Morgunblaðið - 11.12.2019, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019
við borðið í kaffistofunni. Jú,
með verki í hálsinum og þurfti
að halda höfðinu uppi. Aumur
aftan á hálsi og í hliðum. Þú
gætir verið hálsbrotinn, þarft
að fara upp á slysó. Kannski
best að hringja í sjúkrabíl.
Hann var ekki endilega á því.
Hann komst neðan úr skipi
hugsaði ég, lítið um hraðahindr-
anir og aðrar ójöfnur á leiðinni,
best ég keyri hann. Ég var með
lífið í lúkunum á leiðinni, og
hann reyndar líka, í þeirra orða
fyllstu merkingu því hann
þurfti að halda höfðinu kyrru
með báðum höndum alla leið-
ina. Í ljós kom að hann hafði
brotið banakringluna, ekki
margir sem lifa til að segja frá
því. Við tóku nokkrir mánuðir í
hálskraga í sjúkrarúmi. Ég er
ekki að segja að hann hafi notið
þess en mér kom á óvart hvað
hann tók þessum tíma vel. Hér
kristölluðust eiginleikar hans.
Vinnusamur, oft ákafamaður til
vinnu, en hann tók verkefnin
eins og þau voru. Sum var hægt
að vinna hratt en við önnur
verkefni þurfti þolinmæði, alúð
og bið. Þetta verkefni tók hann
þannig. Þannig var um fleiri
verkefni og þannig sinnti hann
fjölskyldu sinni. Snöggur til
hjálpar er svo bar undir en al-
úðlegur og þolinmóður þegar
þess þurfti með. Hann skipti
ekki skapi, karpaði lítt um dag-
leg mál eða álitaefni en fór sín-
ar eigin leiðir. Hann var glað-
vær, ljúfur maður og farsæll og
gerði líf okkar betra.
Ólafur Skúli Indriðason.
Stundin líður, tíminn tekur,
toll af öllu hér,
sviplegt brotthvarf söknuð vekur
sorg í hjarta mér.
Þó veitir yl í veröld kaldri
vermir ætíð mig,
að hafa þó á unga aldri
eignast vin sem þig.
Þú varst ljós á villuvegi,
viti á minni leið,
þú varst skin á dökkum degi,
dagleið þín var greið.
Þú barst tryggð í traustri hendi,
tárin straukst af kinn.
Þér ég mínar þakkir sendi,
þú varst afi minn.
(Hákon Aðalsteinsson)
Mig langar að minnast elsku
afa Gústa í fáeinum orðum.
Hann var afskaplega hlýr og
ljúfur maður og tók manni allt-
af vel. Alveg sama hvað var, þá
vissi ég að í honum átti ég
ávallt hauk í horni. Það var líka
svo stutt í gleðina hjá afa og ein
af mínum uppáhaldsminningum
úr brúðkaupi okkar Geirs er
hvað afi skemmti sér vel og hló
mikið að öllum skemmtiatrið-
unum. Það var líka fátt
skemmtilegra en að fara með
afa Gústa í leikhús eða bíó og
þá sérstaklega á gamanmynd
því hann hló svo hátt og inni-
lega og skipti þá engu hvort
einhver annar í salnum væri að
hlæja. Hann öfundaði líka aldr-
ei aðra en samgladdist af öllu
hjarta þegar vel gekk.
Annað sem einkenndi afa
Gústa var hversu ótrúlega seig-
ur hann var. Nú er tíðrætt að
innræta þurfi börnum þraut-
seigju til að þau spjari sig vel í
lífinu og þá hugsa ég til afa og
hvað þetta reyndist honum eðl-
islægt. Þegar ég var yngri og
gisti hjá ömmu og afa fannst
mér svo ótrúlegt að afi vaknaði
fyrir allar aldir á hverjum ein-
asta morgni, eldaði sér hafra-
graut og færi út í daginn. Ver-
andi morgunsvæf með
eindæmum sjálf gat ég ekki
ímyndað mér meiri kappa, en
svona var afi bara, eljusamur
dugnaðarforkur. Hann gafst
ekki upp og fann alltaf ein-
hverja lausn á vandamálunum
þó stundum væri hún ekki aug-
ljós enda var hann bráðgreind-
ur og með mikið verksvit. Þessa
eiginleika afa og hugsunarhátt
hef ég reynt að tileinka mér og
hefur það alltaf reynst mér vel
bæði í starfi sem og í lífinu
sjálfu.
