Morgunblaðið - 17.12.2019, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni
klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem
er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.
Góð
heyrn
glæðir samskipti
ReSound LiNX Quattro
eru framúrskarandi heyrnartæki
Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is
Erum flutt í
Hlíðasmára 19
Fagleg þjónusta hjá
löggiltum heyrnarfræðingi
Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna.
Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru
sérlega sparneytin.
Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum.
Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með
rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður.
tíð hafa mörg al-
þjóðleg stórfyrirtæki
tekið upp svipað fyr-
irkomulag og nokkur
þeirra orðið að svara
til saka þar sem
stjórnkerfin eru nógu
sterk til að taka slag-
inn. Það er jafnvel
enn athyglisverðara
hvernig smáþjóð með
tiltölulega saklausa
starfsemi í sjávar-
útvegi tókst á nokkr-
um áratugum að um-
nákvæmlega eins og
sveppir. Nornabaugar
þeirra stærstu ná nú
um allan heim og
dreifa eitri sínu, afla-
markinu, til margra
misþróaðra samfélaga
með skelfilegum afleið-
ingum fyrir þau. Þessi
aðferð og uppbygging
hefur lengi verið notuð
í glæpaheiminum þar
sem leynd er nauðsyn-
leg vegna eðlis starf-
seminnar en í seinni
Aflamarksisminn og afurðir hans
eru mjög athyglisverð fyrirbæri.
Flest mannanna sköpunarverk eiga
sér fyrirmynd í náttúrunni. Afla-
marksisminn, samsæri fjármagns-
ins og vísindanna gegn frelsi al-
mennings, getur af sér afurðir sem
helst líkjast einhverju úr sveppa-
flórunni. Fyrirtæki sem þroskuðust
í umhverfi aflamarksismans á Ís-
landi lærðu fljótlega að dylja stærð
sína og hlutdeild á sama tíma og
þau þau dreifðu sér neðanjarðar
breyta henni með aflamarksisma í
það skrímsli sem nú er að koma í
ljós. Sá sjávarútvegur sem lyfti
þjóðinni upp úr moldarkofunum á
síðustu öld var ekki aflamarksismi
heldur byggðist hann á frjálsum
veiðum. Vissulega gekk á ýmsu og
margar dýfurnar voru teknar en
verðmætin skiluðu sér þó að mestu
til þjóðarinnar og lögðu grunninn
að nútímaþjóðfélagi. Eftir að afla-
marksisminn tók við hefur þjóðin
tvívegis verið þvinguð niður á
hnén. Í fyrra skiptið í „hruninu“ en
þá varð hroki og oflæti þjóðinni
nærri að falli efnahagslega og
vissulega átti hinn nýi siður stóran
þátt í aðdraganda þess. Seinna
skiptið er nú yfirstandandi og það
er siðferðiskreppa sem hefur komið
okkur niður á hnén gagnvart ný-
frjálsri vinaþjóð í Afríku sem við
höfum til skamms tíma reynt að
aðstoða við uppbyggingu. Afla-
markskerfið og fiskifræði þess er
ekki besta gjöfin að gefa lítt þróuð-
um samfélögum. Reyndar held ég
að þetta guðlausa sköpunarverk
vísindanna og fjármagnsins sé ein
versta gjöf sem hægt er að gefa
hverjum sem er jafnt þróuðum sem
vanþróuðum. Það sem greinir afla-
marksismann frá öðrum ismum
veraldarinnar er að hann breytir
allri veröldinni smátt og smátt í
fangelsi meðan aðrir ismar létu sér
nægja að byggja stór fangelsi til að
geyma þá sem ekki voru þókn-
anlegir. Stöðugt fleiri athafnir eru
marksettar og bannaðar öllum
nema þeim ofurríku. Á eftir fisk-
veiðum og landbúnaði verða það
kolefnisgjöldin sem eru nú þegar
byrjuð að mynda neðanjarð-
arhagkerfi sem reyna að koma í
veg fyrir að almenningur geti
ferðast meðan hinir ofurríku fljúga
á einkaþotum milli fundarstaða og
reyna að þvinga þjóðir til að lúta
vilja sínum. Allt ber að sama
brunni. Þó að hafið sé yfir vafa að
mestu möguleikar viðspyrnu felist
annars vegar í endurhæfingu lands
og hins vegar í hafinu, snýst öll
umræðan um farartæki og vél-
búnað enda tilgangurinn að banna
fátækum að ferðast og framleiða
svo þeir flækist ekki fyrir á leik-
velli hinna útvöldu og ofurríku.
