Morgunblaðið - 17.12.2019, Side 18

Morgunblaðið - 17.12.2019, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019 ✝ Kristinn Hilm-ar Jóhannsson fæddist í Hvammi í Þistilfirði 19. apríl 1929. Hann lést á heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 10. desember 2019. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Sigfúsdóttir, f. 2. nóvember 1894, d. 18. mars 1969, og Jóhann Ólaf- ur Jónsson, f. 15. júní 1888, d. 31. júlí 1962. Systkini Kristins voru Jón, Ragnheiður, Jón Kristbjörn, Lárus Jóhann Ólaf- ur, Sigfús Aðalbergur, Ólöf og María. Kristinn giftist Sigríði Árna- dóttur, f. 3. september 1931, hinn 21. desember 1961. For- eldrar hennar voru Guðný Kristjánsdóttir, f. 7. febrúar 1906, d. 20. febrúar 1997, og Árni Friðfinnsson, f. 31. júlí 1893, d. 21. apríl 1961, frá Guðleif Ósk Árnadóttir, f. 26. júlí 1978. Börn þeirra eru Þuríður Ásta, f. 3. ágúst 2003, og Árni Reynir, f. 29. mars 2013. 3) Jóhann Krist- inn, f. 23. nóvember 1967, d. 14. desember 1978. 4) Guðni Hólmar, f. 16. október 1969. Kona hans er Helga Ósk Friðriksdóttir, f. 8. apríl 1965. Börn þeirra eru Guðný Ósk, f. 6. maí 1997, og Bjarki Þór, f. 31. desember 2000. Kristinn bjó á Hvammi í Þistilfirði til 28 ára aldurs en flutti þá til Þórshafnar. Hann starfaði alla sína starfsævi hjá Kaupfélagi Langnesinga. Hann var lengst af versl- unarstjóri og mjólkur- bússtjóri en sinnti einnig öðr- um störfum hjá kaupfélag- inu. Kristinn var formaður Verkalýðsfélags Þórshafnar á árunum 1979-1990 og var gerður að heiðursfélaga þar árið 2002 fyrir fórnfúst starf í þágu félagsins. Kristinn var meðhjálpari í Sauðaneskirkju í nokkur ár og einnig for- maður sóknarnefndar. Útför Kristins fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 17. desember 2019, klukkan 14. Rauðuskriðu í Að- aldal. Börn Kristins og Sigríðar eru: 1) Berglind, f. 14. október 1961, sam- býlismaður hennar er Hálfdán Daða- son, f. 10. nóvem- ber 1959. Börn Berglindar og Gylfa Hammer Gylfasonar, f. 28. janúar 1964, eru Kristín Jó- hanna, f. 25. apríl 1993, og Gylfi Bergmar, f. 6. janúar 1997. 2) Árni, f. 6. mars 1963, kona hans er Margrét Sæ- mundsdóttir, f. 27. desember 1960. Sonur þeirra er Sigurður Jóhann, f. 29. október 1998. Sonur Margrétar er Kristján Tjörvi Kristjánsson, f. 23. ágúst 1991. Sambýliskona hans er Leonie Thoroddsen, f. 28. júlí 1980. Fóstursonur Árna er Guðmundur Snorri Sigurðsson, f. 1. febrúar 1978. Kona hans er Pabbi ólst upp í torfbæ í Hvammi við Þistilfjörð. Hann var næstyngstur átta systkina en sjö þeirra komust á legg. Þau eru nú öll látin. Pabbi flutti ungur maður til Þórshafnar og bjó þar og starfaði lengst af. Amma og afi fluttu með honum úr torfbænum og bjuggu hjá honum þar til þau létust. Pabbi byggði stórt hús með bróður sínum og áttu þeir hvor sína íbúðina en síðar keyptu pabbi og mamma allt húsið og bjuggu þar meðan þau voru á Þórshöfn. Við vorum fjögur systkinin, Berglind, Árni, Jóhann og Guðni, en Jóhann lést 11 ára gamall og var það mikið áfall. Það var gott að alast upp á Þórshöfn. Pabbi var fyrirvinna heimilisins í upphafi og vann mik- ið. Hann kom lítið að heimilis- störfum eða uppeldi. Við munum ekki eftir að hann hafi nokkurn tímann eldað mat fyrir fjölskyld- una. Pabba leiddist að tala í síma og svaraði eiginlega aldrei. Hann lét símann bara hringja út þótt hann sæti þar við. Kallaði stundum á mömmu: „Sigga, síminn er að hringja.