Morgunblaðið - 11.12.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2019
✝ Ágúst G. Sig-urðsson, vél-
stjóri, skipatækni-
fræðingur, kennari
og útgerðarmaður,
fæddist í Hafn-
arfirði 15. sept-
ember 1931. Hann
lést 29. nóvember
2019 í Hafnarfirði.
Foreldrar hans voru
Sigurður Eiríksson,
f. 1903, d. 1977, vél-
stjóri og Jenný Ágústsdóttir, f.
1908, d. 1995, húsmóðir. Systk-
ini: Þorsteinn, f. 1928, d. 2017,
Steinvör, f. 1930, d. 2014, Eirík-
ur Garðar, f. 1933, d. 2019, Sig-
rún, f. 1935, Reimar, f. 1937, d.
1995, Hafsteinn, f. 1938, Berg-
ur, f. 1941, d. 2016, Gestur
Breiðfjörð, f. 1943, d. 2004, Sig-
urður Jens, f. 1945 og Kolbrún,
f. 1952, d. 2014. Ágúst kvæntist
Guðrúnu Helgu Lárusdóttur
21.3. 1953, dóttur Lárusar Sig-
urbjörnssonar, cand. phil., rit-
höfundar og skjala- og minja-
varðar Reykjavíkurborgar, f.
1903, d. 1974 og Ólafíu Sveins-
dóttur, f. 1903, d. 1937. Börn
Ágústar og Guðrúnar: 1) Jenný
tannlæknir, f. 1953, gift Hall-
dóri Kristjánssyni, verkfræð-
ingi og MBA, f. 1952, börn
þeirra: a) dr. Valgerður Guðrún
borgarskóla í Hafnarfirði 1948,
Iðnskóla Hafnarfjarðar 1950,
var í vélvirkjanámi í Vélsmiðju
Hafnarfjarðar 1948-52; fékk
meistararéttindi 1952. Lauk
vélstjóraprófi í Vélskólanum í
Reykjavík 1954 og rafmagns-
deild 1955, prófi í skipasmíðum
í Maskinteknikum í Odense í
Danmörku og röntgenmynda-
tökum af rafsuðu í Teknologisk
Institut í Kaupmannahöfn 1959.
Hann var vélstjóri á bv. Ísólfi
1954-55 og bv. Júlí 1955-56,
vann hjá Skipaskoðun ríkisins
1960-63, var skipaeftirlits-
maður hjá Skipadeild SÍS 1963-
66, tæknilegur framkvæmda-
stjóri Stálvíkur skipa-
smíðastöðvar 1966-69, þar var
hann einn af stofnendum og
stór hluthafi. Kennari í Vél-
skóla Íslands 1969-93. Annaðist
hönnun og tæknilega ráðgjöf
vegna smíði fiskiskipa fyrir
skipasmíðastöðvar, innlendar
og erlendar. Árið 1970 hófu
Ágúst og Guðrún rekstur út-
gerðarfyrirtækisins Stálskips
hf. en þá höfðu þau fest kaup á
breskum síðutogara, Boston
Wellvale, sem strandaði við
Arnarnes í Ísafjarðardjúpi í
desember 1966. Gerði Ágúst
skipið upp og skírði Rán. Það
var fyrsta skipið og upphafið
að meira en fjögurra áratuga
útgerðarsögu þeirra. Togarar
þeirra báru nöfnin Rán, Ýmir
og Þór.
Útför Ágústar verður gerð
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
11. desember 2019, klukkan 13.
verkfræðingur, f.
1982, gift Geir Þ.
Þórarinssyni, að-
junkt í grísku og
latínu, f. 1978,
þau eiga tvö börn:
Láru Björgu, f.
2013 og Halldór
Ágúst, f. 2018, b)
Guðrún Helga,
MA í alþjóða-
samskiptum og
menningarmiðl-
un, f. 1991, gift Bang An, dokt-
orsnema í íþróttahagfræði, f.
1989, 2) Ólafía Lára kennari, f.
