Morgunblaðið - 03.12.2019, Síða 21

Morgunblaðið - 03.12.2019, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019 ✝ Helga JónaGuðjónsdóttir fæddist á Hesti í Önundarfirði 27. apríl 1933. Hún lést á heimili sínu í Hafnarfirði 17. nóvember 2019. Foreldrar henn- ar voru Guðjón Gísli Guðjónsson, bóndi á Hesti í Ön- undarfirði, f. 28. október 1897, d. 29. mars 1980, og Guðbjörg Sveinfríður Sig- urðardóttir húsfreyja, f. 22. ágúst 1901, d. 25. mars 1980. Systkini Helgu eru Þorvarður, f. 28. janúar 1929, d. 24. janúar 2011, Sigurborg Hervör, f. 27. janúar 1931, María Guðrún, f. 19. mars 1932, Svava, f. 19. maí 1934, d. 20. október 2019, Ing- ólfur Hafsteinn, f. 16. júlí 1935, d. 25. júlí 1987, Sveinbjörn Guð- jón, f. 14. júní 1940, d. 20. júlí 2007. Alls voru systkinin 13 en mars 1983, og Tinnu, f. 6. maí 1988. 4) Guðjón, f. 16. júlí 1959. Hann á þrjú börn með fyrrver- andi eiginkonu, Guðrúnu Jó- hönnu Benediktsdóttur, f. 30. júní 1967, þau Benedikt Rafn, f. 11. janúar 1990, Ágúst Má, f. 4. desember 1991 og Helgu Jónu, f. 25. nóvember 1994. 5) Guðrún Svava, f. 28. desember 1961. Hún á tvær dætur með fyrrver- andi sambýlismanni, Sigurði Haukssyni, f. 14. apríl 1954, þær Kamillu Rut, f. 20. júní 1982 og Söru Margréti, f. 1. mars 1988. 6) Guðbjörg Svein- fríður, f. 10. desember 1964, gift Frímanni Þór Þórhallssyni, f. 24. janúar 1963. Þau eiga þrjú börn; Daníel Ómar, f. 7. júlí 1981, Bjarka Þór, f. 19. mars 1988 og Andreu Ósk, f. 27. ágúst 1990. Barnabarnabörn Helgu og Pálmars eru 24 tals- ins. Helga starfaði við verslunar- störf fyrst þegar hún fluttist til Hafnarfjarðar en við tóku fisk- vinnslustörf þar sem hún vann lengst framan af en síðast vann hún á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Helgu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 3. desember 2019, klukkan 13. sex dóu í æsku. Helga giftist Pálmari Þorsteins- syni, f. 8. sept- ember 1934, d. 27. júlí 2017, hinn 27. apríl 1955. Börn þeirra eru: 1) Mar- grét, f. 6. júlí 1955, gift Birgi Árna- syni, f. 21. október 1957. Margrét á tvær dætur með fyrri eiginmanni, Geir Guð- mundi Gunnarssyni, f. 27. júní 1955, þær Margréti Ólöfu, f. 14. nóvember 1971 og Helgu Rún, f. 15. febrúar 1974. Margrét og Birgir eiga saman dótturina Maríu Önnu, f. 27. desember 1999. 2) Drengur, f. 31. júlí 1956, d. 3. ágúst 1956. 3) Þor- steinn, f. 30. september 1957, kvæntur Guðrúnu Steinþórs- dóttur, f. 30. mars 1959, þau eiga saman þrjú börn; Evu, f. 14. febrúar 1980, Pálmar, f. 30. Mamma hefur nú kvatt þessa jarðvist. Hún fékk að fara á þann hátt sem hún hefði kosið sér og líka á þeim stað, sem henni var kær- astur, á heimili sínu sem þau pabbi byggðu og bjuggu allt sitt líf. Fyrir það getur maður verið endalaust þakklátur. Ég ætla ekki að fara að tíunda ævi mömmu hér. Hún var dugleg kona, hún var kát og lífs- glöð kona og hún var góð kona. Hún var alltaf heilsuhraust, gat gert alla hluti og átti yfirhöfuð gott líf. Auðvitað var hún ekki laus við erfiðleika og sorgir í sínu lífi, það væri sérstakt að ganga í gegnum langa ævi án þess. Hún lét samt ekki mikið á því bera. Það var henni afar þungbært þegar pabbi lést, hann var hennar lífsförunaut- ur í tæp 60 ár. Þau voru samrýnd og höfðu gaman af því að ferðast um landið. Þau fóru á heimaslóðir mömmu, að Hesti í Önundarfirði, á Strandirnar til Steina bróður pabba og Jónu eiginkonu hans, í