Fréttablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 2
Okkur var bent á að næsti staður sem við gætum skipt seðlunum væri í London. Sæmundur Ámundason, framkvæmdastjóri Melrakkaseturs Íslands SALTVATNSPOTTAR HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKI 1 SÍMI 7772000 PLUG & PLAY HITAVEITUSKELJAR • Tilbúin til notkunar • Tengja 2 rör • Eyðir minna vatni Veður Norðaustan 13-23 m/s, hvassast NV til. Snjókoma eða él N-lands, en bjart með köflum syðra. Hiti kringum frostmark. Minnkandi norðanátt seinni partinn og kólnar í veðri. SJÁ SÍÐU 20 Hafa mikilvægum skiltum að gegna Á morgun verður eitt ár liðið frá því að fyrsta loftlagsverkfallið var haldið á Austurvelli. Af því tilefni buðu aðstandendur verkfallsins til skiltagerðar á Loft í gær þar sem gestir spreyttu sig á að útbúa skilti. Mótmælin halda svo áfram á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SAMFÉLAG Melrakkasetur Íslands leitar nú að einhverjum sem getur skipt við það á kínverskum peninga- seðlum sem stofnunin fékk í gjöf á síðasta ári. Um er að ræða um 300 þúsunda króna verðmæti í mynt- inni yuan sem kínverskir nemendur skildu eftir til rannsókna á íslenska refnum á Hornströndum. Um nokkurra ára skeið hafa komið hópar skólanema f rá Wycombe Abbey School í borginni Changzhou í Kína, til að upplifa víðernið á Hornströndum. Um tíu nemendur, 18 og 19 ára, og tveir kennarar. Árið 2018 kom hópurinn í fyrsta skipti við á Melrakkasetri Íslands í Súðavík, fékk fræðslu um íslensku refina og hreifst af. Sæmundur Ámundason, fram- kvæmdastjóri Melrakkasetursins, segir að setrið taki mest við inn- lendum skólahópum en einstaka sinnum við erlendum og þá oftast háskólahópum. „Þau voru búin að tilkynna um komu sína en við bjuggumst ekki við þessari veglegu gjöf frá þeim,“ segir Sæmundur en nemendurnir höfðu safnað peningunum fyrir ferðina. „Það eru mikil viðbrigði fyrir þau að koma frá milljóna borg til Horn- stranda þar sem engin föst byggð er. Þar er mikið af ref og hann vakti áhuga þeirra.“ Starfsmenn setursins lentu hins vegar í vanda með gjöfina því enginn hérlendur banki vildi taka við seðl- unum. Þá gat kínverska sendiráðið heldur ekki leyst vandann. „Okkur var bent á að næsti staður sem við gætum skipt seðlunum væri í London,“ segir Sæmundur. „Við vitum heldur ekki hversu auðvelt er að ferðast á milli landa með svona háa upphæð í reiðufé.“ Melrakka- setr ið leit ar nú að ein- hverjum sem hefur áhuga á að skipta fénu. Þó að sjálfsagt séu fáir á leiðinni til Kína á þessum tímapunkti þar sem Covid-19 veiran geis- ar í landinu. Reynt var að hafa uppi á ferðamanninum Wei Li, sem kom hingað til lands til þess að skipta íslenskri smámynt en hafði ekki erindi sem erfiði. Ekki náðist þó í Wei, sem er farinn af landi brott og búinn að gefa smámyntina til góð- gerðarmála. Þangað til tekst að skipta seðl- unum liggur gjöf in óhrey fð. „Peningarnir skemmast ekkert,“ segir Sæmundur. Þetta séu ekki krumpaðir seðlar úr búðar- kössum, heldur nýir seðlar úr banka. Nemendurnir góð- hjörtuðu ætla að koma aftur á þessu ári og hyggjast færa Mel- rakkasetrinu gjöf á nýjan leik. „Rektor skólans hefur hins vegar í huga að hafa hana í auð- skiptanlegri mynt.“ kristinnhaukur@ frettabladid.is Gáfu Melrakkasetrinu peningaseðla frá Kína Kínverskir nemendur færðu Melrakkasetri Íslands veglega peningjagjöf til rannsókna. Þar sem seðlarnir eru í kínverskri yuan mynt fæst þeim ekki skipt hér á landi. Setrið leitar nú að einhverjum til að skipta á seðlunum við sig. Kínverskir nemendur hafa sýnt Melrakkasetrinu mikinn áhuga. +PLÚS Eflingarfólk við samningaborðið. KJARAMÁL Reykjavíkurborg hafn- aði í gær tilboði Eflingar til lausnar á kjaradeilu félagsins og borgarinnar. Verkfall Eflingar heldur því áfram. Lýsti samninganefnd Eflingar von- brigðum með þetta. Tilboð félagsins hafi verið sanngjarnt og hófsamt. Í yfirlýsingu samninganefndar Ef lingar  sem beint er til fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn segir að í sáttmála meirihlutans frá því í júní 2018 sé tekið fram að hann ætli að leiðrétta laun kvennastétta. Stuðn- ingur sé í samfélaginu við að þetta loforð verði efnt. „Eina málsvörn ykkar gegn kröf- um okkar hefur verið að vísa í kjara- samning á almennum vinnumark- aði, svokallaðan Lífskjarasamning,“ segir nefndin. Aðilar samningsins úr röðum verkalýðshreyfingarinnar telji hann ekki leysa borgina undan því að semja við Eflingu á sjálfstæð- um forsendum. „Í okkar hópi eru þeir sem fá lægstu útborguðu laun allra á íslenskum vinnumarkaði sökum þess að lágir taxtar eru þakið í launasetningu okkar og vegna þess að mörg okkar hafa ekki aðgang að yfirvinnu eða vaktavinnu,“ segir samninganefndin áfram. „Meirihluti okkar eru konur sem eru dæmdar til að lifa á barmi fátæktar, þrátt fyrir að vera í fullri vinnu og halda úti grunnþjónustu sem er svo mikilvæg að jafnvel örfárra daga verkfall setur allt úr skorðum.“ – gar Efling segist vonsvikin DÓMSMÁL Tólf hundruð blaða- menn frá 98 löndum fordæma í sameiginlegri yfirlýsingu meðferð réttarkerfisins á  Julian Assange, stofnanda Wikileaks, sem leitt hafi til kröfu Bandaríkjanna um framsal hans. Verið sé í fyrsta sinn að beita bandarískum lögum um njósnir gegn einhverjum sem birt hefur upplýsingar frá uppljóstrara. „Allir blaðamenn nota upplýsing- ar frá heimildarmönnum í trúnaði svo lögsókn setur mjög hættulegt fordæmi sem ógnar blaðamönnum í heiminum og fréttamiðlum,“ segir í yfirlýsingu blaðamannanna. Kveðast blaðamennirnir telja fangelsun Assange í Bretlandi og meðferðina á máli hans fyrir dóm- stólum vera gróft réttarfarsbrot. Fram kemur að yfir Assange vofi allt að 175 ára fangelsisdómur í Bandaríkjunum vegna ákæra á hendur honum þarlendis. – gar Blaðamenn fordæma mál gegn Assange 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.