Fréttablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —4 3 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F I M M T U D A G U R 2 0 . F E B R Ú A R 2 0 2 0
DÓMSMÁL Mál Karls Wernerssonar
og tveggja endurskoðenda Mile-
stone fá efnismeðferð hjá Mann-
réttindadómstóli Evrópu (MDE),
samkvæmt ákvörðun sem kynnt
var fyrr í mánuðinum.
Karl, sem var bæði hluthafi og
stjórnarmaður í Milestone, var
ákærður fyrir umboðssvik og fleiri
brot árið 2013. Karl var sýknaður í
héraði en Hæstiréttur sneri dómn-
um við og sakfelldi hann fyrir alla
ákæruliði og dæmdi hann í fangelsi
í þrjú og hálft ár.
Endurskoðendurnir voru einn-
ig sýknaðir í héraði en sakfelldir
að hluta í Hæstarétti fyrir stórfelld
brot á lögum um ársreikninga.
Kærur þeirra til MDE lúta meðal
annars að því að Hæstiréttur hafi
snúið við sýknudómi í héraði án
þess að hlýða á vitnisburði sak-
borninga eða annarra vitna. Í stað
þess hafi Hæstiréttur endurmetið
trúverðugleika og sönnunargildi
framburðar, sem veittur var í hér-
aði, en dómarar í Hæstarétti sjálfir
ekki hlustað á, í andstöðu við rétt
þeirra á réttlátri málsmeðferð,
samanber 6. grein Mannréttinda-
sáttmála Evrópu.
Í kæru Karls til MDE er því einn-
ig haldið fram að hann hafi ekki
verið dæmdur af óvilhöllum dóm-
stóli vegna fjárhagslegra hagsmuna
dómara í Hæstarétti. Er í kvörtun-
inni vísað til hlutafjáreignar fjög-
urra af fimm dómurum Hæstaréttar
sem felldu dóm í máli hans; Grétu
Baldursdóttur, Markúsar Sigur-
björnssonar, Ólafs Barkar Þorvalds-
sonar og Viðars Más Matthíassonar.
MDE hefur áður kveðið upp áfell-
isdóma gegn íslenska ríkinu á þeim
forsendum sem vísað er til í mál-
unum. Fjallað var um milliliðalausa
sönnunarfærslu í Vegasmálinu svo-
kallaða og í máli um verðsamráð
Húsasmiðjunnar og Byko. Þá var
til dæmis fjallað um hlutafjáreign
dómara í máli Sigurðar Einarsson-
ar, fyrrverandi stjórnarformanns
Kaupþings, og von er á dómi MDE
í máli Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur
gegn Íslandi á þriðjudag. – aá
Milestone-mál á dagskrá MDE
Kærur Karls Wernerssonar og tveggja endurskoðenda Milestone fá efnismeðferð hjá Mannréttindadóm-
stóli Evrópu. Dómur verður kveðinn upp í máli Sigríðar Elínar Sigfúsdóttur í Strassborg í næstu viku.
Nýr
réttur!
MEÐ BÉARNAISE-SÓSU OG KARTÖFLUGRATÍNI
Lambasteik
Heit máltíð,
tilbúin á 12 mín.
Hægeldun tryggir að vítamín
og næringarefni halda sér.
Íslensk framleiðsla, íslenskt
kjöt, án allra rotvarnarefna.
Karl
Wernersson.
SÖFN „Þau voru búin að tilkynna
um komu sína en við bjuggumst
ekki við þessari veglegu gjöf frá
þeim,“ segir Sæmundur Ámunda-
son, framkvæmdastjóri Melrakka-
setursins í Súðavík, sem fékk jafn-
virði 300 þúsund króna framlags frá
kínverskum nemendum.
Sæmundur leitar nú að einhverj-
um sem getur skipt á kínverskum
peningaseðlum og íslenskum krón-
um, því bankar hérlendis taka ekki
við kínverskum seðlum. Kínverska
sendiráðið getur heldur ekki leyst
vandann. – khg / sjá síðu 2
Bjóða kínverska
seðla í skiptum
Avi Feldman, rabbíni verðandi trúfélags gyðinga á Íslandi, heldur hér á Torah rollu sem er grundvöllur hvers samfélags gyðinga, og litli söfnuðurinn fékk að gjöf frá svissneskum hjónum.
Söfnuðurinn hyggst gerast formlegt trúfélag hér á landi. „Við lesum og lærum úr Torah og það gefur okkur andagift, gildi og leiðsögn,“ segir rabbíninn. sjá síðu 6 FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN