Fréttablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 25
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Grunnurinn að
allri förðun er að
hafa undirlagið gott. Öll
forvinna er algjörlega
nauðsynleg og ég undir
bjó húðina með góðu
ljómakremi.
Elsie Kristinsdóttir veit hvað skiptir máli þegar kemur að fermingarförðun. Elsie
lærði förðunarfræði í Snyrtiaka-
demíunni í Kópavogi árið 2011,
en hún er menntuð sem bæði
förðunarfræðingur og stjórn-
málafræðingur og kennir sam-
félagsgreinar í Vallaskóla á Selfossi
ásamt því að vera í mastersnámi
í kennslufræði við HÍ. Hún hefur
starfað sem förðunarfræðingur í
níu ár og hefur haldið sér við með
því að fara á masterclass nám-
skeið, en hefur aldrei gert förðun
að aðalstarfi sínu.
„Mig langar að halda áfram að
farða, en ég sé ekki fram á að leggja
þetta fyrir mig því ég er mikill
bókaormur,“ segir Elsie. „En þetta
er samt það skemmtilegasta sem
ég geri.“
Elsie segir að það sé töluverður
munur á fermingarförðun og
almennri tískuförðun.
„Tískuförðun er voðalega
bundin því hvað er í tísku hverju
sinni, en fermingarförðun er
miklu meira tímalaus. Það er helsti
munurinn,“ segir Elsie. „Tískuförð-
un snýst því um það sem er vinsælt
hverju sinni, hvort sem það eru
skærir litir, dökkar varir, ýktur
augnblýantur eða hvað annað, en
fermingarförðunin er látlausari og
tímalausari.“
Hægar breytingar
í fermingarförðun
Tískan breytist hægar í ferm-
ingarförðun, en hún breytist samt.
„Þetta hefur breyst rosalega mikið
í gegnum árin,“ segir Elsie. „Ég man
að þegar ég fermdist var ég bara
með maskara. Þetta hefur aukist,
en almenna viðmiðið er samt að
vera ánægður með sjálfan sig og
að minna er meira. Það þýðir samt
ekki endilega að nota bara litað
dagkrem og hyljara, heldur frekar
að fara hóflega og velja náttúru-
legu leiðina.“
Elsie segir að tískubylgjur
í förðun hafi áhrif á áhersl-
urnar í fermingarförðun. „Það sem
breytist á milli ára eru áhersl-
urnar. Stundum er kannski aukin
áhersla á augabrúnirnar og annað
ár er aukin áhersla á varirnar og
þá er náttúrulegum blýanti bætt
við gloss,“ segir hún. „Síðustu árin
Minna er meira í fermingarförðun
Elsie Kristinsdóttir hefur starfað sem förðunarfræðingur síðan árið 2011 og býr því yfir mikilli
reynslu og þekkingu á faginu. Hún segir fermingarförðun almennt vera náttúrulega og látlausa.
Elsie Kristinsdóttir förðunarfræðingur og Berglind Jónsdóttir fyrirsæta. MYNDIR/SIGTRYGGURARI
hefur verið í tísku að húðin sé
ljómandi og náttúruleg og það er
mjög góður útgangspunktur fyrir
fermingarförðun að hafa húðina í
aðalhlutverki.“
Elsie segir að fólk verði að hafa
í huga að það vilji geta skoðað
fermingarmyndirnar eftir tíu ár án
þess að hugsa „guð minn almátt-
ugur!“. „Ekki fara þér óðslega, ekki
hafa þetta of ýkt. Minna er meira,“
segir hún. „Ef þú kannt ekki að
mála þig skaltu fá fagaðila eða ein-
hvern í fjölskyldunni sem er með
reynslu til að hjálpa þér, ekki bara
fara af stað og reyna að líkja eftir
einhverri mynd af Pinterest.“
Vönduð en látlaus förðun
Elsie sýndi okkur dæmi um glæsi-
lega fermingarförðun á fyrirsæt-
unni Berglindi Jónsdóttur. Þrátt
fyrir að Berglind líti út fyrir að
vera lítið máluð er töluverð vinna
að baki þessari náttúrulegu og lát-
lausu förðun.