Hefur einhver reynt að gera sér
grein fyrir hversu miklir mögu-
leikar felast í endurhæfingu lands
með því að fylla upp í skurði og
holur golfvalla veraldarinnar? Ég
geri ekki ráð fyrir því enda eru
þeir leikvellir hinna sæmilega
stæðu og þeir eru ekki komnir á
bannlistann enn. Hefur einhverjum
dottið í hug að rannsaka hve mikið
má bæta gæði hafsins með mark-
vissri ræktun þörunga og jafnvel
nota þá sem áburð fyrir gróður
sem mundi bæta andrúmsloftið.
Það hefur ekki farið mikið fyrir því
enda gefa slíkar ráðstafanir síður
möguleika til gjaldtöku og tak-
mörkunar á frelsi almennings.
Í boðorðum hins nýja siðar eru
ekki ákvæði á borð við þau sem
okkur voru kennd í æsku t.d.: „Þú
skalt ekki stela“, „þú skalt ekki
morð fremja“, „þú skalt ekki bera
ljúgvitni …“ o.s.frv. Boðorðum hins
nýja siðar fer stöðugt fjölgandi og
þau hljóða einhvern veginn svona:
Þú mátt ekki veiða, þú mátt ekki
rækta, þú mátt ekki kaupa, þú
mátt ekki selja, þú mátt ekki
ferðast … og að lokum verður það:
þú mátt ekki anda – nema þú sért
nógu ríkur til þess.
Það kaldhæðnislegasta er að
auður er ágætis mælikvarði á
hversu mikinn þátt viðkomandi hef-
ur átt í að auka vandamálið. En
aflamarksismi vísindanna og fjár-
magnsins lætur ekki að sér hæða
og þar sem skortur er ekki til stað-
ar til að réttlæta inngrip er hann
bara búinn til og það sjá vísinda-
mennirnir um til að athafnir hinna
ofurríku verði auðveldari og árang-
ursríkari fyrir þá. Skilaboðin til al-
mennings frá vísindamönnum fjár-
magnsins eru skýr og einföld:
Verið ekki að þvælast fyrir og
sættið ykkur við að ykkar frelsi er
ekki þessa heims heldur tilheyrir
glataðri veröld drauma ykkar. Þið
megið ekkert gera. Við megum
gera allt.
Lifið heil og frjáls.
Nornabaugar
Eftir Sveinbjörn Jónsson
Sveinbjörn
Jónsson
»Reyndar held ég að
þetta guðlausa
sköpunarverk vís-
indanna og fjármagns-
ins sé ein versta gjöf
sem hægt er að gefa
hverjum sem er.
Höfundur er sjómaður
og ellilífeyrisþegi.
svennij@simnet.is
Ein er sú stofnun í
landinu sem ég vildi
ekki vinna hjá, það er
Útlendingastofnun.
Sama hvað hún gerir
og allt löglega þurfa
einhverjir að finna að
því. Síðasta sem var
blásið upp í öllum fjöl-
miðlum var þegar
ófrísk kona var send til
síns heima í Albaníu.
Hafi það verið áhætta að senda hana
ófríska í flug þangað, hvað má þá
segja um þann sem kom með hana
ólétta til Íslands í algera óvissu,
nema e.t.v. þá vissu að Íslendingar
viðurkenna ekki Albaníu sem
ótryggt land. Það virðist vera mjög
vinsælt að koma með ófrískar konur
frá hinum ýmsu vandræðalöndum og
virðist það einmitt gert til að spila á
aumingjasamúðina sem nóg virðist
vera á Vesturlöndum.
Jafnvel verkalýðshreyfingin sem
ég hélt að væri komin með upp í háls
af ódýru vinnuafli og undirboðum á
vinnumarkaðinum steytir hnefann
út í loftið með annarri hendinni með-
an hún skrifar á kröfu-
spjöldin á ensku.
Svo er eitthvað til
sem heitir dagur ís-
lenskrar tungu. Líklega
eru það einhverjir þjóð-
ernissinnar og popúl-
istar sem vilja halda
þannig í íslenskuna.
Nei, Vesturlönd eiga
ekki að taka við fólki frá
öruggum ríkjum sem er
að flýja sinn eigin
aumingjaskap, nóg er
samt af fólki sem hefur meiri þörf en
fólk frá Albaníu.
Nú er ég líklega kominn í hóp
hinna vondu en ég hef það mér til
málsbóta að ég er kominn af vondu
fólki á Snæfellsnesi.
Að vinna hjá
Útlendingastofnun
Eftir Trausta
Sigurðsson
Trausti Sigurðsson
» Það er sama hvað
Útlendingastofnun
gerir og allt löglega þá
þurfa einhverjir að finna
að því.
Höfundur er eftirlaunaþegi.
traustitann@gmail.com