Morgunblaðið - 17.12.2019, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019
Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900
OPIÐ ALL
A
DAGA TIL
JÓLA FRÁ
10-19
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þegar svona gerist er ekki á það
bætandi að hafa kalt í húsum líka.
Hérna gat fólk verið með kerti og
spil þótt rafmagnið vantaði,“ segir
Gunnar Björn Rögnvaldsson, verk-
efnastjóri hjá Skagafjarðarveitum.
Þótt Skagfirðingar hafi glímt
við rafmagnsleysi í liðinni viku eins
og fleiri var heitt vatn á öllum hús-
um. Það mátti teljast munaður mið-
að við hvað margir aðrir þurftu að
þola meðan óveður gekk yfir landið.
Ástæða þessa er að varaaflstöðvar
hafa verið í öllum dælustöðvum hita-
veitunnar frá upphafi. Segir sagan
að hlegið hafi verið að þessari fyrir-
hyggjusemi á sínum tíma en það
hlógu ekki margir í óveðrinu nú.
„Við höfum ekkert hlustað á at-
hugasemdir annarra,“ segir Gunnar
Björn. „Við höfum notað varaafl í
300 klukkustundir í straumleysi síð-
an 2007, það eru nokkuð margir dag-
ar. Aðalflöskuhálsinn nú var að nálg-
ast olíu á vélarnar. Allar dælu-
stöðvar voru niðri og við þurftum að
sæta lagi þegar rafmagn komst á til
að sækja olíu,“ segir hann en um
3.000 lítrar af díselolíu hafa farið í
varaaflstöðvarnar.
Hann segir að starfsmenn
Skagafjarðarveitna hafi unnið fjöru-
tíu tíma í beit fyrsta kastið þegar
óveðrið skall á. Langt sé á milli
veitna og færið þungt. „Við erum
ekki bara að selja heitt vatn, við er-
um að selja vöru og viljum tryggja
afhendingaröryggi hennar.“
Varaafl tryggði heitt vatn
Þungfært Rúnar og Alex Már dæla
olíu til að ferja um Skagafjörð.
Skagafjarðarveitur með vaðið fyrir neðan sig „Hlust-
um ekki á athugasemdir annarra“ 3.000 lítrar af olíu
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég nefni þetta bara sem eitt dæmi
en þau eru auðvitað fleiri. Þetta er
dálítið svekkjandi, sérstaklega varð-
andi sjúkrahúsið, því við vitum að við
hefðum getað reddað því,“ segir
Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri
Rarik.
Í eftirköstum óveðursins er horft
til raforkukerfisins og þess hve erf-
iðlega hefur gengið að tryggja raf-
magn víða um land, einkum á Norð-
urlandi. Meðal þess sem bent hefur
verið á er að tregða landeigenda hafi
víða komið í veg fyrir að hægt væri
að leggja rafstrengi í jörð. Jarð-
strengir þola almennt betur álag af
völdum óveðurs en loftlínur.
Dæmið sem Tryggvi vísar til er af
1,5 kílómetra kafla í Víðidal þar sem
enn er loftlína. Allt í kring hefur
strengurinn verið lagður í jörð. Segir
forstjórinn að sú ákvörðun hafi verið
tekin í aðdraganda óveðursins að
taka umrædda línu úr sambandi svo
þessi kafli setti ekki út kerfi raf-
strengja í Víðidal og nágrenni.
„Kerfi sem annars hefði verið hægt
að nota til að hjálpa Hvammstanga.
Svo á miðvikudeginum ætluðum við
að reyna að nýta þessa línu, setja
hana inn að nýju, en þá var þessi
línustubbur ísaður og við gátum ekki
sett hann inn,“ segir Tryggvi.
Kvöð á jörðina til eilífðar
Jörðin sem umræddur línu-
stubbur er á er Árnes í Víðidal. Hún
er í eigu Óttars Yngvasonar hæsta-
réttarlögmanns. Hann segir í sam-
tali við Morgunblaðið að hann hafi
ekkert á móti jarðstrengjum, and-
staða sín hafi snúist um þann samn-
ing sem Rarik vildi að hann skrifaði
undir.
„Rarik á Akureyri sendi mér upp-
kast að stuttum samningi, ég held að
hann hafi verið ein blaðsíða, sem
heimilaði lögn þessa jarðstrengs um
ótakmarkaðan tíma, til eilífðar.
Hann skyldi þinglýsast sem kvöð á
jörðina, kvöð á landi,“ segir Óttar
sem spyr hvort Rarik hafi kannski
gleymt að minnast á þetta í umfjöll-
un sinni um málið. „Þetta er það sem
þeir eru að bjóða landeigendum og
bændum landsins upp á. Þarna hittu
þeir á mann sem las samninginn og
skildi hvað í honum fólst. Ég var ekki
samþykkur því að heimila eða skrifa
undir kvöð til þinglýsingar á landi
um alla eilífð.“
Óttar segir að engar fjárkröfur
hafi verið settar fram en hann hafi
sent Rarik til baka endurbætta út-
gáfu samningsins þar sem umrædd
kvöð var til að mynda bundin við
ákveðinn árafjölda. „Ég lagfærði
orðalagið aðeins enda vildi ég gjarn-
an að þeir gætu lagt strengskratt-
ann. Þeir hefðu getað þinglýst þeirri
útgáfu ef þeir vildu en það gerðu þeir
ekki og svarið var á þá leið að ef ég
treysti mér ekki til að samþykkja
staðlaðan samning sæju þeir sér
ekki fært annað en að láta línuna
standa um ókomin ár. Þeir hafa
örugglega ekki viljað að þetta færi í
loftið. Það væri eflaust ekki gott
gagnvart öðrum landeigendum og
bændum í landinu.“
Óttar er ósáttur við framgöngu
Rarik.