1959, gift Snorra Haukssyni,
kennara og aðstoðarskóla-
stjóra, f. 1950, börn Ólafíu af
fyrra hjónabandi eru: a) Ágúst
Arnar flugmaður, f. 1988,
kvæntur Alexöndru Eiri Andr-
ésdóttur, f. 1989, uppeldis- og
menntunarfræðingi, þau eiga
tvo syni: Emil Snæ, f. 2014 og
Nökkva Má, f. 2016, b) Andrea
Guðrún margmiðlunarhönn-
uður, f. 1989, 3) dr. Helga tann-
læknir, sérfræðingur í öldr-
unar- og samfélags-
tannlækningum, f. 1966, gift
Ólafi Skúla Indriðasyni, lyf- og
nýrnalækni, f. 1961, dóttir
þeirra er Katrín Helga Ólafs-
dóttir, tónskáld og tónlistar-
kona, f. 1996. Ágúst lauk Flens-
Eins og ég minnist pabba þá
var hann alltaf svo broshýr og
skapgóður og afburða duglegur
og ósérhlífinn. Hann var alltaf
fyrstur á fætur og var mættur
niður í skip, þegar það var í
landi, á undan öllum öðrum og
fór síðastur heim á kvöldin og
passaði upp á að allir hlutir
væru í lagi. Hann var alltaf
tilbúinn til að hjálpa og var
gjarnan mættur löngu á undan
öllum öðrum ef eitthvað þurfti
að taka til hendinni. Hann var
aldrei að dunda við hlutina og
maður þurfti helst að hlaupa
við fót ef maður ætlaði að halda
í við hann.
Pabbi var ótrúlega sterkur,
ég man eftir því þegar ég var
unglingur og við vorum á ferða-
lagi um Snæfellsnes, að hann
færði Fullsterkan á stall, eins
og það er kallað þegar ein-
hverjum tekst að lyfta þyngsta
steininum í steinatökunum sem
nefnast Fullsterkur, Hálfsterk-
ur, Hálfdrættingur og Amlóði
og eru á Djúpalónssandi. Amma
Jenný hafði sagt frá því með
bliki í auga að afa Sigurði hefði
líka tekist þetta þegar hann var
ungur maður og fengið þar með
pláss á báti sem reri frá Drit-
vík.
Pabbi var gáfaður maður og
fjölhæfur. Hann var bæði vél-
stjóri og vélvirki, kunni að gera
við allt og ef hlutirnir fengust
ekki, þá smíðaði hann þá sjálf-
ur. Hann var líka skipatækni-
fræðingur og hannaði og teikn-
aði skip. Það eina sem ég mátti
ekki snerta inni hjá honum
voru teiknipennarnir hans, þeir
voru alveg heilagir. Sem kenn-
ari var hann þolinmóður og ná-
kvæmur. Ég vildi vera fljót og
reikna allt í huganum, en hann
kenndi mér að vanda mig, setja
dæmin upp á blað og gera grein
fyrir hverju skrefi, hann kenndi
mér nákvæmni og vandvirkni
sem hefur verið mitt veganesti
alla tíð síðan. Þegar ég var
fimm ára lét hann mig hafa
kennslubók með vélritunaræf-
ingum og kenndi mér rétta
fingrasetningu og svo sat ég
löngum stundum inni hjá hon-
um og pikkaði á gömlu ritvélina
meðan hann teiknaði skip. Mér
fannst alltaf gott að vera í ná-
vist hans, nema þá helst þegar
ég var unglingur og fór með
honum og mömmu í bíó á gam-
anmyndir, þá vildi ég helst ekki
sitja með þeim því mér fannst
pabbi hlæja svo hátt að allir í
bíóinu hlytu að vera að horfa á
okkur. Seinna kunni ég betur
að meta innilega hláturinn hans
pabba og naut þess að sitja með
honum og hlæja hátt og inni-
lega að einhverju sem okkur
fannst báðum fyndið.
Á síðari árum naut hann þess
að hitta sína gömlu vini og sam-
kennara úr Vélskólanum í kaffi
í Jónshúsi, rifja upp gamla
tíma, spjalla og hlæja. Þá nut-
um við líka gönguferða okkar
saman meðfram sjónum í Hafn-
arfirði, þar sem við fæddumst
bæði, ég og pabbi. Oftast geng-
um við meðfram Langeyrinni
þar sem Anna föðursystir hans
hafði búið. Þar sagði hann mér
frá því þegar hann lærði að
synda þar í fjörunni og lék sér
þar með bræðrum sínum þegar
hann var lítill. Hann sagði mér
frá því þegar hann og Gæi
bróðir hans fleyttu litlum bát-
um, sem þeir höfðu sjálfir smíð-
að, á tjörnunum í hrauninu þar.
