Fréttablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 19
Viltu birta minningargrein á frettabladid.is? Minningargreinar skal senda á timamot@frettabladid.is. Birting er endurgjaldslaus og opin öllum á frettabladid.is/timamot Ég þakka kraftana því að ég ólst upp í sveit við hollan mat og sinnti alls konar verkum. Ástkær eiginmaður minn, Hallgrímur Sveinsson fyrrverandi skólastjóri á Þingeyri, staðarhaldari á Hrafnseyri, bókaútgefandi Vestfirska forlagsins og léttadrengur á Brekku í Dýrafirði, lést á heimili sínu sunnudaginn 16. febrúar. Útförin fer fram frá Þingeyrarkirkju laugardaginn 22. febrúar klukkan 14.00. Guðrún Steinþórsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, stjúpmóðir, amma og langamma, Ólafía Katrín Hansdóttir sem lést sunnudaginn 9. febrúar, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 24. febrúar klukkan 13.00. Ingiríður Hanna Þorkelsdóttir Elsa Sigurveig Þorkelsdóttir Már Guðmundsson Indriði Þorkelsson Anna María Soffíudóttir Valdís Brynja Þorkelsdóttir barnabörn og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Margrét Jafetsdóttir kennari, Dalbraut 16, Reykjavík, lést á Landspítalanum 18. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Ari Hálfdanarson Guðbjörg Sesselja Jónsdóttir Finnbogi Rútur Hálfdanarson Guðrún Edda Guðmundsdóttir Guðmundur Hálfdanarson Þórunn Sigurðardóttir Jóna Hálfdánardóttir Einar Már Guðmundsson Guðrún Hálfdánardóttir Sigurður Árni Sigurðsson Halldóra Hálfdánardóttir Hilmar Þór Karlsson barnabörn og barnabarnabörn. Elsku sonur okkar, bróðir og mágur, Guðjón Ingi Sigurðarson lést fimmtudaginn 13. febrúar. Útförin verður frá Grafarvogskirkju mánudaginn 24. febrúar kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans láti Lauf, Félag flogaveikra, njóta þess. Halldóra Kristín Guðjónsdóttir Sigurður Sigurðarson Sara Diljá Sigurðardóttir Gísli Gautason Giulia Mirante Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, Pétur Emil Júlíus Þorvaldsson Kolbeins lést þann 11. febrúar sl. á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Útförin fer fram 24. febrúar kl. 13 í Bústaðakirkju. Ólafur J. Kolbeins Ósk Laufdal Sjöfn Sóley Kolbeins Sigurður Jensson Guðborg Hildur Kolbeins Tómas Á. Sveinbjörnsson barnabörn og langafabörn. „Ég byrjaði bara að æfa í maí eða júní 2019 en hef samt alltaf verið sterk,“ segir Sigríður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN S igríður Sigurjónsdóttir ber titilinn sterkast a fatlaða kona Íslands ef tir mótið Viking Strength challenge sem haldið var hér á landi á síðasta ári. Þar með vann hún sér keppnisrétt á tveimur mótum erlendis á þessu ári, það fyrra er Arnold Disabled Strength Competition /Arnold Open, sem fram fer í Ohio í næsta mán­ uði. Það síðara, World’s Strongest Dis­ abled Man (and Woman), verður haldið í Þýskalandi í júní. „Eftir þennan sigur í fyrrasumar hef ég æft af kappi með það í huga að taka þátt í að minnsta kosti öðru hvoru þessara móta og nú læt ég slag standa og stefni á Arnold. Það er fyrst núna sem verið er að byggja upp og halda svona kraftlyftingakeppnir fyrir fatlaða einstaklinga í heiminum. Ég verð eini íslenski keppandinn á þessu móti og jafnframt fyrsta íslenska fatlaða konan sem keppi á svona móti erlendis,“ segir hún og lýsir því hvernig hugmyndin að iðkun kraftlyftinga kviknaði. „Í fyrravor var verið að sýna keppni um sterkustu fötluðu konu heims í sjón­ varpinu, þar var einn keppandi sem sagði að sig langaði að fá f leiri konur í þessa grein. Það varð mér innblástur til að fara að æfa. Ég byrjaði bara að æfa í maí eða júní 2019 en hef samt alltaf verið sterk.