Morgunblaðið - 17.12.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
Komdu með skó
í yfirhalningu
fyrir jólin
Við erum hér til að aðstoða þig! --
Baldur Arnarson
Ragnhildur Þrastardóttir
Sú niðurstaða dómnefndar að þrír af
átta umsækjendum um stöðu hæsta-
réttardómara séu jafn hæfir hefur
dregið athyglina að nýjum aðferðum
við dómaraval. Urðu þær tilefni mála-
ferla tveggja umsækjenda á hendur
Sigríði Á. Andersen, þáverandi dóms-
málaráðherra, fyrir að víkja frá til-
nefningum dómnefndar.
Sigríður sagði af sér 13. mars sl.
eftir að Mannréttindadómstóll
Evrópu (MDE) kvað upp dóm sinn í
tengslum við Landsréttarmálið.
Áður höfðu nokkrir umsækjendur
um dómarastöðurnars skotið málum
sínum til íslenskra dómstóla.
Raðaði 33 umsækjendum
Forsaga málsins er að hæfnisnefnd
skilaði árið 2017 Sigríði niðurstöðum
á hæfni 33 umsækjenda um stöðu
dómara við Landsrétt. Tók rétturinn
til starfa 1. janúar 2018 en skipaðir
voru 15 dómarar. Að mati nefndar-
innar voru 15 umsækjendur hæfastir.
Valið byggði á 12 matsþáttum með
mismunandi vægi. Niðurstaðan varð
því mjög nákvæm og munaði aðeins
0,03 á þeim sem lentu í 15. og 16. sæti.
Til að setja það í samhengi fékk sá
sem lenti í 16. sæti 5,45 í einkunn.
Til upprifjunar sagði í niðurstöðu
dómnefndar vegna Landsréttar að
hún hefði „í mati sínu á hæfni um-
sækjenda að því er varðar röðun inn-
an einstakra þátta beitt eins mikilli
nákvæmni og kostur er, en mats-
grundvöllurinn er bæði fjölþættur og
margbrotinn. Á hinn bóginn speglar
endanlegur útreikningur í saman-
lögðum þáttum matsniðurstöður af
mikilli nákvæmni“.
Umdeild aðferðafræði
Skiptar skoðanir hafa verið um
þessa aðferðafræði. Gunnar Helgi
Kristinsson, prófessor í stjórnmála-
fræði við Háskóla Íslands, sagði í
samtali við Morgunblaðið að þrátt
fyrir vaxandi faghyggju væri „alltaf
ákveðið svigrúm í ráðningarferlinu
fyrir [hið] huglæga mat“.
Þá fjallaði Tryggvi Gunnarsson,
umboðsmaður Alþingis, um aðferðir
við hæfnismat á umsækjendum um
opinberar stöður í skýrslu sinni fyrir
árið 2016 sem birt var í ágúst 2017.
Tilefnið var þróun sem umboðsmaður
taldi sig hafa séð þar sem notast væri
öðru fremur við stigagjöf á kostnað
efnislegs mats á umsækjendum.
Umboðsmaður hefði hins vegar á
síðari árum „orðið þess var að fram-
angreindri aðferð sé beitt með of
formlegum eða fortakslausum hætti
en minna fari fyrir efnislegu mati á
þekkingu og getu umsækjenda“.
Vikið frá fyrri aðferðafræði
Aðferðir við val á dómurum komu
næst til umræðu í febrúar 2018.
Fram kom í Morgunblaðinu að
dómsmálaráðherra fékk ekki skor-
blað frá dómnefnd vegna umsagnar
um 31 umsækjanda um stöðu dómara
við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Við valið á dómara í Héraðsdóm
Reykjavíkur var slík stigagjöf þannig
ekki notuð heldur var valið rökstutt
með almennum orðum.
Með því virtist dómnefndin víkja
frá fyrri aðferðafræði. Vísað var til
breytinga á lögum um dómstóla frá
2010 um að ráðherra skuli skipa fimm
manna dómnefnd til að fjalla um
hæfni umsækjenda um embætti
hæstaréttar- og héraðsdómara.
Hlýtur að styðjast við reynslu
„Ákvæði laga nr. 15/1998, reglna
nr. 620/2010, meginreglur stjórn-
sýsluréttar og hefðbundið vinnulag
dómnefndar a.m.k. frá 2010 krefjast
þess að matsþættir sem tilteknir eru í
reglum nr. 620/2010 séu greindir af
eins mikilli nákvæmni og unnt er.
