Morgunblaðið - 03.12.2019, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 03.12.2019, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019 ✝ Helgi IngvarGuðmundsson fæddist í Reykjavík 11. júní 1929. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 24. nóvember 2019. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónas Helgason, f. 28. desember 1899, d. 23. maí 1989, og Guðrún Helga- dóttir, f. 18. desember 1897, d. 5. mars 1971. Systkini Helga Ingvars sem komust á legg eru: Guðríður Lilja, f. 13. ágúst 1924, látin. Helga Halldóra, f. 20. janúar 1927, látin. Gísli, f. 2. júlí 1931, september 1953, gift Guðjóni Halldórssyni véltæknifræðingi. Synir þeirra eru Sindri lögfræð- ingur, og Logi tölvunarfræð- ingur sem er látinn. Barnabörn- in eru fimm. 2. Guðmundur Þorleifur bifvélavirki, f. 31. mars 1957, kvæntur Lindu Líf Margrétardóttur, fótaaðgerða- og snyrtifræðingi. Synir þeirra eru Helgi Ævar og Trausti Mar- el, en fyrir átti Linda Líf börnin Sigurpál og Sigurbjörgu Ósk. Barnabörnin eru sex og lang- ömmubörnin eru tvö. 3. Hildur skrifstofumaður, f. 19. júní 1959. Mestan hluta starfsævinnar var Helgi Ingvar vörubílstjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. Helgi Ingvar og Nanna hafa verið búsett í Kópavogi nær allan sinn búskap. Útför Helga Ingvars fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag, 3. desember 2019, klukkan 13. látinn. Jónas Gunn- ar, f. 14. nóvember 1933, látinn. Finnur Stefán, f. 19. mars 1935, látinn. Sig- urþór, f. 12. júní 1936. Sverrir, f. 27. október 1937, lát- inn. Guðmundur Tómas, f. 4. febrúar 1940. Helgi Ingvar kvæntist Nönnu S. Þorleifsdóttur, f. 7. júní 1931, hinn 28. nóvember 1953. For- eldrar hennar voru Þorleifur Eyjólfsson, arkitekt, og Margrét Halldórsdóttir. Börn Helga Ingvars og Nönnu eru þrjú: 1. Margrét tannlæknir, f. 19. Mig langar að segja nokkur orð um afa minn, Helga Ingvar Guðmundsson, sem lést 24. nóv- ember síðastliðinn. Eitt af því sem mér þótti einkenna afa var milt og gott geð. Það var alltaf einhver vinaleg ró yfir honum og gott að vera í félagsskap hans. Kornungur flutti ég frá höfuðborgarsvæðinu til Húsa- víkur. Foreldrar mínir keyptu fljótlega hús þar. Afi var mikið með okkur að gera húsið tilbúið svo við gæt- um flutt inn, á meðan við bjuggum annars staðar í bæn- um. Ég var það ungur að ég man ekki eftir þessum tíma en þekki hann í gegnum myndir og frásagnir. Mér er sagt að ég hafi haldið að nýja húsið í Urð- argerði væri húsið hans afa míns, því hann var alltaf þar að vinna. Afi var duglegur, hjálp- samur og handlaginn. Eftir tví- tugt, þegar ég flutti frá höf- uðborgarsvæðinu til Akureyrar, kom hann t.d. þangað og flísa- lagði og fleira. Mér eru einnig minnisstæðar fjölmargar gönguferðir sem ég fór með afa upp á fjöll og í útilegur. Afi var alltaf í mjög góðu formi og naut útiveru, og gekk hann upp á Esju á afmælisdegi sínum alveg fram að síðustu árum ævinnar. Einnig hefur það alla tíð verið fastur þáttur í tilverunni að vera með afa ásamt öðrum á gamlárskvöld þegar hvert ár endar og nýtt tekur við. Því miður verða ný ár í lífi afa ekki fleiri. Afi var almennt ekki orðmargur maður. Hann hlustaði meira en hann talaði. Fyrir um tíu árum greindist afi með alzheimer. Þegar hann hafði gengið með sjúkdóminn í allmörg ár og var farinn að gleyma ýmsu og málstol var byrjað að gera vart við sig sagði hann eitt sinn við mig upp úr þurru og að því er mér virtist án sérstaks til- efnis, um dætur mínar, barna- barnabörn sín: „Kristey á af- mæli 9. júní, Agnes á afmæli 1. mars og Margrét á afmæli 4. ágúst.