Morgunblaðið - Sunnudagur - 23.11.2019, Blaðsíða 10
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.11. 2019
A
ugu okkar mætast þegar ég er í
þann mund að stíga inn á kaffi-
húsið. Sjón veifar kumpánlega
til mín, hefur komið sér mak-
indalega fyrir í einu horninu.
Hann er vel til hafður, að vanda, brosmildur og
nærveran hlý og notaleg. Ekki veitir líklega af
enda erum við að fara að dýfa okkur ofan í eld-
fimt efni – nýnasisma.
Nýjasta skáldsaga Sjóns, Korngult hár, grá
augu, kom út fyrr í haust og hefur þegar vakið
umtal og athygli en þar er hermt af ungum
manni sem stofnar nýnasíska hreyfingu í
Reykjavík seint á sjötta áratugnum.
Að Fríveldishreyfingunni, eins og hún heitir í
bókinni, stendur ungt fólk sem fætt er rétt fyrir
seinna stríð og man fyrir vikið eftir stríðs-
lokum. Það er því ekki eins og ryk hafi verið
farið að falla á þessa atburði. Saga Noregs í
stríðinu var einnig vel þekkt og hefur án efa
ekki farið fram hjá söguhetjunni Gunnari Kam-
pen, enda er hann norskur í föðurættina. En
hvers vegna tók nasismi sig upp svo skömmu
eftir hildarleikinn? Var ekki fullreynt með þá
hugmyndafræði?
„Seinni heimsstyrjöldin leiddi til hrikalegra
ofbeldisverka, eins og við þekkjum. Eigi að síð-
ur vil ég svara þessu þannig að nasisminn hafi
aldrei farið; það hefur bara verið misdjúpt á
honum,“ segir Sjón. „Og af hverju hefði hann
svo sem átt að fara? Ekki fór kommúnisminn
og ekki tölum við um nýkommúnista í samtím-
anum. Þessi þjóðernishreyfing, sem ég fjalla
um í bókinni, sprettur upp um hálfum áratug
eftir stríðið en þegar maður skoðar það þá sér
maður að eldri þjóðernisfasistar voru í bak-
grunninum; reiðubúnir að leggja baráttunni lið
með fjárhagslegri aðstoð og upplýsingagjöf eða
með því að koma á samböndum við skoð-
anasystkini í útlöndum. Er þetta ekki saga
mannsandans? Hugmyndir lifa og taka sig upp
aftur. Og það eina sem við getum lært af sög-
unni er að við getum ekki lært af sögunni!“
Í návígi við sláttumanninn slynga
Fram hefur komið að fyrirmyndin að Gunnari
Kampen er Bernhard Haarde sem var aðal-
hvatamaður að stofnun Þjóðernissinnaflokks
Íslands sem starfaði um hríð. Hann fór aldrei í
felur með skoðanir sínar og lítillega var fjallað
um hreyfinguna í blöðum hér á landi á þessum
tíma, ekki síst þegar nýnasistarnir héldu hátíð-
legan afmælisdag Adolfs Hitlers, sem bar upp á
sumardaginn fyrsta, við leiði þýskra hermanna
í Fossvogskirkjugarði. Fór gjörningurinn fram
undir fánum.
Bernhard Haarde veiktist ungur af krabba-
meini sem dró hann til dauða aðeins 24 ára. Í
minningargrein í Morgunblaðinu sumarið 1962
komst Jón Júl. Sigurðsson, samstarfsmaður
hans í Landsbankanum, svo að orði:
„Þegar aðrir ungir menn byggðu glæstar
framtíðarvonir, þá var hann í návígi við sláttu-
manninn slinga [sic]. Það þarf því engan að
undra, þótt hann hafi ekki bundið bagga sína
allskostar sömu hnútum og samferðamenn.
En hvar, sem Bernhard Haarde fór, þá bar
hann með sér, að hann var af góðu fólki kominn,
glæsimenni í sjón og engum gat blandast hugur
um, að hann var alinn upp á góðu og ástríku
heimili. Að slíkum mönnum er hin mesta eft-
irsjá, er þeir deyja í blóma lífsins.“
Sjón staðfestir að Bernhard og Þjóðern-
issinnaflokkurinn hafi komið honum á bragðið
við ritun bókarinnar og greina megi fleiri raun-
verulegar persónur í útlínum sögunnar. Hann
stígi þó í reynd býsna langt frá Bernhard.
