Morgunblaðið - 04.12.2019, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019FRÉTTIR
Löngu fyrir tíma Parísarsáttmálans
og Kyoto-bókunarinnar fengu ís-
lensk börn inn um bréfalúguna
Andrésblað með forvitnilegri sögu
um Jóakim Aðalönd. Þar kemst Jóa-
kim að því, sér til mikillar skelf-
ingar, að jörðin sé að hlýna og jökl-
arnir að bráðna. Hann bíður ekki
boðanna og selur frá sér jarðir og
verksmiðjur sem blöðin segja hon-
um að verði senn komin í kaf. Er
það ekki fyrr en allt of seint að Jóa-
kim er bent á að ósköpin séu ekki að
fara að dynja á heimsbyggðinni si-
svona og engin ástæða til að hlaupa
upp til handa og fóta. Í lok sögunnar
situr Jóakim eftir með sárt ennið,
búinn að tapa stórfé á að selja eignir
sínar á gjafverði.
Mál málanna
Það má oft lesa ótrúlegustu hluti
úr ósköp einfaldri tölfræði. Þegar
„climate change“ er slegið inn í
leitarvél Financial Times kemur í
ljós að bara á undanfarinni viku
birti viðskiptadagblaðið 88 greinar
sem höfðu eitthvað að gera með
loftslagsbreytingar. Það gerir nærri
13 greinar á dag. Hjá Wall Street
Journal eru niðurstöðurnar töluvert
færri, eða 26 talsins, sem gæti að
hluta til skýrst af því að WSJ birti
færri greinar og pistla dag hvern.
Nærri fjórar greinar á dag um lofts-
lagsmál er samt ekkert smáræði.
Engum dylst hvaða málstað er
skynsamlegast að styðja. Umræðan
er nær öll á einn veg og efasemda-
fólkið – jafnvel þegar það hefur eitt-
hvað til síns máls – má helst ekki fá
að tjá sig á opinberum vettvangi.
„Þessi orðræða er ekki boðleg“
sagði einn loftslagsfrömuðurinn í
viðtali í síðustu viku, eftir að ágæt-
lega greindu fólki með efasemdir
var hleypt að hljóðnemanum í um-
töluðum þætti hjá Ríkissjónvarpinu.
Keisarinn er kappklæddur og þeir
sem halda öðru fram eru „afneit-
unarsinnar“.
Réttsýnir fjárfestar
Þeir sem sjá hvernig vindar blása
vita líka að það er til marks um gott
viðskiptavit að hafa áhyggjur af
loftslaginu. Nú síðast bættist vog-
unarsjóðurinn TCI í hóp þeirra sem
vilja leggja sitt af mörkum og hótaði
sjóðurinn að beita sér gegn stjórn-
endum félaga sem ekki greina skil-
merkilega frá því hve mikinn koltví-
sýring þau losa. Christopher Hohn,
stjórnandi TCI, skoraði á þá sem
láta fagfjárfesta um að ávaxta fé sitt
að velja einhvern annan til starfans
ef sjóðsstjórar þeirra leggja ekki
ofuráherslu á að fyrirtæki sýni fullt
gagnsæi í loftlagsmálum. Virðist
Hohn þess fullviss að ef stjórnvöld
þvinga fyrirtæki ekki til að halda og
birta ítarlegt loftslagsbókhald, þá
geti áhrifamiklir fjárfestar það.
Hohn hefur eflaust áttað sig á að í
ljósi allrar umræðunnar um yfirvof-
andi loftslagsvá sé ekki skrítið að
fjárfestar hafi af því áhyggjur að
veðurfarsbreytingar og hækkandi
sjávarmál – hvað þá pólitískar að-
gerðir til að draga úr koltvísýrings-
losun – muni hafa áhrif á hvernig
eignasafni þeirra reiðir af. Jóakim
aðalönd er víða.
En TCI hefur úr u.þ.b. 28 millj-
örðum dala að spila og það sást
fljótt að stjórnendur taka hótanir
Hohns alvarlega. Af þeim tíu fyr-
irtækjum sem TCI beindi hótunum
sínum sérstaklega til hafa tvö nú
þegar lofað bót og betrun. Gildir
einu þó að meira að segja skýrslur
loftslagsnefndar SÞ segi fyrir um að
efnahagsleg áhrif hnatthlýnunar
verði sáralítil og komi fram á ákaf-
lega löngum tíma. Stjórnendur vita
að þeir verða þá löngu komnir undir
torfu, en að þeir þurfa að þola bræði
Hohns strax á næsta hluthafafundi.
Réttsýnir bankar
Fleiri hafa komið auga á hvernig
þeir sem hafa yfir miklum pen-
ingum að ráða geta gert atvinnulífið
grænna, því Christine Lagarde vill
að loftslagsmál verði eitt af aðal-
áherslumálum Seðlabanka Evrópu.
Að sögn FT eru ekki allir sammála
því að SBE eigi að láta sig varða
nokkuð annað en að móta skyn-
samlega peningastefnu fyrir álfuna.