Þjórsárdalinn þar sem þau áttu hjólhýsi til margra ára og bara um landið þvert og endilangt. Mamma var mjög félagslynd og þótti fátt skemmtilegra en að spila. Hún og vinkonur hennar, Hafdís og Dóra, þvældust á flesta staði þar sem þær sáu að var spilað. Þær sáu um að mamma kæmist á milli þessara staða, keyrðu hana, studdu hana og leiddu. Mamma hafði mikið gaman af því að fara í utanlandsferðir og gerði það svo lengi sem hún mögu- lega gat. Nokkrar ferðirnar fór ég með henni og þær flestar til barna- barns hennar, Helgu Rúnar, sem er búsett í Bandaríkjunum. Mamma naut félagsskapar hennar og var það gagnkvæmt. Helga Rún hringdi í ömmu sína á hverjum ein- asta degi í mörg ár og væntum- þykjan þeirra í milli var einlæg og falleg. Ég veit að Helga Rún á um sárt að binda nú þegar amma er farin. Það er af mörgu að taka þeg- ar mömmu er minnst. Ég er henni ævinlega þakklát fyrir það sem hún var mér, hvort sem var í gleði eða sorg. Þrátt fyrir það þakklæti sem í mér býr að hún hafi fengið að fara á þann hátt sem hún hefði kos- ið sér og á þeim stað sem henni var kærastur, breytir það því ekki að ég sakna hennar mömmu minnar afar sárt. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Svava Pálmarsdóttir Í faðmi vestfirskra fjalla í botni Önundarfjarðar fæddist Helga Jóna. Foreldrar hennar, Guðjón Gísli Guðjónsson og Sveinfríður Guðbjörg Sigurðardóttir, hófu bú- skap á Efstabóli í Önundarfirði í kringum brúðkaup sitt árið 1925. Alþingisárið 1930 keyptu þau svo torfbæinn Hest undir Hestfjalli. Nokkru síðar byggðu þau steinhús á fallegu bæjarstæði með einstakri sýn út fallegan Önundarfjörðinn. Barnahópurinn þeirra varð stór eða alls 13 börn. Sex barna þeirra létust í frumbernsku. Systkinin sjö sem komust til fullorðinsára voru sérstaklega mannvænlegur hópur. Hin stórbrotna fegurð Önundar- fjarðar, Korpudalur og Hestdalur, voru leiksvæðið sem mótaði systk- inin, ásamt fallegri fyrirmynd í for- eldrum sem voru einstaklega sam- hent í því að láta ekki sorgir og brauðstrit buga andann. Ungu hjónin á Hesti voru hag- leiksfólk. Guðjón var laginn við smíðar og nærfærinn við skepnur. Sveinfríður hafði yndi af útsaum. Hún var mjög greind kona, hafði gott töluminni og þegar færi gafst frá daglegu striti var hún alltaf með bók í hönd. Þau hjón áttu gott bókasafn. Í sveitinni var gjarna leitað til Guðjóns og Fríðu með ým- is úrlausnarefni. Rétt ofan við túnfót bæjarins var barnaskóli sveitarinnar. Hann gegndi því tvíþætta hlutverki að vera bæði skóli og danshús sveit- arinnar. Þegar dansað var í skóla- húsinu voru veitingar hafðar á Hesti og oft var margt um mann- inn. Þá vistuðust oft kennarar skól- ans á Hesti, ungir menn að sunnan sem voru að hefja sitt lífsstarf sem kennarar. Húsfreyjan tók þá þátt í náminu og leysti gjarnan erfið reikningsdæmi til jafns við kenn- ara og nemendur. Allir þessir þættir mótuðu Helgu. Þá hafði hún greinilega fengið góða eiginleika foreldranna í vöggugjöf. Helga var einstaklega, glaðvær, greind og hlý. Hervör, Hebba systir hennar, minnist gleði hennar og næmi á tilfinningar alla tíð. Helga gat komið öllum í gott skap í kringum sig og fallega brosið hennar sagði oft allt sem segja þurfti. Þær systur, Helga og Hebba á Hesti, áttu einstaklega einlægt og fallegt samband. Heyrnarleysi Hebbu var aldrei fyr- irstaða í þeirra samskiptum. Helga hóf ung að árum búskap með Pálmari Þorsteinssyni