Fréttablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 20.02.2020, Blaðsíða 29
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Á tískuviku í New York fyrir stuttu var sýndur tísku-klæðnaður fyrir unglinga sumarið 2020. Klæðnaðurinn var fjölbreyttur og mjög frjáls- legur. Fermingarbörn sem ekki eru þegar ákveðin í fatavali fyrir stóra daginn geta kannski fengið einhverjar hugmyndir með því að skoða þessar myndir frá tísku- vikunni. Litirnir eru skemmti- legir og vel er hægt að raða ólíkum fatastíl saman. Stuttbuxur voru nokkuð áberandi en þess má geta að fermingarstúlkur árið 1971 voru margar í stuttbuxum sem var tíska þess tíma á móti svokallaðri maxi tísku. Grænt tjullpils við gallajakka hljómar kannski undarlega en stúlkan sem klæddist því dressinu á tískuvikunni var ekki bara töff heldur einnig óvenjulega klædd. Þannig má leika sér með snið, efni og liti. Unglingar í dag eru frjálslegir og óhræddir við að klæðast eftir eigin smekk. Það er líka um að gera að leyfa hugmyndafluginu að ráða för. Fyrstu fermingar eru í lok mars en stærstu fermingardagarnir eru um páskana sem nú verða um miðjan apríl. Sjálfsagt eru margir foreldrar komnir á fullt við undirbúning því að mörgu þarf að hyggja áður en boðið er til stórrar veislu. Unglingatíska frá New York Það getur verið höfuðverkur að ákveða fermingarfötin þótt úrvalið sé fjölbreytt og gott í verslunum. Sumir vilja láta sérsauma á meðan aðrir hafa þegar ákveðið hvað þeir vilja. Tími ferminganna nálgast. Ljósblár flauelsjakki með dökkbláum kraga er heldur óvenjulegur en flottur. Stúlkan er í jakka og rifnum leðurbuxum, kannski ekki alveg fermingarfatnaður en skemmtileg samsetning. MYNDIR/GETTYIMAGES Grænt tjullpils við gallabuxnajakka. Frekar frumlegur klæðnaður. Fallegur glitr- andi sparikjóll frá AC Alyssa Casa. Þessi myndi alveg sóma sér vel sem fermingar- kjóll en hann var sýndur á tískuvikunni í New York í byrjun febrúar. Kjóll og jakki úr sama efni. Minnir svolítið á gamla Chanel-stílinn. Blár smóking er alltaf afar glæsilegur fatnaður. Glæsilegur silkikjóll með blúndu með silfurþráðum yfir pilsinu. Bleik buxnadragt.Góð hugmynd fyrir fermingarstelpu. Stuttbuxur og jakki í stíl. Stuttbuxur sem þessar voru mikið í tísku 1971. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS FLOTT FÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 0 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.