Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Blaðsíða 4
HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2019 Hver stal gullklósettinu mínu? Einhvers staðar í heiminum sit-ur bíræfinn þjófur hæst-ánægður á dollunni. Og ekki að furða því þessi tiltekna dolla er ekkert slor! Um er að ræða frægt listaverk; klósett úr 18 karata gulli eftir ítalska listamanninn Maurizio Cattelan. Verkið var í Guggenheim- safninu í New York árið 2016-2017 þar sem það var í fullri notkun. Nýlega var verkið til sýnis í Blen- heim-höll í Englandi, fæðingarstað Winston Churchill. Þaðan var því stolið 14. september síðastliðinn og hefur enn ekki komið í leitirnar sam- kvæmt frétt New York Times. Gleymdi að það var úr gulli Á meðan verkið var í Guggenheim var klósettið notað af hundrað þús- und manns. Hugmyndin með verk- inu America var að leyfa venjulegum almenningi, sem er 99% af öllu fólki, að eiga hlutdeild í þeim óþarfa lúxus sem venjulega einungis 1% af fólki nýtur. Gestir biðu þolinmóðir í röð og borguðu sig inn til þess að geta gert þarfir sínar í gulllinu. Cattelan sagði klósettið hafa verið sent til framleiðandans eftir veruna í Guggenheim þar sem það var pússað og geymt um tíma. Hann hjálpaði svo til við að setja verkið upp í Blen- heim-höllinni og segist að öllum lík- indum vera sá síðasti sem það not- aði. Hringt var í Cattelan og honum tjáð að verkinu hefði verið stolið og trúði hann varla sínum eigin eyrum. „Ég hélt að þetta væri grín; hver er svo vitlaus að stela klósetti? Ég hafði gleymt því í eina sekúndu að klósettið var úr skíragulli.“ Er með fjarvistarsönnun Lögregla í Woodstock á Englandi fer með rannsókn málsins en er engu nær. Að minnsta kosti sex manns hafa verið handteknir grunaðir um verknaðinn en var þeim síðan sleppt. Íbúar Wood- stock hafa rætt sín á milli dularfulla klósetthvarfið og hafa sínar kenningar. Líklegast þykir bæjarbúum að gullið hafi verið brætt og því jafnvel komið úr landi. Aðrir halda að enginn þjófn- aður hafi átt sér stað, heldur að lista- maðurinn sjálfur hafi tekið það sem einhvers konar listagjörning. Cattelan þvertekur fyrir það, þrátt fyrir að hann hafi áður stundað svipaða iðju. Árið 1996 stal hann öll- um verkum í galleríi í Hollandi og stillti þeim upp í öðru rými sem sinni eigin list. En nú segist hann saklaus. „Ég lofa að ég er með fjarvist- arsönnun þetta kvöld.“ Cattelan býst ekki við að sjá gullklósettið sitt aftur en sem betur fer voru þrjú búin til þannig að enn eru tvö eftir. Almenningur getur þá áfram fengið að upplifa þann lúxus að nota gullklósett. Falast eftir gullinu Verkið hafði verið sett upp í litlu her- bergi nálægt svefnherberginu þar sem Churchill fæddist. Veisla var haldin í húsinu á opnunarkvöldi og stóð hún til tvö um nóttina. Um klukkan fimm var svo brotist inn, klósettið rifið af vegg og gólfi, þannig að vatnstjón hlaust af. Yfirmaður hjá lögreglu sem sér- hæfir sig í listaverka- og antíkstuldi, sagði verkið ekki hafa verið tekið vegna listræns gildis. „Því var stolið vegna þess að þetta var stór gullklumpur.“ Cattelan grínaðist með að líkleg- ast ætti að gruna þjóninn, kokkinn eða húseigandann og vísar það til borðspilsins Clue. Gullklósetti sem ber heitið America var stolið fyrir tveimur mánuðum. Talið er að hægt sé að fá fjórar milljónir doll- ara fyrir verkið, eða um hálfan milljarð. AFP Listaverki eftir ítalska listamanninn Maurizio Cattelan var stolið í Englandi fyrir tveimur mánuðum og síðan hef- ur ekkert til þess spurst. Verkið, sem heitir America, er kló- sett úr gulli. Andvirði verksins er fjórar millj- ónir bandaríkjadala. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Verk Cattelans, America, er húmorískt og pólí- tískt í senn en Cattelan er með verkinu að vísa í ameríska drauminn eða Ameríku Trumps. Þó að verkið sé búið til úr gulli fyrir hálfan milljarð er það samt „tæki“ til jöfnuðar stétta. „Hvað sem manneskja borðar; tvö hundrað dollara hádegismat eða tveggja dollara pylsu, þá endar það eins, klósettlega séð,“ segir Cattelan. Verkið náði hápunkti frægðar þegar það var birt á forsíðu á New York Post í september 2016 en inni í blaðinu var fyrirsögn greinarinnar: „The Guggenheim Wants You to Crap All Over „Am- erica“,“, eða í íslenskri þýðingu: „Guggenheim- safnið vill að þú skítir yfir Ameríku.“ Dominic Hare, forstjóri Blenheim-hallar, sagði í yfirlýsingu sem birt var á artnews.com að það væri kaldhæðnislegt að verki sem ætti að tákna ameríska drauminn skyldi hafa verið stolið strax. Þannig mætti túlka að búið væri að „stela“ ameríska draumnum af almenningi en draumurinn er að í Ameríku eiga allir að geta náð langt með dugnaði; það eiga allir að geta fengið aðgang að auðæfum; það eiga allir að geta gert þarfir sínar í gullklósett. Að skíta yfir Ameríku Maurizio Cattelan ögrar fólki með verkinu America. AFP Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið: 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.