Þannig hefur Jens Weidman hjá
þýska seðlabankanum lýst því yfir
að hann hafi miklar efasemdir um
að nýta peningastefnu SBE til að
hafa áhrif á loftslagsmál. Franski
seðlabankastjórinn er á allt annarri
skoðun en sá þýski og stefnir í
áhugaverðar deilur. Á fimmtudag
stendur til að birta bréf undirritað
af 150 fræðimönnum, hagfræð-
ingum og umhverfisverndarsinnum
þar sem Lagarde er hvött til að láta
SBE selja frá sér hvers kyns eignir
tengdar kolaiðnaði.
Hjá Englandsbanka verður látið
duga að taka áhrif loftslagsbreyt-
inga og áhrif lagasetningar í þágu
umhverfisins með í reikninginn í
álagsprófunum breskra banka.
Valdis Dombrovskis, varaforseti
framkvæmdastjórnar ESB, hefur
lagt til að bankar fái sérstakar íviln-
anir vegna lána sem þeir veita til
loftslagsvænna verkefna.
Jörðin á líka vini í Bandaríkj-
unum. John Kerry, fyrrverandi
utanríkisráðherra, og Arnold
Schwarzenegger kvikmyndastjarna
og fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu
vilja hreinlega lýsa yfir stríði á
hendur loftslagsbreytingum. Á
mánudag hleyptu þeir af stað nýju
verkefni sem þeir kalla World War
Zero, og hafa fengið til liðs við sig
stórstjörnur með djúpa þekkingu á
loftslags- og efnahagsmálum, eins
og Jimmy Fallon, Leonardo Di-
Caprio, Al Sharpton og vitaskuld
Clinton-hjónin. Kerry telur að rétt
eins og í stríði þurfi allir að snúa
bökum saman í baráttunni gegn
þessari „mestu ógn okkar tíma“.
Réttsýnin kostar sitt
Eitt virðist sárlega vanta í um-
ræðuna um loftslagsvána: bein-
harðar tölur. Það er ljóst að því
fylgir einhver kostnaður (en líka
ávinningur) ef loftslagið breytist. Ef
til stendur að lýsa yfir stríði, beina
fyrirtækjum á rétta braut með hót-
unum vogunarsjóða og beita pen-
ingaprentvélum SBE í baráttunni
við koltvísýringinn kostar það líka
eitthvað. Allt of fáir virðast spyrja
hvort kostnaðurinn sé í samræmi
við ávinninginn.
Er það samt alveg skiljanlegt að
tölurnar vanti. Rétt eins og það er
erfitt að reikna út loftslagsáhrif
koltvísýrings (enda hafa spárnar
hingað til verið kolrangar) er enn
flóknara að reikna út hver áhrifin af
hlýnun verða á hagkerfi heimsins.
Skýrsla loftslagsnefndar SÞ inni-
heldur stuttan kafla um þetta þar
sem vitnað er í nokkra rannsak-
endur sem gert hafa heiðarlegar til-
raunir til að meta tjónið. Miðað við
samantekt IPCC má reikna með að
áhrif hlýnunar verði þau að árið
2100 verði landsframleiðsla á heims-
vísu um 3% minni en ella.
Ef við miðum við 5% hagvöxt
fram að aldamótum má reikna með
að heimsframleiðsla 2100 verði um
52 sinnum meiri en í dag, en um 50,5
sinnum meiri ef áhrif loftslagsbreyt-
inga væru dregin frá. Það þýðir að
aðgerðir til að draga úr hlýnun
borga sig þá aðeins, miðað við þess-
ar forsendur, ef þær minnka ekki
árlegan hagvöxt meira en um 0,03
prósentustig. Strax og hagvöxtur
væri kominn niður í 4,95% væri
tjónið út af aðgerðum gegn kol-
tvísýringi orðið meira en tjónið af
hlýnuninni.
Er spurning hvort „mesta ógn
okkar tíma“ sé afskaplega réttsýnt
og áhrifamikið fólk sem kann ekki á
eða kærir sig ekki um að nota excel.
Að bjarga jörðinni er ekki ókeypis
Ásgeir Ingvarsson
skrifar frá Istanbúl
ai@mbl.is
Umræðan um loftslagsmál
er á suðupunkti og valda-
mikið fólk vill leggja sitt af
mörkum. Fáir treysta sér
samt til að reikna út hvað
aðgerðirnar muni kosta og
hvort þær borgi sig.
AFP
John Kerry, Arnold Schwarzenegger og fleiri vilja lýsa yfir stríði gegn hnatthlýnun. Stríðskostnaðinn veit enginn um.
Þarftu skjóta afgreiðslu á ein-
blöðungum, bæklingum, vegg-
spjöldum, skýrslum, eða nafn-
spjöldum? Þá gæti stafræna
leiðin hentað þér. Sendu okkur
línu og fáðu verðtilboð.
STAFRÆNT
ESTRO Model 3042
L 164 cm Leður ct. 15 Verð 345.000,-
L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,-
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is