Morgunblaðið - 03.12.2019, Page 15
15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019
Spegill Vætusamt hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðastliðna daga og bólar lítið á snjókomu í kortum Veðurstofunnar. Jólaskrautið er því eitt um að minna á komandi hátíð.
Kristinn Magnússon
Borgin eyðir tugum
milljóna í auglýsingar og
umsýslukostnað til að láta
íbúa kjósa um sjálfsögð
viðhaldsverkefni sem
borgin á að sinna. Nú er
komið í ljós að verkefnið,
sem að mestu snýst um að
setja upp grenndargáma
og ruslafötur, fór 60 millj-
ónum fram úr áætlun.
Hugmyndin um Hverfið
mitt er prýðileg. Íbúar vita
betur en stjórnmálamenn í
hvaða framkvæmdir þarf
að ráðast í hverfinu þeirra.
Það er gott að virkja
borgarbúa til að hafa áhrif
á nærumhverfi sitt. Það
gerir hverfin betri og borgina um leið. Það er líka gott
að færa fjárveitingarvald til íbúa því meirihlutinn í
Reykjavík hefur hingað til ekki gefið tilefni til að láta
treysta sér fyrir peningum skattgreiðenda.
En verkefnið virðist bara dýrt skálkaskjól. Er um
raunverulegt íbúalýðræði að ræða þegar borgarbúar
eru látnir kjósa á milli þess að setja upp gönguljós eða
ungbarnarólu? Hvort vill fólk grenndargáma eða
körfuboltavöll? Á að laga vatnsskemmdir á skólalóð
eða setja nýja rennibraut í Laugardalslaug? Það getur
varla talist íbúalýðræði að fá að kjósa um að setja sjálf-
sagt viðhald borgarinnar eða umferðaröryggi á oddinn.
Ég fékk nýlega svar við fyrirspurn minni um
sundurliðaðan heildarkostnað við Hverfið mitt á árinu
2018. Það var eins og marga grunaði. Tugir milljóna
fara í auglýsingar og annan umsýslukostnað, til að
leyfa íbúum að kjósa að mestu um sjálfsögð viðhalds-
verkefni. Svo hljómaði kunnuglegt stef, verkefnið fór
60 milljónum fram úr áætlun.
Væri ekki nær að þessir peningar, sem koma úr vasa
skattgreiðenda, færu í að laga það sem er bilað og í að
setja upp ruslafötur þar sem þarf? Spörum okkur að
minnsta kosti rándýrt sýndarlýðræði.
Eftir Katrínu
Atladóttur
»Hverfið mitt
er rándýrt
sýndarlýðræðis-
verkefni.
Katrín Atladóttir
Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
katrin.atladottir@reykjavik.is
Keisarinn
er nakinn
Sameining Íslandsbanka
og Arion banka skapar hag-
ræðingu, betri rekstur og er
verðmætasköpun. Flestir eru
sammála um að sameining
framangreindra banka búi til
stærri og söluvænlegri banka
með fjölbreytt eignarhald og
eignarhlutur ríkissjóðs í Ís-
landsbanka verði verðmætari
í kjölfarið. Flestir sem fylgj-
ast með bankamarkaði eru
sammála um að hagræðing
og hagkvæmni í rekstri banka þurfi að
aukast til lækkunar á verði á veittri þjón-
ustu. Sameining fyrrgreindra banka gæti
sparað um 15 ma.kr. árlega í rekstrar-
kostnað. Með sameiningu Íslandsbanka og
Arion banka gæti ríkissjóður átt um 40%
hlut í stórum banka sem skráður yrði á
markað bæði í Svíþjóð og á Íslandi. Stærð-
arhagkvæmni er lykilþáttur í rekstri
banka í nútímahagkerfi. Evrópskir bankar
hafa verið í miklum niðurskurði og kostn-
aðarhagræðingu á undanförnum tveimur
árum. Samkvæmt framtíðarsýn Banka-
sýslu ríkisins frá 12. mars 2012 kemur
fram varðandi tímasetningu söluferlis
bankanna: „Bankasýsla ríkisins telur
hyggilegt að ráðast fyrst í sölu minnstu
eignarhluta, sem stofnunin fer með, og
selja síðar stærri eignarhluti, og þá í
nokkrum áföngum. Í þessu felst að fyrst
verður ráðist í sölu eignarhlutar í Íslands-
banka hf., en þó ekki fyrr en í fyrsta lagi á
síðari hluta þessa árs. Stofnunin gerir
ekki ráð fyrir að sala eignarhluta í Arion
banka hf. og Landsbankanum hf. hefjist
fyrr en á næsta ári og að sala í Lands-
bankanum hf. verði jafnvel framkvæmd í
nokkrum áföngum.“ Nú eru liðin sjö ár frá
þessari framtíðarsýn og ennþá er beðið
eftir ákvörðunum. Miklar tæknibreytingar
með fjártækni og stafrænni þróun munu
leiða til lækkunar á verðmæti hefðbund-
inna viðskiptabanka. Greiðslu-
miðlun og hefðbundinn rekst-
ur fjármálafyrirtækja er undir
mikilli samkeppni frá nýjum
samkeppnisfyrirtækjum eins
og Apple, Amazon, Google og
öðrum fjártæknifyrirtækjum.
