Morgunblaðið - 04.12.2019, Side 4
VINNUFÖTIN
Bindi geta sent
mjög skýr skilaboð,
og með réttu lit-
unum og mynstrinu
má ýmist skína eins
og neyðarblys á
morgunfundinum
eða hverfa inn í bak-
grunninn og renna
saman við veggfóðrið.
Drekabindið frá Hermés fellur í
fyrri flokkinn, enda í kröftugum
rauðum lit, en líka skreytt vold-
ugum dreka sem virðist reiðubúinn
að gleypa skýrslur og ársreikninga.
Drekinn er áberandi í haust- og
vetrarlínu Hermés í ár, og vill
franska tískuhúsið bregða á leik
með því að umbreyta gamla góða
Hermés-fáknum í furðuskepnu úr
heimi ævintýranna. Birtist drekinn
jafnt í hnöppum, skartgripum, í
mynstrinu á slæðum og stutt-
buxum, og svo vitaskuld á bindum.
Má fá drekabindið í nokkrum lit-
um, s.s. svart með svörtum dreka
og blátt með grænum dreka, en
rauða bindið ætti að
vera efst á óskalista
þeirra sem vilja láta á
sér bera á vinnu-
staðnum.
Bindið kostar
195 dali í vef-
verslun
Hermés.
ai@mbl.is
Valdsmanns-
legasta
valda-
bindið
Gráa útgáfan er fyrir
þá sem vilja láta
minna á sér bera.
VINNUFERÐALAGIÐ
Það er meira en lítið spælandi að hafa lagt út fyrir agalega
vönduðum og dýrum þráðlausum heyrnartólum og geta
svo ekki notað þau til að hlusta á afþreyingarefni flug-
félaganna á leiðinni milli landa. Er þá fátt annað í boði en
ýmist að pakka aukaheyrnartólum með snúru eða nota
óþægilegu og ódýru heyrnartólin sem flugfélagið skaffar.
AirFly Pro leysir vandann með litlum blátannarsendi
sem er einfaldlega stungið í heyrnartólainnstunguna í
flugvélarsætinu. Þessi sendir beinir svo hljóðinu þráð-
laust í fínu heyrnartólin sem eigandinn er vanur að nota.
Tækið má líka nota til að streyma tónlist úr snjallsíma
yfir í hljómtæki af gömlu gerðinni eða til að tengjast
þráðlaust við afþreyingarvæddu hlaupabrettin í líkams-
ræktinni. Hleðslan á að duga í 16 tíma og hægt er að
tengja tvö pör af heyrnartólum samtímis. ai@mbl.is
Til að hlusta
þráðlaust í flugi
Græjunni er stungið
í gatið fyrir heyrnar-
tólasnúruna.
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019FRÉTTIR
Ekki ætti að koma á óvart að Egill
Örn er önnum kafinn í miðju jóla-
bókaflóðinu. Forlagið gefur út um
200 bækur á þessu ári og spennan
er mikil á þessu aðaluppskeru-
tímabili fyrirtækisins.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Á síðustu misserum hefur rekst-
ur bókaútgáfu verið nokkuð snúinn
sökum þess að sala á bókum hefur
dregist töluvert saman, en horfir
reyndar til töluvert betri vegar og
jólavertíðin fer kröftuglega af stað.
Ný lög menntamálaráðherra um
endurgreiðslu á hluta kostnaðar
við útgáfuna munu gjörbreyta
rekstrarumhverfinu til hins betra
og við sjáum það reyndar nú þegar
að útgáfa hefur aukist verulega
milli ára og er mun bjartara yfir
þeim sem starfa við bókaútgáfu.
Ég lít svo á að nú geti maður loks
hafið á nýjan leik sókn eftir nokkuð
stífan varnarleik undanfarin ár.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
eða ráðstefnan sem þú sóttir?
Ég sótti síðast bókamessuna í
Frankfurt þangað sem um 300 þús-
und manns koma í hvert sinn og
allir útgefendur reyna að sækja
reglulega. Ég hef komið 18 sinnum
á bókamessuna í Frankfurt, en hef
satt að segja ekkert náð að skoða
af borginni sjálfri þar sem maður
mætir snemma á viðburðinn og fer
ekki fyrr en undir kvöld.