„Grunnurinn að allri förðun
er að hafa undirlagið gott. For-
vinna er algjörlega nauðsynleg
og ég undirbjó húðina með góðu
ljómakremi,“ segir Elsie. „Svo bar
ég á hana litað BB-dagkrem með
rökum beauty blender svampi og
passaði að hafa húðina jafna og fal-
lega, en ég vann BB-kremið vel inn
í húðina með svampinum.
Svo setti ég hyljara undir augu
og á öll þau svæði sem þurfti. Svo
áður en lengra var haldið setti ég
væna skvettu af rakaspreyi yfir
allt andlitið,“ segir Elsie. „Eftir það
púðraði ég niður helstu svæðin
sem ég vildi ekki að glönsuðu
mikið, en ekki of mikið, því ég
vildi halda í náttúrulegan ljóma
húðarinnar.
Svo tók ég sólarpúður og skyggði
undir kinnbein og upp við hár-
línuna og við kjálkann, þannig að
það var létt skygging á andlitinu,“
segir Elsie. „Svo setti ég ferskju-
litaðan kinnalit á kinnarnar og
ljómapúður (highlighter) á kinn-
bein, nef brodd, efri vör og aðeins
á hökuna. Ég notaði ljómapúður
til að fá fallega ljómandi áferð á
húðina.
Svo fór ég í augabrúnirnar,“
segir Elsie. „Ég byrjaði á að greiða
þær mjög vel með greiðu til að ná
öllu púðri eða kremi úr þeim og
svo setti ég augabrúnagel í þær og
mótaði þær á fallegan og náttúru-
legan hátt og passaði að þær væru
ekki of afgerandi í laginu.
Svo tók ég alveg matt sólarpúður
og fór aðeins í globus-línuna,
línuna þar sem augnlok og bein
mætast,“ segir Elsie. „Ég bjó til
létta skyggingu þar til að fá smá
dýpt í augnsvæðið. Eftir það tók ég
brúnan eyeliner og gerði örmjóa
línu meðfram augum til að ramma
inn augnsvæðið.
Svo brettum við augnhárin og
settum lítinn maskara, en því
næst tók ég stök augnhár og setti
á til að fá smá þykkingu og þétta,“
segir Elsie. „Svo rammaði ég var-
irnar inn með náttúrulegum vara-
blýanti og setti gloss yfir.
Svo tók ég aftur upp ljómapúður
og setti í augnkrók og á augnbeinið
undir augabrúninni,“ segir Elsie.
„Eftir það tók ég aftur upp raka-
sprey og spreyjaði vel yfir andlitið
og það síðasta sem ég gerði var að
setja svo setting sprey yfir. Þessi
tvö sprey í lokin eru rosa mikil-
vægur lokahnykkur.
Þá vorum við tilbúnar,“ segir
Elsie að lokum.
Hægt er að fylgjast með förðun
Elsie á Instagram-síðu hennar, @
makeupbyelsiek.
Síðustu árin hefur náttúruleg og ljómandi húð verið í tísku og Elsie segir að
það henti vel í fermingarförðun að hafa húðina í aðalhlutverkinu.
FERMINGARBLAÐ
FRÉTTABLAÐSINS
Veglegt sérblað Fréttablaðsins um ferminguna
kemur út þriðjudaginn 10. mars.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Áhugasamir auglýsendur hafi samband við:
Jón Ívar Vilhelmsson
Sími 550 5654
jonivar@frettabladid.is
Arnar Magnússon
Sími 550 5652
arnarm@frettabladid.is
Atli Bergmann
Sími 550 5657
atlib@frettabladid.is
Ruth Bergsdóttir
Sími 694 4103
ruth@frettabladid.is
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R