Morgunblaðið - 28.11.2019, Side 34
34 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER 2019
Rúnar Már Sigurjónsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, hefur náð sér af
meiðslum og getur spilað með Astana í
dag þegar meistaraliðið í Kasakstan
tekur á móti Manchester United í Evr-
ópudeildinni. Það verður hans fyrsti
leikur frá því hann fór meiddur af velli í
leik Íslands og Frakklands á Laugar-
dalsvellinum 11. október. Frá þeim tíma
hefur hann misst af fimm síðustu leikj-
um Astana í deildinni heima fyrir,
tveimur leikjum í Evrópudeildinni og
þremur landsleikjum Íslands.
Rúnar leikur gegn varaliði Man-
chester United, sem hefur þegar
tryggt sér sæti í 32ja liða úrslitum
keppninnar, en Ole Gunnar Solskjær
knattspyrnustjóri skildi alla fastamenn
sína eftir heima í Manchester. Uppselt
er á leikinn í Astana fyrir löngu en
heimamenn fá þar að sjá fjölmarga
unga stráka spila sinn fyrsta alvöruleik
fyrir enska félagið.
Sænski knattspyrnumaðurinn Zlat-
an Ibrahimovic hefur reitt stuðnings-
menn Malmö FF til reiði með því að
kaupa tæplega fjórðungshlut í Stokk-
hólmsfélaginu Hammarby. Zlatan er
uppalinn í Malmö og í síðasta mánuði
var reist þar stytta honum til heiðurs. Í
gær bárust fregnir af því að málningu
hefði verið slett á styttuna og formað-
ur stuðningsklúbbs Malmö FF sagði við
fjölmiðla að hún hefði enga þýðingu
lengur.
Birkir Már Sævarsson, bakvörður
Vals og íslenska landsliðsins, lék með
Hammarby í þrjú ár og er harður
stuðningsmaður félagsins. Hann sagði
í viðtali við mbl.is í gær að ekki væri
annað að sjá af spjallborðum en að
langflestir stuðningsmenn Hammarby
væru jákvæðir gagnvart Zlatan og inn-
komu hans í félagið. Zlatan kveðst
ætla að gera Hammarby að öflugasta
félagi á Norðurlöndum en liðið hafnaði
í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar í ár,
einu stigi á eftir Djurgården sem varð
meistari og jafnt Malmö sem hafnaði í
öðru sæti.
Mirel Radoi var í gær ráðinn þjálfari
rúmenska karlalandsliðsins í knatt-
spyrnu og hann mun því stýra Rúmen-
um gegn Íslendingum í undanúrslitum
umspilsins fyrir EM 2020 á Laugar-
dalsvellinum 26. mars. Radoi hefur náð
mjög góðum árangri með 21-árs lands-
lið Rúmena en það komst í undanúrslit
á EM og leikur á Ólympíuleikunum í
Tókýó næsta sumar.
Jürgen Klinsmann er kominn aftur
á heimaslóðir í Þýskalandi en hann tók
í gær við sem knattspyrnustjóri Herthu
frá Berlín til loka þessa tímabils. Hann
kemur í stað Ante Covic sem var sagt
upp störfum um helgina. Klinsmann,
sem er 55 ára og var samherji Ásgeirs
Sigurvinssonar hjá Stuttgart í fimm ár,
stýrði Bayern München tímabilið
2008-2009 en hefur síðan lengst af
verið í Bandaríkjunum og þjálfaði þar-
lenda landsliðið frá
2011 til 2016. Hann
þjálfaði landslið
Þýskalands frá
2004 til 2006 en
sjálfur skoraði
Klinsmann 47
mörk í 108
landsleikjum á
sínum tíma.
Eitt
ogannað
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Ég kann mjög vel við mig í þessu
nýja hlutverki. Ég ber mikla ábyrgð
og læri eitthvað nýtt á hverjum degi.
Meðan svo er þá er ég hrikalega
ánægður,“ segir Arnór Atlason,
fyrrverandi landsliðsmaður í hand-
knattleik og núverandi aðstoðar-
þjálfari dönsku meistaranna og bik-
armeistaranna í Aalborg Håndbold,
í samtali við Morgunblaðið.
