Morgunblaðið - 03.12.2019, Síða 14

Morgunblaðið - 03.12.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ekki verðurbetur séðen að óveð- ursský hrannist nú upp á himni þýskra stjórnmála. Frétt- ir berast af fyrir- huguðum uppsögn- um tugþúsunda í þýskum bílaiðnaði sem bætast við þær uppsagnir sem þegar eru orðn- ar og skapað hafa verulegan óróleika í landinu. Bifreiðaiðnaðurinn hefur um langa hríð verið hinn óþreyt- andi dráttárklár atvinnulífsins í þessu öfluga og oft agaða ríki. Þekktir viðskiptamenn, sem tekið er mark á, dylja fæstir áhyggjur sínar. Sennilega er óhætt að taka mat þeirra á stöðunni þannig saman: Þýskaland hefur ekki staðið frammi fyrir jafnsnúnum og yfirþyrmandi vanda eftir endurreisn efnahagslífs Vestur-Þýskalands og þess mikla krafts sem leystur var úr læðingi með endursamein- ingu landsins eftir hrun múrs- ins illa. Þetta er lýsing á ytri um- gjörðinni. Hin innri, sem margfaldar þá fyrri, er skorturinn á stjórnmálalegri festu og afli, sem er forsenda þess að mæta megi slíkum mótbyr svo dugi. Það eru mörg aðdáunarverð dæmi úr síðari tíma sögu Þýskalands um samstöðu sem skapað hafa almenna bjartsýni um þjóðarhag. Og um leið var hún forsenda þess trausts,að ætla mætti að stjórnvöld risu undir því að valda hverjum vanda. Síðustu kosningar til sam- bandsþingsins sýndu að „stóru flokkarnir“ tveir væru komnir langt með að glata einmitt þeim stuðningi og trúnaði. Kosningar til Evrópuþings og þær fylkiskosningar sem síðar hafa farið fram í landinu hjuggu enn frekari skörð í samband stjórnarflokkanna við fólkið í landinu. Merkel kanslari ákvað eftir úrslitin í kosningum til þjóð- þingsins að þrauka sem leið- togi út kjörtímabilið. Hún til- kynnti þó um leið að þjóðin mætti vita að hún væri á útleið, en ætlaði að taka sér fjögur ár í útgönguna! Flest bendir nú til að þetta hafi ekki verið sterkur leikur. Því næst vék Merkel úr for- mannssætinu í flokki sínum eftir að hafa handvalið óþekkt- an eftirmann. Sú hefur ekki náð að fá minnstu geisla sólar til að falla á sig, þar sem hún sér ekki sólina fyrir Angelu og sólin sér ekki glitta í nýja leið- togann af sömu ástæðu. Þótt upplitið á flokki kansl- arans sé ekki upp á marga fiska þá er það þó enn hátíð hjá upplitinu á sam- starfsflokknum, sósíaldemókrötum. Eftir fylgishrun- ið í þingkosningun- um hvarf Martin Schulz úr embætti formanns flokks- ins eftir skamma veru. Hann hafði fyrir kosningarnar sagt að yrðu úrslitin þau sem spár bentu til, hvað kratana varð- aði, væri flokknum vart sætt áfram í ríkisstjórn. Úrslitin urðu verri en spárnar, en áfram hékk flokkurinn í ríkis- stjórn eftir að hafa kosið sér nýjan formann, Andreu Nahles, sem hafði svipaðan endingartíma og Schulz. Nú hafa tveir tekið sameig- inlega við formannsrullunni og krefjast þeir þess að stjórnar- sáttmálinn með kristilegum verði endurskoðaður þegar í stað. Hver hrakförin af ann- arri hafði birst í úrslitum fylkiskosninga undanfarna mánuði og þar birtist flokkur sósíaldemókrata í mynd smá- flokks, sem jafnvel AfD skaut auðveldlega aftur fyrir sig. Þýskir fjölmiðlar segja að byltingin í krataflokknum með kjöri „tvíburanna“ af vinstri kanti flokksins sem leiðtoga sé stjórnmálalegur jarðskjálfti af stærri gerðinni, enda höfðu þeir nýkjörnu haft í hótunum um að sprengja ríkisstjórnina. Það dregur upp enn slakari mynd af framtíð ríkisstjórnar- innar að Olaf Scholz, fjármála- ráðherra Þýskalands, féll fyrir lítt reyndu fólki. Og sú mynd verður svo skarpari þar sem yfirgnæfandi meirihluti þings- flokks SPD studdi Scholz sem leiðtoga. Annegret Kramp-Karren- bauer, formaður CDU, sem fáir jafnt innan sem utan Þýskalands þekkja til, hefur þegar svarað „byltingaröflum“ krataflokksins því að „ekki komi til greina að taka stjórnarsáttmálann upp“ á miðju kjörtímabili. Hin nýkjörna forysta SPD þarf að fá kjör sitt staðfest á landsfundi um næstu helgi. Gangi það eftir, sem