manni sín- um og saman byggðu þau upp trausta afkomu með útgerð og fisk- verkunarhúsi en Helga tók fullan þátt í verkefnum Pálmars sem var afburða duglegur og fylginn sér. Pálmar og Helga áttu fimm börn sem öll bera mannkostum for- eldranna fagurt vitni. Þau byggðu sér heimili að Þúfubarði 10 en það- an eigum við hjónin góðar minn- ingar. Í hverju kaffiboðinu á fætur öðru svignuðu borð undan heima- gerðu bakkelsi Helgu sem var ann- áluð fyrir glæsimennsku og glað- værð. Helga hafði góða kímnigáfu og smitaði ætíð jákvæðni og gleði til allra sem umgengust hana. Það ríkti mikil einlægni og ástríki á milli þeirra hjóna og barna þeirra. Pálmar lést sumarið 2017 og missir Helgu var mikill. Að Helgu látinni reikar hugur- inn til fallegu dalanna undir Hest- fjalli þar sem systkinin á Hesti stigu sín fyrstu spor. Þar sem fjöll- in hafa vakað í þúsund ár – glitra nú örugglega tár, Helgu til heiðurs. Hervör systir, Guðmundur og fjölskylda. Það er erfitt að hugsa til þess að Helga hefur kvatt þennan heim og eins og alltaf þegar við missum þá sem okkur eru kærir þá tekur tíma að höndla þá staðreynd að við hitt- um þá ekki aftur í þessu lífi. Samferðafólk okkar í lífsgöngu okkar er óhjákvæmilega af öllum toga. Gleðigjafar eins og Helga eru fátíðir og eru viss forréttindi að fá að kynnast slíku fólki. Helga var kona sem gaf af sér. Hún hreinlega geislaði frá sér góðmennsku og var alltaf fjörkálfurinn í öllum sam- kvæmum. Við fjölskyldan urðum þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að eyða helgi með henni á Drangsnesi á hverju sumri í mörg ár. Þau hjón- in Helga og Pálmar komu á brygg- juhátíð á Drangsnesi mörg ár í röð og skemmtu sér með okkur, fjöl- skyldu okkar og Drangsnesingum af lífi og sál. Það var aðdáunarvert að sjá hversu samrýmd þau hjónin voru og hvað kærleikurinn milli þeirra var sterkur. Þrátt fyrir að Helga væri komin á fullorðinsár taldi hún það ekki eftir sér að skemmta sér fram á nótt, söng hæst og var yfirleitt með þeim síð- ustu til að fara í háttinn. Sú gleði og sá kærleikur sem hún bar í brjósti smitaði alla sem voru nálægt henni. Þegar þau hjónin komu norður þá komu þau yfirleitt færandi hendi. Flatkökurnar sem Helga bakaði og bauð oft upp á voru þær bestu sem ég hef smakkað og líklega erfitt að finna slíkan veislumat þótt víða væri leitað Það var alltaf ánægju- legt að kíkja inn í húsbílinn hjá þeim og fá kaffi og flatkökur svo og spjalla um heima og geima. Þrátt fyrir veikindi síðustu árin var hún sú sem brosti breiðast og geislaði hvar sem hún kom. Hún var ein- stök kona og það verður tómlegt á bryggjuhátíð á Drangsnesi án hennar og Pálmars. Helga hafði gaman af söng og lögin „Undir dal- anna sól“ og „Undir bláhimni“ minna okkur alltaf á þær stundir sem við áttum með henni. Síðasta erindi ljóðsins „Undir bláhimni“ eftir Davíð Stefánsson á fullkom- lega við þau gæðahjónin Helgu og Pálmar. Og svo dönsum við dátt, það er gaman meðan dagur í austrinu rís. Og svo leiðumst við syngjandi saman, út í sumarsins paradís. Þau eru núna bæði í sumarsins paradís og vonandi hittum við þau þar í fyllingu tímans. Svavar Þorsteinsson og fjölskylda. Helga Jóna Guðjónsdóttir Foringinn, tengdafaðir minn og góður vinur er fallinn frá. Kristján var mikilvægur í lífi margra og hafði þá hæfileika að vera góður leiðtogi og fyrir- mynd. Þetta gerði hann með vinnusemi, góðu fordæmi, kær- leika og umfram allt útsjónar- semi. Hann var alltaf tilbúinn að greiða götu annarra ef hann átti möguleika á því og skipti þar engu hvort það þurfti að gera eina slöngu inni á verk- stæði eða hjálpa við fram- kvæmdir, ekkert verk of stórt eða of lítið. Alltaf með bros á vör. Börnin mín minnast hans þannig: „Hann var stundum strangur, en samt alltaf bara góður.