Morgunblaðið - 17.12.2019, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2019
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
✝ Svala Vet-urliðadóttir
fæddist á Ísafirði
26. janúar 1936.
Hún lést á Vífils-
stöðum 9. desem-
ber 2019.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin
Veturliði Guð-
bjartsson, f. 26.
júní 1883, d. 21.
september 1966,
og Guðrún Halldórsdóttir, f. 3.
september 1889, d. 18. ágúst
1959. Þau bjuggu á Lækjamót-
um á Ísafirði. Svala var yngst
13 systkina. Eftirlifandi systk-
ini hennar eru Margrét, f. 18.
júlí 1930, og Erla,
f. 7. janúar 1932.
Eiginmaður
Svölu var Richard
B. Þorláksson, f.
17. mars 1937, d.
3. maí 2014. For-
eldrar hans voru
hjónin Anna Pét-
ursdóttir, f. 14.8.
1910, d. 10.6.
1984, og Þorlákur
Björnsson, f. 6.10.
1904, d. 11.11. 1962. Richard
og Svala gengu í hjónaband
31.12. 1960. Börn þeirra eru:
1) Anna Brynja, f. 21.1. 1958.
Börn hennar eru Richard og
Erla María. 2) Þorlákur, f.
20.3. 1961, d. 4.7. 1968. 3)
Guðrún Erla, f. 10.3. 1962,
maki Bjarni Svanur Bjarna-
son, börn þeirra eru Davíð
Þór, Svala Margrét og Bjarni
Fannar. 4) Þ. Richard, f. 24.6.
1969, börn hans eru Viktor,
Katrín og Kolbrún, sambýlis-
kona er Drífa Úlfarsdóttir. 5)
Pétur Smári, f. 28.11. 1970.
Eiginkona hans er Olga Gunn-
arsdóttir, börn þeirra eru
Anna Íris og Guðmundur
Smári. Langömmubörn eru
sex.
Svala flutti ung frá Ísafirði,
hún bjó stóran hluta ævinnar í
Garðabæ. Svala hóf ung störf
hjá Landsbanka Íslands og
síðar hjá Búnaðarbanka Ís-
lands og starfaði þar til
starfsloka.
Útför Svölu fer fram frá
Vídalínskirkju í Garðabæ í
dag, 17. desember 2019,
klukkan 13.
Það var alltaf hluti af jólaund-
irbúningnum að skreyta jólatréð
hjá ömmu. Á toppinn fór skelfi-
lega ljóta stjarnan sem við
frænkurnar keyptum handa
henni fyrir vasapeningana okkar
þegar við vorum sex og sjö ára.
Amma Svala var einstök kona.
Svo einstök að það er fáránlegt
að skrifa um hana í þátíð. Fyrir
ári vorum við saman á Spáni að
þeytast um allar trissur með
göngugrindina með í för. Þar
ákvað hún að byrja að kalla sígar-
ettur „jónur“ og gera Gumma
vandræðalegan alltaf þegar Ís-
lendingar heyrðu til hennar segj-
ast ætla út í jónu.
Alla mína ævi hefur amma
Svala verið sterk eins og klettur,
hlý og stutt í húmorinn hjá henni.
Ég gat alltaf leitað til hennar
þegar mér leið illa og hún var
fyrsta manneskjan sem ég
hringdi í með góðar fréttir.
Amma hefur alltaf stutt við bakið
á mér og var minn stærsti aðdá-
andi – hvort sem verkin mín voru
góð eða ekki. Hún geymdi enn
ferskeytlur sem ég skrifaði á
kaffipoka í eldhúsinu hjá henni
fyrir tíu árum. Ég kann ekki á
heim þar sem ég get ekki kíkt í
kaffi og spjall til hennar.
Síðustu mánuðirnir voru
ömmu erfiðir, en öll árin á undan
þakka ég fyrir. Ég þakka fyrir að
hafa fengið að eiga svona gott og
náið samband við hana – jafnvel
þótt söknuðurinn verði þeim mun
meiri. En ég ætla að baka kan-
ilsnúða um jólin og hugsa til
hennar.
Góða nótt amma mín, ég sakna
þín strax.
Er skammdegið mér sótti að
mig vantaði eitthvað að sýsla.
Þær alltaf voru tilbúnar
amma Svala og Mýsla.
Hillan gamla ber marga mynd
milljón barnabarna.
Staðið hefur sterkan vind
gyllta jólastjarnan.