Þegar ég var þrettán ára
buðu afi og amma mér með sér
til Bandaríkjanna að heimsækja
Helgu frænku. Þessi ferð var
ógleymanleg og margar
skemmtilegar minningar frá
henni og í raun mótaði hún að
hluta þann farveg sem ég síðan
valdi mér í lífinu. Í ferðinni fór-
um við meðal annars í skemmti-
garð og það stóð ekki á afa að
skella sér með í stærsta rússí-
banann, eitthvað sem ég skildi
ekki fyrr en seinna að væri ekki
endilega sjálfsagt. Þegar við
brunuðum niður stærstu brekk-
una flugu gleraugun hans afa
úr brjóstvasanum en hann
gerði sér lítið fyrir og greip þau
í loftinu! Hvað við gátum hlegið
að þessu öll.
Hvíl í friði, elsku afi. Þú
varst einstök fyrirmynd og ég
sakna þín svo sárt en mun
ávallt reyna að fylgja þeim
góðu gildum sem þú kenndir
mér og bera þau áfram til
barnanna okkar, Láru Bjargar
og Halldórs Ágústs.
Valgerður Guðrún
Halldórsdóttir.
Elsku afi Gústi.
Fyrsta minningin um þig
sem kemur upp í hugann eru
orðin þín: „Á kappinn“ sem þú
sagðir við okkur krakkana ef
við höfðum verið dugleg við
eitthvað og á eftir fylgdi
skemmtilegi og einstaki hlát-
urinn þinn. Hláturinn þinn sem
ég er viss um að hafi gengið í
erfðir til einhverra af okkur, ef
ekki allra. Við vissum í rauninni
ekki hvað orðið á kappinn þýddi
en við skildum að það þýddi að
við hefðum staðið okkur vel,
miðað við hvernig þú sagðir það
og hversu ánægður þú varst.
Háværi, innilegi og skemmti-
legi hláturinn þinn er það sem
einkenndi þig einna mest í okk-
ar huga, tilhlökkunin til dæmis
við að hitta þig um áramótin og
horfa með þér á skaupið bara
til að heyra þig hlæja og hlæja
með þér.
Það sem við lærðum einna
helst af þér, elsku afi, var
dugnaður og vinnusemi en þú
varst og ert enn svo ótrúlega
sterk og góð fyrirmynd okkar í
lífinu. Þú sýndir okkur hvernig
á að lifa vel og vera hamingju-
samur og nægjusamur með það
sem maður hefur og sýndir
okkur að dugnaður skilar alltaf
árangri.
Við sáum líka hversu ótrú-
lega mikið þú elskaðir ömmu og
fyrir okkur að sjá ykkur saman
var aðdáunarvert, hversu sam-
heldin þið voruð í einu og öllu.
Elsku afi Gústi, takk fyrir
allt sem þú gafst okkur.
Þín barnabörn,
Andrea Guðrún, Ágúst
Arnar, Guðrún Helga og
Katrín Helga.
Við upprifjun minninganna
um Ágúst Sigurðsson, um
Gústa mág, flæðir slíkur fjöldi
myndskeiða fram að vandi er úr
að velja þegar setja á nokkur
orð á blað í minningu hans. All-
ar bera þær einkenni hugljúfs
manns, hægláts og tillitssams,
um leið áræðins og óttalauss,
sem ávallt var tilbúinn að tak-
ast á við hin ólíkustu verkefni
af trúmennsku, áræðni og
ákveðni.
Hlátur og létt lund voru þó
ávallt skammt undan, sama á
hverju gekk. Varfærin stríðni
var einnig til staðar og þá hlið
sýndi hann, þegar ég um miðj-
an síðasta mánuð heimsótti
hann á Hrafnistu. Lasburða,
risinn úr rekkju til sætis með
aðstoð hjálparliðs, hallaði hann
höfði lítillega, leit á mig með
glettni í svip og sagði lágum
rómi: „Árni, svaka ertu orðinn
feitur maður.“ Ég skellti upp
úr. Sami gamli grallarinn
leyndi sér ekki, þó að mátt-
urinn færi dvínandi. Gústi kem-
ur inn í minningabanka minn
snemma. Lollu systur lá svo á
að hefja vegferð sína og njóta
sjálfstæðis á eigin forsendum.
