Morgunblaðið - 03.12.2019, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 03.12.2019, Qupperneq 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Dömubuxur kr. 7.900.- Str. 38-50 Teygja í mittið Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Fagna „upphafi nýrra tíma“  Ný gasleiðsla opnuð á milli Rússlands og Kína  Kínverjar kynna refsiaðgerðir Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Stjórnvöld í Rússlandi og Kína fögn- uðu í gær „merkum tímamótum“ í samskiptum ríkjanna, þegar opnað var fyrir nýja gasleiðslu á milli þeirra. Xi Jinping, forseti Kína, sagði að leiðslan, sem ber heitið „kraftur Síberíu“, væri tákn um þann ávinning sem samvinna ríkjanna tveggja gæti fært þeim. „Þetta er upphaf nýrra tíma í sam- skiptum Kínverja og Rússa,“ sagði Xi. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði opnun leiðslunnar heimssöguleg- an viðburð, ekki bara fyrir hinn alþjóð- lega orkumarkað heldur einnig fyrir ríkin tvö. Leiðslan er um þrjú þúsund kíló- metra löng og liggur að miklu leyti um torfært og hrjóstrugt fjalllendi í auðn- um Síberíu. Hefur Pútín kallað leiðsl- una stærsta byggingarverkefni sög- unnar, en verðmæti þess var metið á um 400 milljarða bandaríkjadali þegar ríkin tvö samþykktu að leggja hana ár- ið 2014. Gasleiðslunni er ætlað að færa Kínverjum um 38 milljón rúmmetra af jarðgasi árlega árið 2025, þegar hún verður tekin í fulla notkun. Mitt á milli vestur og austur Leiðslan er ein af þremur sem eiga að festa Rússa í sessi sem helsta út- flytjenda heimsins á jarðgasi, en hinar tvær eru NordStream2, sem á að liggja til Þýskalands, og TurkStream, sem á að liggja til Tyrklands. Fara báðar leiðslur framhjá Úkraínu, sem átt hefur í milliríkjadeilu við Rússland frá árinu 2014. Greinendur í orkumálum sem AFP- fréttastofan ræddi við segja að Rússar verði komnir í álitlega stöðu á orku- markaði þegar gasleiðslurnar þrjár verði komnar í gagnið, þar sem þeir geti þá jöfnum höndum selt orku til Evrópuríkja og Kínverja. Beita Bandaríkin þvingunum Opnunarathöfnin, sem marka átti sérstaka vináttu Rússa og Kínverja, kom sama dag og Kínverjar tilkynntu um gagnaðgerðir sínar gegn Banda- ríkjamönnum eftir að Bandaríkjaþing samþykkti lög sem beinast að mót- mælaaðgerðunum í Hong Kong. Meðal annars verður bandarískum herskip- um neitað um að leggjast að bryggju í Hong Kong. Þá hafa kínversk stjórn- völd í hyggju að beita nokkur frjáls bandarísk félagasamtök viðskipta- þvingunum, en þau eru sögð hafa „hegðað sér á óábyrgan hátt“ gagnvart ástandinu í Hong Kong. AFP Athöfnin Xi heilsar Pútín frá Pek- ing, en forsetarnir tveir fylgdust með athöfninni í gegnum sjónvarp. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gær að demókratar í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings hefðu hagað sér skammarlega eftir að þeir buðu forsetanum að sækja fund dómsmála- nefndar fulltrúadeildarinnar á morg- un, miðvikudag, en þar á að ræða ásakanir um að Trump hafi beitt valdi sínu með óeðlilegum hætti í samskipt- um við úkraínsk stjórnvöld. Trump situr nú leiðtogafund Atl- antshafsbandalagsins í Lundúnum og mun ekki snúa aftur til Washington fyrr en að fundi nefndarinnar loknum. Sagði Trump að demókratar hefðu mátt vita það að forsetinn yrði að hafna boði nefndarinnar vegna utan- landsferðarinnar, þar sem vitað væri með meira en árs fyrirvara hvenær leiðtogafundir bandalagsins eru haldnir. Þingnefndin hyggst kalla sér- fræðinga til sín á morgun og ræða hvort þær ásakan- ir sem settar hafa verið fram á hend- ur forsetanum séu nægilegar sam- kvæmt viðmiðum stjórnarskrár Bandaríkjanna til þess að samþykkja ákæru til embættismissis gegn Trump. Lögfræðingur Hvíta hússins, Pat Cipollone, tilkynnti Jerry Nadler, for- manni dómsmálanefndarinnar, um helgina að Hvíta húsið hygðist ekki taka þátt í fundi nefndarinnar á morg- un, þar sem enn væri óvíst hvort for- setinn myndi njóta sanngjarnrar málsmeðferðar. Cipollone útilokaði hins vegar ekki að Hvíta húsið myndi taka þátt í fundum nefndarinnar á seinni stigum. Volodymyr Zelenskí, forseti Úkra- ínu, ræddi í gær við fjölmiðla um þátt sinn í málinu. Hafnaði hann því að for- setarnir hefðu ræðst við á þeim nótum að Zelenskí myndi rannsaka son Joes Bidens, forsetaframbjóðanda demó- krata, gegn því að fá aðstoð frá Bandaríkjastjórn. sgs@mbl.is Hafnar boði demókrata vegna NATO-fundarins  Trump segir demókrata hafa hegðað sér skammarlega Donald Trump Antonio Guter- res, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sagði í gær í opnunarræðu sinni á leiðtoga- fundi samtak- anna um lofts- lagsmál í Madríd að ríki heimsins yrðu að velja á milli þess að halda í vonina og þess að gefast upp fyrir loftslagsbreyt- ingum. „Viljum við í alvörunni að okkar verði minnst sem kynslóðar- innar sem gróf höfuðið í sandinn og lék á fiðlu sína meðan jörðin brann?“ sagði Guterres. Fundurinn á að undirbúa jarðveg- inn fyrir ráðstefnu í Glasgow á næsta ári, þar sem meðal annars á að ræða leiðir til að ná fram mark- miðum Parísarsáttmálans. Val milli vonar og uppgjafar Antonio Guterres  Leiðtogafundur SÞ hefst í Madríd Minningarathafnir voru haldnar í Bretlandi í gær til þess að heiðra fórnarlömb hryðjuverka- árásarinnar við London Bridge á föstudaginn var þar sem tveir létust auk árásarmannsins. Boris Johnson forsætisráðherra, Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, og Sa- diq Khan, borgarstjóri Lundúnaborgar, sóttu at- höfn í nágrenni árásarstaðarins. Johnson tilkynnti í gær að ríkisstjórnin hygð- ist leggja nýtt mat á löggjöf sem leyfði árásar- manninum að losna úr fangelsi á skilorði þótt hann væri dæmdur hryðjuverkamaður. Þá munu lögregluyfirvöld meta hvort ástæða sé til þess að handtaka á ný 74 aðra fanga sem sleppt hafði verið á skilorði fyrir svipuð brot. Skoða betur hvort ógn stafi af 74 föngum AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.