Morgunblaðið - 03.12.2019, Síða 1

Morgunblaðið - 03.12.2019, Síða 1
Jólaskógur var opnaður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í gær. Þetta var í áttunda skipti sem Tjarnarsalnum var breytt í jólaskóg. Hönnun og fram- kvæmd var í höndum Steins Einars Jónssonar upplifunarhönnuðar. Grýla og Leppalúði mættu og sögðu leikskólabörnum sögur af jólasveinunum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Grýla og Leppa- lúði í Ráðhúsinu Þ R I Ð J U D A G U R 3. D E S E M B E R 2 0 1 9 Stofnað 1913  284. tölublað  107. árgangur  JÓLAÓPERA Á HÁDEGISTÓNLEIK- UM Í HAFNARBORG BARÁTTU- DAGUR FATLAÐRA JÓLAHANGI- KJÖTIÐ LÍTUR VEL ÚT Í ÁR GETI LIFAÐ MEÐ REISN 7 ILMUR FRÁ STAFNSBÆJUNUM 10ÓPERUJÓL 28 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Póst- og fjarskiptastofnunin (PFS) er þessa dagana að fara yfir kostn- aðarforsendur Íslandspósts (ÍSP) fyrir hinu svokallaða endastöðva- gjaldi sem nú er lagt á allar póst- sendingar frá útlöndum og margir brotið í bága við EES-samninginn. Breki segir að komi í ljós að gjaldið miðist ekki við raunkostnað heldur sé tilraun til að borga upp fortíð- arvanda í samkeppnisrekstri ÍSP muni samtökin setja hnefann í borðið. Setja hnefann í borðið  Neytendasamtökin ætla í hart ef nýtt gjald Íslandspósts á póstsendingar frá út- löndum byggist ekki á raunkostnaði heldur fortíðarvanda í samkeppnisrekstrinum MKvartað yfir gjaldtöku » … 14 hafa kvartað yfir. Fyrirspurn Neyt- endasamtakanna hefur leitt í ljós að við ákvörðun gjaldsins í sumar lá ekki fyrir hver kostnaður fyrirtækis- ins vegna erlendra sendinga er í raun eins og ætlast er til í lögum sem Alþingi samþykkti fyrr á þessu ári. Breki Karlsson, formaður Neyt- endasamtakanna, segir að við þetta sé ekki hægt að una. Hár kostnaður vegna póstsendinga hamli sam- keppni og stuðli að hærri verðlagn- ingu verslana á Íslandi með því að reisa ígildi tollmúra. Neytendasam- tökin hafa sent Eftirlitsstofnun EFTA kvörtun og vakið athygli hennar á því að nýja gjaldið gæti Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íbúar Mosfellsbæjar urðu 12 þúsund talsins í nóvember. Með því hefur þeim fjölgað um 20% frá því sumarið 2017 en þá urðu þeir 10 þúsund. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir áætlað að íbú- arnir verði orðnir um 12.700 talsins í lok næsta árs. Það yrði 48% fjölgun frá árinu 2010. Hagkvæmt húsnæði á þátt í fjölg- un íbúa í Mosfellsbæ. Ekki er óalgengt að fermetraverð nýbygg- inga í fjölbýli sé yfir 20% lægra en á þéttingarreitum í Reykjavík. Haraldur segir bæjarfélagið hafa eflt fagsviðin og ráðist í mikla upp- byggingu innviða til að mæta íbúa- fjölguninni. Fjölgun skólabarna hafi kallað á nýja leikskóla og grunnskóla og bærinn tekið í notkun fjölnota knatthús á Varmá í haust. Hann segir lagningu Sundabrautar myndu hafa mikil áhrif í bænum með því að dreifa betur umferðinni frá höfuðborgarsvæðinu. »6 Íbúarnir eru orðnir 12 þúsund  Hröð fjölgun íbúa í Mosfellsbæ frá 2017 Íbúafjöldi Mosfells- bæjar 2010-2019 1. jan. 2010 nóv. 2019 1 Heimild: Hagstofan/ Mosfellsbær 1. jan. '15 9.300 1. jan. '10 8.553 Nóvember 2019 12.000 íbúar 21 dagurtil jóla Jólauppskriftirnar eru á jolamjolk.isBetolvex Fæst án lyfseðils 1mg (cyanocobalamin) filmuhúðaðar töflur Betolvex inniheldur 1 mg af cyanocobalamin (B12-vítamíni). Betolvex er gefið við B12-vítamínskorti og þegar hætta er á slíkum skorti. Viðhaldsskammtar/ fyrirbyggjandi meðferð: Venjulega 1 tafla á dag. Töflurnar skal helst taka á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfja- fræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upp- lýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is B-12 A c ta v is 9 1 4 0 3 2 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Lífeyrissparnaður Íslendinga nam ríflega 5.018 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs og hefur aldrei verið meiri. Þetta kemur fram í nýjum tölum Fjármálaeftirlitsins yfir heildareignir samtryggingar- og séreignasparnaðar lífeyrissjóða. Þar má sjá að heildareignir sam- tryggingardeilda lífeyrissjóða námu 4.301 milljarði króna í lok septem- ber og höfðu hækkað um 46 millj- arða frá lokum júnímánaðar. Heildareignir séreignarsparnaðar í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila námu 717 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs og höfðu aukist um nærri 10 milljarða frá miðju ári. 13,8 milljónir á hvern mann Sé mið tekið af heildarmann- fjölda hér á landi í lok þriðja árs- fjórðungs nemur lífeyrissparnaður- inn 13,8 milljónum króna á hvert mannsbarn, eða 11,8 milljónum í sameignarsjóðum og tveimur millj- ónum króna í séreignarsparnaði. Innlendar eignir eru sem fyrr langsamlega stærstur hluti lífeyris- sparnaðarins. Erlendar eignir sam- tryggingar- og séreignarsparnaðar námu í lok september 1.592 millj- örðum króna. Þar af námu erlendar eignir samtryggingardeilda 33% af heildareignum þeirra og hefur það hlutfall samkvæmt FME aldrei verið hærra. Erlendar eignir sér- eignardeildanna námu 157 milljörð- um og hlutfall þeirra af heildar- safninu 22%. Athygli vekur að enginn eigna- flokkur jóx með viðlíka hætti og fasteignatryggð húsnæðislán á síðsta ársfjórðungi. Nam aukningin þar 23 milljörðum króna eða nærri 5%. Innlán drógust hins vegar sam- an um sjö milljarða og námu 116 milljörðum króna. Fimm billjóna sparnaður  Lífeyrissparnaður Íslendinga nemur nú ríflega 5.000 millj- örðum  Hlutfall erlendra eigna aldrei jafn hátt og það er nú

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.