Þetta voru mér dýrmætar
stundir. Takk fyrir allt elsku
pabbi minn, minning þín mun
lifa með okkur.
Helga Ágústsdóttir.
Það er með sárum trega að
ég kveð föður minn í hinsta
sinn. Hann var ástríkur faðir
sem var alltaf til taks fyrir fjöl-
skyldur okkar systranna.
Við pabbi hittumst svo að
segja á hverjum degi og það
var oft glatt á hjalla í tíukaffinu
hjá okkur, spjallað um heima
og geima og hvað var títt af
skipunum og útgerðinni. Það
var alltaf stutt í brosið hjá hon-
um, hann hló hátt og innilega
og mátti þekkja hláturinn hvar
sem var.
Foreldrar mínir voru einkar
samhent og er ekki hægt að
tala um pabba án þess að
mamma sé nefnd. Þau lyftu
saman grettistaki við það að
koma á fót fyrirtæki sínu, það
voru fáir sem höfðu trú á því að
hægt væri að gera skip sem
strandað hafði, og var orðið
hálfgert flak, að glæsilegum
síðutogara aftur. Pabbi var viss
um að þetta tækist og í sam-
vinnu byggðu þau hjón upp
stöndugt útgerðarfyrirtæki.
Verkaskiptingin var skýr; pabbi
sá um allt sem varðaði skipin
og seldi allan aflann sjálfur.
Hann vaknaði fyrir allar aldir
til að hringja út um allan heim
til að selja fisk og panta vara-
hluti, það er að segja þá sem
hann gat ekki smíðað sjálfur.
Mamma sá um bókhald og fjár-
mál og þess háttar.
Pabbi var með eindæmum
vinnusamur maður, ósérhlífinn,
nægjusamur, óeigingjarn og
hógvær. Hann var ótrúlega
lausnamiðaður og fann lausnir á
verkefnum sem allir aðrir voru
búnir að gefa upp á bátinn.
Hann hélt til haga hlutum sem
aðrir töldu ónýta en hann gaf
þeim annað líf og ósjaldan var
hringt í hann og hann spurður
hvort hann ætti hina eða þessa
vélarhluti og þess háttar. Ég
sagði þá stundum við hann að
hann væri með togarapartasölu,
hann hló bara að því.
Pabbi var slunginn við að
flétta saman vinnu og fjöl-
skyldulíf. Fyrr á árum teiknaði
hann mörg skip sem hann hafði
einnig eftirlit með smíði á,
þurfti þá oft að fara til Dan-
merkur, Noregs og Þýskalands
af því tilefni. Þá var notað tæki-
færið og farið með fjölskylduna
í skemmtileg ferðalög að hitta
erlenda vini og kunningja og
skoða framandi slóðir. Sama má
segja um ferðir út á land; það
var farið og kíkt á nokkra báta
hér og þar og heimsóttir nokkr-
ir útgerðarmenn, sem var mjög
skemmtilegt.
Hann var einkar barngóður,
það hýrnaði alltaf yfir honum
þegar barnabörnin og barna-
barnabörnin komu til hans. Það
var ósjaldan að þau skottuðust
með honum niður í skip og út í
skemmuna þar sem hann var að
sjóða hlera og smíða eitthvað
spennandi, eða kíktu á villikis-
urnar hans. Hann gaf villikött-
unum í Trönuhrauni á hverjum
degi og sauð þá gjarnan fisk
handa þeim í örbylgjuofni sem
hann hafði í skúr á lóðinni. Þar
bjó hann einnig um kettina svo
þeir hefðu skjól. Þegar pabbi
kom inn á lóðina komu þeir
hlaupandi því þeir vissu að nú
fengju þeir eitthvað í svanginn.
Hann mátti ekkert aumt sjá og
gaukaði gjarnan ýmsu að þeim
sem hann vissi að ættu erfitt,
bæði mönnum og dýrum.
Við Halldór, dætur okkar og
fjölskyldur þeirra þökkum
pabba fyrir allt sem hann gaf
okkur af sér og minnumst hans
með söknuði og virðingu.
Jenný.
Elsku pabbi, nú ertu farinn í
ljósið en minningarnar um þig
munu ávallt lifa í huga mínum.