Og fátt mér þótti betra í denn
en að koma til ömmu í kotið.
Það var þá og finnst mér enn
ömmu best til skotist.
Að trítla saman hönd í hönd
Í Smárann – kannski með mömmu.
Og þótt ég ferðist um ókunn lönd
er best að vera hjá ömmu.
Anna Íris Pétursdóttir.
Hún elsku amma Svala er lát-
in, það er sárt að kveðja hana en
eftir sitja góðar minningar um
yndislega ömmu.
Amma gaf sér alltaf tíma fyr-
ir okkur barnabörnin, það var
svo gott að koma til hennar, fá
appelsínuköku og kakó, sitja og
spjalla um það sem á daga okk-
ar hafði drifið og spila á spil.
Þegar við vorum lítil kenndi hún
okkur lög og texta og söng með
okkur eða las fyrir okkur, hún
var alltaf kát og umvafði okkur
ást og hlýju.
Takk elsku amma fyrir allt
sem þú gafst okkur í lífinu, minn-
ing þín lifir í hjörtum okkar og
vonum við að þér líði vel núna.
Það er svo sárt að sakna
en það er svo gott að gráta.
Tárin eru dýrmætar daggir,
perlur úr lind minninganna.
Minninga sem tjá kærleika og ást,
væntumþykju og þakklæti
fyrir liðna tíma.
Minninga sem þú einn átt
og enginn getur afmáð
eða frá þér tekið.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Kveðja,
Viktor Richardsson, Katrín
Richardsdóttir og Kolbrún
Richardsdóttir.
Amma Svala var einstök kona.
Hún var einstaklega hjartahlý
og með góða nærveru. Það var
alltaf gott að koma til hennar og
vera hjá henni. Maður var alltaf
velkominn og hún var tilbúin að
hlusta sama hvað. Það var alltaf
gott að tala við hana og þar sem
hún var hafsjór af fróðleik hafði
hún alltaf einhver ráð þegar þörf
var á og auðvitað hjálpaði mikið
hvað hún gat verið fyndin og orð-
heppin þegar þannig stóð á. Hún
var gjafmild og góð kona sem
vildi allt fyrir okkur gera til að
okkur liði vel, hvort sem það var
með því að hrósa okkur eða
hjálpa okkur að þeim markmið-
um sem við höfðum sett okkur.
Hún fylgdist vel með hvað var í
gangi í okkar lífi og hvatti okkur
áfram, sérstaklega þegar við
vorum í skólanum þar sem hún
hafði mikla trú á okkur á því
sviði og vildi sjá okkur ná því
sem hún vissi að við gætum (þótt
við værum kannski ekki búin að
átta okkur á því sjálf).
Elsku amma, við kveðjum
ekki aðeins ömmu okkar heldur
kæra vinkonu. Við munum varð-
veita kærar minningar sem þú
hefur skapað með okkur og gleðj-
ast yfir þeim tíma sem þú gafst
okkur. Hvíldu í friði elsku amma.
Davíð, Svala og Bjarni.
Elsku amma mín.
Núna þegar ég sest niður við
þessi skrif sem ég er búin að
kvíða fyrir í mörg ár, koma upp í
hugann svo margar minningar,
frá því ég var pínulítil og til dags-
ins í dag að ég veit ekki hvar ég á
að byrja.
Þú varst mér miklu meira en
amma, þú varst trúnaðarvinkona
mín, mín helsta fyrirmynd og svo
gekkstu mér í móðurstað þegar
þess þurfti.
Það var alltaf pláss fyrir okkur
Rikka bróður hjá ykkur afa í
Skógarlundinum, enda var hann
okkar annað heimili.
Það var sjaldan þögn í kring-
um okkur tvær, við gátum spjall-
að um alla heima og geima, ég gat
trúað þér fyrir leyndarmálum og
deilt með þér mínum helstu
áhyggjuefnum því alltaf hlustaðir
þú á mig og gafst mér góð ráð.
Það var alltaf stutt í grínið hjá
þér enda varstu ein fyndnasta
manneskja sem ég hef kynnst,
gullkornin sem hafa komið frá
þér eiga eftir að lifa í manna
minnum í fjölda ára.