Flestir eru sammála um að
áhætta ríkissjóðs vegna eign-
arhluta í bönkum sé mikil og
því mikilvægt að móta stefnu
um að minnka þessa áhættu
með sölu að hluta, í heilu lagi
eða með sameiningu í stærri
heild, t.a.m. með samruna Ís-
landsbanka og Arion banka. Með samruna
væri hægt að spara 15 ma.kr. í árlegan
rekstrarkostnað auk stærðarhagkvæmni,
skilvirkni og að stærri banki væri skráður
í kauphöll bæði á Íslandi og Svíþjóð. Sam-
kvæmt nýlegri Hvítbók um framtíðarsýn
fyrir fjármálakerfið er talið skynsamlegt
að selja eignarhluti ríkissjóðs í áföngum.
Framtíðarsýn fjármálakerfisins þarf að
móta með hliðsjón af þremur megin-
stoðum sem eru gott regluverk og öflugt
eftirlit, önnur stoðin að fjármálakerfið
þjóni heimilum og fyrirtækjum á skilvirk-
an hátt og þriðja stoðin sé traust eignar-
hald fjármálafyrirtækja sem stuðlar að
heilbrigðum og traustum rekstri með
langtímasjónarmið að leiðarljósi.
Lækkun rekstrarkostnaðar um 15
ma.kr. eykur verðmæti
Nú er rétti tíminn til að hefja söluferli á
eignarhlutum ríkissjóðs í Íslandsbanka og
Landsbanka og minnka þannig áhættu
ríkissjóðs til lengri tíma. Stefna íslenska
ríkisins er að eiga 34% hlut í Landsbank-
anum til að stuðla að stöðugleika í fjár-
málakerfinu en fjárfestingin er um 3% af
landsframleiðslu. Mikilvægt er að auka
samkeppni á fjármálamarkaði með heil-
brigðu regluverki og heilbrigðu eignar-
haldi sem tekur mið af sjónarmiðum
einkarekstrar og skýru regluverki sem
virkar. Aukin samkeppni frá tæknifyr-
irtækjum eins og Apple, Google, Amazon
og fjártæknifyrirtækjum mun leiða til
virkari og meiri samkeppni á fjár-
málamarkaði á næstu árum. Tilgangur
með sölu á eignarhlutum ríkissjóðs í
tveimur fjármálastofnunum er að koma á
aukinni samkeppni sem lækkar verð á
veittri þjónustu auk þess að auka skil-
virkni og arðsemi til lengri tíma með
lækkun á rekstrarkostnaði. Skynsamlegt
væri að sameina Íslandsbanka og Arion
banka þannig að ríkissjóður ætti 40% hlut
í sameinuðum banka. Síðan væri hægt að
selja 66% hlut í Landsbanka Íslands en
ríkissjóður ætti 34% kjölfestuhlut. Einnig
væri það snjöll leið að senda öllum lands-
mönnum hlutfallslegan hlut sinn í þessum
2/3 hluta í Landsbanka Íslands í kjölfar
skráningar bankans á hlutabréfamarkað
og efla þannig íslenska hlutabréfamark-
aðinn. Með þessum aðgerðum myndi verða
til mikil verðmætasköpun fyrir ríkissjóð
og alla landsmenn. Mikilvægt er að auka
samkeppni á fjármálamarkaði með heil-
brigðu regluverki og heilbrigðu eignar-
haldi sem tekur mið af sjónarmiðum
einkarekstrar. Nú er rétti tíminn til að
hefja söluferli á eignarhlutum ríkissjóðs í
Landsbanka Íslands og Íslandsbanka og
minnka þannig áhættu ríkissjóðs til lengri
tíma og skapa verðmæti fyrir íslenska
skattgreiðendur og almenning.
Eftir Albert Þór Jónsson »Nú er rétti tíminn til að
hefja söluferli á eignar-
hlutum ríkissjóðs í Íslands-
banka og Landsbanka og
minnka þannig áhættu
ríkissjóðs til lengri tíma.
Albert Þór Jónsson
Höfundur er viðskiptafræðingur, MCF í fjár-
málum fyrirtækja og með 30 ára starfsreynslu
á fjármálamarkaði. albertj@simnet.is
Sameining á íslenskum banka-
markaði er verðmætasköpun