líklegt er, blasir við að kristilegu flokk- arnir þurfa að ákveða hvort þrauka skuli áfram í minni- hlutastjórn eða hvort óhjá- kvæmilegur neyðarkostur sé að boða nú til kosninga. Kjós- endur verða þá að stokka spil upp á nýtt, og þá væri ekki óhugsandi að öngþveitið sem virðist stefna í knýi þá rétt einu sinni til að halla sér að þeim sem taldir hafa verið illskástir, þrátt fyrir allt. Eins og er sýnist almennum þing- mönnum sem annt er um sæti sitt að mesta glapræðið sé að rjúfa þing og stökkva út í óvissuna. Það getur brugðið til beggja vona í Þýska- landi. Sumir segja að eina spurningin sé sú hversu illa fari} Getur vont enn versnað Þ að sem vitnast með Samherjaskjöl- unum er stórmál; um mútur, skatt- svik, skattaskjól og arðrán. Það er stórmál fyrir Samherja, fyrir aðra sem veiða og flytja út fisk frá Ís- landi, fyrir íslenskt atvinnu- og viðskiptalíf og fyrir íslenskt samfélag. Afbrotin sem skjölin lýsa eru alvarleg en mál- ið snýst einnig um traust. Traust á stóru sjávar- útvegsfyrirtæki og eigendum þess, traust á kerf- inu sem gerði Samherja kleift að koma svona forkastanlega fram, traust á íslensku viðskipta- lífi, traust á eftirlitsstofnunum og traust á stjórnvöldum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kjölfarið sem eiga að auka traust á íslensku atvinnulífi eru máttlausar. Það er ekki traustvekjandi að fela Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna að vinna úttekt á viðskiptaháttum útgerða. Mat- væla- og landbúnaðarstofnunin, með fyrrverandi sjávar- útvegsráðherra Sjálfstæðisflokksins sem einn yfirmanna, á að vinna tillögur gegn spillingu, mútum og peningaþvætti. Ekki þarf annað en að lesa heiti stofnunarinnar til að efast um að hún sé besti kosturinn í þessu tilliti. Þegar unnið er að því að auka traust skiptir ásýndin miklu; að það sem gert er líti út fyrir að vera traustvekjandi. Það er heldur ekki traustvekjandi að hunsa beiðni héraðssaksóknara um aukið fjármagn til rekstrar á næsta ári vegna fyrirsjánlegs álags. Stjórnarmeirihlutinn felldi tillögur Samfylkingarinnar þess efnis. Formaður fjárlaganefndar sagði að eftirlits- stofnanirnar væru svo burðugar að ekkert væri víst að þær þyrftu meira fjármagn vegna álags. Fjármálaráðherrann vísaði í varasjóði en enginn varasjóður er fyrir málaflokk héraðs- saksóknara. Varasjóðir eru ætlaðir fyrir óvænt- an og ófyrirséðan kostnað sem ekki er unnt að sjá fyrir við afgreiðslu fjárlagafrumvarps. Fjár- málaráðherrann gerir tillögu um upphæðina úr varasjóði og tilkynnir fjárlaganefnd. En það er ekki um „óvæntan og ófyrirséðan kostnað“ að ræða. Héraðssaksóknari var með skýra beiðni um hærri fjárframlög fyrir af- greiðslu fjárlagafrumvarpsins. Hann vísaði í 100 óafgreidd mál og ný verkefni vegna pen- ingaþvættis. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi brást við með því að samþykkja raunlækkun á fjármunum til embættisins á árinu 2020. Traustvekjandi? Nei þvert á móti. Á sama tíma bíður umheimurinn eftir að sjá hvað Íslendingar hyggjast gera til að upplýsa alþjóðlegt hneyksli. Forsætisráðherra Íslands hefði átt að stíga fram, fum- laus og ákveðin, og leggja tillögu fyrir Alþingi um að í fjár- lögum 2020 yrði rannsóknarembættum gert kleift að fjölga starfsmönnum til að leiða hið sanna í ljós. Það gerði hún ekki og stjórnarmeirihlutinn lét það í hendur formanns Sjálfstæðisflokksins að skammta héraðssaksóknara fjár- muni ef mat fjármálaráðherrans yrði hugsanlega að þess þyrfti. Oddný G. Harðardóttir Pistill Samherjaskjölin og traustið Höfundur er alþingismaður. oddnyh@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Neytendasamtökin teljaeðlilegt að notendur póst-þjónustu greiði sann-gjarnt gjald fyrir póst- sendingar. Taka þarf tillit til kostnaðar og eðlilegra hagnaðar- sjónarmiða Íslandspósts. En gjaldið má ekki vera umfram það og alls ekki byggjast á því að borga upp fortíð- ardrauga