“ Það þarf nefnilega stundum smá aukakraft til að setja hlutina í gang og láta alla róa í sömu átt. Kristján var mjög snjall að tileinka sér nýja hluti og við gátum rætt um allt: tækni, stjórnmál og vinnuferð- irnar mínar til fjarlægra landa. Aldrei kom maður að tómum kofunum. Kristjáns er sárt saknað og hann skilur eftir sig fríðan hóp aðstandenda sem munu halda merki hans á lofti um ókomin ár. Elsku Heiða, Lára, Kolla, Magga og Alla, ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur. Þórður Geir Jónasson. Afi Kristján var alveg ein- stakur. Hann kallaði mig alltaf Tröllasoffíu og mér mun alltaf þykja vænt um það nafn. Þegar ég heimsótti afa og ömmu á Reyðarfirði vaknaði afi alltaf morgunhress og var svo vænn að skera epli handa ömmu og færa henni í rúmið. Afi var allt- af tilbúinn í að búa til hafra- graut handa mér þegar ég var að verða of sein í vinnuna. Hann skammaði stundum okkur barnabörnin þegar við kláruð- um ekki mjólkina okkar. Það eru svo margar minning- ar sem koma upp í hugann. Einu sinni þegar við vorum litl- ir krakkar gerðum við Dagur, frændi minn, golfvöll í garðin- um og afa fannst skemmtilegt að við skyldum búa hann til og vera svona hugmyndarík. En þegar fréttirnar voru fluttar þurftum við krakkarnir að hafa algjöra þögn, annars myndi afi trompast. Fréttatíminn og handbolta- og fótboltaleikir voru heilagar stundir hjá afa. Afi var svo snöggur að skíða og lipur í brekkunum. Þegar hann var búinn að smella kloss- unum og kominn í skíðagallann var eins og hann yngdist um 20 ár. Hann var svo sterkur og hélt þessari ímynd allt sitt líf. Jafnvel þótt væri veikur lét hann það aldrei sjást. Ég lít upp til hans og hann kenndi mér að vera alltaf dugleg og sterk. Þótt ég næði ekki að kveðja afa á spítalanum sagði ég bless við hann í sumar. Það var eins og hann vissi að þetta væri okk- ar kveðjustund. Ég var búin að dvelja hjá þeim fyrir austan og þurfti að fara aftur heim til Am- eríku. Ég man að hann afi knúsaði mig svo fast og kyssti mig bless eins og þetta var okkar loka- skipti og þetta var það. Ég gekk út með tár í augunum og fann innra með mér að þetta var sér- stök kveðjustund. Kannski vissi hann líka að þetta var í seinasta skiptið sem við myndum hittast. Ég á eftir að sakna afa. Hann hnerraði svo hátt að það glumdi í öllu húsinu og manni brá. Ég vona líka að afi fái nóg af soja- sósu á spaghettíið sitt á nýja staðnum. Ég elska þig, afi, takk fyrir allar góðu stundirnar. Gígja Hrönn Þórðardóttir. Í örfáum orðum vil ég minn- ast góðvinar og gæfuríks félaga er varð á sínum tíma rótfastur stólpi samfélagsins á Reyðar- firði. Hans auðna var að eignast yndislega eiginkonu, Reyðfirð- inginn, Álfheiði Hjaltadóttur og dætur, afkomendur og fjöl- skyldur sem hann var ákaflega stoltur af. Þessi annars dagfar- sprúði maður átti sannarlega metnað, íhygli og drift til að bera. Fylginn sjálfum sér og stað- fastur. Haslaði sér völl og stofn- aði á Reyðarfirði fyrirtæki ásamt eiginkonu sinni í sam- vinnu við þau hjónin Björn