Morgunblaðið - 04.12.2019, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 7VIÐTAL
Frá árinu 1995 hefur norska fjár-
málafyrirtækið Storebrand haft
sjálfbærar fjárfestingar að leiðarljósi
og verið leiðandi í Evrópu á því sviði.
Jan Erik Saugestad er fram-
kvæmdastjóri eignastýringarhluta
fyrirtækisins sem hefur 786 milljarða
norskra króna í stýringu. Sá hluti
starfseminnar var settur á laggirnar
árið 1981 en á síðustu tíu árum hafa
eignir fyrirtækisins í stýringu tvö-
faldast. Saugestad kom hingað til
lands á dögunum og ræddi um það
hvernig fyrirtækið hefur haft áhrif á
umhverfi sitt og samfélag í tæplega
25 ár í gegnum ábyrgar fjárfest-
ingar. Storebrand hefur sterka stöðu
í Noregi og Svíþjóð en að sögn
Saugestad horfir fyrirtækið nú til
þess að útvíkka starfsemi sína. Sér í
lagi hvað sjálfbærar fjárfestingar
varðar og þar sér það tækifæri hér á
landi.
Vilja deila reynslu
„Við sjáum bæði fjárfestingar-
tækifæri en einnig tækifæri til þess
að vera íslenskum lífeyrissjóðum og
öðrum fjárfestum innan handar til
þess að fjárfesta á sjálfbæran hátt.
Við höfum fjárfest á sjálfbæran hátt í
að verða 25 ár. Á þessum tíma höfum
við lært margt. Við höfum reynslu og
lausnir sem við viljum deila með ís-
lenskum lífeyrissjóðum og stofnana-
fjárfestum og við vonum að þessir að-
ilar geti lært eitthvað af okkar
reynslu,“ segir Saugestad við Við-
skiptaMoggann. Að hans sögn var
ekki ríkjandi hugsun að fjárfesta í
sjálfbærum fyrirtækjum árið 1995.
Voru það einkum sértækir fjárfestar
eða frjáls félagasamtök (e. Non-
Governmental Organizations) sem
höfðu áhuga á þessum málum.
Spurður út í það hvers vegna fyrir-
tækið hafi, á vissan hátt á undan
sinni samtíð, árið 1995 ákveðið að
horfa á fjárfestingar með þessari
sjálfbæru linsu segir Saugestad:
„Þetta hófst raunar með því að
nokkrir sjóðstjórar okkar höfðu ein-
hverja sannfæringu um að þetta væri
hið rétta í stöðunni. Og eftir því sem
við unnum meira út frá þessum hug-
myndum áttuðum við okkur á því að
þetta var frábært tæki til þess að
koma auga á viðskiptatækifæri og
um leið tæki til þess að forðast
ákveðna áhættu. Ef við ætlum okkur
að ná sjálfbærnimarkmiðum Samein-
uðu þjóðanna þá ætti að vera mikil
þörf fyrir sjálfbæra fjárfestingu. Og
það eru mörg áhugaverð fyrirtæki
sem bjóða upp á lausnir til þess að ná
þeim. Fyrirtæki í endurnýjanlega
orkugeiranum og fleira. Á hinn bóg-
inn snýst þetta um áhættu en sem
dæmi þá hættum við snemma að fjár-
festa í geirum tengdum olíu, sandi og
kolum,“ segir Saugestad en fyrir-
tækið byggir sjálfbærnimat sitt m.a.
á viðmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Snjallar fjárfestingar
„Það hafa verið margar skamm-
stafanir fyrir þetta í gegnum tíðina.
Nú til dags er ESG (e. environ-
mental, social and governance) al-
gengust. En út frá bæði siðferðis-
legum sjónarmiðum og arðsemis-
sjónarmiðum fjárfestum við ekki í
ákveðnum fyrirtækjum eða atvinnu-
greinum og það mat byggjum við að
miklu leyti á alþjóðlegum viðmiðum
Sameinuðu þjóðanna,“ segir Sauge-
stad.