“ Einhvern tímann bað pabbi Berglindi að kaupa fyrir sig jóla- gjöf handa mömmu og kom með þá hugmynd að kaupa mat- vinnsluslopp. Óljóst hvaða fyrir- bæri það var og ekki vel tekið í þessa hugmynd hans. Elsku pabbi hefði kannski ver- ið talinn karlremba í dag en líf- tími hans nálgaðist heila öld og hann lifði miklar breytingar. Mestu skipti að hann og mamma voru samstiga og með sína verka- skiptingu. Það þurfti ekki mikið til að gleðja pabba. Þegar sólin skein og hann gat setið úti þá var hann kátur. Hann var alklæddur í sól- baði og var því bara kaffibrúnn á höndum, andliti og hálsi. Að öðru leyti var hann skjannahvítur. Við höfðum gaman af að sjá andlit samferðamanna á Kanarí þegar pabbi birtist í stuttbuxum með sína hvítu fótleggi. Við fórum yfirleitt í fríum til Þórshafnar og þar var gott að vera. Auðvitað „hótel mamma“ en líka eins og tíminn stæði í stað. Það tók svona tvo daga að komast í rólega og notalega taktinn sem var ríkjandi í kringum foreldra okkar. Þar var gamla heimilið, öryggi og skjól. Pabbi og mamma fluttu á Sauðárkrók fyrir nokkrum árum og bjuggu í íbúð í húsi Árna og Margrétar. Pabba fannst gott að flytja í Skagafjörð. Hann dásam- aði hitaveituna og fannst stór- kostlegt að það væri hægt að hafa alla ofna í botni án þess að það kostaði fúlgur fjár. Það gat orðið ansi heitt í íbúðinni. Eftir að pabbi fékk hjartaáfall var hann duglegur að hreyfa sig og fór daglega í göngutúra. Síð- ustu árin fór heilsunni hrakandi og í rúm fjögur ár hefur hann dvalið á hjúkrunarheimili á Sauð- árkróki. Þar var vel hugsað um hann og sendum við fjölskyldan kærar þakkir fyrir umönnun hans þar. Pabbi kvaddi 10. desember 2019 en þann dag var rauð við- vörun vegna veðurs í Skagafirði. Hann fór um nóttina í logninu á undan storminum, í tunglskins- birtu, og það hæfði honum vel. Pabbi var ljúfur og góður maður sem við bárum virðingu fyrir og þótti endalaust vænt um. Við kveðjum með þakklæti fyrir allt sem pabbi gaf okkur og söknuði vegna þess sem var og kemur ekki aftur. Berglind, Árni og Guðni. Elsku afi minn. Vinasamband okkar var alltaf svo gott. Ég man að þegar þú fórst í skyrtu á morgnana tók ég ekki annað í mál en að vera eins og afi minn. Ég skipti alltaf strax um föt og fór beint í skyrtu. Við sátum oft tímunum sam- an og spjölluðum. Stundum söng ég fyrir þig „Manstu ekki eftir mér“ með Stuðmönnum eða söng Önnu Láru. Við tveir áttum sérstök tengsl og mun ég varð- veita þessar minningar sem ég á um þig. Þú varst mín helsta fyrir- mynd í lífinu. Elsku afi minn, ég mun sakna þín og hugsa til þín alla daga, alltaf. Hvíldu í friði elsku engill. Bjarki Þór Guðnason. Elsku afi minn, nú ertu farinn frá okkur en minningarnar hverfa aldrei. Ein af mínum bestu minning- um er þegar ég kom til þín og ömmu á Þórshöfn og eyddi þar nokkrum dögum með ykkur. Nánast á hverjum morgni vakn- aði ég með þér og fórum við saman í morgungönguna þína og ekki skemmdi það nú fyrir þeg- ar við enduðum hjá Lóu systur þinni þar sem ég fékk nammi í morgunmat. Oft skelltum við okkur í berjamó, ég, þú og amma, og þú sagðir alltaf við mig að ég væri langduglegust að tína berin. Ekki má svo gleyma speglin- um sem við fjölskyldan gáfum þér og þú dáðist mikið að hon- um. Þú vildir helst ekki sleppa speglinum og ég gleymi því ekki þegar þú kallaðir á mig og sagð- ir: „Sjáðu þennan myndarlega mann í speglinum!