“ Stundum man ég varla þessa afmælisdaga sjálfur, svo það kom mér á óvart að afi væri að telja þá upp, með alz- heimer og farinn að nálgast það að verða 90 ára. Hann var greinilega að reyna að muna eða æfa sig. Ég veit ekki alveg hver ástæðan var fyrir þessu. En þessi fáu orð sögðu mér margt um afa. Þau lýsa honum vel. Hvíldu í friði, afi minn. Minning þín mun lifa í huga mínum áfram. Sindri Guðjónsson. Þeim fækkar óðum góðum vinum og félögum og er Helgi einn þeirra sem við kveðjum í dag. Við hjónin, ég og eigin- maður minn sem lést 2008, kynntumst þeim hjónum Helga og Nönnu þegar Þorvaldur gekk í Kiwanisklúbbinn Eldey. Við áttum margar ánægju- stundir saman hér heima og er- lendis, auk þess sem Helgi var alltaf til staðar ef eitthvað var að gera eins og byggja sólstofu og fleira. Vil ég þakka Helga fyrir vináttu alla tíð síðan. Elsku Nanna, ég votta þér og fjölskyldu þinni mínar dýpstu samúð. Hvíl þú í friði, Helgi. Dóra Guðleifsdóttir. Nú er komið að kveðjustund vinar okkar Helga Guðmunds. Það eru rúm fimmtíu ár sem við höfum átt samleið. Það var svolítið sérstakt hvernig við kynntumst, við Sverrir vorum saman í hjónahópi þrennra hjóna í tveimur húsum í Hlunnavogi. Kom okkur svo vel saman að við fórum í útilegur með börnin á sumrin en kom- um saman á vetrum hálfsmán- aðarlega og höfðum gaman. Svo fórum við að halda hjónaball einu sinni á ári, höfð- um heitan mat og lifandi tónlist og leigðum okkur sal, létum miðaverðið rétt sleppa. Allir komu með vinafólk og voru þetta mjög vinsæl böll Ein veturinn var flensa að ganga og urðu forföll og ræddum við hjónin um að ef til vill yrði ekkert af þessu. Þá kemur son- ur okkar og segir ég skal tala við Nönnu og Helga, en þau voru foreldrar Guðmundar vin- ar hans. Þá þekktum við þau ekki, þá kom í ljós að Kiwanis- félagi Sverris og kona hans sem var vinnufélagi minn þektu þau en við bjuggum öll í sömu götu og þar með var málið leyst. Síðan gekk Helgi í Eldey og myndaðist þá góður vinskapur sem hefur haldist alla tíð. Helgi var traustur og hlýr maður, alltaf tilbúinn að rétta hjálpar- hönd. Hann var einn af fáum sem unnu ómælda vinnu við að gera upp Kiwanishúsið sem þeir fengu frá BYKO. Helgi var handlaginn og vandvirkur með sitt hlýja bros og jafn- aðargeð. Var mikill útivistar- maður, var í golfi, fjallgöngum, Esja var hans fjall og hjólað mikið. Voru þau hjónin samhent og dugleg að ferðast. Stóð Nanna þétt við hlið Helga í veikindum hans til enda. Við þökkum fyrir öll árin sem við áttum saman og margs er að minnast en þetta er víst leiðin okkar allra. Við sendum Nönnu, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum inni- legar samúðarkveðjur. Hafðu þökk fyrir allt og megi Guð vera með þér og fjölskyldu þinni. Lifðu sæll á lífsins vegi ljúfi drottinn fylgi þér frelsarinn þig faðma megi fögnum því sem liðið er (Ólöf Kristjánsd.) Í Guðs friði, Sverrir og Sigríður. Helgi Ingvar Guðmundsson ✝ Kristján Krist-jánsson fæddist í Reykjavík 9. nóv- ember 1941. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 18. nóv- ember 2019. For- eldrar hans voru Kristján Kristjáns- son frá Seyðisfirði, f. 1905, d. 1977, og Rósa Þorsteins- dóttir frá Þverhamri í Breiðdal, f. 1920, d. 1992. Systir Kristjáns er Anna Kristjánsdóttir, f. 1943, maki Logi Runólfsson, f. 1941, d. 2001. Kristján giftist eftirlifandi eiginkonu sinni Álfheiði Pálínu Hjaltadóttur, f. 15. desember 1945, hinn 21. febrúar 1964. Foreldrar Álfheiðar voru Að- alheiður Vilbergsdóttir, f. 1915, d. 1982, frá Stöðvarfirði og Hjalti Gunnarsson, f. 1914, d. 1986, frá Reyðarfirði. Dætur Álfheiðar og Kristjáns eru: 1) Aðalheiður E. Kristjánsdóttir, f. 1964, maki Björgvin Ingvason, f. 1964. Börn: Álfheiður Björgvins- dóttir, f. 1988, maki Sindri Rafn Kamban, f. 1988, Ingvi Rafn 2006, og Gunnar Andri Bene- diktsson, f. 2010. Langafabörnin eru sex, Björgvin, Leó og Hrafn- heiður börn Álfheiðar, Sigurður og Steinar synir Karenar og Ív- ar Andri sonur Önnu Lindar. Kristján ólst upp í fjölskyldu- húsinu á Hrísateigi 8 í Reykja- vík og var þar elstur í stórum hópi systkinabarna. Kristján lærði plötu- og ketilsmíði í Landsmiðjunni og lauk vélstjóraprófi frá Vélskóla Ís- lands 1967. Hann flutti alkom- inn til Reyðarfjarðar árið 1964 þar sem hann starfaði við út- gerðarfélag tengdaföður síns bæði á sjó og landi. Einnig var hann vélstjóri á Heimi SU frá Stöðvarfirði. Árið 1975 stofnaði hann Vélaverkstæði Björns og Kristjáns, VBK, á Reyðarfirði ásamt Birni Egilssyni og áttu þeir farsælt samstarf allt til árs- ins 2003 þegar fyrirtækið var selt. Kristján spilaði bridge frá unga aldri og spilaði fyrir Bridgefélag Eskifjarðar og Reyðarfjarðar. Hann var forseti Bridgesambands Íslands á ár- unum 1995-1999 en var einnig um tíma forseti Bridge- sambands Austurlands. Kristján var virkur félagi í Lionsklúbbi Reyðarfjarðar. Útför Kristjáns fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag, 3. desember 2019, klukkan 15. Minningarathöfn verður í Kópa- vogskirkju 6. desember klukkan 15. Björgvinsson, f. 1991, sambýliskona Heba Lind Hall- dórsdóttir, f. 1995, og Eysteinn Þorri Björgvinsson, f. 2000. 2) Margrét Rósa Kristjáns- dóttir, f. 1964, maki Þórir Þórisson, f. 1962. Börn: Karen Rut Gísladóttir, sambýlismaður Ólafur Már Sigurðsson, f. 1990, og Tinna Maren Þórisdóttir, f. 2004. 3) Anna Bára Kristjáns- dóttir, f. 1965, d. 1992 í París. Sambýlismaður Pascal Sosse, f. 1965. Sonur þeirra er Kristján Óli Pascalsson, f. 1988, maki Jo- hanna Wagner, f. 1987. 4) Kol- brún Kristjánsdóttir, f. 1968, maki Þórður Geir Jónasson, f. 1968. Börn: Harpa Þórðardóttir, f. 1991, d. 1991, Anna Lind Þórðardóttir, f. 1992, sambýlis- maður Lárus Ívar Ívarsson, f. 1992, Gígja Hrönn Þórðardóttir, f. 2000, og Kristján Þórðarson, f. 2003. 5) Lára Valdís Kristjáns- dóttir, f. 1979, maki Benedikt Gunnarsson, f. 1976. Börn: Dag- ur Björn Benediktsson, f. 2002, Bjarki Fannar Benediktsson, f. Sagt er að kettir eigi níu líf en það átti nú líka við um þig, pabbi minn. Ég vissi að sá dag- ur kæmi að þú myndir klára öll lífin. Þegar það var útséð um að þú myndir vakna aftur í þetta skiptið fann ég hvað ég var eng- an veginn tilbúin en sennilega er maður það aldrei. Ég hefði svo gjarnan viljað fara einu sinni enn í gegnum það að leysa eitthvert tölvu-, síma- eða snúruvandamál með þér eða af- saka það