Aðeins fá ár liðu frá fermingu
hennar, þegar hún sleppti mér
úr fangi sér eftir að hafa haldið
mér undir skírn, þar til hún tók
Gústa sér í fang í staðinn, rúm-
um hálfum áratug síðar, en þau
giftust 1953. Mér fannst á þess-
um árum mikill ævintýraljómi
yfir lífshlaupi þeirra Lollu. Með
gæja úr Hafnarfirði, sem var á
þessum tíma hinum megin á
hnettinum, hvað þá að hefja bú-
skap þar, stunda skóla og sjó-
mennsku, fjölga mannkyninu
með fæðingu Jennýjar, hverfa
svo með fjölskylduna til frekara
náms til Danmerkur. Þetta var
stórmerkilegt fyrir lífsmynd 5-
10 ára gutta, en virðingin fyrir
þessari framtakssemi var
ómæld og hefur sennilega
ómeðvitað orðið hvetjandi og
fyrirmynd æ síðan.
Gústi var dagfarsprúður og
jafnvel hlédrægur við fyrsta
framgang. Hann var ekki fram-
hleypinn og yfirgangssamur, en
þegar hugurinn var ráðinn stóð
ekkert í vegi hans og líkast
hamhleypu vann hann verkin.
Úrlausnir og afköst mynduðu
kjölsog ævisiglingar hans.
Hann kom víða við, flest
tengdist það sjónum, tækninni
sem og veiðinni. Hann var afar
farsæll í samskiptum sínum við
alla menn. Ég get ekki ímyndað
mér að Gústi hafi átt sér óvild-
armenn, nema ef óvætturinn öf-
und hafi þar ráðið, jafn umhug-
að og honum var um vellíðan og
farsæld annarra. Sjálfum farn-
aðist honum og fjölskyldunni
vel og fengu margir notið þess
með honum en um slíkt talaði
hann ekki.
Gústi var einn af þeim mönn-
um sem alltaf virtust hafa næg-
an tíma og mér fannst hann
aldrei flýta sér, þrátt fyrir mik-
ið annríki. Þannig var hann líka
innan fjölskyldunnar, bæði
sinnar á heimavelli, sem hann
studdi og stóð með af ástrækni
og hvatningu, sem og stórfjöl-
skyldunnar, þar sem hann
reyndist mörgum traustur bak-
hjarl. Hans verður sárt saknað.
Við Sólveig áttum góðan vin-
skap alla tíð við Gústa og Lollu.
Þau eru í okkar huga sem eitt,
svo samstiga sem þau voru í
lífshlaupi sínu. Við vottum
Lollu, stelpunum og fjölskyldu
okkar dýpstu samúð og megi
hinn hæsti veita þeim styrk og
blessun.
Árni Ólafur Lárusson
og Sólveig Hannam.
Ágúst Sigurðsson, samkenn-
ari okkar og vinur, hefur nú yf-
irgefið okkur. Það er mikill
sjónarsviptir að honum og verð-
ur hans sárt saknað í hópi gam-
alla samkennara Vélskóla Ís-
lands. Hann kom til skólans
1969 og kenndi raungreinar við
góðan orðstír um 25 ára tíma-
bil. Þá var hann umsjónarkenn-
ari nemendahópa og um árabil
deildarstjóri raungreina í skól-
anum og bar þannig faglega
ábyrgð á eðlis- og efnafræði,
grunnteikningu og stærðfræði.
Ágúst var farsæll kennari og
vel liðinn, gerði kröfur til nem-
enda sinna en var réttlátur og
óhlutdrægur þegar kom að
námsmati. Hann sinnti kennsl-
unni vel en á stundum þurfti
hann þó að bregða sér afsíðis í
símann, til þess að redda ein-
hverju varðandi útgerðina.
Við minnumst hans sem
brosmilds og glaðværs félaga
sem gott var að eiga samskipti
við. Afskaplega gefandi sam-
vera er þökkuð með söknuð í
hjarta. Guðrúnu, konu hans, og
dætrum sendum við innilegar
samúðarkveðjur.
Fyrir hönd samkennara í
Vélskóla Íslands,
Sigurður R. Guðjónsson.
✝ Erlingur ÞórGuðmundsson
frá Króki í Grafn-
ingi fæddist 1.
desember 1947 í
Reykjavík. Hann
lést á deild L-4,
Landakotsspítala,
10. nóvember
2019.
Erlingur var
sonur hjónanna
Guðmundar Jó-
hannessonar, f. 1897, d. 1996,
bónda að Króki í Grafningi, og
Guðrúnar Sæmundsdóttur hús-
freyju, f. 1904, d. 1987. Erling-
ur var yngstur átta systkina.