Þú kenndir mér svo margt með
dugnaði, ósérhlífni, þrautseigju
og kærleika.
Mínar fyrstu minningar í
bernsku eru þær að ég sat svo
oft undir teikniborðinu þínu
þegar þú varst að teikna skip
og báta. Þar fannst mér ég vera
á svo öruggum stað við fætur
þína, dundandi með einhver
leikföng. Ég man þá æskuminn-
ingu þegar þú lékst við okkur
systurnar, ætíð léttur á þér
með þinn skemmtilega háværa
hlátur, alltaf til í að gera svo
margt, smíða með okkur kofa,
hjálpa við að draga aðföng á
brennu sem við krakkarnir í
hverfinu sáum um við hólinn
hjá nunnunum, fara á skíði á
hólnum eða sleða og svo margt
fleira. Ég man líka þegar þú
kenndir mér að hjóla á reiðhjóli
með því að leggja nokkuð langa
spýtu undir bögglaberann og
hlaupa með hjólinu til að styðja
við. Þú sem kenndir mér svolít-
ið að gera við bíla, svo sem að
skipta um viftureim og alterna-
tor. Þú varst harðákveðinn í því
að stelpur gætu það sama og
strákar og vildir þess vegna að
ég færi í Vélskólann, en ég vissi
að þú vildir samt að ég gerði
það sem hugur minn stefndi til.
Verkvit, seiglu og lausnamiðaða
hugsun hef ég meðal annarra
hluta lært af þér. Ég er stolt af
þér, elsku pabbi. Þú varst ekki
fíni útgerðarmaðurinn í jakka-
fötum með skjalatösku heldur
varstu pabbi minn sem var í
vinnugallanum og innan undir
gallanum í slitinni peysu sem
þú snerir aftur fram þegar kom
gat á olnbogana. Þú varst pabbi
sem gat lagað allt, nýtt allt og
verið hagsýnn öllum stundum.
Þú varst pabbi sem alltaf veitti
hlýju, hrós, ástúð, hvatningu og
sem alltaf var gott að leita til.
Takk fyrir að hafa verið
svona frábær pabbi og frábær
afi barnanna minna, elsku
pabbi.
Ég vil kveðja þig með bæna-
versum sem þú kenndir mér.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson)
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Þín dóttir,
Ólafía Lára
Ágústsdóttir (Lóa).
Óli, viltu koma upp á Trönu-
hraun, pabbi datt á hausinn og
finnur mikið til í hálsinum. Þeg-
ar svona símtal berst og
tengdapabbi eitthvað að kvarta
dundar maður ekki við hlutina.
Hann var ekki kvartsár maður.
Hann hafði verið niðri í skipi,
runnið á hálu þilfari og dottið
niður á næsta þilfar, lent á
höfðinu. Þetta var í febrúar
2009, hann 77 ára en enn á fullu
við útgerð togara, sá um og
stjórnaði öllu viðhaldi og vinnu
við skipið. Þegar ég kom sat
hann með hendur undir kinn
Ágúst G.
Sigurðsson
Heiðursmaðurinn
Jakob Sigfinnsson
er látinn á 84. ald-
ursári og langar
okkur bræður að minnast hans
nokkrum orðum. Hugurinn
hvarflar aftur til ársins 1965 þeg-
ar 9 ára drengur fór í fyrsta sinn
úr foreldrahúsum í Kópavogi til
sumardvalar í sveit á Ormsstöð-
um í Norðfjarðarsveit. Þegar út
úr flugvélinni kom beið hans mað-
ur sem kynnti sig, kvaðst heita
Jakob og ókum við svo heim í
gömlum en forláta Land Rover-
jeppa sem Kobbi átti. Hér var
Kobbi tæplega þrítugur, glæsi-
legur maður, fríður sýnum, dökk-
hærður með brún og stór augu, en
umfram allt rólegur og velviljaður
í hvívetna. Sumrin hjá eldri bróð-
urnum á Ormsstöðum urðu fjögur
og síðar einnig fjögur hjá yngri
bróðurnum.
