Morgunblaðið - 03.12.2019, Side 8

Morgunblaðið - 03.12.2019, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019 Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Ríkisútvarpið er á góðri leið meðað klúðra með mjög afgerandi hætti ráðningu nýs útvarpsstjóra. Í gær átti frestur til að sækja um starfið að renna út en stjórnin ákvað að framlengja frestinn um viku.    Engin skýring hefur fengist á þvíhvers vegna fresturinn var framlengdur, nema helst sú að „ein- hverjir“ hafi haft samband við ráðningarfyrirtækið sem safnar saman nöfnunum fyrir stjórn Rúv. og haft á orði að fresturinn væri stuttur.    Nú er það svo að fresturinn varrúmar tvær vikur frá því að starfið var auglýst hinn 15. nóvem- ber sl., en með framlengingunni verður hann rúmar þrjár vikur.    Í raun var fresturinn þó munlengri því að 1. nóvember sl. var tilkynnt að þáverandi útvarpsstjóri hefði verið skipaður Þjóðleikhús- stjóri og líklega hafa fáir talið að hann hygðist gegna báðum störfum samtímis.    Áhugasamir hafa þess vegna haftrúman mánuð til að velta þessu fyrir sér, en þó í raun lengri tíma, vegna þess að ólíkt Rúv. birti Þjóð- leikhúsið nöfn umsækjenda um stjórastöðuna og var það gert 3. júlí í sumar. Áhugamenn um stöðu út- varpsstjóra hafa því haft fjóra mán- uði til að hugleiða þetta og mánuð til að vinna að umsókninni.    Skýring stjórnar Rúv. stenst þessvegna alls ekki. En hver er rétta skýringin? Hver er hin raun- verulega skýring? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Niðurstöður PISA-könnunar sem gerð var hjá 15 ára nemendum grunnskóla landsins á síðasta ári verður kynnt í dag. Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) kynnir niðurstöður sínar í skýrslum árdegis og jafnframt mun Menntamálastofn- un kynna skýrslu sína um helstu niðurstöður könnunarinnar varðandi Ísland. Menntamálastofnun og Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands boða til opins kynningarfundar um niður- stöður könnunarinnar í húsakynnum HÍ við Stakkahlíð kl. 14.30. Sérfræð- ingar kynna þar niðurstöðurnar ítar- legar, greina þær og kynna tillögur að mögulegum framfaraskrefum. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráð- herra mun ávarpa fundinn. PISA er alþjóðleg könnun sem mælir lesskilning 15 ára nemenda og læsi þeirra á stærðfræði og náttúru- vísindi. PISA er lögð fyrir á þriggja ára fresti og er tilgangurinn að mæla hvort nemendur hafi öðlast þá þekk- ingu og færni sem gerir þeim kleift að taka fullan þátt í samfélaginu. Þegar niðurstöður síðustu könn- unar, sem gerð var árið 2015, voru kynntar komu nemendur hér á landi illa út og frammistaða þeirra virtist lakari en í könnun sem gerð var þremur árum áður. Niðurstöður PISA kynntar í dag  Niðurstöðurnar greindar á fundi og kynntar tillögur um framfaraskref Morgunblaðið/Hari Samanburður PISA-könnun er gerð á þriggja ára fresti. Sjávarútvegsráðherra mun ekki leggja til að aflareglu fyrir ýsu verði breytt eða hún afnumin á fiskveiði- árinu 2019/2020. Þar af leiðandi kem- ur ekki til að Hafrannsóknastofnun endurskoði stofnmat sitt og útreikn- inga um aflamark samkvæmt afla- reglu sem kynnt var í júní. Þetta kem- ur m.a. fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar við fyrirspurn frá Sigurði Páli Jónssyni, Miðflokki, á Alþingi. Í fyrirspurninni segir að aflahlut- deild í ýsu hafi verið skert um 30% fyrir fiskveiðiárið 2019–2020. Það hafi leitt til þess að útgerðar- og sjómenn hafi litlar veiðiheimildir og illa gangi að fá ýsu leigða. Í svarinu kemur fram að aflaregla ýsu hafi verið endur- skoðuð síðastliðinn vetur og veiðihlut- fall lækkað úr 0,4 í 0.35. Ráðherra hafi til þessa leitast við að fylgja ráðgjöf Hafró sem byggist á vísindalegum grunni. Hafa veitt helming heimilda Á heimasíðu Landssambands smá- bátaeigenda var fyrir helgi fjallað um veiðar á ýsu. Þar segir að samantekt á aflatölum frá Fiskistofu beri þess merki að krókaaflamarksbátar muni lenda í vandræðum á þessu fiskveiði- ári við að fullnýta veiðiheimildir sínar í þorski. Til skýringar má nefna að til þess að geta veitt þorsk þurfa menn jafnframt að eiga kvóta í ýsu, þar sem tegundirnar veiðast gjarnan á sömu slóðum og mikið veiðist nú af ýsu. Á heimasíðunni segir meðal annars að samantekt á aflatölum frá Fiski- stofu sýni að þegar nokkrir dagar séu í að fjórðungur sé liðinn af fiskveiði- árinu hafi útgerðarflokkurinn veitt helming allra heimilda sinna, þ.e. samanlagða úthlutun og færslu milli ára, í ýsu. Á sama tíma í fyrra hafi hlutfallið verið 42%, en þá hafi verið hægt að fá leigðan ýsukvóta úr afla- markskerfinu á viðráðanlegu verði. Sú staða sé ekki fyrir hendi í dag, nánast engar heimildir til leigu og það litla sem til falli sé boðið í jöfnum skiptum fyrir þorsk. aij@mbl.is Ekki fyrirhugað að breyta aflareglu í ýsu  Vandræði króka- báta við að fullnýta heimildir í þorski Veiðist víða Erfitt hefur verið að fá leigðar heimildir í ýsu undanfarið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.