Eins og þeir sem þekktu þig
vita áttir þú mjög erfitt með að
halda leynd yfir jólagjöfunum og
ég gleymi því aldrei þegar þú
baðst mig um að skottast inn í
stofu til þín að gera þér smá
greiða: „Erla mín, værirðu til í að
máta þessa skó fyrir mig snöggv-
ast, þeir eru jólagjöf fyrir hana
frænku þína sem þú þekkir ekki.“
Svona fórstu nú fínt í hlutina.
Það sem við gátum hlegið mik-
ið saman.
Þú varst einstaklega orðhepp-
in og kunnir orðatiltök, máls-
hætti og vísur fyrir öll tilefni. Svo
má ekki gleyma sögunum þínum
sem þú sagðir okkur öllum
barnabörnunum þínum og meira
að segja litlu barnabarnabörnun-
um. Það væri hægt að skrifa heila
bók, um Mýslu litlu, Matta mátt-
lausa og fleiri skemmtilega kar-
aktera. Ég er svo þakklát fyrir
þig, elsku amma mín, og allar fal-
legu minningarnar um þig og að
Axel hafi fengið að kynnast þér
svona vel. Það er ómetanlegt.
Ég kveð þig í bili, elsku amma
Svala mín.
Ég elska þig að eilífu.
Þín
Erla.
Svala
Veturliðadóttir
✝ Ragnar Haf-steinn Hafliða-
son fæddist í Viðey
í Vestmannaeyjum
12. nóvember 1928.
Hann lést á Land-
spítalanum, Foss-
vogi, 3. desember
2019.
Foreldrar hans
voru Hafliði Ólafs-
son, f. 1894 á Lækj-
arbakka í Mýrdal,
og Guðbjörg Erlendsdóttir, f.
11. desember 1891 í Háfssókn í
Rangárvallasýslu.
Hálfsystur Ragnars sam-
mæðra voru: Aðalheiður Guð-
mundsdóttir, f. 25. nóvember
1919, og tvíburasysturnar Guð-
björg Svava Guðmundsdóttir og
Ólafía Guðmundsdóttir, f. 16.
september 1921. Þær eru allar
látnar. Hálfsystkin Ragnars
samfeðra eru: Aðalheiður Ís-
leifs Hafliðadóttir, f. 28. janúar
1929, Hannes Hafliðason, f. 13.
júlí 1932, þau eru látin, Hafdís
Jóhanna Hafliðadóttir, f. 10.
mars 1935, Ingibjörg Hafliða-
dóttir, f. 25. nóvember 1940.
Alls átti Ragnar 12 uppeld-
issystkini frá Viðey í Vest-
mannaeyjum.
Eiginkona Ragnars var Sig-
ríður Alda Eyjólfsdóttir frá
Laugardal í Vestmannaeyjum,
f. 19. mars 1930, d. 20. janúar
lína. Börn hennar og Vigfúsar
eru Elísabet Ósk, Hólmfríður
Ása og Vigfús Jón. Afkomendur
Ragnars og Öldu eru orðnir 50
talsins.
Ragnar lærði málaraiðn hjá
Engilbert Gíslasyni málara-
meistara 1950-1954 og mun
hafa verið síðasti lærlingur
hans. Ragnar lauk sveinsprófi
1973. Hann varð að gera hlé á
störfum um nokkurra ára skeið
vegna atvinnusjúkdóms. Ragn-
ar og Alda starfræktu Hress-
ingarskálann í Vestmanna-
eyjum fram að Eyjagosi ásamt
því að reka Parísarbúðina í
Vestmannaeyjum í nokkur ár.
Ragnar byggði Birkihlíð 11 í
Vestmannaeyjum og bjó fjöl-
skyldan þar til goss 1973, en
fluttust þá til Hafnarfjarðar.
Ragnar og Alda ráku árum
saman Söluturninn Hringbraut
14 eða frá árinu 1976-2000.
Ragnar lagði einnig stund á
málarastörf frá árinu 1973-
2017, þá 89 ára að aldri. Bjuggu
þau lengstum á Breiðvangi 23
en hin síðari ár á Hringbraut
2b. Frá júní á þessu ári dvaldist
Ragnar í góðu yfirlæti á Hrafn-
istu í Hafnarfirði. Ragnar var í
Kiwanis í Vestmannaeyjum
ásamt því að vera mikil Týrari,
ÍBV maður og Haukamaður.
Íþróttir voru alla tíð hans helsta
áhugamál. Þá ferðuðust þau
hjón til Kanaríeyja á þriðja ára-
tug og Ragnar einn eftir að hún
lést, meðan heilsan leyfðiÚtför
Ragnars verður gerð frá Víði-
staðakirkju í dag, 17. desember
2019, og hefst athöfnin klukkn
13.
