Morgunblaðið - 03.12.2019, Page 27

Morgunblaðið - 03.12.2019, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2019 Sonur minn fagnaði eins árs afmæli sínu síðasta sunnudag. Hann, líkt og ég, hafði lítið val um það hvaða lið væri „hans“ lið í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Það er ótrúlegt með mannskepnuna hvað hún þarf alltaf að finna ástæður fyrir öllu. Eftir að sonur minn fæddist, 1. desember 2018, vann Liverpool átta leiki í röð. Ég skrifaði þetta góða gengi að sjálfsögðu á fæð- ingu frumburðarins. Í byrjun janúar ákvað ég að gera nokkuð sem ég hafði aldrei gert áður. Ég klæddi son minn í Liverpool-búning fyrir stórleik Manchester City og Liverpool. Liverpool tapaði að sjálfsögðu leiknum en ég neitaði að gefast upp. Ég klæddi hann aftur frá toppi til táar í Liverpool-dress fyrir leik gegn Wolves í enska bikarnum sem tapaðist líka. Eftir annað tapið í röð fór búningurinn ofan í skúffu. Það bar tilskilinn árangur því í næstu nítján leikjum liðsins vann liðið fjórtán og gerði fimm jafn- tefli. Fyrir úrslitaleik Meistara- deildarinnar síðasta vor gegn Tottenham fór hann svo í dressið á nýjan leik. Evrópumeistaratitill reyndist staðreynd og var þetta jafnframt fyrsti titillinn sem liðið vann frá árinu 2012. Ég, verandi mannskepnan sem ég er, skrifaði þennan sigur í Meistaradeildinni að sjálfsögðu á fæðingu sonar- ins. Liverpool er nú á hraðri leið með að vinna fyrsta Englands- meistaratitil sinn í þrjátíu ár. Eins erfitt og það hefur verið að styðja Liverpool í gegnum tíðina vona ég innilega að sonur minn fái að upplifa bæði góða og slæma tíma með liðinu sem hann styður. Aðeins þannig lærir mað- ur að njóta og virða litlu og stóru sigrana því lífið er einfaldlega ekki alltaf dans á rósum. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is MÖRK Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Sverrir Ingi Ingason, landsliðsmaður í knattspyrnu og miðvörður gríska meistaraliðsins PAOK frá Thessa- loniki, komst í fámennan flokk ís- lenskra fótboltamanna í fyrrakvöld. Þá skoraði hann mark PAOK í toppslagnum gegn Olympiacos, kom sínum mönnum yfir eftir hálftíma leik, en liðin skildu að lokum jöfn, 1:1. Þetta var fyrsta mark Sverris í grísku úrvalsdeildinni en hann hefur nú náð að festa sig í sessi hjá PAOK og spilað sex síðustu leiki liðsins í deildinni. Fram að því hafði hann set- ið nær óslitið á varamannabekknum frá því PAOK keypti hann af Rostov í Rússlandi í janúar. Með þessu marki hefur Sverrir jafnframt náð að skora mark eða mörk í deildakeppni sex landa og að- eins þrír íslenskir knattspyrnumenn hafa gert betur. Alls hafa nú sjö Ís- lendingar skorað mörk í deilda- keppni sex eða fleiri landa og Sverrir er sá eini þeirra sem hefur spilað all- an sinn feril sem varnarmaður. Sverrir hóf meistaraflokksferilinn 18 ára gamall með Augnabliki í 3. deild og skoraði þar sitt fyrsta mark. Frá 2012 hefur hann eingöngu leikið í efstu deild.  Tvö ár með Breiðabliki þar sem hann gerði tvö mörk í úrvalsdeild- inni.  Eitt ár með Viking frá Stavanger þar sem hann gerði þrjú mörk í norsku úrvalsdeildinni.  Tvö og hálft tímabil með Lokeren þar sem hann skoraði eitt mark í belgísku A-deildinni.  Hálft tímabil með Granada þar sem hann skoraði eitt mark í spænsku 1. deildinni, La Liga.  Eitt og hálft tímabil með Rostov þar sem hann skoraði fimm mörk í rússnesku úrvalsdeildinni.  