En hversu vel fer slík stefna með
arðsemismarkmiðum?
„Við teljum að ESG-linsan hjálpi
okkur að gera betri fjárfestingar og
hafi jákvæð áhrif á arðsemi þeirra.
Það er aukinn skilningur fyrir hendi
á því að þú þurfir að horfa á þau áhrif
sem fyrirtæki hafa á umhverfið og
samfélagið. En nú til dags þarf í
auknum mæli einnig að horfa til þess
hvernig umhverfið og samfélagið
hefur áhrif á fyrirtæki. Notkun þess-
arar linsu hjálpar til við að koma
auga á áhættu sem þú hefðir hugs-
anlega annars ekki séð og, auðvitað,
einnig möguleg tækifæri. Í dag nota
seðlabankar þessi tæki til að meta
fjármálastofnanir. Englandsbanki
byrjaði á því fyrir þremur árum og
norski seðlabankinn benti á það fyrir
nokkrum vikum að ef okkur gengi
ekki nægilega vel að ná loftslags-
markmiðum þá gætu stjórnvöld
þurft að grípa til harðari aðgerða,
sem felur í sér aukna áhættu, og kall-
aði norski seðlabankinn m.a. eftir því
að bankar ættu að meta útlán sín
með þetta í huga,“ segir Saugestad
og nefnir nokkur dæmi um geira þar
sem sjálfbærnisjónarmið hafa haft
raunveruleg áhrif.
„Besta dæmið er líklega hluta-
bréfaverðþróun evrópskra raf-
magnsframleiðenda sem byggja
framleiðslu sína mikið til á kolum. Til
dæmis hafa hlutabréf í þýska fyrir-
tækinu RWE fallið um 80% á 10 ár-
um á meðan verð annarra og sjálf-
bærari framleiðenda, EDP og
Iberdrola, hefur fallið miklu minna,“
segir Saugestad. Meginskilaboð hans
og Storebrand eru því nokkuð ein-
föld: „Það er snjallt að fjárfesta á
sjálfbæran hátt. Bæði til þess að
finna fjárfestingartækifæri og til
þess að forðast áhættu, en einnig hið
rétta í stöðunni. Síðari skilboð mín
eru þau að það er eins gott að við
hefjumst handa. Við þurfum að taka
framförum á nokkrum sviðum. Þar
fremst í flokki eru loftslagsmál, og
það er betra að hefjast handa strax í
stað þess að sitja og bíða eftir hinni
fullkomnu lausn.“
Storebrand á undan sinni samtíð
Pétur Hreinsson
peturh@mbl.is
Norska fjármálafyrirtækið
Storebrand forðast áhættu
og kemur auga á góðar
fjárfestingar með sjálfbærni
að leiðarljósi.
Ljósmynd/ Erik Lindvall Guringo
Jan Eirik Saugestad er framkvæmdastjóri eignastýringarhluta Storebrand.
TRÉSMÍÐAVÉLAR
Rennibekkur
Lata
Verð 158.300
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | verslun@brynja.is | brynja.is
Spónsuga 2 stærðir
Verð frá 89.800
Smergill BG150
Verð 21.480
Rennibekkur DMT 460
Verð 70.700
Slípivél BTS800
Verð 38.490
Súluborvél
DP16
Verð 56.700
Bandsög
Basa 1
Verð 55.800
Borðsög TS310
Verð 79.800
Hefill
HMS1070
Verð 99.220
Vefverslun brynja.is Fagmennska í 100 ár
Tifsög 2 stærðir
Verð frá 22.620
Slípivél
OSM600
Verð 56.790
Borðsög HS80
Verð 34.210
Borabrýni
DBS800
Verð 12.380
Loftpressa HC250
Verð 19.980
Slípiband
BTS700
Verð 25.220
Bútsög
HM80L
Verð 23.410Rennibekkur
DMT 1000T
Verð 39.530
Vélar fyrir
atvinnumenn
og
handverksfólk
Opið virka daga 9-18
laugardaga ......10-16
Yfir 40 ára frábær
reynsla á Íslandi