einu sinni til viðbótar hvað þið mamma væruð smá- óheppin með að ég væri óskap- lega léleg að taka upp tólið og hringja. Ég er samt svo þakklát fyrir að hafa heyrt í þér í síma tveimur dögum áður þú dast, þá svo eldhress og ánægður með góðan og viðburðaríkan afmæl- isdag. Þú bjóst aldrei við að verða gamall enda urðu amma og afi ekki gömul. Þegar ég var svona 14 ára og bjó enn þá á Reyðar- firði sagðirðu stundum að þú yrðir örugglega dáinn áður en ég myndi gifta mig. Mér þótti það nú óttaleg vitleysa en þegar ég hugsa til baka þá var það kannski ekki skrítið þar sem þú hafðir á mjög stuttum tíma far- ið í gegnum það að lifa dóttur og móður og fá bæði heilablóð- fall og hjartaáfall. Við náðum nú samt sannarlega að fara saman upp að altarinu og feng- um við alveg heil 13 ár til við- bótar með þér eftir það. Já, pabbi minn, þú varst eng- um líkur en greiðviknari mann hef ég ekki hitt og ég heyrði þig aldrei segja „nei ég bara nenni því ekki“ enda fórstu óteljandi ferðir sem fólust ýmist í að sækja, senda, græja eða gera. Við gerðum oft grín að því að við myndum mögulega einn daginn finna leyndan ísskáp í Ásgerðinu fullan af Smjörva þar sem þú fórst svo margar ferðirnar inn í Krónu til þess eins að sækja eina dollu til við- bótar. Að eiga fimm stelpur er ekk- ert grín en það er enn minna grín þegar þessar fimm stelpur taka upp á því að eignast kær- asta sem við allar vorum senni- lega aðeins of duglegar í að þínu mati. Kærastar voru að ég held alltaf svolítið hræddir við þig enda vorum við auðvitað alltof ungar þegar við byrjuðum í kærastastandi. Við Benni vor- um að rifja upp fyrstu skiptin sem hann kom með á Reyðar- fjörð. Þá varstu ekki tilbúinn í meiri samræður en að svara honum í eins atkvæða orðum þegar hann var að tala við þig. Það átti svo sannarlega eftir að breytast og ótalmargt skemmti- legt sem þið brölluðuð saman, hvort sem það var hér í bænum, á Reyðarfirði eða í Austurríki. öllum vinum mínum sem kynntust þér eftir að ég varð fullorðin fannst mikið til þín koma og segja, að þú hafir verið yndislegur og fyndinn kall sem var alltaf tilbúinn að stökkva til ef á þurfti að halda. Þú varst mikill morgunmaður og synir mínir hafa staðfest að þú eldaðir besta hafragraut í heimi og verð ég að minnast á niðurskornu ávextina sem þú færðir mömmu á morgnana. Það var líka svo dásamlegt að þú fórst aldrei að sofa, þú bara lagðir þig. Jæja, elsku pabbi minn, nú ertu hættur að leggja þig og svefninn langi hefur tekið við. Söknuðurinn er mikill og við sem eftir sitjum treystum á að þið Anna Bára passið hvort annað og við systur sjáum um að passa mömmu. Þín Lára Valdís. Okkur er þakklæti efst í huga nú þegar við kveðjum pabba eftir stutta legu á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi. Pabbi ætlaði sér aldrei að verða gamall og stóð við það. Hann var kletturinn í lífi okkar allra og ótrúlega stoltur af afkom- endahópnum sínum og þau eru nú 32 með tengdabörnum og barnabörnum og langafa- börnum. Pabbi ólst upp í Reykjavík, en kom austur til að byggja síldarverksmiðju þar sem hann hitti mömmu. Kók, prinspóló og Camel í Kaupfélaginu var upphafið að þeirra farsæla sambandi og hann flutti til Reyðarfjarðar ásamt mömmu þegar tvíburarn- ir fæddust. Pabbi var mikill Reyðfirðingur og Austfirðingur í sér og elskaði