Morgunblaðið - 17.12.2019, Síða 15

Morgunblaðið - 17.12.2019, Síða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019 Trjáklippingar Ekki gefst langur tími til að nýta dagsbirtuna til útiverka þessa dagana þegar sólargangurinn er hvað stystur en nú eru fimm dagar fram að vetrarsólstöðum. Kristinn Magnússon Á desemberfundi ECRI-nefndar Evr- ópuráðsins voru rædd þau skref sem Ísland hefur stigið til að mæta ábendingum nefnd- arinnar sem settar höfðu verið fram í skýrslu um Ísland í febrúar 2017. ECRI er skamm- stöfun á ensku heiti nefndarinnar, European Commission against Racism and Intolerance, það er, nefnd sem beitir sér gegn kyn- þáttahatri og umburðarleysi. ECRI-nefndin hefur þann hátt á að heimsækja aðildarríki Evrópuráðs- ins, sem eru 47 að tölu, með reglulegu millibili og gera úttekt á lagaum- hverfi og framkvæmd laga sem lúta að þeim viðfangsefnum nefndarinnar sem nafngift hennar vísar til. Vinnulagið er á þann veg að fulltrú- ar ECRI gera drög að skýrslu eftir heimsókn sína til viðkomandi ríkis, þau drög fara síðan til umsagnar stjórnvalda þar sem þeim gefst færi á að leiðrétta staðreyndavillur, en að því búnu gengur nefndin frá loka- skýrslu sinni. Í lokaskýrslunni kemur fram fjöldi ábendinga, en lögð er sér- stök áhersla á sérstaka þætti sem stjórnvöld hafa tvö ár til þess að bregðast við. Áður en ECRI síðan af- greiðir málið endanlega frá sér hefur tveimur völdum ábend- ingum um úrbætur, sem enn standa út af, verið beint til stjórn- valda. Tvær ábendingar til Íslands Þessar ábendingar til Íslands voru: Í fyrsta lagi að tryggja að fólk sem kemur á eigin vegum og sækir um alþjóðlega vernd njóti sambæri- legrar þjónustu hvað varðar húsnæði, atvinnu og tungumálakennslu og flóttafólk sem kemur á vegum stjórn- valda. Í öðru lagi að setja lagabálk sem taki til allra þátta mismununar og misréttis í samræmi við grundvall- arreglur Evrópuráðsins. Í þessum grundvallarreglum er vísað til þess að til staðar þurfi að vera sjálfstæð mannréttindastofnun, óháð ríkisvald- inu, en með trygga fjármögnun til að fylgja því eftir að farið sé að lögum. Jákvæð viðbrögð Íslands Í yfirferð nefndarinnar á nýaf- stöðnum fundi var horft til aðgerða- áætlunar sem ríkisstjórnin kynnti í upphafi þessa árs varðandi sam- ræmda móttöku flóttafólks, óháð því hvernig það kemur til landsins, og fyrirheita stjórnvalda um fjár- mögnun áætlunarinnar. Varðandi síð- ari ábendinguna var horft til laga sem sett hafa verið síðan nefndin birti skýrslu sína fyrir nær þremur árum. Vísað var til þess að sett voru lög nr. 85/2018 um jafna meðferð óháð kyn- þætti og þjóðernisuppruna og lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnu- markaði. Þessum lögum var fagnað sem mikilvægum áföngum og í samræmi við ráðleggingar ECRI-nefndarinnar þótt enn skorti á að grundvallarvið- miðum væri algerlega fullnægt. Þar er átt við að heildstæða lagaumgjörð skorti enn og svo einnig að enn er ekki til staðar óháð mannréttinda- stofnun. Mikilvægur samningur við Mannréttindaskrifstofu Íslands Ég gat upplýst að í burðarliðnum væri samningur stjórnvalda við Mannréttindaskrifstofu Íslands, inni- haldsríkari en fyrri samningar, og teldi ég hann ganga í þá átt að full- nægja skilyrðum sem ECRI horfði til og ábendingum sem fram kæmu í Parísarviðmiðum Sameinuðu þjóð- anna. Í Parísarviðmiðum SÞ, sem sam- þykkt voru 1991, er kveðið á um að innlendar mannréttindastofnanir skuli starfa í hverju landi og hafa um- boð til að vinna að eflingu og vernd mannréttinda á víðtækum grunni. Parísarviðmiðin kveða á um grunn- skilyrði þess að mannréttinda- stofnanir teljist alþjóðlega gjald- gengar. Þau lúta m.a. að valdsviði, umboði, uppbyggingu og starfs- aðferðum. Þótt þessar stofnanir séu í grunninn fjármagnaðar með opin- beru fé eiga þær engu að síður sam- kvæmt Parísarviðmiðunum að njóta sjálfstæðis frá ríkisvaldinu í hvívetna. Þær eiga að byggjast á fjölræði, þ.e. að ólíkir aðilar komi að starfinu og skipulagi þess. Þannig fáist betri yf- irsýn yfir mannréttindamál í sam- félaginu og stuðli að því að stofnunin vinni starf sitt á hlutlausan hátt, án þess að hallað sé á nokkurn sam- félagshóp. Það segir sig síðan sjálft að nægj- anlegt fjármagn er forsenda sjálfs- forræðis, að stofnunin geti ráðið starfsfólk og átt sér viðunandi starfs- stöð. Allt ber að sama brunni, tryggt skal vera að mannréttindastofnanir geti starfað á skilvirkan og óhlut- drægan hátt án þess að þurfa að ótt- ast afskipti ríkisvaldsins. Verður að fá lagagrundvöll Hér smellpassar grunnurinn að skipulagi Mannréttindaskrifstofu Ís- lands en að stjórn hennar koma margvísleg almannasamtök auk þess sem orðspor hennar er traustvekj- andi. En þrátt fyrir samning stjórnvalda við Mannréttindaskrifstofu Íslands yrði einu skilyrði þó ekki enn fullnægt ef taka á mið af viðmiðunum Samein- uðu þjóðanna og Evrópuráðsins. Þar er kveðið á um að stöðu viðkomandi mannréttindastofnunar, í okkar tilviki Mannréttindaskrifstofu Íslands, verð- ur að tryggja með lögum, þar nægir ekki samningur, hversu góður sem hann kann að vera. Þetta bíður því löggjafans að hrinda í framkvæmd á komandi ári, því fyrr þeim mun betra! Ýmsu enn ábótavant en mikilvæg skref stigin Þótt mörgu sé enn ábótavant í mannréttindastarfi á Íslandi er ánægjulegt að geta sagt frá því að að- ili sem fylgist grannt með framgangi mála skuli telja okkur vera að þokast áleiðis í rétta átt með þeim markvissu skrefum sem nú hafa verið stigin. Fyrrgreind lög og síðan samningur við Mannréttindaskrifstofu Íslands beri því vott. Eftir Ögmund Jónasson » Þótt mörgu sé enn ábótavant í mann- réttindastarfi á Íslandi er ánægjulegt að geta sagt frá því að aðili sem fylgist grannt með framgangi mála skuli telja okkur vera að þok- ast áleiðis í rétta átt með þeim markvissu skrefum sem nú hafa verið stigin. Ögmundur Jónasson Höfundur er fulltrúi Íslands í ECRI-nefnd Evrópuráðsins. Framför í mannréttindamálum á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.