2010. Gengu þau í
hjúskap 24. mars
1957. Börn þeirra:
Líney Guðbjörg
Ragnarsdóttir
rekstrastjóri, f. 14.
desember 1958.
Maður hennar er
Arnar Hilmarsson.
Sonur Líneyjar og
Miguels Herreros
er Ragnar Miguel
Herreros. Synir
hennar og Arnars eru Hilmar
Trausti og Arnar Daði. Ágústa
Ragnarsdóttir matráður, f. 7.
desember 1960. Maki Jónas
Hilmarsson. Börn þeirra eru
Sylvía Rut, Lilja Rut, Tinna
Rut, Alda Rut og Jónas Eyjólf-
ur. Fyrir átti Jónas Helgu
Fanneyju. Óskar Hafliði Ragn-
arsson lögfræðingur, f. 1. mars
1970. Sambýliskona Margrét
Rós Viðarsdóttir. Börn hans og
Áslaugar Friðriksdóttur eru
Brynja Björt og Friðrik Snær.
Barn hans og Sigríðar Líneyjar
Lúðvíksdóttur er Helga Sif, fyr-
ir átti hún Kristínu Sif. Barn
Öldu af fyrra hjónabandi og
stjúpbarn Ragnars er Kristín
Ósk Kristinsdóttir matráður, f.
14. desember 1952. Maki Vigfús
Jón Björgvinsson. Dóttir Krist-
ínar og Þorvaldar Waagfjörð er
Alda Ragna. Dóttir Kristínar og
Jóns Guðmundssonar er Nikó-
Faðir minn er fallinn frá 91
árs að aldri. Síðustu tvö árin
hafa verið erfið fyrir hann
vegna veikinda. Undi hann þó
hag sínum vel í góðu yfirlæti á
Hrafnistu í Hafnarfirði síðustu
mánuði. Pabbi var af þeirri
kynslóð sem lét ekki verk úr
hendi falla. Hann var málara-
meistari og vann sem slíkur frá
Heimaeyjargosinu 1973 þar til
fyrir um tveimur árum. Heilsu-
brestur er slíkum dugnaðarfor-
kum því sérlega erfiður. Það
var heiður að fá að vinna með
honum í málningunni með
námi. Margir vinir mínir fengu
einnig vinnu hjá honum á sín-
um tíma og oft var kátt á
vinnustað. Unnið var alla laug-
ardaga því í hans augum var
laugardagur eins og hver annar
virkur dagur.
Nú eru 10 ár síðan mamma
féll frá. Var það föður mínum
mikið áfall þótt ekki væri hann
vanur að bera tilfinningar sínar
á torg. Af dugnaði hélt hann
einn heimili þar til nú í sumar
er hann fluttist á Hrafnistu.
Foreldrar mínir ráku árum
saman vinsælan veitingastað í
Vestmannaeyjum, Hressó, fram
að gosi 1973. Þá var tilverunni
kippt undan fjölskyldunni og
settist hún að í Hafnarfirði.
Þarna var pabbi 44 ára og
mamma 42 ára. Ég, örverpið,
að verða þriggja ára. Þótt
pabbi hafi náð örlítið fleiri ár-
um í Hafnarfirði en í Vest-
mannaeyjum var hann ávallt
mikill Eyjamaður í sér.
Hafði hann yndi af íþróttum
alla tíð og var Týr hans félag í
Eyjum. Síðar varð hann mikill
ÍBV-maður og Haukamaður.
Þá studdi hann Man. Utd. í
seinni tíð eins og ég eftir að
hann gafst upp á Leeds. Fjöl-
skylda mín fór í eftirminnilega
ferð með pabba á Old Trafford
haustið 2015 þar sem hann
keypti sér búning, trefil og
fékk sér bjór fyrir og eftir leik.
Þar lék hann á als oddi og hafði
greinilega gaman af. Áttum við
einnig góðar stundir saman á
Spáni fyrir nokkrum árum, auk
þess sem ég fór í eftirminnileg-
ar ferðir með foreldrum mínum
til Spánar og víðar þegar ég
var krakki og unglingur.
Margs er að minnast af
æskuslóðum á Breiðvangi 23 í
Hafnarfirði. Þar var gott að
alast upp í nýju hverfi í faðmi
samhentrar fjölskyldu. Mamma
og pabbi voru sérlega samhent
hjón, þar sem hagur fjölskyld-
unnar var ávallt í fyrirrúmi.