“ Hvíldu í friði elsku afi minn, þín verður sárt saknað. Ég veit að þér líður miklu betur núna og ert kominn á öruggan stað. Guðný Ósk Guðnadóttir. Elsku afi, það er svo sárt að kveðja þig í hinsta sinn. Þú hafð- ir einstaklega góða nærveru og okkur leið alltaf svo vel með þér. Þú varst skemmtilegur og hreinskilinn persónuleiki og gast verið manna fyndnastur án þess að hafa nokkurn tímann fyrir því eða segja mikið. Við erum þakklát fyrir allar þær ómetanlegu minningar sem við eigum um þig. Það var alltaf mikil tilhlökkun að fá að verja sumrinu hjá þér og ömmu á Þórshöfn. Við gátum ávallt treyst á að þú værir mættur tímanlega út á flugvöll á Gamla Rauð að sækja okkur. Okkur fannst fátt skemmtilegra en að fá að fara með þér á Sætúnssand til að fá að keyra Gamla Rauð þar löt- urhægt í fyrsta gír. Við minnumst líka allra góðu kandísmolanna sem þú laumaðir í litlu lófana okkar við flest tæki- færi. Þú varst heppinn að eiga hana ömmu, þið voruð samhent og hún hugsaði svo vel um þig alla tíð. Við kveðjum þig með sökn- uði og hlýju. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei það er minning þín. Kristín Jóhanna og Gylfi Bergmar. Fallinn er frá fyrrverandi tengdafaðir minn, Kristinn Hilm- ar Jóhannsson eða Kiddi eins og hann var alltaf kallaður. Leiðir okkar Kidda lágu saman í um 20 ár. Hann fæddist árið 1929 á bænum Hvammi í Norður-Þing- eyjarsýslu inn í bændasamfélag hins „gamla“ Íslands. Hann lifði því mikla umbrota- og framfara- tíma á Íslandi. Kiddi elskaði sveitina sína og bar mikla virð- ingu fyrir landinu og því sem það gaf af sér. Hann fluttist síðan til Þórs- hafnar þar sem hann stofnaði fjölskyldu með eftirlifandi eigin- konu sinni, Sigríði Árnadóttur, Siggu, frá Rauðu-Skriðu í Aðal- dal í Suður-Þingeyjarsýslu. Kiddi var mikill sómamaður og sinnti fjölskyldu sinni af ást og umhyggju. Hann var hörkudug- legur og stóð við bakið á sínu fólki. Hann var líka mikið snyrti- menni, ávallt nýrakaður og vel til fara. Margar skemmtilegar og gef- andi stundir átti ég með Kidda og stundum var hægt að brosa að honum. Einu sinni sem oftar var ég staddur á heimili hans og Siggu á Þórshöfn. Við vorum öll inni í stofu nema Kiddi. Kallaði hann þá úr eldhúsinu fram í stofu: „Sigga, það sýður upp úr pottinum.“ Sigga stökk upp og bjargaði málunum. Rétt fyrir ein jólin var Kiddi að velta fyrir sér jólagjöf handa henni Siggu sinni sem er mjög myndarleg í eldhúsinu. Datt hon- um helst í hug að hana vantaði „matvinnsluslopp“. Já, hann Kiddi var sko af gamla skólanum. Eitt sinn þegar hann var staddur í heimsókn á heimili mínu í Reykjavík var kínverskur matur á boðstólum og fylgdu með prjónar ef menn vildu nota. Ég hugsaði með mér að hann hefði aldrei notað svona verkfæri og myndi velja hnífapör fram yfir prjónana. Viti menn, hann hand- lék prjónana eins og hann hefði alist upp við þá frá blautu barns- beini. Alltaf gat hann Kiddi kom- ið manni á óvart. Kiddi vildi allt fyrir mann gera. Minnist ég þess hve honum var það mikilvægt að láta manni líða vel í heimsóknum til þeirra hjóna á Þórshöfn. Á sumrin gerði hann allt til að ég kæmist í veiði. Einn sólríkan sumardag sagði hann að nú væri lag að fara niður á Sætúnssand