Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Blaðsíða 28
Það er ekki nokkur manneskjaeftir sem mig langar til aðmynda. Amy Winehouse var
sú síðasta – alvöru hæfileikar. Allar
sönnu stjörnurnar eru farnar núna.“
Þannig komst breski ljósmyndar-
inn Terry O’Neill að orði í viðtali við
the Guardian á síðasta ári, en hann
sálaðist einmitt um síðustu helgi, 81
árs að aldri, eftir erfið veikindi.
Banamein hans var krabbamein í
blöðruhálsi.
O’Neill myndaði margar af skær-
ustu stjörnum heims á löngum ferli
og er ekki síst þekktur fyrir að gera
sjöunda áratuginn ódauðlegan.
Sveiflu-sixtísið, eins og það var
gjarnan kallað.
„O’Neill gerði sér grein fyrir því að
menning æskunnar var stórfrétt í al-
þjóðlegu samhengi og hófst handa við
að færa í annál andlitin sem voru að
koma fram á sjónarsviðið í kvikmynd-
um, tísku og tónlist og áttu eftir að
skilgreina heilan áratug, sveiflu-
sixtísið. Um miðjan áratuginn var
hann kominn með umboð frá öllum
helstu tímaritum og dagblöðum
heims,“ sagði í yfirlýsingu frá umboðs-
skrifstofu hans sem tilkynnti andlátið.
Af listamönnum sem O’Neill
myndaði má nefna Bítlana, Rolling
Stones, Brigitte Bardot, Audrey
Hepburn, Sean Connery og David
Bowie. Hann var raunar einn sá
fyrsti sem ljósmyndaði Bítlana. „Ég
var ekki nema tvítugur og yngsti
ljósmyndarinn á Fleet Street,“ sagði
hann við The Guardian í fyrra. „Það
var augljóst að John var sá með per-
sónuleikann og þess vegna stillti ég
honum upp fremst.“
Alltaf til staðar
Hann fylgdi Frank Sinatra um langt
árabil. „Fyrstu þrjár vikurnar töl-
uðum við varla saman en ég fékk að
fara út um allt með honum. Það
kenndi mér að toppljósmyndari á að
„vera til staðar“ en aldrei að láta lífs-
stílinn ná tökum á sér.“
Einni stjörnu missti hann þó af,
Marilyn Monroe. „Kærastan mín á
þeim tíma var blaðafulltrúi hennar og
sagði mér að Marilyn hoppaði upp í
rúm með öllum ljósmyndurum sínum.
Þannig að ég fékk ekki að vinna með
henni,“ sagði hann við the Guardian.
Það voru ekki bara listamenn;
O’Neill tók einnig frægar myndir af
Frá yfirlitssýningu á verkum
Terrys O’Neills í Mouche Gall-
ery í Beverly Hills árið 2013.
AFP
Bannað að
mynda Mari-
lyn Monroe
Breski ljósmyndarinn Terry O’Neill geispaði gol-
unni um liðna helgi. Eftir hann liggur mergð
mynda af leikurum, tónlistarmönnum og stjórn-
málafólki sem settu sterkan svip á samtímann.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Terry O’Neill með fræga mynd sem hann tók af Brigitte Bardot.
AFP
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2019
LESBÓK
ÖSKUR Bandaríski leikarinn Jason Momoa fékk Oli
Peters, öskurkarl og rymjara kanadísku dauðamálm-
sveitarinnar Archspire, til að raddþjálfa sig fyrir hlut-
verk sitt í nýju sjónvarpsþáttunum See, sem Apple TV+
framleiðir, en persóna hans þarf meðal annars að fram-
kvæma mikið stríðsöskur. „Jason er einlægur áhuga-
maður um tónlist og hefur þurft að leggja mikið á sig
fyrir senur áður, þannig að hann var fljótur að læra,“
segir Peters við vefritið IndieWire. „Ég kynnti söngstíl-
inn fyrir honum og við skiptumst á skilaboðum meðan
Archspire var að túra. Síðan var ég með honum á sett-
inu og við fórum yfir línurnar hans saman.“ Þess má
geta að Peters og Spencer Prewett, trymbill Archspire,
sjást meira að segja í svipinn í téðu stríðsöskursatriði.
Leitaði í málmvísindin
Jason Momoa
ásamt eiginkonu
sinni, Lisu Bonet.
AFP
ÁREITNI Bandaríska leikkonan Reese Wither-
spoon kveðst ekki hafa gert sér neina grein
fyrir umfangi kynferðislegrar áreitni í faginu
sem hún starfar í fyrir #metoo-byltinguna.
„Ég hafði bara mína eigin reynslu og ég var
klárlega áreitt og hafði tekist á við það í ein-
rúmi á minn hátt, með fjölskyldu minni þegar
ég var ung að stíga mín fyrstu skref í brans-
anum. Ég hafði ekki hugmynd um hversu víð-
feðmt þetta vandamál var og hversu margar
konur – og fólk yfir höfuð – hafði orðið
fyrir misnotkun,“ segir Witherspoon í
samtali við hlaðvarpsþáttinn Fresh Air
Weekend.
Áttaði sig ekki á umfangi áreitninnar
Reese
Witherspoon
er réttnefnd
stórstjarna.
Úr Dagarnir sem blómin blómstra.
Svíarnir
blómstra
SJÓNVARP RÚV er í miklum
Norðurlandaham um þessar mund-
ir og hefur Svíþjóð ekki síst átt upp
á pallborðið. Skyldi svo sem engan
undra, margt gott sjónvarpsefni
hefur komið úr þeirri áttinni und-
anfarin ár og misseri. Í kvöld,
sunnudagskvöld, hefur RÚV ein-
mitt sýningar á sænskri þáttaröð í
þremur hlutum, Dagarnir sem
blómin blómstra, um vinina Erik,
Mikael og Benny sem alast upp í
raðhúsahverfi í útjaðri Stokkhólms
á áttunda áratugnum. Fjölskyldur
þeirra blanda geði hver við aðra
eins og nágranna er von og vísa, en
á bak við slétt og fellt yfirborðið
leynist sársauki, sorg og eftirsjá.
Meðal leikenda eru Anton Forsdik,
Dante Wiechel, Birger Robach, Ulf
Friberg og Rasmus Luthander.
AFP
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is
ULTRA
KATTASANDUR
– fyrir dýrin þín
■■■ Sporast lítið
■■■ Lyktarlaus
■■■ Frábær lyktareyðing
■■■ Náttúrulegt hráefni
■■■ 99.9% rykfrír
■■■ Klumpast vel