að fá okkur í heimsókn. Hann var alltaf reiðubúinn að skjótast upp á flugvöll að sækja eða skila fólki, enginn gat komið okkur í flug nema pabbi: „Ég kem, ég skal skutlast“ var viðkvæðið. Við nutum þess að senda krakkana austur í pössun þegar á þurfti að halda, pabbi þekkti alltaf einhvern á flugvellinum sem gat tekið að sér að vera fylgdarmaður, hann þekkti alla. Það var gott að geta sent krakkana heim til ömmu og afa. Pabbi elskaði að fá okk- ur fjölskyldurnar í heimsókn til Wagrain í Austurríki þar sem þau mamma dvöldu mikið síð- ustu 15 ár. Þar leið pabba vel og hann náði bara nokkuð góðum tökum á skíðaíþróttinni þrátt fyrir að hafa ekki stigið á skíði fyrr en eftir fertugt. Enda lét hann bara vaða í brekkunum á eftir félögum sem voru uppaldir á skíðum. Okkur stóð nú ekki alltaf á sama. Hann hringdi ósjaldan í okkur bara til að láta vita af snjóalögum, veðri og til að láta vita af því að nú væru brekkurnar að verða tilbúnar. Það verður öðruvísi að koma til Reyðarfjarðar og Wagrain nú þegar þú ert farinn. Það verður enginn sem hendir í kótelettur í raspi, skutlast í bakaríið til að ná í rúnstykki og vínabrauð, nær í stóra kolagrill- ið vegna þess að við höfum hóað í veislu í Ásgerðinu, fer í búðina að ná í eitthvað sem ekki vant- ar … reddarinn er farinn til annarra starfa. Vélaverkstæðið VBK átti lengi hug hans allan. Þar voruð þið Björn á heimavelli, ólíkir menn en samt mjög samstiga um velgengni og hlutverk fyrir- tækisins. Það skipti ekki máli hvaða dagur það var eða hve- nær sólarhringsins það var, lítil eða stór verkefni, alltaf var pabbi tilbúinn til að leysa þau. Sennilega lærði ég (AEK) það af þér að vera alltof lengi í vinnunni. Pabbi var listastálsmiður og pípari, það að smíða handrið, snúrur, skíðastatíf, skóhorn eða leggja miðstöðvarlagnir í heila íbúð, þér þótti það alveg sjálf- sagt að koma suður að gera og græja, alltaf tilbúinn til að leggja lið og gefa af tíma þínum. Það var síðan óvænt en samt svo falleg og friðsæl stund þeg- ar þú kvaddir þessa jarðvist og ákvaðst að taka kvöldfréttirnar í Sumarlandinu. Þetta gerðir þú vel og á fal- legan hátt eins og allt annað sem þú gerðir í lífinu. Farðu í friði, elsku pabbi, og takk fyrir allt. Við systurnar munum passa upp á mömmu. Aðalheiður Erla Kristjáns- dóttir, Margrét Rósa Kristjánsdóttir, Kolbrún Kristjánsdóttir, Lára Valdís Kristjánsdóttir. Kristján Kristjánsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR MEKKÍN ÞORBJARNARDÓTTIR, Breiðagerði 19, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 29. nóvember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. desember klukkan 11. Ásgeir Egilsson Sara Sofia Roa Campo Kjartan Egilsson Guðfinna E. Guðmundsdóttir Unnur Egilsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson Pálmi Egilsson ömmu- og langömmubörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG SVANHILDUR ZOPHONÍASDÓTTIR Kópavogsbraut 1a, sem lést 19. nóvember, verður jarðsungin frá Digraneskirkju miðvikudaginn 4. desember klukkan 15. Anna Soffía Gunnarsdóttir Ólafur Kvaran Guðný Gunnarsdóttir Friðþjófur K. Eyjólfsson Guðrún Gunnarsdóttir Valþór Hlöðversson Emilía María Gunnarsdóttir Eyjólfur Guðmundsson Hákon Gunnarsson Björn Gunnarsson Elísabet Kvaran barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.