vel.
Framlenging og æsispenna
Haukar náðu mest 14 stiga for-
skoti gegn Keflavík á útivelli, en
heimakonur neituðu að gefast upp
og náðu að jafna leikinn og knýja
fram framlengingu. Þar voru Kefla-
víkingar betri og sigldu í höfn 78:70-
sigri. Katla Rún Garðarsdóttir átti
virkilega góðan leik fyrir Keflavík
og skoraði 22 stig og Emelía Ósk
Gunnarsdóttir gerði 20 stig.
Valur er enn með fullt hús stiga
eftir þægilegan 93:70-útisigur á
Snæfelli. Valskonur voru með 55:34-
forystu í hálfleik og var seinni hálf-
leikurinn formsatriði. Það segir allt
sem segja þarf um styrkleika Valsl-
iðsins að Helena Sverrisdóttir byrj-
aði á bekknum og lék aðeins í tæpar
15 mínútur. Kiana Johnson skoraði
28 stig fyrir Val.
Skallagrímur hafði betur gegn
Grindavík, 73:63. Borgnesingar hafa
komið skemmtilega á óvart í vetur
var sigurinn sá fjórði í síðustu fimm
leikjum. Keira Robinson skoraði 29
stig fyrir Skallagrím sem er í þriðja
sæti með tólf stig.
Miklu betri og miklu grimmari
KR ekki í vandræðum með Breiðablik Keflavík vann eftir framlengdan
spennuleik Ekkert fær Valskonur stöðvað Skallagrímur kemur á óvart
Morgunblaðið/Hari
Reynd Margrét Kara Sturludóttir lætur æ meira að sér kveða hjá KR eftir að hún tók fram skóna í haust.
Íslendingaliðið Kristianstad hrós-
aði sigri gegn pólska liðinu Wizla
Plock 24:20 í riðlakeppni Meist-
aradeildar Evrópu í handknattleik í
gærkvöld. Ólafur Andrés Guð-
mundsson, fyrirliði Kristianstad,
skoraði fjögur mörk í leiknum og
Teitur Örn Einarsson skoraði tvö.
Kristianstad jafnaði danska liðið
GOG að stigum í D-riðlinum en liðin
eru jöfn í 3.-4. sæti með 9 stig.
Í norsku úrvalsdeildinni skoraði
Sigvaldi Björn Guðjónsson 10 mörk
þegar Elverum og Arendal gerðu
jafntefli. sport@mbl.is
Sex íslensk mörk
gegn Wisla Plock
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sigur Teitur Örn Einarsson og liðs-
félagar hans unnu Wisla Plock.
Skagastrákarnir eru úr leik í Ung-
lingadeild UEFA í knattspyrnu en
þeir hittu ofjarla sína í gær þegar
þeir mættu Derby í síðari leiknum í
2. umferð keppninnar á Pride Park.
Enska liðið vann öruggan 4:1 sig-
ur og vann þar með einvígið 6:2 en
Derby vann fyrri leikinn á Víkings-
velli fyrir þremur vikum 2:1. Sig-
urður Hrannar Þorsteinsson skor-
aði mark ÍA í gær.
Derby, sem er enskur meistari
U18 ára liða, er þar með komið í
umspil um sæti í sextán liða úrslit-
um Unglingadeildarinnar.
Derby sló ÍA út á
Pride Park
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tap Frá fyrri leik ÍA og Derby sem
fram fór í Fossvoginum.
DHL-höllin, Dominos-deild kvenna,
miðvikudag 27. nóvember 2019.
Gangur leiksins: 6:5, 13:7, 24:10,
28:15, 40:17, 42:22, 50:23, 54:24,
61:28, 65:32, 70:37, 76:47, 78:47,
86:52, 87:55, 90:60.
KR: Danielle Victoria Rodriguez 21/7
stoðsendingar, Hildur Björg Kjart-
ansdóttir 21/6 fráköst, Sanja Orazo-
vic 17/4 fráköst, Margrét Kara
Sturludóttir 9/13 fráköst, Alexandra
Eva Sverrisdóttir 5/5 fráköst, Sóllilja
Bjarnadóttir 5/4 fráköst, Þorbjörg
Andrea Friðriksdóttir 5, Perla Jó-
KR – BREIÐABLIK 90:60
hannsdóttir 3, Ástrós Lena Æg-
isdóttir 2/4 fráköst, Margrét Blöndal
1, Þóra Birna Ingvarsdóttir 1.
Fráköst: 30 í vörn, 15 í sókn.
Breiðablik: Danni L Williams 14/5
fráköst, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir
12, Paula Anna Tarnachowicz 9/6
fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 8,
Björk Gunnarsdóttir 6, Bryndís
Hanna Hreinsdóttir 6, Melkorka Sól
Pétursdóttir 2, Fanney Lind G. Thom-
as 2/4 fráköst, Hafrún Erna Haralds-
dóttir 1.
Fráköst: 20 í vörn, 8 í sókn.
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Íslenskir knattspyrnuþjálfarar
voru við stjórnvölinn hjá 25 pró-
sentum liða í belgísku B-deildinni í
knattspyrnu þegar hún hófst í byrj-
un ágúst, hjá tveimur liðum af átta,
en nú eru þeir báðir horfnir á
braut.
Roeselare, sem situr á botni
deildarinnar, sagði í gær Arnari
Grétarssyni upp störfum, en hann
tók við liðinu
nokkrum dögum
áður en tímabilið
hófst, í lok júlí.
Liðið náði aðeins
að vinna þrjá
leiki af sextán
undir hans stjórn
en engu munaði
að félagið yrði
gjaldþrota í sept-
ember.
Roeselare tilkynnti um uppsögn
Arnars á vef sínum í gærmorgun,
þakkaði honum vel unnin störf og
óskaði honum góðs gengis. Í stað-
inn réð félagið franskan þjálfara,
Christophe Gamel, sem hefur verið
landsliðsþjálfari Fidjieyja í hálft
þriðja ár en hætti þar í ágúst.
Fyrir nokkrum vikum var Stefáni
Gíslasyni sagt upp sem þjálfara
Lommel en hann tók við liðinu 1.
júlí og hætti störfum af þeim sökum
hjá Leikni í Reykjavík nokkrum
dögum áður.
Lommel hefur einnig verið við
botn deildarinnar en hefur náð að
hífa sig upp í sjötta sætið af átta á
síðustu vikum.
Íslenskum þjálfurum gengur illa
að festa sig í sessi í Belgíu en
Rúnari Kristinssyni var sagt upp
hjá Lokeren í A-deildinni í október
2017 eftir tæpa tíu mánuði í starfi,
þrátt fyrir ágætt gengi liðsins undir
hans stjórn. Lokeren er nú við botn
B-deildarinnar, á milli Lommel og
Roeselare á stigatöflunni.
Staldra stutt við hjá belgískum liðum
Arnar farinn frá Roeselare Þremur Íslendingum sagt upp eftir nokkra mánuði í starfi
Arnar
Grétarsson