Elstur Egill, f. 1921, látinn,
Guðrún Mjöll, f. 1923, látin, Ás-
laug Fjóla, f. 1926, látin, Jó-
hannes Þórólfur, f. 1931, Sæ-
unn, f. 1933, Jóhanna, f. 1936,
Elfa Sonja, f. 1945.
Eftirlifandi eiginkona Er-
lings er Kristrún Valtýsdóttir
frá Akranesi, f. 8.12. 1951.
Dóttir þeirra er Bára Berg-
mann, f. 10.4. 1971.
Erlingur og Kristrún hafa
verið búsett á
Álftanesi frá 1998.
Erlingur á fjög-
ur börn með fyrri
konu sinni, Hrönn
Sveinsdóttur, f.
24.12. 1952.
Elst er Dröfn, f.
26.7. 1973, Jónína
Björk, f. 13.9. 1977,
Gunnhildur, f.
19.11. 1977, Erling-
ur Sveinn, f. 2.4.
1989.
Erlingur vann við hin ýmsu
störf. Vann í Hegningarhúsinu
og síðan Síðumúlafangelsi. Eft-
ir það tók við vinna hjá Raf-
veitu Hafnafjarðar og síðan HS
Veitum.
Erlingur var mikill áhuga-
maður um náttúru Íslands og
naut þess að ferðast til útlanda
og um Ísland, ýmist á jepp-
anum á sumrin eða á veturna
var þeyst um á snjósleða.
Útför Erlings fór fram í
Garðakirkju á Álftanesi 21.11.
2019 í kyrrþey að ósk hins
látna.
Látinn er fjölskylduvinur, Er-
lingur Þór Guðmundsson, fv. for-
stöðumaður hjá FMSR.
Það tekur á að horfa upp á
heilsuhraustan vin á besta aldri
síga hratt inn í alvarleg veikindi.
Erlingur setti sterkan svip á
mannlífið í sveitinni okkar frá
unga aldri þar sem foreldrar
hans, Guðrún Sæmundsdóttir og
Guðmundur Jóhannesson,
bjuggu fyrrum í Króki í Grafn-
ingi.
Blessuð sé minning þeirra
heiðurshjóna og systkina Er-
lings sem fallin eru frá.
Við Erlingur áttum góð sam-
skipti og vinskap í sveitinni
eystra og síðan hér í borginni
t.d. við heyskap, smalamennsku,
veiðiskap í Þingvallavatni og til
fjalla sem og við byggingar o.fl.
hér í borginni.
Stundum var við erfiðar
aðstæður að eiga eystra í slæm-
um veðrum og þá var jafnvel
teflt á tvær hættur á vatninu og
víðar, en allt gekk þetta upp án
áfalla.
Erlingur var ávallt hress í
þessum ferðum og verkum og
úrræðagóður mjög, gerði jafnvel
grín að því þegar miður gekk
með ýmsum látbrigðum og eft-
irhermum.
Hann hafði gaman af lífinu
hér í borginni á Glaumbæjarár-
unum sem oftar, samhliða því
sem hann sótti í fegurð og kyrrð
sveitanna umhverfis Þingvalla-
vatn þar sem hann undi hag sín-
um afar vel.
Kom þá gjarnan við í kaffi og
spjall á Nesjavöllum til að rifja
upp gamlar og góðar minningar.
Setti jafnframt ekki fyrir sig að
renna á snjósleðanum yfir Mos-
fellsheiði í kvöldkaffi á Vellina. Á
æskustöðvunum Króki ætlaði
Erlingur að byggja upp og eiga
þar ævikvöld í námunda við
Grafnings- og Þingvallafjöll þar
sem morgun- og kvöldsólin
skartar oft fögrum litbrigðum á
hátinda fjallanna með fjölbreytt-
an gróður, vötn, ár og læki. Þar
var hann á heimavelli í leik og
starfi sem og á samverustundum
með fjölskyldu sinni sem hann
unni mjög og vinum.
Erlingur keypti sér nýjan
rússajeppa og lét sérsníða á
hann blæjur sem eftir var tekið,
en við félagar hans Willys-jeppa
sem þóttu einnig áhugaverð
tæki. Þær eru margar ógleym-
anlegar vetrarferðirnar o.fl.
ferðir sem við Erlingur og fé-
lagar fórum í þar sem Erlingur
hafði ávallt vinninginn að komast
yfir stærstu snjóskaflana á
rússajeppanum án þess að moka
áður slóða gegnum þá. Hló síðan
að öllu sama þegar yfir var kom-
ið og bauð okkar spotta í Willys-
jeppana til að komast yfir ófær-
urnar. Já glensið og léttleikinn
var ávallt í fyrirrúmi hjá okkar
góða vini.
