Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2019 LÍFSSTÍLL  Fyrir 8 4 eggjahvítur 250 g sykur 2 msk maizena-mjöl 1 tsk. hvítvínsedik ½ tsk. vanilludropar 1 peli rjómi, þeyttur ferskir ávextir að eigin vali HINDBERJASÓSA 150 g hindber 50 g sykur Þeytið eggjahvítur og sykur þar til blandan er orðin stíf og glans- andi. Gefið ykkur góðan tíma í þetta og þeytið á mesta hraða í allt að 10 mínútur. Blandið maizena- mjöli, ediki og van- illudropum varlega saman við með sleif. Teiknið á bökunar- pappír hring sem er 20-23 cm í þvermál og látið marengsinn á hann. Hafið hann frekar háan. Látið marengsinn í 180°C heitan ofn, lækkið hitann strax niður í 150°C og bak- ið í eina klukkustund og 15 mínútur. Slökkvið á ofninum og látið marengsinn kólna í honum. Gott er að gera hann að kvöldi og láta hann vera í ofninum yfir nótt. Setjið rjómann á marengsinn rétt áð- ur en tertan er borin fram og skreytið með ávöxtunum. Setjið hindber í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið maukið í pott ásamt sykri og hitið við væg- an hita. Hrærið í pottinum þar til sykurinn er upp- leystur. Setjið í ílát og kælið, sósan má vera volg eða köld. Berið fram með pavlov- unni. Veislu-pavlova Vefsíðan grgs.is, eða Gulur,rauður, grænn og salt, hefurnotið mikilla vinsælda í sjö ár. Hjúkrunarfræðingurinn og fjögurra barna móðirin Berglind Guðmunds- dóttir byrjaði að blogga um helsta áhugamál sitt, matargerð, haustið 2012. Í fyrra sagði hún starfi sínu lausu sem hjúkrunarfræðingur enda á matreiðslan hug hennar allan. „Hjartað mitt var þarna. Auk þess að sjá um vefsíðuna hef ég verið að halda „Það má segja að þetta sé upp- skerubókin. Þarna eru allar vinsæl- ustu uppskriftirnar frá árinu 2012 komnar saman í eina bók,“ segir hún og segir hafa verið af nógu að taka. „Það var erfitt að gera upp á milli,“ segir Berglind og segir eitthvað fyrir alla í bókinni. „Bókin er fjölbreytt og þótt það sé kaka á forsíðunni er þetta alls ekki bara kökubók. Í bókinni er ekki eitt- hvað eitt; aðallega er maturinn ein- faldur og fljótlegur.“ Elska litríkan mat Er eitthvað sem þú vissir að yrði að fara í bókina? „Já, eins og döðlupestóið sem er eitt það allra vinsælasta. Og pipar- ostakjúklingurinn.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að elda? „Ég elska að gera litríkan mat. Eins og fallegt kjúklingasalat. Ég fæ mikið út úr því, enda er nafnið á vef- síðunni lýsandi fyrir mína matargerð; Gulur, rauður, grænn og salt,“ segir hún og hlær. En að baka, ertu mikill bakari? „Nei, ekkert sérstaklega. Ég er hræðileg að skreyta kökur og börnin hafa beðið mig um að gera það aldrei aftur fyrir barnaafmæli. En ég geri alveg góðar kökur en þá skiptir ein- faldleikinn miklu máli.“ Morgunblaðið/Hari Hræðileg að skreyta kökur „Ég elska að gera litríkan mat. Eins og fallegt kjúk- lingasalat. Ég fæ mikið út úr því,“ segir Berglind. Vinsæli matarbloggarinn Berglind Guðmundsdóttir hefur gefið út nýja bók með uppáhaldsréttum lesenda. Bókin er stútfull af girnileg- um uppskriftum að litríkum mat sem allir geta eldað. Morgunblaðið fékk að birta nokkrar sem fá bragðlaukana til að dansa. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is matreiðslunámskeið í fyrirtækjum og nýlega byrjaði ég með matreiðslunám- skeið fyrir börn sem hafa áhuga á mat- argerð. Það hefur heldur betur slegið í gegn. Einnig hef ég haldið námskeið og fyrirlestra fyrir konur sem vilja láta hugmyndir sínar verða að veruleika.“ Þetta er uppskerubókin „Þetta byrjaði allt með hugmynd sem ég fékk í lok sumars 2012 en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á matargerð. Svo hefur þetta vaxið og dafnað og er alltaf jafn gaman. Fólk er farið að færast mikið inn á Instagram en það virðist ekki hafa mikil áhrif á vinsæld- ur vefsíðunnar sem fær um 5-7 þús- und síðuflettingar á dag. Lykillinn er stöðugleiki en ég set oftast inn að minnsta kosti tvær nýjar uppskriftir í viku og hef gert það síðan ég byrjaði með vefsíðuna. Á síðasta ári fékk ég til liðs við mig nýja aðila til að koma inn með uppskriftir, en það eru mat- armennirnir þeir Bjarki og Anton, Ír- is Blöndahl, Valgerður eða Valla og Hafliði Már. Það er algjör lukka að hafa fengið þau til mín en þau gera gott enn betra,“ segir Berglind. Einfalt og fjótlegt Áður hefur Berglind gefið út tvær matreiðslubækur en þriðja bókin, Vinsælustu réttirnir frá upphafi, var að detta í hillur bókaverslana. Berglind hefur sett allar uppáhaldsupp- skriftir sínar í eina bók. - FOLALDAKÖGGLAR - NÝJUNG HJÁ FÓÐURBLÖNDUNNI Selfoss Austurvegur 64a 5709840 Hella Suðurlandsvegur 4 5709870 HvolsvÖLLUR Ormsvöllur 2 5709850 WWW.FODUR.IS - NETVERSLUN Fyrir Folöld - unghross og graðhesta Hágæða prótein INNIHELDUR FISKIMJÖL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.