í rekstrinum. Þar setjum við mörkin og hnefann í borðið ef svo er,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, í samtali við Morgunblaðið. Samtökunum hafa að undanförnu borist margar kvartanir vegna hærra verðs ÍSP á póstsend- ingum frá útlöndum. Hækkunin er til- komin vegna gjalds sem fyrirtækið leggur nú á allar sendingar til lands- ins. Fjallað er um málið í nýútkomnu Neytendablaði. Í vor samþykkti Alþingi breyt- ingar á lögum um póstþjónustu og veitti Íslandspósti heimild til að inn- heimta svokallað endastöðvagjald af póstsendingum frá útlöndum, að því gefnu að gjaldið taki mið af kostnaði við póstmeðferð, upphæð þess sé í samræmi við gæði þjónustu og gjaldið gegnsætt. Síðastliðið sumar byrjaði Íslandspóstur svo á að rukka þetta gjald við afhendingu böggla. Í gjald- skrá fyrirtækisins er endastöðva- gjaldið kallað sendingargjald; það er 400 kr. fyrir sendingar frá Evrópu og 600 kr. fyrir sendingar frá löndum ut- an Evrópu. Að auki leggst umsýslu- gjald á allar sendingar, frá 450 kr. að 995 kr. Móttökugjald sem lagt er á neytendur fyrir sendingar utan Ís- lands er því að lágmarki 850 kr. fyrir sendingar frá Evrópulöndum og 1.050 kr. fyrir sendingar frá löndum utan Evrópu. Fram kemur í Neytendablaðinu að rökin fyrir endastöðvagjaldinu hafi verið þau að stærsti hluti af fjárhags- vanda Íslandspósts væri vegna send- inga frá Asíu og að þær væru í raun- inni niðurgreiddar. Með Asíu er í raun átt við Kína. Breki segir í samtali við Morgun- blaðið að gjaldið sé samt sem áður lagt á póstsendingar frá öllum löndum, líka Evrópu. Hann viti að þetta hafi komið ýmsum alþingismönnum, sem heim- iluðu álagningu gjaldsins í vor, á óvart og vakið spurningar um vinnu- brögð Íslandspósts. Sú spurning sé áleitin hvort með endastöðva- gjaldinu sé verið að greiða niður óráðsíu undanfarinna ára og tap á samkeppnishlutanum í rekstri Íslandspósts. Það væri háalvarlegt mál. Neytendasamtökin hafa mót- mælt því harðlega að kostnaði vegna rekstrarvanda Íslandspósts sé velt á herðar neytenda án þess að fyrir liggi greining á því hver kostnaður er í raun vegna erlendra sendinga. Hafa samtökin ítrekað óskað eftir gögnum sem liggja til grundvallar upphæð endastöðvagjaldsins en fengið þau svör að þau séu ekki til. Hafa samtökin bent Íslandspósti og umhverfis- og samgöngunefnd Al- þingis á að gjaldtakan brjóti beinlín- is í bága við 17. gr. póstþjónustulaga enda eigi gjöldin að byggjast á raun- kostnaði við að veita þjónustuna. Póst- og fjarskiptastofnunin seg- ist vera að fara yfir kostnaðar- forsendur Íslandspósts fyrir endastöðvagjaldinu. Þeirri vinnu er ekki lokið og ekki liggur fyrir hvenær niðurstaða fæst. Neyt- endasamtökin hafa einnig beint málinu til Eftirlitsstofnunar EFTA, þar sem þau telja að gjaldið geti verið brot á EES-samningnum. Er málið nú þar til með- ferðar. Kvartað yfir gjald- töku Íslandspósts Þessa dagana er ríkið að semja við Íslandspóst (ÍSP) um alþjón- ustu fyrirtækisins. Þeim samn- ingum á að vera lokið fyrir ára- mót. „Við ætlum að fylgjast náið með þessum samningum og niðurstöðum þeirra,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytenda- samtakanna. Mikilvægt sé að allur kostnaðargrunnur Íslands- pósts sé réttur og neytendur séu ekki látnir greiða fyrir samkeppn- isdrauma fyrirtækisins sem næst- um urðu því að falli. Breki segir að þegar Alþingi heimilaði Íslands- pósti að taka upp svokallað endastöðvagjald fyrr á þessu ári hafi skýrt komið fram að það yrði að byggja á raunkostnaði, en nú sé viðurkennt að fyrir- tækið búi ekki yfir upplýs- ingum um það hver sá kostnaður sé. Við þetta verði ekki unað. Grunnurinn sé réttur VERÐSKRÁ ÍSP Breki Karlsson Morgunblaðið/Rósa Braga Póstsendingar Nýtt endastöðvagjald Íslandspósts á allar póstsendingar er mjög umdeilt og fyrirtækið getur ekki upplýst hvernig það er reiknað út.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.