„Ég las eitt bréf frá Bernhard Haarde og
studdist við skrif úr tímariti heyfingarinnar til
að ná í ákveðinn anda og stemningu. Gunnar
Kampen er eigi að síður sinn eigin maður og í
reynd veit ég lítið sem ekkert um persónuleika
fyrirmyndarinnar. Í þessari bók bregð ég upp
svipmynd af ungum manni sem fer þessa
óvenjulegu leið. Skoða hvernig þetta liggur og
hvað á sér stað en forðast að koma með tilgátu
um það hvernig svona maður verður til. Þegar
það gerist í fjölskyldum, að einhver tekur að
hneigjast til nasisma eða annarra öfgaskoðana,
reynir fólk auðvitað að finna skýringar á því.
Og sumir eru alveg varnarlausir gagnvart
þessu; það er alls ekki sjálfgefið að þessir ein-
staklingar komi úr fjölskyldum sem aðhyllast
þessi sömu sjónarmið. Gunnar Kampen er ung-
ur maður í bókinni og við vitum ekki hvað orðið
hefði um hann hefði honum enst aldur.“
Það sem gerði söguna enn þá forvitnilegri
fyrir Sjón var að tvær lykilpersónur í stofnun
Heimssamtaka þjóðernissósíalista (nýnasista)
árið 1962 eru með tengingu við Ísland; annars
vegar Bandaríkjamaðurinn George Lincoln
Rockwell, sem bjó hér um tíma og var giftur ís-
lenskri konu, og hins vegar hin ensk/fransk/
grísk/indverska Savitri Devi Mukherji, sem
dvaldist hér í nokkra mánuði skömmu eftir
stríð og varð meðal annars vitni að Heklugosi.
Rétt eins og það hefði verið planað. Koma þau
að vonum við sögu í bókinni.
„Það er með ólíkindum að þau hafi bæði haft
þessi tengsl við Ísland. Saga Rockwells er vel
þekkt og Savitri Devi skrifaði hér leikrit um
Akhenaten faraó sem hún leit á sem forvera
Adolfs Hitlers í því að koma á betri heimi. Það
er mjög forvitnilegt að lesa endurminningar
þessa fólks en Savitri Devi varð fyrir miklum
vonbrigðum með fólk hér um slóðir sem henni
þótti illa upplýst um nasismann, foringjann og
hið lævísa eðli gyðinga. Það hlýtur að teljast
þjóðinni til tekna.“
Sjón byrjaði að huga að bókinni fyrir all-
mörgum árum. „Það þekkja fáir þessa sögu og
sáralítið hefur verið um hana fjallað. Það eru
tvær blaðsíður helgaðar Þjóðernissinnahreyf-
ingu Íslands í bók Illuga og Hrafns Jökulssona
um íslenska nasista, auk þess sem Illugi skrif-
aði um hana grein í Mannlíf, að mig minnir. Það
er það eina sem ég fann á prenti. Þetta var týnd
saga. Þess vegna vildi ég vera trúr því að hún
kemur til okkar í brotum; þetta eru slitrur af
sögu sem ég reyni að endurskapa með þrenns-
konar stílbrögðum; bernskuminningum, sendi-
bréfum og öðrum skrifum Gunnars og loks
sagnfræðilegri nálgun.“
Ekki bundinn á klafa „eigin stíls“
Það minnir mig á það að fyrir réttum 25 árum
vorum við Sjón í sömu sporum, ég að spjalla við
hann um nýútkomna skáldsögu, Augu þín sáu
mig. Þá trúði hann mér fyrir því, sem ég gleymi
aldrei, að hann væri ekki bundinn á klafa „eigin
stíls“. Hver bók mótist af efninu sem jafnan
hafi hönd í bagga með þróun hennar. „Það
passar,“ segir hann brosandi. „Hluti af því að
halda mér á lífi sem höfundur er að setja mér
nýjar áskoranir.“
– Þú verður seint sakaður um formúluskrif!
„Það vona ég. Annars hef ég fengið útrás fyr-
ir slík skrif í samstarfi, kvikmyndahandrit eru
mun formfastari en það sem ég fæst við alla
jafna og í fyrra leyfði ég mér meira að segja að
vera melódramatískur í óperu sem ég myndi
aldrei gera í skáldsögu eða ljóðum.“
Hann segir nýnasismann hafa heillað sig sem
rithöfund enda hafi hann lengi haft áhuga á efn-
inu, auk þess sem sagan kallist á við það sem er
að eiga sér stað í nútímanum.
