Fréttablaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103, Auður byrjaði ekki að dansa sjálf að ráði fyrr en hún varð unglingur, samt má segja að tæknilega hafi hún byrjað að kenna dans í móðurkviði. „Mamma mín var danskennari og það er til mjög góð mynd af því þegar hún var að kenna dans bara nokkrum dögum áður en hún fæddi mig . Ein fyrsta minn- ingin mín frá því ég var svo sjálf í danstíma var í samkomuhúsinu á Grundarfirði þegar ég var svona sjö eða átta ára. Við vorum að dansa við lagið Draumastrumpur- inn minn af Strumpaplötunni. Alveg ógleymanlegt lag,“ segir Auður hlæjandi. „Ég man að ég var í rosa mikilli fýlu því ég fékk ekki að vera í fremstu röð svo ég hljóp út og ætlaði aldeilis að leggja þessa dansskó bara á hilluna.“ Auður ólst upp úti á landi þar sem ekki var mikið aðgengi að listnámi. „Svo þegar ég flutti í bæinn eftir að ég varð unglingur þá þorði ég ekki að byrja að æfa, mér fannst allir vera svo miklu betri og svalari en ég. Mamma skráði mig svo eitt árið í Söng-og leiklistarskólann Sönglist, en þar óx sjálfstraustið mitt sem varð svo til þess að ég byrjaði að fara mikið í alls konar danstíma og námskeið.“ Í framhaldi af þessu fór Auður á nútímadansbraut í Listdans- skólanum og segir hún að námið þar hafi verið mjög gott. „Þar voru ótrúlega góðir kennarar sem gáfu manni virkilega góða undirstöðu og gerðu til manns kröfur svo maður fékk metnað og virðingu fyrir listinni.“ Auður útskrifaðist sem leikkona úr RADA, konunglega leiklistar- skólanum í London, en þar var lögð mikil áhersla á hreyfingu, líkamlega leiklist og sköpun. „Við vorum með kennara frá Tanz- theater Wuppertal Pina Bausch, DV8 og Gecko, sem vinna mikið líkamlegar sýningar. Mér fannst það einmitt svo ómetanlegt við námið hvað það var frábært að geta blandað saman leiklist og dansi. Það nýtist svo vel saman,“ segir Auður. „Mér finnst dansarar þurfa að geta leikið og leikarar þurfa að geta dansað og hreyft sig, annað gengur hreinlega bara ekki upp. Þetta snýst allt í grunninn um að segja sögur og það helst mikið í hendur hvernig við komum sögunum frá okkur í gegnum líkama okkar eða með orðum.“ Fann köllun í kennslunni Auður hefur kennt börnum bæði dans og leiklist samhliða í yfir áratug. „Það var eiginlega bara ein- hver ótrúleg röð atvika sem varð til þess að ég fór að kenna dans. Einu sinni vantaði einhvern til að Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Auður segir að það sé ólýsanlegt að sjá nemendurna vaxa, ná framförum, verða stekari, öruggari og meira skapandi . FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Auður kenndi unglingum dans í sumarskóla á Englandi en hún hefur kennt mikið erlendis. MYND/SUE HAYWARD semja dansa fyrir leiklistarhópinn sem ég var í sem unglingur og ég og vinkona mín buðumst til að taka það að okkur. Þannig eiginlega byrjaði þetta, fyrir algjöra til- viljun. Upp frá því fannst mér bara svo of boðslega gaman og gefandi að kenna. Ég fann einhverja massa köllun í því,“ segir Auður og hlær. „Það er svo ótrúlega skemmtilegt að sjá nemendur sína vaxa, ná framförum, verða sterkari, örugg- ari og meira skapandi. Eiginlega bara ólýsanlegt.“ Núna í febrúar var haldin undankeppni fyrir Dance World Cup, heimsmeistarakeppni í dansi, í Borgarleikhúsinu. Auður samdi 14 atriði fyrir keppnina sem nem- endur hennar sýndu. Atriðin lentu næstum öll í fyrsta sæti í sínum flokki. Tvö lentu í öðru sæti og eitt í þriðja. „Þetta var ótrúlega gaman. Tvö af atriðunum unnu líka dómaraverðlaun, sem eru fyrir þau atriði sem skora flest stig yfir daginn,“ segir Auður. Um það bil 20.000 dansarar á aldrinum 5-25 ára alls staðar að úr heiminum taka þátt í forkeppni fyrir mótið og 6.000 komast í keppnina sem haldin verður í Róm í sumar. „Þessi atriði sem unnu til verðlauna komust öll áfram í heimsmeistarakeppnina þannig að ég fer þangað með krökkunum. Við kepptum líka í fyrra, en þá var mótið haldið í Portúgal, svo þetta verður mjög gaman!“ segir Auður. Auður kennir dans og leiklist víða en flest atriði í keppninni samdi hún fyrir DansKompaní í Reykjanesbæ. ,,Mér finnst alveg ótrúlegt að í svona litlum bæ séu næstum 400 krakkar að æfa dans af svona miklu kappi, en skólinn var með 16 gullatriði í dansfor- keppninni.“ Allur heimurinn er opinn Auður lætur ekki kennsluna heima á Íslandi duga. „Um jólin fór ég út til London að hjálpa til við undirbúningsvinnu fyrir verk sem byggt er á ævi leikskáldsins Lorca. Svo var ég að enda við að koma af Skype fundi með leikstjóra í New York varðandi hreyfiþjálfun fyrir leikara, en það sem er einmitt svo gaman við að læra úti eru þessi tengsl sem myndast og hvernig maður getur lent í verkefnum úti um allt. Allur heimurinn er opinn.“ Næst á dagskrá hjá Auði eru vorsýningar allra dansskólanna, en hún kennir þessa stundina hjá Listdansskóla Íslands, DansKomp- aníi og Dansskóla Birnu Björns. ,,Ég er einnig að setja upp Kiss me Kate með Orra Hugin og Söngskóla Sigurðar Demetz í Tjarnarbíói í apríl.“ Í sumar tekur svo við kennsla í sviðslistaskólum úti á landi og á Englandi ásamt námskeiði fyrir danskennara. „Það verður nokkurs konar ráðstefna í tvo daga fyrir danskennara rétt fyrir utan London og ég mun halda fyrirlest- ur og námskeið þar. Mér var boðið að koma þangað fyrir nokkrum árum og finnst mikill heiður að hafa verið boðið aftur.“ Auður segir að sér finnist dans- áhugi hafa aukist undanfarin ár. „Eða allavega vera meira áberandi. Framboðið er mikið bæði fyrir börn og fullorðna og mér finnst margir vera að taka dansinum af meiri alvöru. Dans er líka mun meira áberandi núna í leikhúsum og sjónvarpi og það er einfalt að fara á netið eða samfélagsmiðla og sjá hvað er að gerast úti í heimi og ég tek því fagnandi.“ Það helst mikið í hendur hvernig við komum sögunum frá okkur í gegnum líkama okkar eða með orðum. MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR Hafðu samband info@husavidgerdir.is Sími 565-7070 Finndu okkur á ALHLIÐA MÚRVERK ÞAKVIÐGERÐIR GLUGGASKIPTI Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 4 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 M Á N U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.