Morgunblaðið - 03.12.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.12.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019 ✝ Steinar Sig-urðsson fæddist 13. september 1958 í Reykjavík. Hann lést í Kraká í Pól- landi 13. nóvember 2019. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður Kristófer Árnason skipstjóri, f. 7. febrúar 1925, d. 18. nóvember 2007, og Þorbjörg J. Frið- riksdóttir hjúkrunarkennari, f. 25. október 1933, d. 12. apríl 1983. Bræður Steinars eru Frið- rik, f. 22. maí 1957, Árni Þór, f. 30. júlí 1960, Þórhallur, f. 7. ágúst 1964, og Sigurður Páll, f. 10. september 1968. Steinar kvæntist 5. desember 1987 Helgu Sigurjónsdóttur, deildarstjóra á skrifstofu vel- ferðarsviðs Reykjavíkur, f. 15. maí 1959. Dætur Steinars og Helgu eru Þorbjörg Anna hjúkr- unarfræðingur, f. 3. september 1991, og Kristjana Björk hag- fræðingur, f. 9. maí 1995. Unn- usti Þorbjargar er Hannes Ólaf- ur Gestsson, f. 26. nóvember 1989, og þeirra dóttir er Una Margrét, f. 18. maí 2019. Manfreð Vilhjálmssyni og Árna Þórólfssyni teiknistofuna Man- freð Vilhjálmsson - Arkitektar ehf., og gerðist síðar meðeig- andi VA Arkitekta. Steinar starfaði sem arkitekt fyrir Kaupþing á árunum 2007-2011 en stofnaði eigin arkitektastofu, Teikn arkitektaþjónusta, árið 2011. Steinar fékk skipstjórnar- réttindi á skip undir 12 metrum árið 2014. Að undanförnu hafði Steinar unnið að hönnunarverkefni á vegum Reykjavíkurborgar í samstarfi við pólska aðila og var í vinnuferð er hann lést. Meðal verka sem Steinar hef- ur unnið að má nefna Flensburg Bibliotek, skrifstofur Boeing Aerospace Company, Ráðhús Reykjavíkur, Þjóðarbókhlöðuna í Reykjavík, rektorsbústað í Skálholti, Center hótel í Reykja- vík, Hótel og sýningaraðstöðu við Aðalstræti 16, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Gullhamra veislu- sali, auk fjölda einbýlis-, fjöl- býlis- og sumarhúsa og skipu- lagsverkefna. Steinar tók þátt í mörgum arkitektasamkeppnum og hlaut margháttaðar viður- kenningar, m.a. menningar- verðlaun DV í arkitektúr. Útför Steinars fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 3. desem- ber 2019, klukkan 13. Unnusti Kristjönu er Einar Þór Ís- fjörð, f. 16. febrúar 1989. Sonur Helgu og stjúpsonur Steinars er Sigur- jón Árni Krist- mannsson, f. 1. desember 1976. Steinar varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1978 og stundaði nám í arkitektúr við Strathclyde University í Glas- gow 1978-1979 og við Kun- stakademiets Arkitektskole í Kaupmannahöfn 1980-1986 og lauk þaðan prófi í arkitektúr. Hann stundaði framhaldsnám við University of Washington í Seattle og lauk Master of Archi- tecture þaðan 1988. Samhliða námi starfaði Steinar hjá Holm og Grut og fleiri teiknistofum í Kaupmannahöfn og hjá Kazu- yuki Murata Architects í Seattle. Eftir að hann fluttist heim til Íslands starfaði hann fyrst hjá Studio Granda 1988-1992 og hjá Teiknistofu Manfreðs Vilhjálms- sonar 1992-1995. Í ársbyrjun 1996 stofnaði Steinar ásamt Elsku hjartans Steini minn. Nú er komið að því sem ég óttaðist mest að gæti gerst ...að þú færir á undan mér. Og hér sit ég og skil ekki neitt ... En ástin mín, ég á svo margar fallegar minningar um þig, okkur tvö og allt það sem við gerðum saman. Ég hitti þig sætan og flott- an, í rauðum skóm, á annan í jólum 1983, ég flutti til þín til Kaup- mannahafnar 1985 og við fluttum saman til Seattle 1987 þar sem við giftum okkur. Já eftir tvo daga, þann 5. desember, eigum við 32 ára brúðkaupsafmæli. Afmæli sem við ætluðum að fagna og vorum búin að undirbúa. Ég er lánsöm að hafa átt þig. Þú ert maðurinn í lífi mínu, maðurinn minn sem ég er svo stolt af, vinur minn sem ég gat alltaf treyst á, uppflettiritið sem ég gat alltaf flett upp í, áttavitinn minn í