Morgunblaðið - 11.12.2019, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.isefverslun brynja.is
Hágæða handverkfæri frá Crown Tools
Vandaðir mínifræsarar og brennipennar frá PG tools og Pebaro
Fræsari 350 stk
Verð 15.960
Fræsari lítill
Verð 9.980
Tilvalin jólagjöf
fyrir handverksmanninn
Brennipenni
Verð 4.940
Útskurðarsett
Verð 14.980
Rennijárnasett
Verð 29.480
Hallarmál lítið
Verð 3.695
Hallarmál stórt - Verð 6.980
Sniðmót
Verð 5.620
Bakkasög
Verð 5.630
Siklingastál
Verð 3.980
Rismát
Verð 3.720
Hefill
Verð 9.340
Hefill
Verð 7.750
Brennipenni
st-20w - Verð 16.760
Brennipenni
20 aukahlutir
Verð 5.880
Brennipenni
Verð 6.980
Brennipenni
st-30w
Verð 24.980
V
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Alþjóðagjaldeyris-
sjóðurinn, IMF
(International Monet-
ary Fund), vinnur
ekki aðeins með
bókstaflegum hætti að
efnahags- og gjaldeyr-
ismálum heldur beitir
sjóðurinn sér líka – í
miklum mæli – fyrir
ýmiss konar rann-
sóknum og grein-
ingum á öðrum sviðum sem hafa
óbein en oft mikil áhrif á alþjóðleg
efnahagsmál.
Sjóðurinn hefur lagt sig sérstak-
lega fram um að rannsaka lofts-
lagsvána enda er hún vissulega
stærsta einstaka vandamálið og
áskorunin sem mannkynið þarf nú
að takast á við.
Hamfarahlýnunin, með þeim
loftslags- og veðrasviptingum –
flóðum, þurrkum og fárviðrum –
sem henni fylgja, er allt í senn af-
komumál, velferðarmál og stórfellt
efnahagsmál fyrir fólk víða um
heim.
Á dögunum gaf IMF út rann-
sóknarskýrslu um þetta efni með
yfirskriftinni „Nature’s Solution to
Climate Change“; Lausn náttúr-
unnar sjálfrar á loftslagsvánni.
Rannsóknin sýnir meðal annars
fram á að stórhveli taka til sín og
geyma í búknum að meðaltali 33
tonn af CO2, sem jafngildir
geymsluþoli um 1.500 fullvaxinna
trjáa á kolefni. Þegar
dýrin drepast sökkva
þau niður á hafsbotn
og taka kolvetnið með
sér, þar sem það
geymist í áratugi eða
aldir og leysist svo
upp.
Rannsóknin leiðir
líka í ljós að
næringarríkur úr-
gangur hvala er að-
alfæða plöntusvifsins í
hafinu, sem aftur
framleiðir um helming
alls súrefnis í lofthjúpnum. Fram-
lag plöntusvifsins í hafinu er jafn-
gildi fjögurra Amazon-regnskóga
hvað varðar kolefnisbindingu og
loftslagsvernd. Amazon-skógarnir
eru þó oft kallaðir lungu jarð-
arinnar enda auðvitað feikiþýðing-
armiklir líka.
IMF reiknar út verðgildi hvers
stórhvelis í þessu ljósi en ljóst er
að baráttan við loftslagsmengunina
mun kosta mikla fjármuni. Sú stað-
reynd, svo og verulegt verðgildi
hvala fyrir náttúru, lífríki og upp-
lifun ferða- og heimamanna á
hvalasvæðum, er tekin með í reikn-
inginn.
IMF kemst að þeirri niðurstöðu
að hvert stórhveli hafi verðgildi
upp á a.m.k. tvær milljónir banda-
ríkjadala eða um 250 milljónir ísl.
króna.
Kristján Þór Júlíusson sjávar-
útvegsráðherra leyfði fyrr á þessu
ári – með fulltingi ríkisstjórnar
Katrínar Jakobsdóttur – dráp á
1.045 langreyðum og 1.085 hrefn-
um á árunum 2019-2023.