Þrátt fyrir þetta hlýtur matið einn-
ig að byggjast á lögfræðilegri þekk-
ingu nefndarmanna, reynslu þeirra af
dómstörfum við dómstóla, í lög-
mennsku og stjórnsýslu og dóm-
greind þeirra ... Þótt þættir séu
metnir samviskusamlega breytir það
því ekki að slíkt mat verður ekki
unnið af vélrænni nákvæmni og þýð-
ingarlaust að láta sem svo sé,“ sagði
m.a. í rökstuðningi dómnefndar
vegna umsóknar um stöðu dómara
við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Varað við „boxamerkingum“
Meðal nefndarmanna var Jakob R.
Möller en hann vék að slíkri samlagn-
ingu við dómaraval á fundi lagadeild-
ar Háskólans í Reykjavík í janúar
2018. Þar sagði Jakob m.a. að „hætt-
an í sambandi við boxamerking-
arnar“ væri t.d. sú að sá sem hefði
verið lögmaður allt sitt líf væri
merktur í tiltekið box og síðan væri
lesið úr því. „Það er gagnlegt að
kynna sér inngang álits umboðs-
manns [Alþingis] fyrir … 2016, þar
sem er einmitt varað við því að vera
með svona tölulega meðferð. Þ.e.a.s.
einhver [sem] hefur unnið í 10
ár … er fimm sinnum betri en sá
sem hefur unnið í 2 ár. Þetta er hætta
sem ber mjög víða á þar sem mann-
auðsfræðingarnir hafa ráðið ríkjum,“
sagði Jakob m.a. í fyrirlestri sínum.
Nú hafa þessi sjónarmið aftur
komið til umræðu vegna umsagnar
dómnefndar um dómara í Hæstarétt.
Þar eru áðurnefnd sjónarmið um-
boðsmanns Alþingis rifjuð upp:
Vitna til umboðsmanns
„Niðurstaða umboðsmanns var sú
að gæta yrði varfærni við mat sem
þetta. Nefndin getur tekið undir
þessi sjónarmið og hefur horft til
þeirra við mat á hæfni umsækjenda.
Kjarni máls er sá að samkvæmt 12.
gr. laga nr. 50/2016 ber nefndinni að
framkvæma efnislegt mat á því hvaða
umsækjandi teljist hæfastur til að
gegna því dómaraembætti sem hefur
verið auglýst til umsóknar.
Þá segir í 4. gr. reglna nr. 620/2010
að niðurstaðan um þetta eigi að ráð-
ast af „heildarmati“ og því sé
varhugavert að leggja um of áherslu
á eitt atriði umfram annað. Þetta orð-
aði nefndin svo í áliti sínu frá 22. júlí
2019 að sjónarmiðin sem komi til álita
hljóti eðli máls samkvæmt að hafa
ólíkt vægi innbyrðis, en ekkert eitt
þeirra geti ráðið úrslitum. Síðan skal
tekið fram að þótt nefndin hafi við
gerð fyrri umsagna stuðst við reikn-
iskjöl við mat á umsækjendum þá
hefur nefndin aldrei gert þau að hluta
að áliti sínu. Þess í stað hefur nefndin
ályktað um hverjir teljist hafa verið
hæfastir án þess að gefa þeim inn-
byrðis einkunnir í niðurstöðum sín-
um,“ sagði í nýju umsögninni.
Bindur ekki hendur nefndar
Nefndarmenn rökstuddu mál sitt
frekar með vísan til reikniskjalsins í
Landsréttarmálinu. „Því sjónarmiði
hefur verið hreyft að staða umsækj-
enda í umræddum reikniskjölum sem
nefndin studdist við í eldri umsögn-
um bindi mögulega hendur nefnd-
arinnar. Á þetta getur nefndin ekki
fallist, enda er henni skylt samkvæmt
lögum og reglum að leggja heildar-
mat á hæfni umsækjenda á grund-
velli þeirra upplýsinga sem fyrir
liggja. Auk þess verður að gæta var-
úðar, eins og umboðsmaður Alþingis
hefur bent á, þegar unnið er með
reikniskjöl sem þessi,“ skrifa nefnd-
armenn. Af þessum orðum má álykta
að gagnrýni á reikniskjölin hafi verið
tekin til greina og vægi þeirra
minnkað hjá dómnefndinni.
Þau málalok vekja athygli í ljósi
áðurnefndra dóma gegn ríkinu.