Betri foreldra hefði ekki verið
hægt að hugsa sér. Nú eru þau
sameinuð á ný í örmum hvort
annars, þar sem þeim leið
ávallt best.
Að leiðarlokum vil ég þakka
þér fyrir hve góður faðir, afi og
langafi þú varst og ekki síst
mömmu góður eiginmaður. Hvíl
í friði elsku pabbi.
Óskar Hafliði Ragnarsson.
Elsku pabbi minn, nú er
komin sú stund sem ég hef
kviðið fyrir í langan tíma. Við
höfum átt einstakt samband,
alltaf náð svo vel saman og
alltaf getað leitað hvor til ann-
ars þegar eitthvað bjátaði á.
Síðustu 2 ár hefur þú þurft á
okkur systkinunum og fjöl-
skyldu að halda, og hef ég gef-
ið allan þann tíma sem ég hef
getað. Það verður svo sann-
arlega tómlegt án þín, þú hef-
ur alltaf haft svo mikinn áhuga
á mér og Jónasi, börnum okk-
ar og barnabörnum. Þú varst
svo stoltur af fólkinu þínu og
spenntur að hitta 10. barna-
barnið okkar sem kom í heim-
inn þann 5. desember sl. og ég
veit að þú vakir nú yfir.
Margar minningar koma
upp frá því að ég var stelpa í
Eyjum. Það var yndislegt að
alast upp á Birkihlíð 11 og sem
unglingur í Hafnarfirði. Það er
ein minning mér ofarlega í
huga, þegar ég seldi þér lakkr-
ísblóm úr garðinum sem ég
hélt að væri steinselja fyrir
snitturnar á Hressó, þú borg-
aðir mér alltaf fullt verð en
ekki veit ég hvað varð af
lakkrísblómunum.
Þú varst algjör dellukarl
þegar kom að rafmagnstækj-
um og nutum við systkinin
góðs af, eins og þegar við Lí-
ney systir settum upp bíó í
kjallaranum heima á Birkihlíð-
inni og seldum inn, enda
kenndir þú okkur að vera góðir
sölumenn. Minningarnar eru
ótalmargar úr sjoppunni á
Hringbrautinni sem þú keyptir
fyrir okkur mömmu og systk-
inin eftir gos, svo við hefðum
nóg að gera uppi á landi á
meðan þú málaðir út um allan
bæ.
Þú gerðir allt fyrir okkur
systkinin og mömmu þegar
hún var á lífi enda sástu ekki
sólina fyrir henni. Ég mun
sakna þín óendanlega mikið en
vona að þú hafir það gott. Ég
ylja mér nú við þær hugsanir
að þú sért kominn til mömmu
og veit ég að hún hefur tekið
vel á móti þér.
Þín dóttir,
Ágústa.
Nú kveðjum við í dag afa
okkar í síðasta sinn. Betri afa
var ekki hægt að óska sér, þú
varst okkur allt. Okkar helsti
stuðningsmaður, fyrirmynd og
vinur. Við vorum öll það heppin
að vera mikið heima hjá ömmu
og afa þegar við vorum yngri,
heima hjá ömmu og afa var
okkar annað heimili og erum
við ævinlega þakklát fyrir það.
Þitt aðaláhugamál voru íþróttir
og vorum við það heppin að
deila því áhugamáli með þér,
hvort sem það var að horfa á
leiki með þér eða þú komst til
að hvetja okkur áfram. Erfitt
er að koma í orð hversu mikið
við eigum eftir að sakna þín,
það mun enginn ná að fylla í
það skarð sem þú skilur eftir
þig í fjölskyldunni.
Farinn ertu jörðu frá
og sárt ég þín sakna
stundum þig ég þykist sjá
á morgnana þegar ég vakna.
Ég veit þér líður vel, afi minn,
vertu nú hress og kátur,
innra með mér nú ég finn
þinn yndislega hlátur.
Fyrir sál þinni ég bið
og signa líkama þinn
í von um að þú finnir frið
og verðir engillinn minn.
Hvert sem ég fer
ég mynd af þér
í hjarta mér ber.
(Hanna)
Þín barnabörn,
Sylvía Rut, Lilja Rut,
Tinna Rut, Alda Rut og
Jónas Eyjólfur.
Ragnar H.
Hafliðason