Fréttablaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 24.02.2020, Blaðsíða 40
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg. ehf DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Láru G. Sigurðardóttur BAKÞANKAR buzzador® SPORT LUNCH 199 KR/STK A+++ Orkuflokkur 1600 Snúningar 9 kg A+++ Orkuflokkur 42 dB Hljóðstyrkur 14 Manna ELELCTROLUX INNBYGGÐ UPPÞVOTTAVÉL EEM48330L AEG ÞVOTTAVÉL L7FEG964E MATSUI KÆLI- OG FRYSTISKÁPUR M149CW18E M149CX18E þér að finna við hjálpum rétta tækið landsins af stórum mesta úrval heimilistækjum 119.995 44.444 89.990 A+ Orkuflokkur 139L 64L 149cm Kælir Frystir Hæð Þú hefur 30 daga til að prófa vöruna heima. Ef þér líkar ekki varan getur þú skilað henni og fengið endurgreitt. Sjá skilmála á elko.is. 30 daga skilaréttur A++ Orkuflokkur B Þétting 8 Kg AEG ÞURRKARI T8DEG841E 119.995 49.990 79.990 SAMSUNG INNBYGGÐUR ÖRBYLGJUOFN MG22M8084AT 850W Orkunotkun 22L Rúmmál SAMSUNG BAKARAOFN NV70M3372BS A Orkunoflokkur 70L Rúmmál Elskan, verður þú heima til að taka á móti sendingu því það var tekið fram skýrum stöfum að fullorðinn þyrfti að kvitta?” spurði maðurinn minn. Í sending- unni var írsk gintegund sem hann hafði smakkað í einhverju fjallahér- aði og látið sig dreyma um síðan. Ég rétt brá mér frá og þegar ég kom heim var sendingin komin. Sextán ára unglingurinn var einn heima og hafði tekið á móti gininu! Hann var ekki spurður um skilríki. Nú erum við komin með nokkra reynslu af að setja ávanabindandi efni í hendurnar á einkasöluað- ilum. Niðurstaðan er sú að Neyt- endastofa hefur varla undan að uppræta ólöglegan styrkleika af nikótínvörum sem geta verið skað- legar börnum og unglingum. Miðað við höfðatölu er talið að um 60.000 Íslendingar glími við áfengisvanda og af þeim leiti 22.000 sér aðstoðar, samkvæmt SÁÁ. Þá er ótalin þjáning af völdum eymdar, ofbeldis, lögbrota, veikindadaga, lifrarsjúkdóma, krabbameina og annarra sjúkdóma sem rekja má til áfengisneyslu. Ef vínmenning er til, þá er henni lýst hér að ofan í hnotskurn. Sumir þingmenn virðast svífa um í eilífum dansi með Dionysos, vín- goðinu sem jafnan er nefndur goð óskynsemi og brjálæði. Þegar ein áfengislög eru slegin út af borðinu þá er bryddað upp á nýjum lögum og danssporum. Ætla þeir að dansa þar til áfengi flæðir yfir þjóðina og dregur úr henni alla dómgreind? Undir bergmáli fjölmiðlaum- ræðu um vanda heilbrigðiskerfisins hvíslar rödd Apollo, goð skynsemi og lækninga sem leggur vernd yfir ungdóminn, að tillagan um að rýmka til í sölu áfengis sé ekki það sem við þurfum á að halda núna. Dansinn við Dionysos er orðinn þreytandi. Ég vil sjá næstu spor tekin í átt að bættri lýðheilsu. Dansinn við Dionysos

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.