Það væri hægt að skrifa langa
minningargrein, jafnvel bók um
Erling, verk hans og framsækni.
Þegar árin liðu fór meiri tími
hjá okkur félögunum í amstur
dagsins, þannig að minna var um
að við hittumst því miður.
Kærar og léttar
samverustundir munu lifa í
minningunni um góðan félaga
sem ræktaði og minntist okkar
vinatengsla allt til síðasta dags.
Blessuð sé minning kærs fé-
laga og vinar, Erlings Þórs Guð-
mundssonar.
Megi Guð vernda Erling og
gefa eiginkonu, börnum, fjöl-
skyldunni og vinum ljós og styrk
til framtíðar.
Við fjallavötnin fagurblá
er friður, tign og ró.
Í flötinn mæna fjöllin há
með fannir, klappir, skóg.
Þar líða álftir langt í geim
með ljúfum söngva klið,
og lindir ótal ljóða glatt
í ljósrar næturfrið.
(Hulda)
Ómar G. Jónsson
og fjölskylda.
Erlingur Þór
Guðmundsson
Það eru 40 ár um
þessar mundir síð-
an við Páll Heimir
hófum saman
skólagöngu í
Menntaskólanum við Sund. Í
bekknum okkar myndaðist
ákveðinn kjarni sem samanstóð
af okkur Palla og nokkrum af
stelpunum. Þessi hópur, sem við
kölluðum „hópsálina“, brallaði
ýmislegt saman og var það oftar
en ekki Palli sem átti hugmyndir
að verkefnum og uppátækjum
sem við nú yljum okkur við að
minnast.
Við Palli héldum alltaf sam-
bandi og var vel til vina. Jafnvel
þótt stundum liðu mörg ár var
alltaf eins og við gætum haldið
Páll Heimir Pálsson
✝ Páll HeimirPálsson fædd-
ist 26. september
1962. Hann lést 24.
nóvember 2019.
Útförin fór fram
6. desember 2019.
áfram skrafinu þar
sem frá var horfið.
Hann var óþreyttur
að kynna mig fyrir
ýmsum viðskipta-
hugmyndum sínum
og list. Við hjónin er-
um svo heppin að
eiga eftir hann lista-
verk, sem prýða
veggi heimilis okkar.
Við geymum einnig
bréf sem hann sendi
okkur þegar við bjuggum erlend-
is og báru vott um hugmynda-
auðgi, ritsnilld og glettni en
stundum með alvarlegum undir-
tón. Þar birtist m.a. sýn Palla á
minningargreinar, dónalegar
greinar, betra væri að skrifast á í
lifanda lífi. En Palli minn, afsak-
aðu þetta, okkur langaði svo mik-
ið að minnast þín.
Mér er minnisstætt þegar við
félagarnir vorum að vinna „í
bragganum“ við Fífuhvammsveg
í einingaverksmiðju pabba hans.
Þar vorum við í akkorði ýmist að
steypa strengjasteypubita eða
pússa veggi, gjarnan langt fram á
nótt. Erfiðisvinna, en rétt eins og
næturlangar vökur við framköll-
un í ljósmyndaherberginu í skól-
anum, þá var alltaf gaman þar
sem Palli var.
Einhverju sinni sem oftar hitt-
umst við Palli á förnum vegi á
tímabili þegar ég var að reka
verkfræðistofu með Stulla mági
mínum. Þá auðnaðist okkur sá
heiður að fá Palla til liðs við okk-
ur sem teiknara og þrívíddar-
hönnuð á stofuna. Listrænir
hæfileikar hans nutu sín þar
ásamt reynslu hans af fram-
leiðslu einingahúsa. Síðar unnum
við saman um tíma ásamt Degi
vini hans við að kynna og mark-
aðssetja Sketch-up þrívíddar-
módel Palla á Google Earth. Palli
var einn mesti snillingur í heimi á
þeim vettvangi undir listamanns-
nafninu St. Pall.
Palli var okkur hjónunum kær
og minningin um hann mun lifa
með okkur áfram. Við vottum
eiginkonu, börnum, föður hans og
fjölskyldunni okkar dýpstu sam-
úð.
Jón Pálsson.