Dvöl okkar á Ormsstöðum kom
þannig til að Hulda fóstursystir
Jakobs dvaldi í húsum foreldra
okkar í Kópavogi á árunum fyrir
1965 og þegar falast var eftir því
að koma dreng í sumardvöl, stóð
ekki á svari þeirra heiðurshjóna
Maríu Ármann og Aðalsteins
Jónssonar á Ormsstöðum. Þau
höfðu gengið Jakobi í foreldra
stað þegar hann var tveggja ára
gamall, en Jakob var í hópi 12
systkina frá Grænanesi. Vegna
veikinda móður hans skömmu eft-
ir fæðingu þurfti að létta á heim-
ilinu og var Jakob sendur á Orms-
staði. Þar ólst Jakob upp, tók þátt
í öllum störfum til jafns við fóst-
ursystkini sín, Huldu og Jón Þór,
og bjó svo einn á Ormsstöðum í
nánu sambýli við Jón Þór og fjöl-
skyldu, eftir lát þeirra Maríu og
Aðalsteins, allt til dánardags.
Við bræður minnumst Jakobs
Jakob Sigfinnsson
✝ Jakob Sigfinns-son fæddist 24.
ágúst árið 1936.
Hann lést 27. nóv-
ember 2019.
Útför Jakobs fór
fram 6. desember
2019.
sem mikils öðlings,
sem aldrei skipti
skapi og var óendan-
lega þolinmóður
gagnvart okkur. Er
minnisstætt þegar
hann lét loks undan
endalausu tuðinu um
að fá að keyra trak-
torinn, skellti strák í
kjöltu sér og leyfði
honum að stýra
traktornum, þá var
nú því sumrinu bjargað! Það fór
aldrei mikið fyrir Kobba, hann bjó
alltaf í sama herberginu við hlið-
ina á eldhúsinu, en best undi hann
sér þegar kom að því að gera við
vélar og tæki. Jakob var viðgerð-
armaður frá náttúrunnar hendi,
keypti sér lyklasett og alls kyns
verkfæri, sem og suðugræjur og
las erlenda viðhaldsbæklinga til
þess að geta gert við hvers kyns
vélar og tæki. Reyndist hann
betri en enginn og var víða úr
sveitinni leitað til Jakobs þegar
leysa þurfti einhverja viðhalds-
gátuna. Við bræður urðum mjög
meðvirkir Jakobi og biðum þess
alltaf með öndina í hálsinum hvort
hann kæmi Land Rovernum enn
eitt árið í gegnum skoðun.
Var gleðin innileg þegar hvíti
miðinn blasti við til merkis um
fulla skoðun! Á seinni árum, eftir
að dró úr búskap, stundaði Jakob
m.a. skólaakstur og önnur hlið-
stæð störf. Hann var af þeirri
kynslóð sem undi sér á sínum for-
sendum og var ekki vanur að bera
vandræði á torg eða krefjast
hluta.
Loks þegar hann leitaði læknis
kom í ljós að það var allt of seint
og varð hann eflaust hvíldinni feg-
inn.
Að leiðarlokum viljum við
bræður þakka Jakobi fyrir sam-
fylgdina og þau góðu áhrif sem
hann hafði á okkur á uppvaxtarár-
um. Minning um góðan mann lifir.
Aðstandendum færum við okkar
hlýjustu og bestu samúðarkveðj-
ur.
Árni Tómasson og Gunnar
Guðni Tómasson.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar
Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.
Okkar kæri bróðir, mágur, frændi og vinur,
BIRGIR GUÐMUNDSSON,
Hörðalandi 8, Reykjavík,
lést laugardaginn 7. desember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Bergdís Ottósdóttir
Einar Guðmundsson Guðrún Árnadóttir
Margrét Einarsdóttir Valur Fannar Gíslason
Helga Jóna Benediktsdóttir Guðmundur B. Helgason
Margrét Benediktsdóttir
Benedikt, Jóhannes, Hjalti, Einar Fannar,
Erla Dórothea, Eva Guðrún og Emil Birgir
Okkar ástkæri
ÁRNI ÁRNASON
varð bráðkvaddur 3. desember.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í
Reykjavík fimmtudaginn 12. desember
klukkan 13.
Hjalti Stefán Árnason Júlía Björnsdóttir
Þórir Róbert Árnason
Aðalheiður Íris Hjaltadóttir
Guðmundur Árnason Júlíana Árnadóttir
Lára Hrönn Árnadóttir
Sigríður Árnadóttir Clarke Kenneth Clarke
Haraldur Árnason