Á grundvelli verðmats IMF hafa
þessar langreyðar verðgildi upp á
260 milljarða ísl. króna, en bæta
verður 50 milljörðum króna við
vegna hrefnanna. Samtals er verð-
mæti þeirra hvala sem sjávarút-
vegsráðherra og ríkisstjórn leyfa
veiðar á fram til 2023 þannig um
310 milljarðar króna.
Hin hliðin á þessum hvalveiði-
kvóta ríkisstjórnarinnar er sú stað-
reynd að til að bæta það tjón á
loftslagsgæðum, sem dráp á 1.045
langreyðum og 1.085 hrefnum
myndi valda, þyrfti að rækta og
byggja upp skóg með tveimur
milljónum trjáa. Hversu mörg full-
vaxin tré skyldu vera á Íslandi í
dag?
Hér má einnig minna á að Ísland
er eina land veraldar sem leyfir og
stundar dráp á stórhveli, langreyði.
Þegar til þess er litið að lang-
reyðaveiðar Hvals hf. hafa síðustu
áratugi verið reknar með tapi, svo
ekki sé talað um það heiftarlega
dýraníð sem veiðarnar byggjast á –
drápsaðferðir og drápstækni eru
að miklu leyti frá 1950 – og þá
stórfelldu skemmd á ímynd lands
og þjóðar sem veiðum fylgir, verð-
ur þessi leyfisveiting ríkisstjórnar
Katrínar Jakobsdóttur að flokkast
undir forkastanlega gjörð, sem er
þeim sem að henni standa til
hneisu og vansæmdar.
Hér má líka velta upp þeirri
spurningu hvernig æðsta mennta-
stofnun landsins, Háskóli Íslands,
gat komist að þeim niðurstöðum í
hvalveiðimálum sem fram koma í
skýrslu Hagfræðistofnunar skólans
frá janúar 2018. Býr Háskóli Ís-
lands virkilega ekki yfir meiri
þekkingu; eru sjávar- og umhverf-
isvísindi þar ekki á hærra stigi –
eða réðu önnur sjónarmið för?
Nefna má að grunnupplýsingar
um mikilvægi hvala fyrir lífríkið og
lofthjúpinn hafa legið fyrir um
a.m.k. 5-10 ára skeið. Var m.a. á
það bent á ráðstefnu um hvali sem
haldin var hér í Öskju í apríl 2017.
Mér finnst fara vel á því að ljúka
þessum skrifum með tilvitnun í
einn helsta snilling þjóðarinnar, Jó-
hannes S. Kjarval, sem elskaði
hvali og sá fyrir og skildi mikilvægi
þeirra fyrir lífríkið og jörðina
löngu á undan öðrum: „Hið stóra
hjarta heimssálarinnar, hvalanna,
sorterar undir tónbylgjum, sem
mundu glatast þessum hnetti ef við
högum okkur verr en óvitar.“
(Hvalasagan, 1956.) Verr en óvitar!
Baráttan gegn loftslagsvá; einn
hvalur á við fimmtán hundruð tré
Eftir Ole Anton
Bieltvedt » Á grundvelli verð-
mats IMF er verð-
mæti þeirra hvala, sem
sjávarútvegsráðherra
og ríkisstjórn leyfa veið-
ar á fram til 2023, um
310 milljarðar króna.
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er stofnandi
og formaður Jarðarvina.
Móttaka aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur
lifandi umræðu í landinu og
birtir aðsendar greinar alla út-
gáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Kerfið er
auðvelt í notkun og tryggir ör-
yggi í samskiptum milli starfs-
fólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar
á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í
hægra horni forsíðu mbl.is.
Þegar smellt er á lógóið birtist
felligluggi þar sem liðurinn
„Senda inn grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf not-
andinn að nýskrá sig inn í
kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar
fylgja hverju þrepi í skráning-
arferlinu.
Eftir að viðkomandi hefur
skráð sig sem notanda í kerfið
er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna
svæðið. Hægt er að senda
greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá
kl. 8-18.