“ Aðspurð segir hún fötlun sína fólgna í þroskahömlun. Hún keppi fyrir hönd Suðra, íþróttafélags fatlaðra á Suður­ landi, en æfi í Ármanni, í Frjálsíþrótta­ höllinni í Laugardalnum. „Æfingarnar felast aðallega í að lyfta lóðum en það verður eflaust keppt í ýmsum greinum á mótinu í Ohio,“ segir hún. En hverju þakkar hún krafta sína? „Ég þakka kraftana því að ég ólst upp í sveit við hollan mat og sinnti alls konar verkum, til dæmis að lyfta böggum og fóðurbætispokum,“ segir hún og er spurð nánar út í upprunann. „Ég er undan Eyja­ fjöllum, bærinn minn heitir Miðmörk. Hann stendur á fallegum stað, og er undir hlíðinni á leiðinni inn í Þórsmörk.“ Ohio­ævintýrið verður ekki fyrsta keppnisferð Sigríðar til útlanda. Hún kveðst hafa keppt í frjálsum íþróttum á móti í Kína árið 2007. „Það gekk bara vel. Ég var bara í kraftagreinum þar,“ rifjar hún upp. Sigríður mun hafa aðstoðarkonu með sér út til Ohio. „Við förum 4. mars og komum aftur níunda. Þetta er auðvitað heilmikið ferðalag og kostnaðarsamt,“ segir hún og upplýsir að greinin sé ekki innan ÍSÍ og því fari hún á eigin vegum en með fullum stuðningi síns félags og Íþróttasambands fatlaðra. Mörg fyrir­ tæki og einstaklingar hafi styrkt hana og fyrir það sé hún afar þakklát. Hún hafi stofnað til happdrættis þar sem þrír góðir vinningar séu í boði, fyrsti vinningur gjafabréf í f jögurra rétta sælkerakvöldverð á Hótel Rangá að verðmæti 25.000. Þeir einstaklingar sem styrki hana um 10.000 krónur eða meira fari í pottinn. „Ég dreg þrjá heppna vinningshafa úr pottinum 24. febrúar. Dagskráin á Selfossi mun birta frétt um keppnina að henni lokinni og fyrirtæki geta fengið birt lógóið sitt með þeirri frétt, ef þau vilja styrkja mig um 5.000 að lágmarki. Ég lofa að sjálf­ sögðu að gera mitt besta.“ gun@frettabladid.is Með kraftana til Ohio Sigríður Sigurjónsdóttir heldur senn til Ohio í Bandaríkjunum að keppa á kraftlyft- ingamóti fyrir fatlaða sem haldið verður dagana 7. og 8. mars. Hún æfir nú af kappi. Tónleikarnir á sunnudaginn eru upp- taktur að för Sírajóns til Kanada. Tríó Sírajón fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir. Meðal þess sem fram undan er hjá tríóinu eru tónleikar í Norðurljósasal Hörpu næsta sunnudag, 23. febrúar klukkan 16. Þeir tilheyra tónleikaröðinni Sígildum sunnudögum. Hljómsveitina sk ipa þau Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari, Einar Jóhannesson klarínettuleikari og Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari. Þau eru öll afkomendur séra Jóns Þorsteins­ sonar í Reykjahlíð og þar er komin kveikjan að nafni tríósins. Á tónleikunum sem bera heitið Tríó­ tónar úr austri og vestri munu þau Anna Áslaug, Einar og Laufey leika verk eftir Sjostakovitsj, Katsjaturian, Poulenc, Arutiunian, Pál Pampichler Pálsson og Atla Heimi Sveinsson. Verk þess síðastnefnda ber heitið Minning og er samið til minningar um Ragnar Björnsson, kórstjóra, organista og tón­ skáld. Það hefur ekki verið f lutt á tón­ leikum fyrr. Tríóið ætlar að halda til Kanada í lok apríl þar sem það mun leika á tvennum tónleikum í Calgary, auk þess að kenna og halda masterclass fyrir efnilega nemendur. – gun Tríó Sírajón í Hörpu á sígildum sunnudegi 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.