útlöndum. Þú huggaðir mig þegar þurfti og við hlógum saman, oft. Þú varst brandarakall og stelpurnar okkar töluðu oft um pabbahúmor, sem þeim þótti á stundum pínu skrítinn. Þú varst lestrarhestur, skemmti- legasti ferðafélaginn, æstastur á handboltaleikjum stelpnanna okk- ar, klár og svo skemmtilegur. Mik- ill kokkur og sást til þess að ég fengi alltaf góðan mat og alls konar mat, hver gerir það nú? Mikill fag- urkeri og vínáhugamaður. Besti pabbi fyrir stelpurnar okkar og tókst honum Sigurjóni mínum vel. Þú varst besti afi og dáðir afastelpuna þína hana Unu Margréti, sagðir að fallegra barn hefði ekki fæðst. Finnst erfitt að hugsa til þess að hún náði ekki að kynnast þér og þú að spilla henni meira og fara með henni oftar í sund. Nú er verkefni mitt að halda ut- an um börnin okkar og litlu barna- börnin sem koma. Segja þeim sög- ur af afa og öllum uppátækjunum hans. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér Og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á En ég sakna þín mest á nóttunni þegar svipirnir fara á stjá. (Megas) Minningarnar um þig eru ótelj- andi og eru þær haldreipið mitt núna. Farðu í friði, ástin mín, og við munum hittast síðar í Sumar- landinu, þar sem ég veit að þú heldur uppi stuðinu og ert með þeim sem okkur þótti vænt um og ég veit að hafa tekið á móti þér. Ástarkveðja, þín Helga. Elsku besti pabbi minn. Ég sakna þín svo óendanlega mikið að mig verkjar í hjartað. Það er svo sárt að þurfa að kveðja svona skyndilega, því ég veit að þú vildir vera hjá okkur. Það er svo sárt að börnin mín munu aldrei kynnast þér, en ég mun reyna eft- ir bestu getu að kenna þeim allt sem þú kenndir mér. Það verður erfitt verk en ég mun gera mitt allra besta. Við eigum svo ótal margar ynd- islegar minningar. Það sem er mér efst í huga þegar ég hugsa til þín pabbi minn er hversu hjálp- samur og góður þú varst. Þú vildir allt fyrir mig gera og það var aldr- ei neitt vesen. Allir vinir þínir og vinir mínir þekktu þig sem ótrú- lega hjartahlýjan og hjálpsaman mann. Mér finnst svo yndislegt hvað þú varst mikill vinur vin- kvenna minna, þær dýrkuðu þig allar. Ég man þegar ég var í 10. bekk og við þurftum að græja ein- hvern bíl fyrir Skrekksatriðið okkar, þá stökkst þú til og hann- aðir þennan fína pappabíl sem kom sér heldur betur vel. Öllum fannst þetta alveg geðveikt og ég var svo stolt og ánægð. Þú hjálpaðir mér og studdir mig í einu og öllu. Manstu þegar ég var 18 ára og þú stakkst upp á því að ég færi til London að vinna á barnum hjá Oscar vini þínum. Mér fannst það ótrúlega spenn- andi og ákvað að slá til. Eitthvað var upplifunin þó aðeins öðruvísi en ég bjóst við en fljótt varð ég einmana og langaði að koma heim. Þú tókst það alls ekki í mál heldur komst út til mín í tvær vikur og planaðir eitthvað skemmtilegt á hverjum degi. Saman áttum við yndislega tíma og fyrir vikið leið mér svo miklu betur. Pabbi, takk fyrir að leyfa mér að ferðast eins mikið og við gerð- um. Ég er svo þakklát fyrir allar utanlandsferðirnar sem við fórum í saman. Þú vildir svo mikið að við myndum ferðast og kynnast alls konar menningu, og ég ætla að halda því áfram og leyfa börnun- um mínum að gera það líka. Við vorum svo góðir vinir, pabbi minn. Þú varst svo klár og ég leit alltaf svo mikið upp til þín, og mun alltaf gera. Þú varst með geggj- aðan tónlistarsmekk og besti kokkur í heimi. Ég er búin að lofa mömmu og Þorbjörgu að ég ætla að læra að elda eins og þú, enda fannst þér ekki leiðinlegt að sýna mér taktana þína í eldhúsinu. Ég vona að ég hafi náð að pikka eitt- hvað af því upp. Pabbi minn, ég trúi því að þér líði vel og að þú sért alltaf hjá okk- ur. Ég veit að þetta verður alltaf erfitt. Ég veit að ég mun aldrei jafna mig og aldrei hætta að sakna þín