Eg- ilsson og Guðríði Ingibergs- dóttur. Vélaverkstæði Björns og Kristjáns varð eitt af grunn- stoðum atvinnulífs á staðnum. Þar sá Álfheiður um bókhald og ýmsa aðra þætti og fyrir rögg- semi og elju eigenda og starfs- fólks eignaðist fyrirtækið einkar gott orðspor. Vinátta og traust á milli eig- enda og starfsfólks helgaði þá góðu þjónustu sem fyrirtækið veitti. Berlega kom í ljós um síðustu aldamót þegar hallaði undan fæti og atvinnulíf á Austurlandi fór þverrandi, hversu afdrif samfélaganna eystra voru Kristjáni hjartfólgin. Gerðist hann þá, ásamt fleirum, enn öt- ulli málsvari síns samfélags og boðberi nýrra tíma, nýrrar upp- risu úr þeirri öskustó hnignun- ar sem við blasti. Einlægur stuðningsmaður ál- vers og þeirrar uppbyggingar sem hefur orðið ein veigamesta kjölfesta atvinnulífs á Austur- landi. Hjarta hans sló sannarlega fyrir velferð fólks og möguleik- um þess til að njóta blómstrandi byggðar við ásættanleg kjör. Sú ósk rættist og í ýmsu var farið fram úr björtustu vonum. Það veitti honum mikla hugsvölun. Með Kristjáni fór traustur og góður drengur og vinsæll. Briddsspilari mikill sem bar vott um hversu félagslyndur hann var og unni þeirri íþrótt. Farsæll og fremstur í flokki og mikils metinn af félögum sínum. Aðdáun hans á sönglist var einstök og fagurkeri á því sviði. Stærstu óóperuhús heimsins sótt til að njóta alls hins besta á þeim vettvangi. Deildu þau hjónin þeim áhuga og nafni hans Jóhannsson stórsöngvari í miklu uppáhaldi. En fjölskyldan var ávallt sú umgjörð sem mótaði hann sterkt og veitti honum bæði yndi og skjól. Fyrr á árum í erli og önnum voru stundir oft strjálar, en fjölgaði hratt með árunum, gæðum prýddar, og áréttuðu þá gæfu sem hann varð aðnjótandi. Þegar hörmu- legt áfall reið yfir og bráðefni- leg og elskuð dóttir Anna Bára lést sviplega í blóma lífsins, lét hún eftir sig son, nafna afa síns, Kristján Óla. Hefur hann ásamt öðrum af- komendum svo sannarlega orð- ið til að bera birtu blessunar inn í líf þeirra hjóna. Gestum tóku þau hjónin ávallt tveim höndum og hlýtt og broshýrt andlit Kristjáns minn- isstætt. Ekki komið að tómum kofum og umræður gjarnan hispurs- lausar og einlægar. Heimspeki- legar vangaveltur flugu af vörum fram ásamt ríkri löngun til að ráða í tíðarandann. Í mínum huga stóð Kristján vaktina með miklum sóma, heill til orðs og æðis. Návist hans og framlag auðg- aði mannlíf á Reyðarfirði að mun og verður þess lengi minnst. Innilegar samúðar- kveðjur flyt ég fjölskyldunni ásamt þökkum fyrir gefandi, trausta og góða samfylgd. Guð blessi minningu hans. Davíð Baldursson.  Fleiri minningargreinar um Kristján Kristjánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, MARGRÉT KÁRADÓTTIR, Þórðarsveig 17, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 26. nóvember. Útför fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 6. desember klukkan 13. Þorsteinn Kárason Díana Ragnarsdóttir Sigurbjörn Kárason Vicky Connolly Lúkas Kárason Gerður E. Tómasdóttir og frændsystkini Ástkær eiginmaður og einstakur vinur, GUNNAR INGVARSSON bóndi á Efri-Reykjum, sem lést fimmtudaginn 28. nóvember á Landspítalanum Hringbraut, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugardaginn 7. desember klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Kristín Johansen Rúnar Gunnarsson og fjölskylda Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.