Fulltrúar dómnefndarinnar báðust
undan viðtölum vegna málsins.
En Sigríður skrifaði í Morgun-
blaðið í gær að íslenska ríkið hlyti að
vísa til umsagnar dómnefndarinnar í
málaferlunum fyrir Mannréttinda-
dómstól Evrópu í Strassborg. Mál
Arnfríðar Einarsdóttur verður tekið
fyrir í yfirdeild dómsins í febrúar.
Dómaravalið er komið í hring
Dómnefnd vegna skipunar eins dómara í Hæstarétt vísar til gagnrýni umboðsmanns Alþingis á
notkun reikniskjala við dómaraval Ríkið var dæmt brotlegt fyrir að fylgja ekki forskrift skjalanna
Morgunblaðið/Hanna
Landsréttur Skipun dómara á nýju millidómstigi vakti umtal og deilur.
Fram kom í Morgunblaðinu þriðju-
daginn 6. mars 2018 að Tryggvi
Gunnarsson, umboðsmaður
Alþingis, væri að afla gagna vegna
starfa dómnefndar um
umsækjendur um stöðu dómara.
Tilefnið var bréf umboðsmanns
til stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar vegna Landsréttarmáls-
ins. Fram kom í bréfinu að um-
boðsmanni hefði borist kvörtun
vegna starfa dómnefndar um um-
sækjendur um stöðu dómara. Mál-
ið varðaði ekki Landsrétt.
Spurður um stöðu málsins sagði
Tryggvi málið enn í vinnslu.
„Við höfum haldið áfram að
safna í sarpinn. Það er margt að
gera. Það hefur því ekki tekist að
ljúka málinu,“ sagði Tryggvi.
Algengt sé að stigagjöf sé beitt
við ráðningar hjá hinu opinbera.
Því teldi hann tilefni til að fara yfir
almenn atriði sem þar kunni að
reyna á.
Embættið hefur heimildir til að
hefja rannsóknir á málum að eigin
frumkvæði. „Möguleikar okkar til
að sinna því eru mjög takmarkaðir
núna vegna
takmarkaðs
mannafla og
fjölda kvartana
sem við erum
að fást við,“
sagði Tryggvi.
Dómnefnd
vegna umsækj-
enda um stöðu
dómara við
Hæstarétt vitn-
ar í löngu máli til skýrslu umboðs-
manns Alþingis í rökstuðningi fyrir
breyttri nálgun við matið.
Þegar dómnefnd vegna umsækj-
enda um dómarastöður við Lands-
rétt útbjó skorblaðið var Aðal-
steinn E. Jónasson metinn sá
fimmti hæfasti en Ingveldur Ein-
arsdóttir kom næst. Fengu þau 6,5
og 6,3 í einkunn. Þau voru bæði
umsækjendur um stöðu dómara
við Hæstarétt í haust en þá komst
dómnefnd að þeirri niðurstöðu að
Ingveldur væri hæfust þriggja og
var Aðalsteinn ekki meðal þeirra.
Hafa þau því haft sætaskipti í
hæfnismati á dómaraefnum.
Annríki tefur athugun um-
boðsmanns á dómaranefnd
TÆP TVÖ ERU LIÐIN FRÁ UPPHAFI RANNSÓKNAR
Tryggvi
Gunnarsson
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra kveðst nú munu
fara yfir umsögnina um stöðu dóm-
ara við Hæstarétt. Sér þyki ekki
rétt að tjá sig um einstaka mál.
Áslaug Arna telur það þó vænleg
vinnubrögð að ráðherra fái að velja
milli fleiri umsækjenda en emb-
ættin eru sem sóst er eftir. Slík
vinnubrögð voru viðhöfð í nýju um-
sögninni en ekki í Landsréttarvali.
„Ég held að svona niðurstöður
séu betri því ábyrgðin liggur hjá
ráðherra og þá þarf ábyrgðin líka
að vera slík. Það er alltaf mats-
kennd ákvörðun að meta hæfi sem
þetta. Þarna er aðeins öðruvísi
nálgun, sem ég er ánægð með,“
segir Áslaug sem studdi niðurstöðu
Sigríðar í Landsréttarmálinu. Þá
m.a. með vísan til kynjasjónarmiða.
Áslaug Arna kveðst aðspurð telja
þau meðal þeirra þátta sem skuli
líta til þegar skipað er í embætti
„eins og lög segja líka til um“.
Gott að ráðherra
geti valið úr fólki