svona sárt. En ég þarf að vera sterk og ég verð það fyrir þig, pabbi minn. Takk fyrir allt. Takk fyrir að vera besti pabbi í heimi. Takk fyr- ir að kenna mér að vera besta út- gáfan af sjálfri mér. Ég lofa að passa upp á mömmu. Ég lofa að passa upp á Þorbjörgu og Unu. Ég lofa að verða eins góð mamma og ég mögulega get og ég lofa að börnin mín munu aldrei hætta að heyra sögur af besta töffara afa í heimi. Ég lofa að vera hugrökk og þora að taka af skarið og prófa nýja hluti. Ég lofa að börnin mín fái að sofa í flottu Leeds-náttföt- unum sem þú keyptir. Ég lofa að hugsa til þín alltaf alla daga. Ég elska þig, pabbi minn. Þín pabbastelpa, Kristjana Björk. Elsku pabbi minn. Það sem ég sakna þín mikið. Það er svo óheyrilega ósann- gjarnt, óskiljanlegt og sárt að missa þig frá okkur, elsku pabbi. Þrátt fyrir það og allar erfiðu og þungu tilfinningarnar sem fylgja þessum stærsta missi sem ég hef upplifað þá er þakklæti mér efst í huga. Ég er svo lánsöm að hafa átt þig fyrir pabba. Takk fyrir að vera besti pabbi sem ég gæti nokkurn tímann ímyndað mér. Takk fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir mig, allt það sem þú hefur kennt mér, allan stuðninginn og hvatn- inguna sem þú hefur gefið mér í öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Takk fyrir að hafa haft einlægan áhuga á mínum áhuga- málum og mínu lífi, öll ferðalögin út um allan heim, allar veislurnar, gítarkvöldin okkar, misfyndnu brandarana sem þú hefur sagt mér, allan matinn sem þú hefur gefið mér að borða og seinna kennt mér að elda, takk fyrir að vera fyrirmyndin mín og klettur- inn minn, takk fyrir að vera dásamlegur afi Unu Margrétar. Snemma kenndir þú mér að hlutina ætti að gera hratt og vel, ætli ég hafi ekki verið 5 ára þegar þú hlýddir mér yfir þessa spurn- ingu og hef ég reynt að fara eftir þessu alla tíð síðan. Það var ein- hvern veginn þannig að þú pabbi kunnir allt, mig langaði svo mikið að vera eins og pabbi. Ég skildi aldrei af hverju ég gat ekki verið örvhent eins og þú, það var svo miklu flottara. Ég lærði fyrst á þinn örvhenta gítar sem þér leist ekkert á enda fékk ég minn eigin fljótlega. Þvílíkar gæðastundir þegar við feðginin spiluðum og sungum heilu kvöldin. Heims- borgarinn þú varðst til þess að ég hef reynt að grípa öll tækifæri sem ég hef fengið til þess að ferðast um heiminn. Þar vantaði ekki áhugann, hvatninguna eða aðstoðina frá þér frekar en annars staðar. Þú varst alltaf boðinn og búinn að aðstoða, stökkva til og ganga frá ótrúlegustu hlutum fyr- ir mig. Fyrir það og allt hitt er ég þakklát og svo ótrúlega heppin. Ég er svo stolt, glöð og þakklát að hafa náð að gera þig að afa í fyrsta sinn núna í maí. Þú blómstraðir svo sannarlega í því hlutverki og ég man að þú sagðir við mig að ef það væri eitthvað sem jafnaðist á við það að vera pabbi þá væri það að vera afi. Það er svo ótal margt sem þú gerðir pabbi sem ég get tekið mér til fyr- irmyndar við uppeldi dóttur minn- ar og það að vera foreldri, skilyrð- islaus ást og að vera alltaf til staðar því þannig varst þú sem pabbi. Þó svo að Una Margrét muni kannski ekki eftir afa sínum þá mun hún fá að heyra allar þær sögur sem til eru af þér. Einhver sagði að það væru ekki árin í lífinu sem skiptu máli heldur lífið í árunum. Það var svo sann- arlega mikið líf í öllum þínum ár- um þrátt fyrir að ég hefði óskað þess að þau hefðu verið mikið fleiri. Ég lít upp til þín á svo marg- an hátt en lífsgleðin þín og hvernig þú kunnir að njóta lífsins með fólkinu sem þú elskar toppar allt annað. Elsku pabbi minn, ég veit að þú hefur það gott á þeim stað sem þú ert nú kominn á og ég veit að þú vakir yfir okkur. Þorbjörg Anna, stóra stelpan þín, og Una Margrét afastelpa og litla ljósið hans afa. Þorbjörg Anna Steinarsdóttir. Elsku Steini. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Ertu þá farinn í þína hinstu ferð? Svo óvænt og óþyrmilega fljótt. Það er svo óraunverulegt að þú sért horfinn. Sársaukinn yfir ótímabæru fráfalli þínu er níst- andi. Þú sem ég hef dáð og elskað frá því ég man eftir mér. Þú sem varst svo uppátækjasamur og tókst jafnan á þig ábyrgðina þegar við strákarnir höfðum gert eitt- hvað sem ekki var vel séð. Þú sem hafðir orð fyrir okkur og tókst til varna þegar þess þurfti. Þú sem varst varla nema þriggja ára þeg- ar þú sagðir fiskikallinum til synd- anna. Þú sem varst svo lífsglaður og ærslafullur, hugmyndaríkur og atorkusamur og varst með svo mörg járn í eldinum. Þú sem varst svo veraldarvanur og víðförull. Þú sem kunnir ráð við flestu og varst svo greiðvikinn, alltaf reiðubúinn að leggja lið. Þú sem varst svo fádæma vinmargur og vinfastur, ekki bara hér heima á Íslandi heldur einnig hvert sem leiðir þínar lágu um lönd og höf. Þú sem flaggaðir allt- af á sjómannadaginn í minningu pabba. Þú sem varst hrókur alls fagnaðar á gleði- og gæfustund- um. Þú sem áttir svo þétt og traust faðmlag og óspar á það þeg- ar eitthvað bjátaði á, eða bara þeg- ar við hittumst og kvöddumst. Þú sem studdir og hvattir. Þú sem varst elskaður og virtur af svo mörgum sem syrgja þig nú. Þú sem gafst Helgu þinni alla þína ást og kærleik og þú sem dáð- ir stelpurnar ykkar, Þorbjörgu og Kristjönu, sem voru svo stoltar af þér. Þú sem varst Sigurjóni Árna sem besti pabbi. Þú sem varst ný- orðinn afi og tókst þig svo vel út í því hlutverki. Þú sem kunnir að njóta lífsins og deila því með þín- um nánustu. Þú sem komst svo miklu í verk – já kannski þú hafir lifað jafn hratt og mamma og þinn tími hafi verið kominn. Þú sem varst svo traustur og tryggur. Þú sem varst mér svo kær bróðir og vinur – þú ert farinn í þína hinstu ferð og við hittumst ekki aftur fyrr en ég vitja þín hin- um megin. En þú mátt vita að ég er svo stoltur af því að eiga þig sem bróð- ur – já eiga í nútíð og framtíð – vegna mannkosta þinna, tryggðar, kærleika, heilinda og ráðsnilli. Ég sakna þín óendanlega og tilfinning tómleika hefur heltekið mig frá því ég fékk símtalið örlaga- þrungna. Ég veit að ég á eftir að kalla eftir þínum góðu ráðum að handan og get bara lifað í þeirri veiku von að ég heyri til þín. Þú skilur eftir þig stærra tóm en þú gerir þér grein fyrir en líka svo ósegjanlega margar fallegar og góðar minningar sem munu ylja okkur um ókomin ár. Elsku Steini. Hugur minn og minna nánustu er hjá Helgu þinni, hjá börnunum ykkar, tengdabörn- um, litlu afastelpunni og öðrum ástvinum. Ég bið þess að við meg- um öll öðlast styrk í glímunni við þá sorg og þann söknuð sem fyllir hug okkar nú. Fast eg trúi: Frá oss leið vinur minn til vænna funda og verka frægra, sæll að skunda fullkomnunar fram á skeið … Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Þinn ástkær bróðir, Árni. Það voru erfiðar fréttir að heyra að Steini hefði orðið bráð- kvaddur í Póllandi þar sem hann var í vinnuferð. Steini var mikill vinur og klett- ur í lífi allra okkar í fjölskyldunni. Hann var mikill fjölskyldumað- ur og lífskúnstner og átti auðvelt með að kynnast fólki. Hann var áhugamaður um vín, mat, íþróttir, listir, ferðalög og svo mætti lengi telja. Steini var mikill matgæðingur og snilldarkokkur og ég man hvað mér fannst það fyndið þegar ég heyrði það að hann læsi mat- reiðslubækur fyrir svefninn. Á seinni árum breyttist þessi áhugi hans yfir í glæpasögurnar og var Steini alltaf með bók í hönd og las við öll tækifæri. Michelin-staðir eru í hávegum hafðir og varð ég þess aðnjótandi að borða á einum slíkum í Glasgow vorið 2018 þegar mér hlotnaðist sú ánægja að fara þangað á tónleika með Helgu, Steina og