þar sem sunnanátt og hlýindi höfðu verið síðustu daga. Við þau skilyrði kæmi fisk- urinn upp að landi og væri veiði- von. Fórum við saman niður á sandinn og viti menn, í þremur fyrstu köstunum kom nýgenginn silfraður silungur á færið. Kiddi og Sigga fluttu frá Þórs- höfn á Sauðárkrók þar sem þau bjuggu á neðri hæð í húsi Árna sonar þeirra. Þar naut Kiddi þess að sitja í sólinni í skjóli við húsið. Þegar heilsunni hrakaði hugsaði Sigga um hann Kidda sinn og hafði hann heima eins lengi og hægt var. Hún var kletturinn í lífi hans. Nú að leiðarlokum minnist ég Kidda með hlýju og virðingu. Þakka ég honum allar góðu og gefandi samverustundirnar sem við áttum. Votta ég Siggu, Berglindi, Árna, Guðna og öðrum ástvinum Kidda mína innilegustu samúð vegna fráfalls hans. Gylfi Hammer Gylfason. Kristinn Hilmar Jóhannsson Við þökkum innilega samúðar- og vinar- kveðjur sem okkur hafa borist vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR geðlæknis. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Við biðjum Guð að varðveita okkur öll og blessa minningu Guðrúnar. Páll Sigurðsson Jónína Pálsdóttir Magnús Guðmundsson Ingibjörg Pálsdóttir Helgi Þórhallsson Dögg Pálsdóttir Sigurður Páll Pálsson Áshildur S. Þorsteinsdóttir Jón Rúnar Pálsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, Djúpavogi 18, Reykjanesbæ, andaðist á kvennadeild Landspítalans fimmtudaginn 12. desember. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 19. desember klukkan 13. Ingibjörg Jóna Kristinsdóttir Þórarinn Ægir Guðmundsson Jón Gunnar Kristinsson Kristín Ásta Kristinsdóttir Colby Fitzgerald Soffía Ósk Kristinsdóttir Gunnar Ingi Þorsteinsson og ömmubörnin Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, ÞORSTEINN ÁGÚSTSSON, bóndi á Syðra-Velli, varð bráðkvaddur þriðjudaginn 10. desember. Útför hans verður frá Selfosskirkju föstudaginn 20. desember kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hans láti MS-félag Íslands njóta þess. Upplýsingar í s. 568 8620 og á www.msfelag.is. Margrét Jónsdóttir Ingveldur Þorsteinsdóttir Andrés M. Haraldsson Jón Gunnþór Þorsteinsson Ágúst Þorsteinsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG STEINDÓRSDÓTTIR, andaðist á Hjúkrunaheimilinu Hömrum, laugardaginn 14. desember. Útför hennar fer fram frá Lágafellskirkju fimtudaginn 19. desember klukkan 15. Steindór Hálfdánarson Sólrún Björnsdóttir Stella Petra Hálfdánardóttir Lárus Halldórsson Kristín Hálfdánardóttir Gunnar H. Sigurðsson og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RÚRIK NEVEL SUMARLIÐASON húsgagnasmiður, Vogatungu 33, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn 15. desember. Útförin fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi föstudaginn 20. desember klukkan 14. Guðlaug Björnsdóttir María Rúriksdóttir Hilmar A. Alfreðsson Helena Rúriksdóttir Jón Pétur Kristjánsson Hulda Rúriksdóttir Lárus Finnbogason barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, LÁRA ÞORSTEINSDÓTTIR, lést föstudaginn 6. desember á hjúkrunarheimilinu Mörk. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks 2. hæðar mið á Mörk. Sverrir Agnarsson Edda Helga Agnarsdóttir Jón Magnússon Tryggvi Þór Agnarsson Erla S. Valtýsdóttir Lára Guðrún Agnarsdóttir Kristján Sigurðsson Jónína Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.