Arnór, sem er 35 ára gamall, tók
við starfi aðstoðarþjálfara liðsins
sumrið 2018 eftir að hann lagði
handboltaskóna á hilluna eftir
glæsilegan keppnisferil. Árin tvö á
undan lék hann með Álaborgarliðinu
og var m.a. í meistaraliðinu vorið
2017 undir stjórn Arons Kristjáns-
sonar. Þegar Aron hætti árið eftir
tók aðstoðarmaður hans, Stefan
Madsen, við sem aðalþjálfari og
Arnór var ráðinn í fyrra starf Mad-
sen.
„Ég hef ánægju af því að vera í
þjálfuninni og hef fullan hug á að
þróa mig áfram og feta þjálfara-
brautina, að minnsta kosti eins og
staðan er í dag. Ég finn mig vel í
þessu,“ segir Arnór sem hefur sótt
það nám sem danska handknatt-
leikssambandið býður verðandi
þjálfurum upp á. „Framtíðin verður
að skera úr um hvað gerist á næstu
árum. Ég öðlaðist mikla innsýn í
handknattleikinn á öllum þeim árum
sem ég var leikmaður og bý þar af
leiðandi yfir mikilli reynslu. Hins-
vegar er það ekki sjálfgefið að góður
leikmaður verði góður þjálfari.
Þjálfari þarf að hafa margt fleira en
skilning á íþróttinni og þjálffræði til
að ná árangri. Ég geri mér grein
fyrir því,“ segir Arnór sem lék rétt
ríflega 200 landsleiki. Arnór tók þátt
í mörgum stórmótum landsliðsins,
þar á meðal var hann í silfurliðinu á
Ólympíuleikunum í Peking 2008 og
bronsliðinu á EM tveimur árum síð-
ar. Arnór lék m.a. með KA hér
heima, FCK, AG og Aalborg í Dan-
mörku, Magdeburg og Flensburg í
Þýskalandi og Saint Raphaël í
Frakklandi.
Tíu ár í Danmörku
Arnór og eiginkona hans, Guðrún
Jóna Guðmundsdóttir, hafa fest
rætur í Danmörku ásamt börnum
sínum þremur. Það yngst kom í
heiminn í júní. Auk nærri fjögurra
ára í Álaborg bjuggu þau í sex ár í
Kaupmannahöfn meðan Arnór lék
með FCK og AG. „Okkur líkar ein-
staklega vel í Álaborg. Þar fer vel
um okkur öll,“ segir Arnór.
Keppnistímabilið hefur verið
annasamt hjá Álaborgarliðinu. Það
hefur tvo titla að verja á heimavíg-
stöðvum auk þess að vera í A-riðli
Meistaradeildar Evrópu með nokkr-
um bestu félagsliðum álfunnar. „Við
erum í svakalegum riðli í Meistara-
deild Evrópu í leikjum sem hafa tek-
ið á. Ekki síst vegna þess að við höf-
um mætt stóru liðunum nánast
hverju á fætur öðru, Flensburg,
Pick Szeged, Barcelona og Paris SG.
Við gerðum okkur grein fyrir þegar
keppnistímabilið hófst og leikjanið-
urröðunin lá fyrir að leiktíðin yrði
afar strembin og bjuggumst við erf-
iðum leikjum í Meistaradeildinni á
sama tíma og krefjandi leikir yrðu á
dagskrá okkar í dönsku deildinni.
Þess utan þá eigum við fyrir hönd-
um mikilvægan leik við GOG í átta
liða úrslitum dönsku bikarkeppn-
innar 17. desember á heimavelli.
Það er einn mikilvægasti leikur
tímabilsins. Allir viljast komast í úr-
slitahelgi bikarkeppninnar sem
fram fer í mars,“ segir Arnór.
„Okkur tókst að veita bæði Barce-
lona og Paris SG mikla mótspyrnu á
heimavelli, sem er gott. Þess utan
höfum við haldið sjó í deildarkeppn-
inni heima, sem er gott,“ sagði Arn-
ór. Aalborg-liðið er í efsta sæti
dönsku deildarinnar með fjögurra
stiga forskot á næsta lið. Þá situr
liðið í fjórða sæti í hinum sterka A-
riðli Meistaradeildarinnar. „Við er-
um ánægðir með stöðuna eins og er,
en það ríður á að halda sjó allt fram
að jólafríi,“ segir Arnór.
Hefur farið á kostum
Tveir íslenskir handknattleiks-
menn eru í herbúðum Aalborg
Håndbold, Janus Daði Smárason og
Ómar Ingi Magnússon. Janus Daði
hefur farið á kostum og borið
sóknarleik liðsins uppi það sem af er
leiktíð, að sögn Arnórs.