Og með PAOK þar sem hans fyrsta mark leit dagsins ljós á sunnu- dagskvöldið. Eiður skoraði í átta löndum Eiður Smári Guðjohnsen er sá Ís- lendingur sem hefur skorað í deilda- keppni flestra landa, átta talsins. Þau eru Ísland, Holland, England, Spánn, Grikkland, Belgía, Kína og Noregur. Eiður náði ekki að skora í Frakklandi. Hannes Þ. Sigurðsson skoraði í sjö löndum af níu þar sem hann spilaði. Það eru Ísland, Noregur, England, Danmörk, Svíþjóð, Kasakstan og Austurríki. Hannes skoraði ekki í Rússlandi eða Þýskalandi. Alfreð Finnbogason hefur skorað í öllum þeim sjö löndum þar sem hann hefur spilað. Það eru Ísland, Belgía, Svíþjóð, Holland, Spánn, Grikkland og Þýskaland. Guðlaugur Victor Pálsson hefur skorað í sex löndum af átta. Það eru Skotland, Holland, Svíþjóð, Dan- mörk, Sviss og Þýskaland. Hann skoraði ekki í Englandi eða Banda- ríkjunum. Kári Árnason hefur skorað í sex löndum af sjö. Það eru Ísland, Dan- mörk, England, Skotland, Svíþjóð og Kýpur. Hann skoraði ekki í Tyrk- landi. Viðar Örn Kjartansson hefur skorað í öllum þeim sex löndum þar sem hann hefur spilað. Það eru Ís- land, Noregur, Kína, Svíþjóð, Ísrael og Rússland. Miðvörðurinn með markanefið  Sverrir Ingi Ingason hefur skorað í sex löndum  Aðeins þrír gert betur AFP Landsliðið Sverrir Ingi Ingason hefur betur gegn Antoine Griezmann í leik gegn Frökkum. Þeir gætu mæst á ný á EM í Búdapest næsta sumar. Norska kvennalandsliðið í hand- knattleik, undir stjórn Þóris Her- geirssonar, hélt sýningu í seinni hálfleik gegn Slóvenum í loka- keppni heimsmeistaramótsins í Kumamoto í Japan í gær. Í hálfleik var staðan 13:12 fyrir Noreg og slóvenska liðið virtist til alls líklegt, enda hafði það unnið sannfærandi sigur á sterku liði Hol- lands í fyrstu umferðinni. En í seinni hálfleik fór norska lið- ið hamförum, skoraði 23 mörk gegn 8 og vann yfirburðasigur, 36:20. Marit Rosberg Jacobsen skoraði 8 mörk fyrir Noreg og þær Ingvild Kristiansen Bakkerud og Camilla Herrem 6 mörk hvor. Serbía hefur einnig unnið fyrstu tvo leiki sína í riðlinum en þessi lið mætast í Kumamoto í dag. Vg.no gefur Þóri 8 í einkunn fyr- ir stjórnun sína á leiknum. „Hann hlýtur að hafa sagt réttu hlutina í hálfleik,“ segir í umsögninni. vs@mbl.is Norsk handboltasýning í seinni hálfleiknum Ljósmynd/IHF HM Stine Bredal Oftedal, leikstjórnandi Noregs, skýtur að marki Slóvena. Bikarmeistarar FH gerðu sér lítið fyrir og unnu sannfærandi sigur gegn Íslandsmeisturum Selfoss í Hleðsluhöllinni á Selfossi í tólftu umferð úrvalsdeildar karla í hand- knattleik, Olísdeildinni, í gær. Leiknum lauk með sex marka sigri Hafnfirðinga, 37:31, en FH leiddi með fjórum mörkum í hálfleik. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður sigu FH- ingar fram úr. Hafnfirðingar leiddu 18:14 í hálfleik og byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti. FH náði sex marka forskoti snemma í seinni hálfleik og Sel- fyssingar voru aldrei líklegir til þess að koma til baka eftir það. Ásbjörn Friðriksson var at- kvæðamestur í liði FH með 9 mörk og þá varði Phil Döhler 15 skot í marki FH. Hjá Selfossi var Atli Ævar Ingólfsson markahæstur með 10 mörk. FH fer með sigrinum í þriðja sæti deildarinnar í 16 stig en Selfoss er í sjötta sætinu með 15 stig. Ljósmynd/Guðmundur Karl Markahæstur Ásbjörn Friðriksson sækir að Alexander Má Egan á Selfossi. Sannfærandi sigur FH-inga á Selfossi Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty Brjóstahaldararnir frá Royce eru allir spangalausir og með vasa. Falleg og góð snið með þægindi í fyrirrúmi. Verð 7.850,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.