Morgunblaðið - 03.12.2019, Síða 6

Morgunblaðið - 03.12.2019, Síða 6
Hlutfall barna í réttum öryggisbúnaði 1 árs og yngri 2 ára 3 ára 4 ára 5 ára 6 ára Heimild: Samgöngustofa 100% 99% 98% 95% 91% 88% Skv. könnun á öryggi barna í bílum við leikskóla 2019 Árið 1985 voru um 80% barna laus í bílum en nú er sá fjöldi kominn niður í 1% samkvæmt könnun sem Slysa- varnafélagið Landsbjörg og Sam- göngustofa gerðu á öryggi barna við 57 leikskóla í 28 þéttbýliskjörnum víða um land. Búnaður var kannaður hjá 2.088 börnum og hafa sambæri- legar kannanir verið gerðar undan- farin 34 ár, segir í frétt frá Um- ferðarstofu. Ökumenn á Austurlandi standa sig best í notkun öryggisbún- aðar fyrir börn. 20 börn voru alveg laus í bílum og þar af leiðandi í mikilli hættu. 83 börn voru einvörðungu í öryggis- beltum sem telst ekki fullnægjandi búnaður með tilliti til hæðar og þyngdar barnsins. Á 18 leikskólum af 57 voru öll börn í réttum búnaði. Öll börn eins árs og yngri eru í réttum búnaði og hið sama á við um 95-99% barna tveggja til fjögurra ára og meira en 91% fjögurra til fimm ára barna. „Það vekur athygli að aðeins 87,9% sex ára barna reynd- ust vera í réttum búnaði sem þýðir að um 12% sex ára barna eru ein- göngu í bílbelti eða engum öryggis- búnaði. Það er ófullnægjandi þar sem barn lægra en 135 cm á hæð skal ávallt vera í sérstökum öryggis- og verndarbúnaði sem hæfir hæð þess og þyngd. Öryggisbelti duga ekki,“ segir í frétt Samgöngustofu. 94% ökumanna voru í öryggis- beltum við komu að leikskólanum og er það jákvæð þróun. 55% ökumanna voru konur en 45% karlar. Þar af voru 10% kvenna og 15% karla ekki í belti. Nokkur fylgni var á milli þess að ökumaður væri sjálfur í belti og barn í réttum búnaði þrátt fyrir að í örfáum tilvikum hafi ökumaður verið í belti en barn ekki í réttum öryggis- búnaði. aij@mbl.is 20 börn voru al- veg laus í bílum  Allir með réttan búnað við 18 leikskóla 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Leðurskór Verð 14.995 Stærðir 36-41 Einnig til svartir Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tólfþúsundasti íbúinn í Mosfellsbæ var skráður hjá bæjarfélaginu í lok nóvember. Með því hefur íbúunum fjölgað um 40% á áratug. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir nákvæma dag- setningu á þess- um tímamótum ekki liggja fyrir. Talið sé að íbú- arnir hafi verið orðnir 12 þúsund fyrir hálfum mán- uði eða svo. „Við héldum mikið upp á það þegar tíuþúsund- asti íbúinn var skráður í bæinn. Síðan ákváðum við að halda næst upp á það þegar við værum orðin 15 þús- und,“ segir Haraldur. Mosfellingar urðu formlega 10 þús- und í júní 2017 og hefur þeim því fjölgað um 20% á tæplega tveimur og hálfu ári. Bærinn reiknar með um 6% íbúafjölgun árið 2020 en með því verða íbúarnir orðnir 12.700. Gangi það eftir verða íbúarnir orðnir um 48% fleiri í lok næsta árs en í ársbyrjun 2010. Hagkvæmara húsnæði Margir nýju íbúanna hafa komið sér fyrir í Helgafellslandi. Þar hafa risið fjölbýlishús í bland við sérbýli með mun lægra fermetraverði en til dæmis á þéttingarreitum í Reykjavík og Kópavogi. Fyrstu þrír áfangarnir af sex hafa verið skipulagðir í