„Það nær ekki nokkurri átt þegar
ríkisstofnanir eru að reyna að plata
menn. Þetta ástand vegna óveðurs-
ins er til komið vegna viðhaldsleysis
og vanrækslu hjá tveimur stofn-
unum; Rarik og Landsneti,“ segir
lögmaðurinn. Hann segir aðspurður
að Rarik standi enn til boða að leggja
jarðstreng í gegnum Árnes ef það
verði með eðlilegum formerkjum.
„Við hefðum
getað reddað
sjúkrahúsinu“
Óánægja með að lína hafi ekki verið
lögð í jörð Ósáttur við kröfur Rarik
Morgunblaðið/Eggert
Hvammstangi Sjúkrahúsið þurfti
að glíma við rafmagnsleysi.
Höskuldur Daði Magnússon
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
„Það eru smátruflanir hér og þar en
annars eru flestir með rafmagn,“
segir Tryggvi Þór Haraldsson, for-
stjóri Rarik.
Enn er víða unnið að viðgerðum á
raflínum í kjölfar ofsaveðurs liðinn-
ar viku og eftirkasta þess. Rafmagn
fór af í Skagafirði í gærmorgun. Í
fyrrinótt var
unnið að hreins-
un á tengivirki í
Hrútatungu.
Undir morgun í
gær fór virkið
aftur út vegna
seltu. Virðist sem
högg hafi komið
á kerfið í kjölfar-
ið og sló meðal
annars út á Sauð-
árkróki og Hofsósi.
Tryggvi sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að víða ylli selta
truflunum í kerfinu af og til. „Það
eru einhverjar bilanir í Blöndudaln-
um og Svartárdalnum og verið að
vinna þar. Svo vonumst við til þess
að vinnu á austanverðum Skaga sé
að ljúka,“ sagði Tryggvi. „Allt kerf-
ið er viðkvæmt. Það er selta og það
eru truflanir af og til. Það er mjög
erfitt að eiga við það, í raun og veru
þyrfti að fara upp í hvern einasta
staur og hreinsa. Svo má vonast til
þess að það rigni eitthvað aðeins
svo það skolist af,“ segir Tryggvi.
Í gær voru enn keyrðar díselvél-
ar á Dalvík, fjórar frá Rarik og ein í
varðskipinu Þór. Sama gilti með
Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafjörð
og fleiri staði.
Í tilkynningu bað Rarik notendur
sem tengdir eru varaafli að spara
rafmagn eins og unnt er. Mun Ra-
rik þurfa að keyra varaafl þangað
til búið er að gera við flutningskerfi
Landsnets. Einhverja daga mun
taka að lagfæra bilanir og áfram má
búast við rafmagnstruflunum. Þá
kann að vera að gripið verði til þess
að skammta rafmagn.
„Þetta tekur einhverja daga
enn,“ segir Tryggvi Þór. Hann seg-
ir jafnframt að ekki hafi enn gefist
tími til að meta tjón. „Við vitum að
tjón hleypur væntanlega á hundr-
uðum milljóna. Nú erum við að
bjarga rafmagni. Kostnaður er að
hlaðast upp en við tökumst á við
hann seinna. Það er sömuleiðis mik-
ið tjón hjá viðskiptavinum okkar.
Við munum skoða þetta tjón betur
síðar.“
Ljósmynd/Rarik
Annir Starfsmenn Rarik unnu að viðgerðum á Skaga. Enn er glímt við bilanir og truflanir á kerfinu.
Kerfið enn viðkvæmt
og truflanir eru víða
Enn unnið að viðgerðum á raflínum Tjónið er mikið
Tryggvi Þór
Haraldsson
Atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneytið og umhverfis- og
auðlindaráðuneytið birtu í gær í
samráðsgátt stjórnvalda
skýrslu dr. Hjartar Jóhanns-
sonar um mat á möguleikum
þess að nýta jarðstrengi við
uppbyggingu flutningskerfis
raforku. Ráðuneytin kölluðu eft-
ir þessari úttekt í samræmi við
þingsályktun 26/148, frá júní
2018, um stefnu stjórnvalda um
uppbyggingu flutningskerfis
raforku.
Gefst áhugasömum nú
tækifæri til að senda inn
athugasemdir en að því loknu
verður metið hvort skýrslan og
innsendar umsagnir kalli á
breytingar á þeim viðmiðum og
meginreglum sem gilda um
lagningu jarðstrengja og loft-
lína.
Flutnings-
kerfið skoðað
NÝ SKÝRSLA BIRT
Afleiðingar ofsaveðurs