„Ég hef fylgst lengi með nýnasistahreyf-
ingum í heiminum. Raunar er fyrsta sjónvarps-
minning mín tengd nasistum; móðir mín keypti
fyrsta sjónvarpið á sjöunda áratugnum og þeg-
ar kveikt var á kassanum þá blöstu við storm-
sveitarmenn í gæsagangi á götum Vínarborgar.
Fyrir um þrjátíu árum hitti ég svo fólk úr þess-
ari deild í London. Það samtal var mjög áhuga-
vert enda var þetta fólk uppfullt af rómantík
gagnvart Íslandi og hinum norræna kynstofni,
eins og gengur. Þarna kom einnig í ljós að
breskir nýnasistar höfðu verið í sambandi við
íslensku hreyfinguna í kringum 1960 sem und-
irstrikar hversu vel hún var tengd. Eflaust vek-
ur það einhverjum hroll að félagatal íslensku
hreyfingarinnar sé mjög líklega til í gagnasöfn-
um sænskra og enskra nýnasistafélaga.“
Að mati Sjóns höfum við gott af því að skoða
sögu sem þessa út frá sjónarhorni eldhugans og
hugsjónamannsins, burtséð frá hugmynda-
fræðinni sem slíkri. Brenniviðurinn í hug-
sjónaeldinn geti verið misjafn en eldurinn eigi
að síður alltaf jafn heitur. „Demoniseringin á
nýnasistunum kemur okkur ekkert áfram; í
henni felst afmennskunin. Við viljum ekki vita
af þessu fólki enda er um að ræða hugmyndir
sem smætta veruleikann. Í skáldsögunni kem-
ur ekkert annað til greina en að fara í ferðalagið
með manneskjunni.“
Sjón segir það alltaf hafa höfðað til sín hvern-
ig manneskjan reynir að fóta sig í heiminum í
gegnum hugmyndafræðina. „Ég þekki þetta
sjálfur í gegnum súrrealismann sem ég hreifst
af ungur að árum. Eldri menn reyndust mér þá
vel og studdu dyggilega við bakið á mér, bæði
Alfreð Flóki og Jóhann Hjálmarsson. Alfreð
Flóki kom meira að segja á mig lista yfir súr-
realista úti í heimi og allt í einu vorum við Me-
dúsumenn í Breiðholtinu farnir að skrifast á við
þá. Sjálfur hélt Flóki sig til hlés, erfitt var að fá
hann til að þiggja boð eða skrifast á við ein-
hverja, en hann fann að þetta gæti gagnast
mér. Þarna áttaði maður sig á því að við Íslend-
ingar erum ekkert svo langt frá öllu og boð-
skiptaleiðirnar eru alltaf opnar og sama grunn-
teikningin í gangi, hvort sem það eru sendibréf
eða internetið. En auðvitað ferðast upplýsingar
hraðar í dag og aðgengið er betra. Bæði til góðs
og ills, eins og alltaf. Þessi reynsla kom mér tví-
mælalaust til góða meðan ég var að skrifa þessa
bók.“
Jafnvel þótt heimsstyrjöldin síðari sé ekki
með beinum hætti til umfjöllunar í Korngult
hár, grá augu þá svífur hún yfir vötnum enda
bar þá mest á nasismanum í sögunni. „Ég er
fæddur árið 1962 og þá er seinni heimsstyrj-
öldin enn þá mjög lifandi minning. Út komu
endalausar bækur, bæði skáldverk og sögu-
legar bækur. Foreldrar mínir eru fæddir 1936
og 1939 og í leit minni að því úr hverju ég er bú-
inn til þá hef ég alltaf staðsett núllpunktinn
þarna. Heimurinn sem ég fæðist í byrjar.“
Sjón kann raunar prýðilega við sig í fortíð-
inni. „Ein af ástæðunum fyrir því að ég sæki í
sögulegt efni er sú að það gefur mér næði til að
hugleiða efnið með yfirveguðum hætti – og von-
andi lesandanum líka. Eins og við þekkjum þá
þurfa nýjustu fréttir að vera æsilegar.“
Korngult hár, grá augu er knöpp saga og
kveðst Sjón tiltölulega snemma hafa ákveðið að
Sjónarhorn
mennskunnar
Í nýrri skáldsögu, Korngult hár, grá augu, skoðar Sjón nýnas-
isma á Íslandi á árunum í kringum 1960. Týnd saga, eins og
hann orðar það, sem ber að nálgast út frá manneskjunni enda
komi demonisering á nýnasistunum okkur ekkert áfram.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is