Hugsarðu vel um líkamann?
Ég tók þá ákvörðun fyrir all-
mörgum árum að byrja að ganga
til og frá vinnu sem reyndist miklu
minna mál en ég hafði ímyndað
mér. Það er mun auðveldara að
ferðast fótgangandi í borginni en
Ég byrjaði sem smástrákur að að-
stoða í Iðunni og sömuleiðis var ég
kominn fljótlega eftir stúdentspróf
á lager Máls og menningar. Ef ég
yrði að finna mér nýjan starfa held
ég að það yrði samt alltaf í þessu
fagi og hefur mig reyndar lengi
dreymt um að starfa í bókabúð, en
mér líður yfirleitt vel með mikið
magn ólíkra bóka í kringum mig.
Hvað myndirðu læra ef þú fengir
að bæta við þig nýrri gráðu?
Ég hef í nokkur ár gælt við að
afla mér meiri menntunar, en sök-
um mikilla anna í starfi hef ég ekki
séð mér kleift að láta verða af því.
Það sem ég hef helst horft til er
MBA-nám, annaðhvort hér á landi
eða erlendis, og vonandi að mér
takist að láta verða af því fyrr en
síðar. Mér finnst stundum súrt að
hafa ekki klárað „alvöru“ gráðu úr
háskóla.
Hvaða lögum myndirðu breyta
ef þú værir einráður í einn dag?
Ég hef satt að segja alla tíð átt
erfitt með að staðsetja mig á hin-
um svokallaða pólitíska ási, en hef
þó hallast meira til vinstri en
hægri. En yrði ég einráður held ég
að ég myndi láta það verða mitt
fyrsta verk að afnema ýmis boð og
bönn sem enn eru við lýði í hinu og
þessu í samfélaginu. Það er
kannski partur af því hversu smátt
samfélagið er að okkur hefur geng-
ið illa að ná fram breytingum. Allt
er við það sama nema okkur sé
beinlínis skipað að breyta því. Við
slíkar kringumstæður getur stöðn-
un orðið algerlega óumflýjanleg.
En það má vel létta aðeins á boðum
og bönnum og leyfa a.m.k. ögn
meira frjálsræði í samfélaginu.
SVIPMYND Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins
Ný lög um endurgreiðslu
gjörbreyta rekstrarumhverfinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Ég lít svo á að nú geti maður loks hafið á nýjan leik sókn eftir nokkuð
stífan varnarleik undanfarin ár,“ segir Egill um rekstrarskilyrðin.
NÁM: Menntaskólinn í Reykjavík; Endurmenntun HÍ: Rekstrar-
og viðskiptanám.
STÖRF: Mál og menning 1994-2000; Genealogia Islandorum
2000; JPV/Forlagið frá 2001.
ÁHUGAMÁL: Bækur og bókaútgáfa, fréttir og stjórnmál og
íþróttir, en ég held mikið með KR og Manchester United.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Makinn heitir Þórhildur Garðarsdóttir og
börnin Kristján Dagur og Guðrún Klara.
HIN HLIÐIN
margir kunna að halda og veðurfar
skiptir nánast engu máli. Því til
viðbótar spila ég fótbolta á gervi-
grasinu í Laugardal þrisvar í viku
með þeim virðulega félagsskap
Lunch Utd auk þess sem ég spila
einu sinni í viku innanhússbolta.
Ég myndi því segja að ég hreyfi
mig í það heila töluvert, en hvatn-
ingin er ekki síst að ég finn vel
hversu gott það gerir manni að
komast út og hreyfa sig, og það er
ekki síður andlega hliðin sem nýtur
góðs af hreyfingunni.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan starfa?
Þar sem ég er af þriðju kynslóð
bókaútgefenda hef ég satt að segja
engu öðru starfi kynnst sem heitið
getur en því sem viðkemur faginu.
Hi-Viz húfa með
Bluetooth og ljósi