Helgafellslandi. Skipulagsvinna vegna áfanga 4 er langt komin en alls verða 400-500 íbúðir í áföngum 4-6. Þá stendur yfir mikil uppbygging á nýjum miðbæ, ásamt því sem uppbyggingu er að ljúka í Leirvogstungu. Haraldur segir bæjarfélagið hafa eflt fagsviðin og ráðist í mikla upp- byggingu innviða til að mæta íbúa- fjölguninni. Fjölgun skólabarna hafi kallað á nýja leikskóla og grunnskóla og bærinn tekið í notkun fjölnota knatthús á Varmá í haust. Spurður um Sundabraut segir Haraldur að lagning hennar myndi skipta máli fyrir bæjarfélagið. Áætl- að sé að um 15% af umferðinni sem fari í gegnum bæinn á Vesturlands- vegi sé á leið vestur og norður á land. „Sundabraut hefði mikil áhrif á álags- tímum, sérstaklega á sumrin, þegar mikil umferð er út á land,“ segir Har- aldur og bendir svo á að fyrsti áfangi Sundabrautar, tenging Grafarvogs yfir Elliðavog, hefði þegar áhrif með því að dreifa umferðinni betur um höfuðborgarsvæðið og létta á umferð- inni um Ártúnsbrekku. Íbúar Mosfellsbæjar eru orðnir 12 þúsund  Hefur fjölgað um 20% frá því í júnímánuði árið 2017 Haraldur Sverrisson Íbúafjöldi Mosfellsbæjar 2010-2019 14 13 12 11 10 9 8 7 1.000 800 600 400 200 0 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2019 1. janúar ár hvert 12.000 nóv. Þúsundir íbúa Fjölgun 11.463 907 773 53710.556 9.783 9.4819.3009.0758.854 8.553 8.642 8.978 Fjö lgu n f rá 1. ja n. 20 19 Íbúafjöldi Fjölgun milli ára Heimildir: Hagstofa Íslands og Mosfellsbær Morgunblaðið/Sigurður Bogi Milli fjalla Helgafellslandið er hægra megin á myndinni undir fellinu. Búið er að fjarlægja hinn ónýta raf- al úr Brúarfossi, nýsmíði Eimskips í Kína. Það var mikið verk að fjar- lægja rafalinn og þurfti að færa til hluta af aðalvélinni til að koma hon- um út úr vélarrúminu. Eins og fram kom í tilkynningu frá Eimskip í lok september sl. brann svokallaður ásrafall yfir í prufukeyrslu hjá kínversku skipa- smíðastöðinni. Hann framleiðir raf- magn með snúningi vélaröxulsins. Ásrafallinn er þýskur búnaður og lá strax fyrir að smíða þyrfti nýjan. Gengur sú vinna samkvæmt áætlun, að því er Eimskip upplýsir Morgun- blaðið um. Nýir rafallinn verður síðan fluttur til Kína og komið fyrir í Brúarfossi. Verður það tæknilega flókin aðgerð. Vegna þessa verður sex til átta mánaða seinkun á af- hendingu skipsins. Standa vonir til að það verði afhent í júlí á næsta ári. Smiði systurskipsins Dettifoss gengur samkvæmt áætlun og er stefnt að því að Eimskip taki við því á fyrsta ársfjórðungi 2020. Seinkunin mun ekki hafa áhrif á núverandi siglingaáætlanir Eim- skips en hún hefur áhrif á fyrir- hugað samstarf við grænlenska skipafélagið Royal Arctic Line, segir í svari Eimskips til blaðsins. Eins og fram kom í tilkynningu frá félaginu er gert ráð fyrir að leigja skip tímabundið þegar samstarfið hefst, sem er áætlað að geti verið á öðrum ársfjórðungi 2020. Brúarfoss og Dettifoss verða stærstu skip íslenska kaupskipaflot- ans, 26.500 brúttótonn. sisi@mbl.is Ljósmynd/Eimskip Nýsmíði Reiknað er með að skipin verði komin í rekstur á næsta ári. Bilaði rafallinn var fjarlægður  Afhenda Brúarfoss næsta sumar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.