stelpunum. Veitingastaðurinn var skemmti- legur, maturinn góður og fólkið yndislegt sem við vorum með. En í Ljárskógunum var langbesti Michelin-veitingastaðurinn, þar sem Steini og Helga voru í essinu sínu og buðu upp á mat og veigar af bestu gerð. Steini var mikill vinur, var mér mikil hjálparhella, eins og hann var við alla sína nánustu. Það var alveg sama hvað til stóð, Steini og Helga voru alltaf tilbúin til aðstoð- ar eða þá að bjóða húsið sitt til veisluhalda. Þar hafa margar ógleymanlegar veislurnar verið haldnar og það hefur alltaf verið aðdáunarvert að sjá samheldni Helgu og Steina. Steini sá um mat- inn en Helga sá um að leggja á borð og hafa allt tilbúið. Þegar halda átti veislu var það fyrsta sem ég gerði var að hafa sambandi við Steina og Helgu. Síðastliðið vor var ég með veislu heima hjá mér til að fagna tíma- mótum í mínu lífi og þar voru hjónakorni Helga og Steini ómiss- andi. Steini kom og valdi með mér smáréttina, Steini valdi vínið, Steini var á svæðinu og sá um að allt væri hitað og á réttum stað. Þegar ég þakkaði Steina fyrir hjálpina sagði hann: „Hvaða hjálp, ég var bara upphitari.“ Þetta lýsir honum Steina mínum vel, hann taldi ekkert eftir sér og var lítið að tileinka sér heiður af einhverju. Dóttir mín sagði eitt sinn að Steini héldi fjölskyldunni okkar saman og það má að mörgu leyti segja það. Hann var gullmolinn sem dreif allt áfram, fyrir honum voru fá ef nokkur vandamál. Það var hægt að leysa allt. Steini og Helga voru oftar en ekki nefnd í sömu andrá og það segir mikið til um samheldni þeirra, virðingu og ást. Við mund- um halda áfram að hafa anda Steina hjá okkur, lífsgleði hans og lífsnautn. Ég votta elskulegri systur minni, Sigurjóni Árna, Þorbjörgu Önnu, Kristjönu Björk og öllum mína innilegustu samúð og saman munum við vinna með sorgina og njóta þeirra yndislegu minninga sem við eigum um sterka og ljúfa manneskju eins og Steini var. Ég kveð hann Steina með sár- um söknuði en er um leið þakklát fyrir allar þær minningar og gleði- stundir sem við höfum átt saman. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hvíl í friði, kæri vinur. Anna Rósa. Elsku besti Steini, við í Mos- gerðinu söknum þín. Okkur myndi svo langa til að halda með þér og öllum í fjölskyldunni eitt matar- boðið enn og skála í góðu rauðvíni, ræða alls kyns málefni, hlæja sam- an og hlusta á tónlist. Þú varst stór persóna með sterkar skoðanir, góðhjartaður, drífandi, bóngóður, smart, skemmtilegur heimsborg- ari og lífsnautnamaður sem við vorum svo heppin að fá að kynnast í gegnum hana Helgu þína. Börnin okkar dáðu þig og höfðu á orði að þú hefðir alltaf umgengist þau sem jafningja, hlustað á það sem þau höfðu að segja og tekið tillit til skoðana þeirra. Við eigum ótal minningar sem við getum yljað okkur við og um ókomna tíð munum við hugsa um allar samverustundirnar, alla hjálpsemina og aðstoðina, öll ferðalögin (Mosar, París, Barce- lona, Madríd, London) og allan dásamlega matinn sem þú eldaðir handa okkur af svo mikilli snilld. Það verður tómlegt án þín, okk- ar kæri mágur, svili og Steini frændi (eins og krakkarnir kölluðu þig). Takk fyrir allt og allt! Elsku Helga, Sigurjón Árni, Þorbjörg Anna og Kristjana Björk, ykkar missir er mikill en við munum alltaf standa saman – ást og styrkur til ykkar á þessum erf- iðu tímum. Ykkar Heiðar, Sólveig, Hörður Ernir, Úlfar Birnir og Iðunn Hekla. Steinar Sigurðsson  Fleiri minningargreinar um Steinar Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GYÐA HJALTALÍN JÓNSDÓTTIR, Hjúkrunarheimilinu Eir, lést aðfaranótt 1. desember. Útförin verður auglýst síðar. Kristín Ólafsdóttir Magnús Halldórsson Jón Hjaltalín Ólafsson barnabörn barnabarnabörn og barnabarnabarn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.