„Ég veit ekki hvort fólk heima
gerir sér grein fyrir hversu vel Ja-
nus Daði hefur leikið síðustu mán-
uði, reyndar alveg frá úrslitakeppn-
inni í vor. Hann hefur átt ótrúlega
gott tímabil og verið mjög stöðugur í
sínum leik. Við leikum nær alltaf tvo
leiki í viku og hann hefur verið prím-
usmótor í okkar sóknarleik. Það
verður svakalegur söknuður þegar
hann fer frá okkur eftir þetta
keppnistímabil,“ segir Arnór en
Janus Daði hefur samið við Göpp-
ingen í Þýskalandi. Arnór segir að
fleiri breytingar verði á Álaborgar-
liðinu á næsta ári, nokkur upp-
stokkun verður því auk Janusar
Daða róa fjórir aðrir leikmenn á ný
mið, þar af fara þrír til Þýskalands.
„Þetta er gangurinn hér í Álaborg
og í raun erum við stoltir af hverjum
leikmanni sem við getum tekið þátt í
að þróa áfram til sterkari liða. Það
hefur sýnt sig að margir þeirra sem
standa sig hjá okkur hafa haldið
áfram að bæta sig hjá sterkari liðum
í betri deildum og tekið að sér stór
hlutverk. Við bjóðum upp á mjög
góða aðstöðu fyrir unga handknatt-
leiksmenn til þess að þróa áfram
sinn leik svo þeir séu betur undir
það búnir að taka næsta skref á ferl-
inum,“ segir Arnór Atlason, aðstoð-
arþjálfari Aalborg Håndbold.
Lærir nýtt á degi hverjum
Arnór kann vel við sig í nýju hlutverki hjá meistaraliðinu Aalborg Håndbold
Góður staður fyrir unga leikmenn sem vilja stíga næsta skref á ferlinum
Morgunblaðið/Eggert
Landsliðið Arnór Atlason í kunnuglegri stellingu í landsleik gegn Portúgal í Laugardalshöllinni.
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
Ómar Ingi Magnússon, landsliðs-
maður í handknattleik, hefur ekkert
getað leikið með Aalborg Håndbold
á keppnistímabilinu og óvíst er hve-
nær hann snýr aftur út á hand-
boltavöllinn. Hann fékk þungt
höfuðhögg í kappleik í vor og hefur
alls ekki jafnað sig að fullu. Ómar
Ingi var m.a. stoðsendingakóngur
deildarinnar og besti leikmaður
hennar að mati Arnórs og margra
annarra sem fylgjast með dönsku
úrvalsdeildinni. „Eins vel og Ómar
Ingi lék á síðasta tímabili þá er það
mikil áskorun fyrir okkur að takast á
við núverandi keppnistímabil án
hans,“ segir Arnór í samtali við
Morgunblaðið.
„Það er sorgarsaga í hverju Ómar
Ingi lenti. Við töldum og teljum enn
að um fólskubrot hafi verið að
ræða,“ segir Arnór ennfremur en at-
vikið átti sér stað í síðari undan-
úrslitaleik Aalborg og Bjerringbro/
Silkeborg um danska meistaratit-
ilinn. Arnór segir að Ómar Ingi hafi
sýnt mikinn karakter í erfiðleikum
síðustu mánaða.
„Ómar Ingi hefur tekið á þessu af
mikilli fagmennsku. Félagið hefur
einnig haldið mjög þétt utan um
hann og gætt þess að allt bataferlið
verði unnið eins faglega og þekking
er til. Vonandi er farin að sjást ljós-
tíra við enda ganganna. Hinsvegar
hefur ekkert verið ákveðið hvenær
Ómar Ingi fari að leika á nýjan leik.
Félagið mun ekki setja neina slíka
pressu á hann. Ómar sjálfur ásamt
fagfólkinu sem með honum vinnur
sér alfarið um hvert skref. Við tök-
um hverju einasta framfaraskrefi
fagnandi fyrir hans hönd. Fyrst og
fremst vonum við að Ómar Ingi end-
urheimti fulla heilsu. Það er fyrir
öllu,“ sagði Arnór Atlason, aðstoðar-
þjálfari Aalborg Håndbold.
Aalborg setur
enga pressu
á Ómar Inga
Óvíst hvenær hann spilar á ný
Morgunblaðið/Eggert
Óvissa Enginn veit hvenær Ómar Ingi Magnússon snýr aftur á hand-
boltavöllinn. Hann verður vart með landsliðinu á EM í janúar.